Af síðustu metrunum

4. ágúst 2008

Jæja, þá er loksins komið að síðustu færslunni, bráðum tveimur mánuðum eftir að við lentum á Keflavíkurflugvelli. Svona verður maður værukær þegar heim er komið. Við undum hag okkar ágætlega hjá Helga Birgi (föðurbróður Kristínar) og Tatjönu í Uppsala í Svíþjóð. Þau eru að gera upp gamalt hús og að sjálfsögðu lögðum við hönd á plóginn. Ottó braut niður eina eldhúsinnréttingu og svo hreinsuðum við klappir í bakgarðinum af mosa, grasi og trjárótum. Það var hressandi að komast í smá vinnu hafandi ekki gert handtak í fimm mánuði. Þegar við vorum ekki í vinnu skoðuðum við okkur um í Uppsala. Bærinn er um 70 km norður af Stokkhólmi og er gamalgróinn háskólabær. Hann er ekkert sérlega stór en þar búa tæplega 200.000 þúsund manns. Þar er mjög gaman að rölta um og skoða bæinn. Stærstu kirkju á Norðurlöndunum er að finna í Uppsala, saga hennar er ansi löng en bygging hennar hófst á 13. öld. Uppsala er því mjög gamall bær með ríka sögu. Háskólinn var stofnsettur 1477 og er því einn elsti skóli á Norðurlöndunum. Þar lærðu menn á borð við Carl von Linné (sem flokkaði lífríkið) og Anders Jonas Ångström (en við hann er atómmælieiningin Ångström kennd). I bænum er náttúrulega ekki þverfótað fyrir stúdentum og öðru skólafólki sem lífgar mjög uppá bæjarbraginn. Í Uppsala var því mjög gaman að rölta um og skoða, setjast svo niður og borða kíló af kirsu- og jarðarberjum eða inn á kaffihús og skoða mannlífið í þrjátíu stiga hita.

Að sjálfsögðu gerðum við verslanaferðir til Stokkhólms og litum m.a. við hjá þeim Hennes & Mauritz eins og góðum Íslendingi sæmir. Alfreð (pabbi Kristínar) kom svo út til okkar 5. júní. Við þrjú gerðum ferðir um Stokkhólm. Skoðuðum Vasa safnið sem hýsir samnefnt skip. Það sökk í jómfrúarferð sinni þann 10. ágúst 1628 rétt fyrir utan höfnina í Stokkhólmi. Því var svo bjargað 1961 og er nú almenningi til sýnis. Við röltum líka um Skansen. Fylgdumst með glerblásurum, trésmíðameisturum, þjóðdansadönsurum, vísundum, skógarbjörnum og úlfum. Við röltum líka um gamla bæinn, fórum í kaffi til konungshjónanna og fylgdumst með á þingpöllum á sænska þinginu. I hitanum fórum við í siglingu um sundin í Stokkhólmi.

Orðin heimavön sýndum við Alfreð Uppsala. Helgi Birgir leiddi okkur um ganga rannsóknastofu sinnar í Biomedicinske Center háskólans í Uppsala og reyndi eftir fremsta megni að koma okkur í skilning um hvað það nú væri nákvæmlega sem hann rannsakaði og ynni að. Það var ógurlega gaman. Saman fórum við svo fimm á baðströnd í blíðunni sem svipaði um margt til þeirra taílensku. Vatnið var þó heldur kaldara.

Við flugum svo heim frá Stokkhólmi 9. júní og lentum á Keflavíkurflugvelli um kaffileytið sama dag.

Þá höfðum við verið á ferðalagi í 157 daga og lagt að baki ríflega 40.000 km. Við gistum á 35 misgeðslegum hótelum/farfuglaheimilum og borðuðum á rúmlega 200 veitingastöðum. í tölvupóstskeytum mæðra okkar vorum við vinsamlegast beðin um að gæta okkar 51 sinni.

Fyrir þá sem hyggja á langferðir í útlandinu:

Það er að ýmsu að hyggja áður en lagt er upp í langför sem þessa. Þar er helst að nefna vegabréfsáritanir og bólusetningar. Vegabréfsáritanir í sum lönd þarf að sækja um með góðum fyrirvara. Við þurftum t.d. að senda vegabréfin okkar til Osló til að fá áritun inn í Indland. Allar upplýsingar um vegabréfsáritanir eru á þessari síðu: http://www.utanrikisraduneyti.is/ferdamenn. Sumum bóluefnum þarf að sprauta í mann nokkrum mánuðum áður en maður fer inn í landið og stundum þarf fleiri en eina sprautu, t.d. við japanskri heilabólgu og lifrabólgu. Ferlið tekur þá nokkra mánuði. Upplýsingar um bólusetningar eru á heimasíðu landlæknisembættisins: http://landlaeknir.is/pages/859.

Við tókum ýmislegt með okkur. Af því helsta má nefna:
• Góðan, stóran, slitsterkan og þægilegan bakpoka. Hann er lykilatriði.
• Silkisvefnpoka. Þeir eru mjög hentugir þegar rúmföt eru ekki til staðar eða eru skítug.
• Ferðahandklæði. Þau eru nauðsynleg þar sem ekki eru handklæði í boði á öllum gististöðum. Okkar voru létt, fyrirferðarlítil og fljótþornandi.
• Ullarnærföt. Við bjuggumst ekki við að nota þau fyrr en í Síberíu en þau komu sér vel á köldum indverskum janúarkvöldum, í eyðimörkinni að næturlagi og í fjöllunum í Nepal!
• Góðir skór eru algjörlega nauðsynlegir. Við tókum með okkur bæði sandala og létta gönguskó.
• Svissneskur vasahnífur, því það tilheyrir og er töff!
• GSM sími. Til að vera í sambandi. Líka öryggistæki ef við hefðum týnt hvort öðru. Sem gerðist reyndar bara einu sinni og þá var hvorugt okkar með símann á sér.
• GPS tæki. Kom sér oft vel til að rata og svo var gaman að reikna út fjarlægðir.
• Eyrnatappar. Þeir koma sér vel í næturlestum og í hávaðasömum hverfum fyrir svefninn.
• Innanklæðaveski. Fyrir peninga, vegabréf og greiðslukort.

Eftirfarandi tróðum við í sjúkrakassann: Breiðvirkum sýklalyfjum, verkjastillandi, hitalækkandi og bólgueyðandi töflum, sótthreinsandi spreyi, sáraumbúðum (plástrum, grisjum, heftiplástrum), hælsærisplástrum, stopp-töflum (við skyndiniddara), sólarvörn, aloe vera geli, fucidin smyrsli til að setja á smáskeinur og sýkingar, acidophilus fyrir magann, strepsils við hálsbólgu, nefspreyi, malaríulyfi, saltlausn til að leysa í vatni til að koma jafnvægi á saltbúskap líkamans eftir t.d. niðurgang, klórtöflum til að hreinsa drykkjarvatn, skordýrafælu, flísatöng, skæri, naglaklippur, smyrsli á skordýrabit og önnur lyf sem við notum s.s. astmalyf.

Við tókum tvennar léttar buxur, stuttbuxur, fullt af brókum og sokkum, slatta af bolum, a.m.k. eina nokkuð hlýja peysu, regnstakk og húfu. Þá er innihald bakpokans okkar nánast upptalið, fyrir utan hluti eins og sápu, sjampó, tannbursta og tannkrem.

Nánast allsstaðar er hægt að kaupa bækur á ensku og við gerðum mikið af því. Það er talsvert ódýrara og betra fyrir bakið en að burðast með þær frá Íslandi. Þá er gott að hafa með sér skrifblokk/dagbók til að punkta hjá sér og spilastokk. Spilastokkurinn okkar kom sér gríðarlega vel á löngum lestarferðum og uppi í nepalska fjallaþorpinu þar sem við eyddum löngum stundum í að spila rommí. Mikilvægasta afþreyingargræjan er þó líklega iPodinn, en svoleiðis græju ættu allir að taka með sér í ferðalag sem þetta. Hann er bráðnauðsynlegur í indverskum rútum þar sem annar hver maður spilar hindi-bollywood tónlist í símanum sínum.

Við þökkum kærlega fyrir okkur og vonum að lesendur hafi haft gagn og gaman af skrifum okkar.

Bestu kveðjur,

-Kristín og Ottó

Bangkok, Helsinki

3. júní 2008

Vid dvoldum a Hat Khom strondinni nordaustan megin a Koh Pha-Ngan hja Sjavarsyn strandkofum (e. Ocean View Bungalows), maelum eindregid med thvi. Thau voru reyndar ad loka og fara i sumarfri og af thvi tilefni budu thau gestum sinum og starfsmonnum i grillveislu a strondinni vid hlidina. Gaman gaman. Vid tokum svo ferjuna til Surat Thani, gistum thar eina nott a glaesihoteli med sundlaug og tokum svo flug til Bangkok morguninn eftir.

I thetta skiptid forum vid og skodudum okkur um a nokkrum ahugaverdum stodum i Bangkok (en fyrri heimsoknin var heldur stutt fyrir svoleidis pjatt). Vid skodudum konungshollina og Wat Phew musterid sem standa innan somu mura. Otrulegur fjoldi Tailendinga (og reyndar annarra landa lika) hafa tekid ser thad sem starfa ad villa um fyrir ferdalongum. Mymargir vilja hjalpa manni ad komast leidar sinnar komist their ad thvi hvert forinni er heitid er sa stadur nanast undantekningarlaust lokadur i dag og heppilegra vaeri nu fyrir mann ef madur leyfdi theim nu ad teyma sig i nokkrar vel valdar verslanir. Tuk-tuk bilstjorarnir eru a svipadri linu og vilja their nanast allir fa mann med ser i budarferd, thvi their vita svo sannarlega hvar allar bestu og flottustu verslanirnar er ad finna. Ad sjalfsogdu fa their riflega greitt fra verslunareigendum kaupi grandalaus ferdalangur randyrt goss i versluninni. En konungshollin og Wat Phew musterid voru glaesilegir stadir. A musterissvaedinu var krokkt af byggingum, nanast allar gulli slegnar en rymra var um konungshollina skreytta myndum af sjalfum konginum. I odru musteri skammt fra, Wat Pho, la risastor gylltur Buddha i makindum sinum. Thad er merkilegt hvad hann Siddharta Gautama hefur misst kyneinkenni sin i gegnum tidina og er nu ordinn half kynlaus blessadur. En hann var engu ad sidur glaesilegur med perluskreyttar taer. Svo for hann ad rigna allhressilega og vid leitudum skjols hja otal gylltum buddhastyttum a medan ovedrid gekk yfir.

Vid kiktum a Chatuchak helgarmarkadinn i Bangkok. Thar var krokkt af folki. Thar matti finna allt fra lifandi rottum og kaninum til fatnadar ymiskonar og misnytilegra minjagripa. Vid keyptum nu ekki mikid en nutum thess theim mun meir ad skoda mannlifid. Vilji madur versla af alvoru i Bangkok eru margar thar nutimalegar verslanamidstodvar flestar vid eda nalaegt Siam torgi. Su skemmtilegasta heitir MBK og er eiginlega risastor pruttmarkadur undir thaki med 2.500 smaverslunum. Vid skodudum lika hus Jims nokkurs Thompson sem kom tailensku silki a vestraena markadi skommu eftir seinna strid.

Tailenski konungurinn er dyrkadur eins og gud og fyrir nokkru sidan thegar thaverandi forsaetiradherra thotti gera sig fullbreidan gagnvart konginum var hann hrakinn af landi brott. Forsaetisradherra, sem thykir verulega spilltur a enn sina studningsmenn a Tailandi sem vilja hann aftur. En konungssinnar motmaela thvi reglulega likt og vid urdum vitni ad einhver eftirmiddaginn. Tha var slegid upp politiskri skemmtidagskra a einni af umferdarthyngstu gotum baejarins og folk klaeddist gulu til ad syna studning sinn i verki (en gulur er litur tailenska konungsins). Tharna rikti halfgerd karnival stemmning og heilu fjolskyldurnar maettu til ad hlyda a.

Sidasta kvoldid okkar i Bangkok tokum vid lyftuna upp 61. haed a einn af nokkrum thakborum Bangkok. Thar satum vid, drukkum randyra kokteila og dadumst ad borginni sem er sannarlega glaesileg ur lofti. Vid smelltum af myndum svo thid lesendur godir getid dadst lika.

Vid tokum svo flugid nordur a boginn og lentum a flugvellinum i Helsinki seinnipart dags. Daginn eftir tokum vid svo ferjuna afram til Stokkholms. Thennan eina dag skodudum vid okkur um i midborg Helsinki og bordudum steiktan lax og kirsuber a markadnum vid hofnina. Helsinki er falleg borg sem vid aetlum ad skoda betur seinna. I ferjunni voru tomar fyllibyttur a eftirlaunaaldri. Thessar ferdir eru visst mjog vinsaelar hja eldra folki i Finnlandi og Svithjod sem tekur ferjuna fram og til baka til thess eins ad skemmta ser um bord. Og thad kann sko ad taka a thvi, thvi um leid og komid er inn i ferjuna er legid i bleyti thar til menn thola ekki meir. Fra Stokkholmi tokum vid svo lest til Uppsala.

Thad breyttist margt vid komuna til Nordurlandanna fra thvi sem var i Bangkok. Loftid kolnadi, rakinn hvarf og verdlagid snarhaekkadi. Skyndilega kostadi vatnsflaska 250 ISK en ekki 20 ISK. Mikil vidbrigdi fyrir okkur enda haettum vid okkur ekki heim alveg strax heldur erum her i skandinaviskri adlogun hja fodurbrodur Kristinar og konu hans her i Uppsala. Segjum nanar fra thvi sidar.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin

Vid lentum i sol og sumaryl i Bangkok 5. mai s.l. Tokum flugvallarrutuna beint adalferdalangasvaedi borgarinnar, Th Khao San, og fundum okkur samastad. Thetta turhestahverfi er eins og oll onnur turhestahverfi: Beggja vegna gotunnar eru gotusalarnir i rodum sem hondla med allrahanda varning, mis gaefulegir gististadir og veitingahusin oll med sama “vestraena” matsedilinn i bland vid eitthvad innlent. A afmaelisdeginum hans Ottos (6. mai) gerdum vid okkur dagamun og saum aevintyrahasarmyndina Forbodna koungsveldid (e. The Forbidden Kingdom). Vid hofdum ekki farid a biomynd i haa herrans tid, sidast i Bombay fyrir lidlega fjorum manudum. Vid fludum inn i loftkaeldan nytisku biosalinn yfir heitasta tima dagsins med kryddpopp i annarri hendinni og gervi-koladyrkk i hinni. En adur en herlegheitin byrjudu risum vid ur saetum fyrir tailenska thjodsongnum sem hljomadi med stuttri mynd um agaeti konungs og syndi hve truir landsmenn eru honum. Vid fylltumst lotningu og fellum a kne. En ad Forbodna konungsveldinu. Adalhlutverkin voru i hondum Hong Kong-Fu hasarhetjanna Jackie Chan og Jet Li. Myndin var hin besta skemmtan og tha ekki sist fyrir arfaslakan leik Jackie Chan tho hann sannarlega kynni ad sla (og sparka) fra ser med miklum tilthrifum. Vid kaeldum okkur enn meira nidur i isbud heimsins: Haagen Dazs. Seinni hluta dags slokudum vid a i almenningsgardi en gleymdum tho ekki a standa upp thegar thjodsongurinn hljomadi i hatolurum vitt og breitt um borgina a slaginu sex. Vid endudum svo daginn a prydilegum tailenskum mat med enn betra hvitvini a huggulegum veitingastad.

Thad er tvennt sem gripur augu ferdalanga a Tailandi. Annars vegar er thad gengdarlaus konungsdyrkunin. I Bangkok eru myndir af konungi og/eda drottnigu a hverju einasta gotuhorni. Eftir einni gotunni sem vid okum sem farthegar i Tuk-tuk bil stodu risastorar myndir af kallinum a ymsum skeidum aevi sinnar rammadar inn i dropalagada, gyllta, glitrandi bauta. Svo ekki se minnst a myndina sem synd er a undan hverri kvikmynd sem synd er i tailensku kvikmyndahusi. Tha skal gaeta thess ad leggja ekki nafn konungs vid hegoma ellegar a madur a haettu himinhaar fjarsektir og jafnvel fangavist. Hitt sem kemur utlendingum spanskt fyrir sjonir eru stelpustrakarnir (e. ladyboys) svokolludu. Thad heyrir svosem ekki til tidinda ad strakar klaedist kvenmannsfotum eda ad menn gangist undir kynskiptiadgerdir og lati breyta ser i konu, en thad sem er serstakt her a Tailandi er hversu algengt thetta er. Samfelag stelpustraka a Tailandi mjog stort og jafnvel svo stort ad stundum er talad um thridja kynid.

Vid hofdum verid forsjal og pantad flug med flugfelaginu Air Asia til Surat Thani thadan sem vid tokum svo ferju til Koh Pha-Ngan. Eyjan su er alraemd fyrir tryllt svallteiti sem haldin eru undir fullu tungli. Thangad maeta hordustu teitisgeggjarar heimsins og djamma bokstaflega fra ser allt vit. Vid aetludum tho ekki ad sletta ur kaufunum a Koh Pha-Ngan, heldur slaka a, med sol, sandi og einstaka bjor. Ad sjalfsogdu tokst okkur ad thefa uppi matreidslunamskeid. Okkur fannst maturinn jafnvel betri en a hinum namseidunum tveimur sem vid sottum i Kina og a Indlandi. Hver veit nema heppnir lesendur fai ad gaeda ser tailensku a naestu misserum. Dregid verdur ur innsendum beidnum stuttu eftir heimkomuna.

Lifid her er ekki flokid. Erfidustu akvardanirnar snuast um hvar i oskopunum eigi ad snaeda naest thegar hungrid saekir ad, hvort madur eigi nu ad liggja a strondinni eda busla i sjonum, hvada kokteill verdi fyrir valinu i thetta skiptid - eda hvort madur eigi kannski bara ad fa ser bjor.
Vid faerdum okkur svo um eyju, til Koh Tao thvi thar aetludum vid ad saekja namskeid i kofun. Okkur var meinud thatttaka thvi vid erum baedi med astma svo thad verdur bara ad bida betri tima. Thess i stad forum vid i snorkl-ferd. Vedrid var nu ekki beisid morguninn sem vid logdum af stad en her hefur rignt dalitid undanfarna daga. (Frodir menn segja thad eftirkost fellibylsins i Burma.) Ekki thad ad sma rigning hafi truflad okkur i snorklinu, sjorinn er vist rennblautur fyrir. Nedansjavar rignir bara loftbolum upp. Fyrir okkur opnadist nyr heimur marglitra fiska og koralrifja. Okkur leid halfpartinn sem vid vaerum ad busla i risastoru fiskaburi med allskonar fallegum fiskum og hakorlum. Vid sigldum umhverfis eyjuna og hentum okkur i hlandvolgan, graenblaan saeinn nokkrum sinnum. I algleyminu uggdum vid ekki ad okkur og brunnum all svakalega i lumskri solinni. Allan timann snerum vid natturulega somu hlidinni ad solinni sem fekk i stadinn fallega raudan lit. Vid hofum sidan sofid a maganum og makad a okkur honum Aloe Vera sem flytir fyrir batanum.

Skadbrunnin pokkudum vid aftur ofan i bakpokann og tokum ferjuna til baka aftur a Koh Pha-Ngan. Grasid er ju alltaf graenna hinum megin. Thar fundum vid afskekkta strond med orfaum strandkofum og veitingaborum og unum nu hag okkar vel i skugganum vid lestur godra boka. Bruninn er allur ad koma til og sennilega haettum vid okkur aftur a strondina a morgun i fyrsta skiptid i nokkra daga. Tha verdur sko aldeilis tekid a thvi en nu hofum vid fjarfest i steikingaroliu til ad virkja brunkuna thessa sidustu daga okkar her i paradis.

Bestu kvedjur af strondinni,

-Otto og Kristin.

Hong Kong og Macau

5. maí 2008

Hong Kong er allt odruvisi en Kina. Borgin og nanasta nagrenni hennar var bresk nylenda thangad til arsins 1997 og hafdi tha verid undir breskum hael i riflega 150 ar - eda fra thvi ad Bretar hernamu hana i Opiumstridinu fyrra. Hong Kong er thvi half bresk og half kinversk. Hun er miklum mun nutimalegri en afgangurinn af Kina, ad Shanghai undanskilinni. Throngar goturnar a adal fjarmala- og verslunarsvaedinu a Hong Kong eyju minna mjog a goturnar i London. Vid upplifdum okkur hornreka i lorfunum okkar thegar vid thrommudum medal allra jakkafataklaeddu mannanna og kvennanna sem theyttust milli skyjakljufanna med simann raudgloandi a eyranu. Og ennfremur thegar vid gegnum medal framhja budargluggum med thar sem flottustu, finustu og sannarlega randyrustu tiskumerkin stilltu ut. Hong Kong er lika mjog hrein borg. Himinhaar fjarsektir liggja vid thvi ad skyrpingum eda thvi ad henda rusli framhja ruslatunnunni. Svo eru reykingar bannadar vidast hvar okkur til mikillar anaegju eftir svaeluna i Kina.

Vid attum tho ekki samastad a eyjunni sjalfri heldur a meginlandinu hinum megin vid sundid. Thad svaedi nefnist Kowloon og er ollu althydlegra tho svo Gucci, Louis Vuitton og Versace auglysi i gluggum theim megin lika. Vid bjuggum reyndar i ljotustu byggingunni a svaedinu. Thvilikt hreysi hafdi hvorugt okkar a aevinni sed. Risastort nidurnitt greni a 17 haedum. The Chungking Mansions. A jardhaedinni er verslunarsvaedi med allra handa bullum sem hondla med odyrar eftirlikingar af simum, urum , DVD myndum, fotum og fleiru. Aberandi i rekstri thessarra solubasa eru Indverjar, Pakistanar, Arabar og Nigeriumenn auk stoku Kinverja. Ofan a allt koma thangad bakpokaferdalangar hvadanaeva ad ur heiminum og falast eftir herbergi a einu af theim oendalega morgu mis gedslegu hotelum sem thar ma finna. Fjolmenningin skapar undarlegt andrumsloft hladid tortryggni. Lyftan i byggingunni var alltaf trodfull og pinlegar lyftuferdirnar virtust taka heila eilifd, serstaklega thegar klikkadi Bretinn gargadi a Nigeribuana. Vid komum til Hong Kong a manudeginum i sidustu viku eftir ljufa dvol i Yangshuo. Vid hofdum verid svo forsjal ad panta svefnplass. Thegar vid vorum ad leita fyrir okkur fannst okkur gistingin i Hong Kong svo dyr midad vid thad sem a undan var gengid ad vid akvadum ad gista i koju med odrum ferdalongum (en thad er odyrara en ad leigja eitt herbergi undir okkur tvo). Vid hefdum betur sleppt fyrirhyggjunni thvi til stod ad hola okkur nidur i sitt hvort herbergid a sitt hvorri haedinni svo vid sogdum skilid vid kauda og fundum okkur skokassa a taeplega 3.000 ISK nottina. Hann var tho hreinn svo vid kvortudum ekki. Fyrir klaufaskap thurftum vid ad skipta um hotel og fundum annad enn minna. Klosettid var svo litid ad vid thurftum ad sitja thad thvert til ad athafna okkur. Su sem rak hotelid var flott kelling sem kalladi sig “Mama” og sagdi “Meeerci” oft a dag. Okkur grunar tho ad hun hafi leikid tveimur skjoldum og hylmt yfir einhvers konar smygl med hotelrekstrinum. Throngir gangarnir voru alltaf trodfullir af vandlega fragengnum pinklum og pokum af ollum staerdum og gerdum. Hver veit hvad leynist i theim?

Vid aetludum ad finna eitthvad smotteri i budum thvi Hong Kong er friverslunarsvaedi og sennilega odyrasti stadurinn i heiminum til ad kaupa tolvur og taeknidot. Okkur langadi i adra og staerri linsu a myndavelina sem vid keyptum i Kathmandu. Vid attum ekki i vandraedum med thad og keyptum eina sem ser i gegnum holt og moa. Undum okkur svo eitthvert kvoldid vid thad ad taka myndir af marsbuum, svo oflug er hun. Okkur til gamans litum vid inn i eina og eina merkjabudina og hneysludumst a omerkilegum hversdagstutlum sem kostudu feiri tugi thusunda. Kristin sa fallega appelsinugula gollu i Louis Vuitton, varla thykkari en pappir, a rett rumar 100.000 ISK. Hver slaer hendinni vid sliku kostabodi?

I Hong Kong er margt ad sja. Eitt af thvi sem allir thurfa ad gera er ad taka Fjallageitina (e. Peak Tram) upp a Viktoriu tindinn sem er haesti punktur Hong Kong eyju. Fjallageitin skridur eftir slakkanum upp a tindinn og thegar mest varir hallar lestin 45 gradur. Ofan af tindinum faer madur gott utsyni yfir borgina ef ekki er thoka (eins og var thetta kvoldid sem vid forum upp). A hverju kvoldi klukkan atta er sett i gang fimmtan minutna ljosasyning thar sem oll staerstu hahysin a Hong Kong eyju blikka og senda ut i loftid graena leysigeilsa i takt vid dynjandi midi-musik. Vid saum thessa syningu baedi ofanfra af tindinum og svo fra Kowloon, hverfinu hinum megin sundsins.

Svo gerdumst vid menningarleg og forum a sofn. Vid forum baedi a visindasafn og geimvisindasafn. Thad var ogurlega gaman enda stor hluti beggja safnanna gagnvirkur og Otto thurfti ad sjalfsogdu a reyna sem flest. Svo skodudum vid listaverk af ollum sortum a thartilgerdu safni.

I fyrra skiptid sem vid reyndum vid tvo sidarnefndu sofnin voru thau lokud. A sveimi voru tugir, ef ekki hundrudir logreglumanna en vid nanari eftirgrennslan komumst vid ad thvi ad sjalfur Olympiueldurinn var vaentanlegur til Hong Kong. Bruka atti svaedid kringum sofnin undir athofnina og svo skyldi hlaupid um baeinn. Ad sjalfsogdu letum vid okkur ekki vanta thegar eldurinn thaut framhja hreysinu sem vid gistum. Vid vorum a besta stad og horfdum a brjalada Kinverja hropa slagord til heidurs Kina og eldi fridar og kaerleika. Engin voru uppthotin og ur einum glugganum i naerliggjandi storhysi veifadi madur skilabodunum: “Tibet is part of China”. Heldur annar filingur her en annars stadar i heiminum. Vid thetta tilefni voru gefin ut frimerki med Olympiueldinum i Hong Kong. Ad morgni hlaupdags thurftum vid a posthusid til ad senda heim svefnpoka, flispeysur og ullarfot sem nota atti i Siberiu, thvi ekki er thorf fyrir slikar vetrarflikur a Tailandi. Fyrir misganing vorum vid maett litlu fyrir opnun en thar var tha saman kominn hopur folks sem beid spennt eftir nyju frimerkjunum. Thad var aldeilis teiti i theirri rod.

Tho enginn hafi motmaelt komu Olympiueldsins naer kommunisk ritskodun ekki til Hong Kong. Vid saum meira ad segja eintak af bok Jung Chang: Mao, the Unknown Story, en baedi hofundurinn og bokin hafa nu verid gerd utlaeg ur Kina. Einhver hafdi lika hengt upp a almannfaeri veggspjald sem beina atti sjonum manns ad mannrettindabrotum Kinverja gegn theim sem idka Falun Gong. Margir muna eflaust eftir thvi thegar fylgjendur Falun Gong idkudu leikfimi sina fyrir fyrrverandi forseta Kina thegar hann kom i heimsokn til Islands fyrir orfaum arum. Their voru natturulega umsvifalaust fjarlaegdir med logregluvaldi enda storhaettulegar leikfimiaefingar sem folkid stundadi.

Vid tokum svo ferju yfir til Macau, Las Vegas austursins. Macau er lika sjalfstjornarsvaedi og thar ma stunda fjarhaettuspil. Kinverjar eru mikid fyrir ad spila fjarhaettuspil. Vid hofum sed til theirra i almenningsgordum thar sem unglingsstelpur jafnt sem gamlir karlar spila med peninga. Tho verdur ad fara laumulega ad thessu thvi ha vidurlog liggja vid thvi naist madur vid tha idju. Fyrir nokkrum arum sidan var storu spilavitunum i Las Vegas leyft ad opna spilaviti i Macau og til marks um spilabrjalaedi Kinverja, tha skilar hvert spilabord i Macau tifalt meiri hagnadi en spilabord i Las Vegas.

Macau er gomul portugolsk nylenda og litur baerinn med kirkjurustum og steinlogdum gotum i Sudur-evropskum stil meira ut fyrir ad vera a Portugal en i Kina. Vid undum okkur thar einn dag og endudum hann sjalfsogdu a ad kikja i spilaviti. Vid skelltum okkur a barinn og drukkum i okkur kjark. Heilsudum svo upp a gjaldkerann og keyptum spilapeninga og hlommudum okkur vid rullettubord. Thegar mest vardi attum vid naestum threfalt thad fe sem vid keyptum i bankanum en gloprudum thvi svo nidur. Vid gengum ut med somu upphaed og vid komum inn med en thetta var engu ad sidur storskemmtilegt.

Vid tokum svo flugid med Air Asia og lentum i Bangkok a Tailandi um hadegisbilid i dag. Her er hiti og vid erum sveitt. Vid aetlum ad eyda afmaelisdeginum Ottos (6. mai) her i Bangkok en a hinn daginn holdum vid sudur a boginn a paradisareyjar i Tailandsfloa.

Bestu kvedjur heim til Islands,

-Otto og Kristin Helga.

E.s. Myndir fra Hong Kong og Macau koma vonandi inn a morgun.

Yangshuo

29. apríl 2008

Wuhan var ekkert spennandi stadur nema hvad ad vid frettum af rosalega fjolmennum motmaelum fyrir utan franska verslanakedju. Their voru vist ad motmaela Frokkum og Sarkozy fyrir ad aetla ekki ad sitja setningarathofn Olympiuleikana i ar. Vid tokum naeturlest fra Wuhan til Guilin sem er borg i Guangxi-heradi. Vid komum arla morguns og tokum fyrstu rutu til Yangshuo. Stadurinn er adallega thekktur fyrir kalksteinsfjoll sem einkenna svaedid. Thad er aevintyri likast.

Vid brolludum sitthvad i Yandshuo. Forum i tvaer hjolaferdir ut ur baenum. I fyrra skiptid hjoludum vid ad kalksteinsstapa med gati a toppnum. Einhverjum fannst thad likjast tunglinu og thvi heitir stapinn Manahaed (e. Moon hill). Seinna skiptid hjoludum vid medfram Yulong-anni sem rennur um svaedid. Adum svo i fjallasal og spiludum rommy og fengum i magann af eplaati. Allt saman gridarlega fallegt, kyrrlatt og mikilfenglegt.

Svo skradum vid okkur i kinverskt matreidslunamskeid. Forum tvo morgna i rod. Fengum lods um markadinn thar sem matti kaupa allra handa kjot, fisk, graenmeti og avexti, krydd og svidna hunda. Eldudum svo agaeta retti uti i sveit sem vid reynum kannski ad leika eftir heima i eldhusinu.

Thetta voru kosiheit par exellens svo faerslan verdur bara stutt i thetta sinnid.

Bidjum fyrir kvedjur heim,

-Otto og Kristin

Vid komum til Chengdu, hofudbols Sichuan herads fyrripart dags og tokum thvi rolega eftir ferdalagid. Okkar fyrsta eiginlega verk i Chengdu var ad skoda pandabirni. Pandabirnir eru sennilega kruttlegustu en jafnframt klaufalegustu dyr sem undirritudud hafa augum litid. Natturan aetti i raun longu ad hafa utrymt theim en af einhverjum voldum hefur thad reynst henni um megn. Nu a thessum sidustu og verstu timum hefur theim faekkad jafnt og thett. Su faekkun stafar ad mestu af agangi manna a bambusskogi, en bambus er eina faeda dyranna. Ekki nog med ad their eti ekkert annad (heldur deyja ella) thvi their eta einungis 20% plontunnar og eyda thvi lunganum ur deginum i at og svefn thvi their hafa ekki orku i annad. Ennfremur nenna their ekki ad stunda kynlif svo sifellt faerri hunar faedast a hverju ari. A attunda aratugnum letu kinversk stjornvold undan thrystingi althjodasamfelagsins um ad vernda og staekka stofninn og komu a laggirnar raektunarbui rett fyrir utan Chengdu. Sidan tha hafa fleiri slik sprottid upp. Enn sem komid er hefur engum pandabjornum verid sleppt lausum ut i natturuna en kinverskum stjornvoldum thykja birnirnir fin vinagjof til annarra landa. Vid gerdum okkur semsagt ferd i thetta raektunarbu sem er hid glaesilegasta og skodudum birnina sem kutveltust hver um annan thveran. Vid smelltum af sem od vaerum en bjornunum er eiginlega best lyst a mynd.

Sichuan herad er thekkt fyrir fleira en pandabirni. Thar a medal er Sichuan-operan. Vid skelltum okkur thvi aftur i operuna og vonudum ad thessi syning yrdi nu skarri en syrusyningin sem vid saum i Beijing (sem best hefdi verid notid a ofskynjunarlyfjum). Syningin samanstod af nokkrum styttri atridum og i henni hoppudu menn og skoppudu, spudu eldi, heldu bordum a lofti og rokkudu allhressilega a kinverska fidlu. Vid skemmtum okkur konunglega. Hapunktur kvoldsins var tho sennilega thegar vid nadum ad gera okkur skiljanleg a einhverri afdankadri skandinavisku vid Finna sem voru okkur samferda a syninguna. Vissum ekki ad vid aettum thetta til.

I Sichuan eru menn einnig thekktir fyrir heitan pott (e. hotpot). Tha er eldunarhella a midju bordinu. A helluna pantar thu pott med sodi, haegt er ad fa missterk kjot- og fiskisod. Vid pontudum eldheitt sod (vid voldum samt thad mildasta) fullt af chilipipar og annarri pipartegund sem kennd er vid heradid. I midjum pottinum var annar minni og i honum malladi litill fiskur (sem var sennilega farid ad sla litillega i) og fullt af graenmeti. Vid voldum svo nautakjot, graenmeti og nudlur en letum skemmda og ferska kyrmaga og annan innmat eiga sig. Thetta var borid ferskt a bordid til okkar og svo eldudum vid thetta sjalf i pottinum med sodinu. Thegar maturinn er klar er honum dyft ofan i sesamoliu, koriander og hvitlauk til ad deyfa rotsterkt chilibragdid. Thetta var gridarlega gott og gaman tho Kristinu hafi tekist ad sletta chilipipar i augad a ser - tvisvar.

Eftir Chengdu forum vid Le Shan smabaejar med einn turhestasegul: 71 metra hatt Buddhalikneski sem hoggid var ut i klettavegg vid armot Minjiang, Dadu og Qingyi anna a attundu old. Likneskid var byggt i theirri von ad Buddha myndi roa snarpa arstrauma sem hrelltu sjomenn vid armotin. Thegar lokid hafdi verid vid vinnuna kom i ljos ad grjotid sem hoggid hafdi verid ur klettinum og oltid ut i ana hafdi i raun breytt straumum arinnar og road tha. Heimamenn halda thvi tho statt og stodugt fram ad thad se hinn mikli Buddha sem hafi thessi ahrif. Hann er oneitanlega mikilfenglegur enda engin smasmidi. Vid roltum i kringum kauda i hitanum, fengum nokkur moskitobit og fylgdumst med fiskimonnum dytta ad batum eda veidarfaerum i thorpi skammt fra.

Nu var forinni heitid til Chongqing thadan sem vid hugdumst taka bat nidur Yangtze-anna. Vid akvadum ad fara ekki thriggja daga randyra turhestaferd heldur keyptum okkur mida med farthegabati. Thetta var langt ferdalag. Klukkan sex um morguninn logdum vid af stad en thurftum ad taka rutu ad batalaeginu. Thad tok sinn tima. Um hadegisbilid var ytt ur vor og vid akvadum ad hlamma okkur ekki i saetin heldu stodum i dyragaettinni og fylgdumst med arbokkunum lida hja. Utsynid var frabaert og serstaklega thegar vid sigldum gegnum gljufrin thrju. Vid lentum svo fimm og halfum tima sidar vid Taipingxi rett fyrir ofan staerstu vatnsaflsvirkjun i heimi. Vid aetludum ad skoda hana en vildum ekki greida litlar 5.000 ISK fyrir ad fa ad gapa framan a mannvirkid svo vid heldum afram til Yichang. Vid hofdum keypt ferdina a farfuglaheimilinu okkar i Chongqing. Thar med i pakkanum var rutumidi afram fra Yichang til Wuhan. A moti okkur i Yichang atti ad taka madur med rutumidana en ad sjalfsogdu gekk thad ekki eftir. Thad kostadi nokkur simtol og has raddbond ad fa rutumidana i hendurnar. Vid komumst svo loks upp a gistiheimili i Wuhan laust eftir midnaetti og svafum vel og lengi fram a naesta dag.

Vid keyptum okkur lestarmida hedan fra Wuhan afram til Guilin i fyrradag og forum a morgun. Her er ekkert ad sja eda gera svo vid hofum bara legid i leti, lesid, etid, skitid og sofid.

Bidjum fyrir bestu kvedjur i baeinn,

-Otto og Kristin

Fra Pingyao til Xi’an

13. apríl 2008

Vid afredum ad stoppa i Pingyao a leid okkar til Xi’an, litlum bae med merkilega sogu. Staerstan hluta Pingyao umlykur borgarmur og oll husin innan hans eru i gomlum kinverskum stil. Vid attum pantad plass a farfuglaheimili thar i bae. Starfsfolkinu hafdi tekist ad kludra nafninu Ottos en i bokhaldinu theirra het hann Otot. Thad tok smastund ad sannfaera starfsfolkid ad Otto og Otot vaeru einn og sami madurinn en thad hafdist fyrir rest. Kristinu likadi nafnid Otot svo vel ad hun stakk upp a thvi ad Otto skipti bara um nafn vid taekifaeri. Vid adhofdumst litid gafulegt i Pingyao enda luin eftir theytinginn i Beijing. Vid roltum medal gamalla husa og Kristin keypti handgerda kinasko en Otto fann enga naegilega stora a sina breidfaetur. Notalegt ad una ser vid lestur og postkortaskrif i svona fallegum bae.

Vid tokum svo rutu fra Pingyao afram til Xi’an. Xi’an a ser lika merkilega sogu en thad sem dregur flest ferdalanga thangad (og thar a medal okkur) er Terracotta leirherinn sem fannst fyrir tilviljun um midjan attunda aratuginn. Fyrir rumlega 2000 arum sidan let fyrsti keisarinn af Kina bua til her leirmanna og stridshesta til ad fylgja ser yfir moduna miklu. Hann let reisa theim thak yfir hofudid en timinn hefur sed um ad faera hermennina a kaf i jordina. Stuttu eftir ad herinn fannst hofst thvi mikil og skipulogd vinna vid ad grafa tha upp sem stendur enn. Nu er buid ad byggja yfir herlegheitin og turhestavaeda svo nu geta allir sem vilja komid og skodad einn merkilegasta og staersta fornleifafund sogunnar. Nu hafa verid grafnir upp orfa thusund hermanna og hesta en buist er vid ad undir moldinni leynist 7.000 hermenn, 130 hestvagnar med 520 hestum auk 150 riddaralidshesta. Alir hermennirnir eru i raunstaerd og engir tveir eru eins utlitandi. Upphaflega voru their allir fagurlega maladir og vel vopnum bunir. I dag hafa vopnin rotid ur hondum theirra og liturinn hefur madst af. Engu ad sidur er thetta otruleg sjon ad sja tha samankomna hundrudum saman i rodum og madur getur rett imyndad ser hversu glaesilegt thetta var. Thad maetti una ser longum stundum vid ad skoda smaatridin og bera hermennina saman. Keisarinn skikkadi til verksins 720.000 manns en auk hermannana let hann reisa ser einhverja tha glaesilegustu grof sem sogur fara af. Ad sjalfsogdu voru flestir theirra sem ekki letust vid thessa thraelkunarvinnu, drepnir til ad vardveita leyndarmalid um grofina og leirherinn. Nu er unnid hordum hondum vid ad grafa hana upp skammt fra thar sem herinn er stadstettur.

Kinverjar eru einstaklega godir i ad rukka inn i/a alla skapada og oskapada hluti. Sem daemi var ekki haegt ad komast inn a sofn og merkilega stadi i Pingyao nema madur fjarfesti i thriggja daga passa a taeplega 1500 ISK. Ekki var haegt ad borga inn a hvern stad fyrir sig (en their eru mjog mis ahugaverdir) og vid tymdum ekki ad borga svona mikinn pening til ad skoda tha tvo eda thrja stadi sem okkur thottu ahugaverdir. I Xi’an thurftum vid ad punga ut 450 ISK a mann til ad fa ad rolta borgarmurinn thar sem yfirleitt er ekki thverfotad fyrir solumonnum og -konum. Ennfremur gildir su regla alls stadar ad thegar thu yfirgefur svaedid tharftu ad kaupa thig aftur inn. Svo gaeta Kinverjar thess vandlega ad allir thurfi nu ad ganga fram hja solubasum sem selja minjagripi og glingur med myndum af thvi sem stadurinn hefur upp a ad bjoda. Their kunna thetta.

Vid letum okkur tho hafa thad ad reida fram mordfjar fyrir ad rolta a borgarmurnum. Reyndar migrigndi en vid letum thad nu ekki a okkur fa. Thad thyddi hreinlega faerri ferdamenn og enga solumenn. Vid lobbudum thangad til vid urdum blaut inn ad beini og fludum tha upp a hotel. Annar merkilegur stadur i baenum var Bjolluturninn (e. Bell tower) svokalladi. I flestollum kinverskum baejum og borgum var og er bjolluturn i midjum baenum. I theim hekk risastor bjalla sem hringt var vid solris. Svipadur turn er Trommuturninn (e. Drum tower) en thar voru bumbur bardar vid solsetur. I Bjolluturninum forum vid a stutta tonleika thar sem flutt var klassisk kinversk tonlist. Jibbijei!

Nu erum vid i Chengdu. I morgun forum vid adeins ut fyrir baein og skodudum pandabirni. Vid segjum betur fra thvi sidar.

Ad lokum aetlum vid ad birta lista yfir thann mat sem okkur langar ad borda thegar vid komum heim. Listanum er ad sjalfsogdu fyrst og fremst beint til foreldra okkar beggja (og ommu Stinu hennar Kristinar) en hinir geta skemmt ser vid lesturinn. Rettirnir eru ekki i neinni akvedinni rod.

 • Grillada bleikju med kartoflum og kaldri hvitlaukssosu.
 • Plokkfisk med stoppu ur saetum kartoflum.
 • Lasagne.
 • Franska sukkuladikoku med rjoma og jardaberjum.
 • Mjolkurgraut med rusinum, kanelsykri og slatri. (Kristin vaeri reyndar alveg til i mjolkurgraut med suru slatri, kanelsykri, saltkjoti, rofum og kartoflum uti…)
 • Steiktan thorsk med kartoflum og brakandi islensku graenmeti.
 • Kjotfarsbollur med kartoflum, brunni sosu, ORA baunum og rabbarbarasultu.
 • Almennilegan morgunverd: AB mjolk med rusinum, banonum og seriosi, gott braud, ost, kjotalegg, graenmeti, sultu, islenskan camembert ost, avexti, heimabakadar gerbollur med tunfisksalati og skinkuhorn. Og svo hafragraut hina morgnana.
 • Lambalaeri med ollu tiheyrandi.
 • Keldudalskaffi med ponnukokum, kleinum og rusinukokum.
 • Kjuklingasalat.
 • Skyr med blaberjum og rjoma.
 • Hreindyrasteik med tilheyrandi.
 • Hrossa- eda nautalund med berneaise sosu.

Bestu kvedjur ur austrinu,

-Otto og Kristin Helga

E.s. Vid erum baedi buin ad saekja um nam i Haskola Islands: Kristin i heimspeki og Otto i edlisfraedi.

Adur en vid heldum afram til Beijing akvadum vid ad stoppa i borginni Nanjing sem var hofudborg Kina af og til a fyrri hluta tuttugustu aldar thangad til kommunistar komust til valda 1949. Gloggir lesendur hafa sennilega veitt thvi athygli hversu lik borgarnofnin eru og ekki ad adstaedulausu thvi nan thydir sudur og bei nordur. Svo Nanjing og Beijing eru hofudborgirnar i sudri og nordri.

Nanjing er taeplega sex milljona borg en hefur thratt fyrir thad yfir ser rolegan smabaejarblae. Vid skodudum falleg hus i elsta hluta baejarins og risastort hlid (Zhonghua gate) sem er thvi sem naest thad eina sem er eftir af heljarinnar borgarmur sem eitt sinn umlukti borgina. Svo saum vid toff menn a svidi sem breikudu vid Rage Against The Machine. Vid nanari eftirgrennslan komumst vid ad thvi ad their voru ad auglysa bjor. Athyglivert. Fyrir ofan baeinn ris Fjolublaa fjall (e. Purple mountain) sem er harla undarlegt nafn thvi thad er thakid idagraenum trjam fra rotum upp a topp. Fjallid er vinsaelt utivistarsvaedi og horkutolin geta skokkad thar upp eftir hellulogdum stigum en vid akvadum ad taka stolalyftuna upp og rolta svo nidur. Annars stadar a fjallinu er lystigardur thar sem graenir fingur raekta rosir og beisla Bonsai-tre. Thar var lika ad finna svaedi med allrahanda brum sem gerdu manni miserfitt fyrir ad komast yfir a hinn bakkann. Otto for hamforum og profadi allar bryrnar. Svaka stud.

Vid thurftum ad gera okkur ferd a posthusid sem er nu ekki i frasogur faerandi nema fyrir thaer sakir ad a utleidinni stoppadi okkur kona med myndavel i annarri og frimerkjabok i hinni. Hun kvadst vera ad taka myndir fyrir dagblad og var ad skrifa frett um ny frimerki sem verid var ad gefa ut i tilefni Olympiuleikanna sem haldnir verda i Kina nu i agust. Hun vildi olm ad vid saetum fyrir a mynd med frimerkin. Ad sjalfsogdu urdum vid vid bon hennar. Svo thegar vid aetludum ad ganga burt spurdi hun: “Are you lovers?” Vid natturulega jattum thvi en thotti mjog fyndid hvernig stulkan kaus ad koma ordum ad thessu.

Adfaranott 25. mars tokum vid naeturlest aleidis til Beijing. Vid lentum um morguninn og komum okkur fyrir a farfuglaheimili. Thessi farfuglaheimili eru medlimir i althjodlegum samtokum farfuglaheimila fyrir unga ferdamenn (e. International youth hostel) og eru odyr midad vid adra gistingu her i Kina og hafa allt til alls. Andrumslofid i Beijing var mjog frabrugdid thvi sem var i Shanghai. Allt er i einhvernvegin i fastari skordum. Beijing hefur lika yfir ser eldri blae, med Forbodnu borgina, Torg hlids hins himneska fridar og fleiri sogufraega stadi.

Thad er afar serstakt ad vera her i Kina nu baedi fyrir Olympiuleikana og um og eftir uppthotin i Tibet. Kinverskir fjolmidlar klipptu a beina utsendingu fra tendrun Olympiueldsins um leid og tibetska fananum var flaggad. Their kusu ad fjalla ekki um malid i fjolmidlum en i stadinn las madur einhverja arodursvellu hladna dyrdarordum um sigur og sameiningu kinversku thjodarinnar. I tengslum vid motmaelin i Lhasa er stodugt raett vid og vitnad i kinverska netverja (sem koma fram undir dulnefnunum sem their notast vid i netheimum) og skrifad er um hatramma barattu theirra vid vestraena midla sem vilja thad eitt ad sverta mynd Kina i althjodasamfelaginu med folskum frettaflutningi. I einni klausunni var fullyrt ad allir vestraenir frettamidlar vaeru a moti Kina og kinverskum. Thessutan er blasin er upp hormung kinverskra fornarlamba sem oll med tolu uthropa motmaelendur ofbeldismenn og oeirdaseggi. Ein frettin sagdi af ahyggjufullum nema i Beijing sem hringdi heim i fjolskyldu sina i Lhasa til ad ganga ur skugga um ad allir vaeru heilir a hufi. Modirin svaradi og thad fyrsta sem hun atti ad hafa sagt vid taugaveiklada dottur sina var ad hun hefdi nu engar ahyggjur af thessu thvi hun vaeri thess fullviss ad rikisstjornin (NB. rikisstjornin) myndi taka thetta mal fostum tokum. Liklegt. Somu frettunum um thessi mal var slegid upp a forsidu marga daga i rod. Margar greinar voru birtar thar sem Dalai Lama var kalladur ofbeldisfullur gedsjuklingur sem hefdi aldrei gert neitt fyrir tibetsku thjodina. Thad er otrulegt hvernig haegt er ad ljuga ad heilli thjod. Vid lasum frettirnar i dagbladinu China Daily. Hvetjum ahugasama til ad vafra a vefsidu theirra.

Vid hofum dvol okkar i Beijing a leit ad skraddara verdugum i thad verk ad sauma a okkur glaumdress. Ad sjalfsogdu naegdi okkur teitisgeggjurunum ekki eitt a mann heldur morg. Ennfremur dugdi engin strigapoki i nyju klaedin keisarans heldur skyldi nu tina til thad finasta sem fyndist i rikinu. Vid budum thvi verkid ut, fengum morg tilbod og gaumgaefdum hvert og eitt. Sa sem verkid hlaut baud fram myksta silki og allrahanda kashmirklaedi a skikkanlegu verdi. Saumaskapurinn sjalfur tok svosem ekki langa stund en vid thurftum ad gera fjoldamargar ferdir til klaedskerans svo klaedin fellu nu rett ad likomum okkar. Nu erum vid i ollum husum haef. Jafnt i konunglegum hybilum bankastjoranna (sem vid saekjum mikid) sem og enn virdulegri husakynnum Haskola Islands. Klaedskerinn okkar var til husa a fatamarkadi a fimm haedum. Ad sjalfsogdu roltum vid thar um og keyptum thad sem hugurinn girntinst, eins og Islendinga er sidur thegar their leggjast i viking. Olikt thvi sem tidkast heima a froni thurftum vid ad prutta um hverja einustu spjor. Starfsmenn verslananna, sem selja allt fra buxum og peysum yfir i sko, belti, ur og fleira glingur, eru stulkur sem beita ollum brogdum til ad fa mann til ad greida sem haest verd. Thaer garga, sla, klipa og segja vidskiptavini sina setja sig a hausinn og jafnvel fjolskylduna alla a grafarbakkann ef vid reidum ekki fram meiri aur. Thegar thu hefur komid auga a voru sem thu girnist skaltu spyrja um verd. Verdid sem thaer setja upp er alla jafna svo faranlega hatt ad thu gaetir sennilega keypt allavega tvaer ekta utgafur af flikinni eda hlutnum, en allt sem finna matti a markadnum voru eftirlikingar af thekktum merkjum. Tha skaltu hrista hausinn, storhneyksladur og ganga a braut. Tha laekkar verdid allavega um helming med tilheyrandi hropum og sarsaukastunum fra afgreidslustulkunni. Ef ther likar verdid skaltu koma med motbod sem er ekki meira en fimmtungur af thvi sem hun setur upp i thad skiptid. Finnist ther verdid hinsvegar enn allt of hatt skaltu ganga i burtu thangad til verdid er ordid prutthaeft. Svo er bara ad prutta. Hja allra linustu afgreidslukonunum er nog ad halda sig vid verdid sem thu setur upp i fyrsta sinnid en hja theim sem eru litid eitt hardari skal fikra sig haegt og rolega upp a vid og ganga svo bara i burtu ef ekkert gengur. Agaetisrad er lika ad hota thvi ad versla hja naesta vid hlidina (sem bydur alla jafna upp a nakvaemlega somu vorur) og fellur tha verdid samstundis um a.m.k. 60-70%. Nidurstadan er su ad thu aettir aldrei ad borga meira fyrir voru en u.th.b. einn sjotta af thvi verdi sem afgreidslustulkurnar settu upp i fyrsta skiptid. Ad sjalfsogdu fundum vid okkur tilefni til ad skarta klaedunum finu og skelltum okkur a kinverska operu. Thetta var ein su surasta syning sem undirritud hafa sed. Personur og leikendur donsudu, breimudu eda gerdu baedi vid tonlist sem allra mestu syruhausar sjounda aratugarins hefdu stimplad havada. En ahugavert engu ad sidur.

Klaedakaupin voru tho ekki adalerindi okkar i Beijing heldur vildum vid skoda og kynnast ollu hinu sem hun hefur upp a ad bjoda. Fyrst ber ad nefna Torg hlids hins himneska fridar. Thad er staersta torg sinnar tegundar i heiminum. Torgid dregur nafn sitt af hinu sogufraega Hlidi hins himneska fridar sem er fordyri Forbodnu borgarinnar. Hlidid skreytir risastor andlitsmynd af Mao formanni. Tho vid vestraenir tengjum torgid helst vid studentamotmaelin 1989 thar sem kinverski herinn maladi torgid og nagrenni thess blodrautt, gegnir torgid veigamiklu hlutverki i lifi Kinverja. Thar fara fram hatidarhold a ollum staerstu tyllidogum Kinverja, thar er tekid a moti erlendum thjodarleidtogum og nu fyrir skemmstu hof Hu Jintao forseti kinverska lydveldisins hringferd Olympiueldsins um heimsbyggdina a torginu med mikilli vidhofn og oryggisgaeslu. A midju torginu stendur grafhysi Mao Zedong, mannsins sem leiddi menningarbyltinguna og kom a kommuniskri stjornskikkan i Kina 1949. Sed fra Hlidi hins himneska fridar stendur thinghusid vinstra megin vid torgid og Thjodminjasafn Kinverja haegra megin. Fremst a torginu er thjodfani Kinverja sem tronir efst i risastorri fanastong. Faninn er dreginn ad huni vid solris og tekinn nidur aftur vid solsetur a hverjum degi med mikilli vidhofn i baedi skiptin. Tha er torginu kringum fanann lokad og umferdin stodvud svo vardmadur geti gengid med thjodfanann yfir umferdarthunga gotu sem liggur milli Hlids hins himneska fridar og torgsins an thess ad verda fyrir bil. Milli thjodfanans og grafhysis Mao formanns ris sula til minningar um fallnar hetjur kinverska lydveldisins. Thetta er allt saman afar stort og mikilfenglegt og gaman ad rolta um torgid og fylgjast med folksfjoldanum.

Einn morguninn forum vid ad skoda Mao Zedong thar sem hann liggur vel smurdur i kristalskistu svo ungir sem aldnir geti barid thjodhetjuna augum. Adur en inn var haldid thurftum vid ad koma toskunum okkar fyrir i thartilaetladri geymslu og forum svo aftast i rodina. Kinverjar mega eiga thad ad their eru mjog godir i ad stjorna mannfjolda thannig ad rodin gekk hratt og orugglega fyrir sig. I Kina er engin rikistru (og reyndar mega trulausir einir ganga i Kommunistaflokkinn, eina stjornmalaflokk landsins) en dyrkun formannsins jadrar tho vid truarbrogd. I forsalnum tekur Mao sjalfur vid manni, sitjandi a stol, uthoggvinn i marmara. Fyrir utan er haegt ad kaupa blom til ad leggja ad fotum hans og thegar vid gengum inn la thar stor blomahruga. A eftir okkur i rodinni var kona med barn og baedi drogu thau sig ut ur rodinni, logdu blom ad fotum formannsins og buktudu sig og beygdu med lofana saman likt og i baen. Thad var hrikalegt ad sja hve einbeitt og tru thau virtust. Annad sem vakti athygli okkar var ad thegar inn var komid matti heyra saumnal detta. Kinverjar eru frekar haevaerir ad edlisfari en tharna inn heyrdist ekki meira en hosti i einstaka manni. Svo kom ad thvi. Og thar la hann, folbleikur undir hamri og sigd. Hann virtist ur vaxi, en aetli hudin verdi ekki thannig eftir 30 ara reglulega smurningu og geymslu i kaeli. Sagan segir reyndar ad eftir dauda hans hafi verid gerd af honum nakvaem eftirmynd ur vaxi og ad henni se lyft upp undir kristalinn thegar Mao sjalfur tharf a frekari umonnun ad halda en hinni daglegu smurningu. Leidinni gegnum grafhysid er vandlega gaett af vordum sem sja til thess ad enginn staldri of lengi vid i einu. Ad sjalfsogdu matti ekki taka myndir tharna inni. Adur en vid komumst ut undir bert loft gengum vid gegnum minjagripaverslun sem hondlar med alls konar Mao-varning. Nuna getum vid djammad med Mao-halsmen og bindisnaelu. Heyri vordur thig, hvort sem hann er einkennisklaeddur eda ekki, lasta Mao formann a Torgi hlids hins himneska fridar og svaedinu thar i kring ertu umsvifalaust hnepptur i vardhald og sennilega eitthvad meira. Mao Zedong er hetja i augum landsmanna og jafnvel meira en thad. Hann er dyrkadur a thann hatt sem truadir dyrka gudi og bornum er kennt ad virda hann fra unga aldri. Svona verda truarbrogdin til.

Kinverjar eta vist allt sem ad kjafti kemur og vid fengum ad kynnast thvi. Seinni partinn og fram a kvold lifnar vid hluti einnar af adalgotum baejarins thar sem solumenn selja godgaeti a spjotum vid basa sina. Thad var hin mesta skemmtan ad rolta fram og aftur eftir basarodinni. Allir basarnir eru eins og solumennirnir eru eins klaeddir i hvitu og raudu til ad kynda undir stemningunni. A basunum ma fa allt fra kjuklingi, lambakjoti, graenmeti, krabba, smahumri, avoxtum og einhverju sem vid erum von ad borda yfir i snakakjot, thusundfaetlur, sporddreka, saehesta, igulker, silkiorma og fleira mislystugt. Vid byrjudum rolega og keyptum okkur steikta kjuklingabita vafda inn i thunnar flatkokur med skarlottlauk og nudlur med deighududu djupsteiktu graenmeti. Tha smokkudum vid smokkfisk sem bragdadist hreint agaetlega en tokum feilspor a einhverju sem vid toldum vera kartoflur en reyndist vera hreint glutein. Thad endadi i ruslinu. Okkur var tha farid ad lengja i eitthvad framandi og brogdudum a snakakjoti. Sem var ekki sem verst. Ma kannski helst lysa sem einhverri blondu af smokkfiski og kjuklingi. Maelum med thvi. Nu vorum vid komin i stud og keyptum eitt spjot af lettsteiktum silkiormum. Their voru halfgerd drulla en aetir tho. Vid hofdum samt ekki lyst a ad klara spjotid og gloddum thess i stad svangan utigangsmann. Vid endudum svo a sykurhududum jardarberjum og kokossafa. Gridarlega gott og gaman.

Thad fer ekki fram hja neinum sem ekki er daufdumbur ad Olympiuleikarnir eru a naesta leiti og verda haldnir i Kina i ar. Budir med olympiuvarning eru a hverju horni i Beijing og vidar. I thessum budum ma fa allt fra einfoldum pennum og lyklakippum upp i randyra skartgripi og husgogn. Dyrasti hluturinn sem vid saum var postulinsvasi med einkennismerki Olympiuleikanna a litlar 49.500 CNY sem jafngilda 550.000 ISK. Ad sjalfsogdu keyptum vid einn slikan og sendum hann med sjoposti til Islands. I ollum frettum sem snuast um Olympiuleikana eru their og kinverska thjodin maerd eins og staerd forsidunnar leyfir. Auglysingar, teikimyndir med einkennisfigurum leikanna og thaettir sem utskyra hverja og eina ithrottagrein eru syndar a storum skjam og i almenningsfarartaekjum a ladi, i lofti og a legi. Thad verdur serstakt ad horfa a leikana heima a Islandi eftir ad hafa upplifad stemninguna i Beijing.

Fyrst um sinn ferdudumst vid um borgina med leigubilum thangad sem vid gatum ekki labbad en seinna komumst vid upp a lagid med nedanjardarlestarnar. I lestarvagnana er folki pakkad inn eins og sardinum i dos og a haannatimum eru menn i vinnu vid ad troda thvi inn i lestarnar og loka svo a eftir. I einni svoleidis lestarferd saum vid dalitid serstakt. Smafolkid i Beijing er idulega klaett i buxur med rifu a rassinum. Sennilega flytir thetta bornum fyrir thegar kemur ad thvi ad thau gera tharfir sinar. Thad er i sjalfu ser ekkert athugavert vid thad. Vid saum dreng sem var sennilega tveggja ara og helt i hond modur sinnar. Hann var i rasslausum ledurbuxum og ledurjakka i stil. I ofanalag var hann med sidan aflitadan topp og subbubleika bangsatosku a bakinu. Thad er ekki skrytid ad ae fleiri eigi i basli med sjalfsmyndina thegar their eldast.

Tvo daga heimsottum vid Forbodnu borgina. Hun var heimili keisarafjolskyldunnar og thjona hennar og heitir svo thvi almenningi var ekki hleypt inn i 500 ar en borgin var gerd ad safni 1924. Fordyri thess er likt og adur sagdi Hlid hins himneska fridar en handan thess taka vid fleiri misstor hlid sem skipta Forbodnu borginni nidur i svaedi. Staersta svaedid er handan Hlids hins fullkomna samhljoms (e. The Gate of Surpreme Harmony). Thar maetti skipulegga fotboltamot an nokkurra vandkvaeda, slikt er svaedid. Svo taka husin vid hvert af odru: Salur hins fullkoma samhljoms (e. The Hall of Surpreme Harmony), Salur hins vardveitta samhljoms (e. The Hall of Preserved Harmony), Holl hins himneska hreinleika (e. The Palace of Heavenly Purity) og vid vitum ekki hvad og hvad. Vid nennum ekki ad utlista thetta allt en ahugasamir geta smellt her til frekari frodleiks. I thessum heljarstoru husakynnum bjo keisarafjolskyldan a veturna en a sumrin flutti hun a ogn grodursaelli og huggulegri stad annarsstadar i Beijing, nefnilega Sumarhollina. Vid tokum lika tvo daga i ad skoda thann glaesilega stad. Sumarhollin stendur vid vatn og umhverfid er skogi vaxid. Byggingarnar thar gefa ekkert eftir i glaesileika sinum tho thaer seu heldur minni i umfangi en thaer staerstu i Forbodnu borginni. Svaedid hefur ad sjalfsogdu verid turhestavaett en er jafnframt vinsaelt utivistarsvaedi heimamanna. Her kemur fullordid folk (a eftirlaunaaldri) saman a morgnanna og idkar leikfimi (sem getur verid bradfyndid), sparkar a milli sin fjadurboltum a sama hatt og sumir sparka milli sin grjonaboltum heima a Islandi, fleygja svifdiskum, spila badminton og stunda adrar utandyraithrottir sem hinn almenni borgari idkar a sumrin. (Einhverskonar hreyfing virdist stor hluti af lifi margra. Einhvern morguninn thegar vid roltum nidur Wangfujing straeti (sem er adalverslunargatan) a leid okkar i nedanjardarlestina saum vid orugglega vel a niunda tug bankastarfsmanna idka einhverkonar morgunleikfimi i takt vid tonlist. Vid stoldrudum til ad fylgjast med en fordudum okkur thegar farid var ad iskra i Kristinu sem bardist vid hlaturinn. Thetta var afar skondid.) A svaedinu i og um Sumarhollina var ymislegt ad sja. Vid vorum t.d. svo heppin ad detta inn a tonleika hja ungum tonlistarmonnum sem fluttu thjodlega tonlist. Annar stadur i svipudum dur er Himnamusterid svokallada. Thar for keisarinn reglulega og faerdi fornir fyrir betri tid med blomum i haga. Sa stadur er lika vinsaelt utivistarsvaedi borgarbua og her hittast their og hlyda a gotulistamenn, spila Mahjong og/eda a venjuleg 52 spil. Vid fylgdumst goda stund med eiturhressum fjadurboltasnillingi um sjotugt taka yngri og spraekari menn fyrir nesid i theim leik.

Ef thad er einhver stadur i Kina sem ferdamadur thar i landi getur ekki sleppt ad heimsaekja tha hlytur thad ad vera Kinamurinn. Vid voknudum thvi snemma einn morguninn i leit ad rutu 919 sem gengur upp ad Kinamurnum. Eftir ad hafa fundid a.m.k. 6 rutur numer 919 og rekist a tvofalt fleira folk sem reyndi ad ljuga thvi ad okkur ad sin vaeri su rikisrekna fundum vid tha sem vid leitudum ad. Sa er nefnilega hatturinn a ad fjolmargir sja fyrir rutum upp ad Kinamurnum. Gallinn er bara sa ad i thessum skipulogdu ferdum er ekki stoppad i nema 90 minutur a murnum, klukkustund i grafreit keisara fra Ming-timabilinu og allavega tvaer klukkustundir i verslunum sem selja manni randyra Jadi-steina og kinversk lyf sem laekna eiga alla tha kvilla sem nofnum tjair ad nefna. Ferdalagid til og fra murnum tekur svo tvo tima. I stadinn fyrir svona fyluferd sem kostar hvituna ur augum manns borgudum vid slikkeri fyrir far med almenningsrutu upp ad murnum mikla. Vid stigum ut ur rutunni vid Badaling thar sem flestir ferdamenn skoda murinn. Og thar saum vid hann. Otrulegt mannvirki Kinamurinn. Ad medaltali er hann 7 metra har og alika breidur og hlykkjast hann eftir haestu hryggjum og haedum landslagsins. Hann er thvi a koflum alika brattur og brottustu hlidarnar. Okkur sem veitist hreint ekki audvelt ad klifa hann eigum erfitt med ad imynda okkur hvernig thad hefur verid ad vinna vid ad reisa murinn. Enda dou fjolmargir vid byggingu hans og voru likamar theirra nyttir sem efni i hann. Vid gengum hluta mursins og virtum fyrir okkur mannvirkid. Thad var otrulegt ad sja hvernig hann hverfur bak vid haestu fjoll i fjarskanum. Vid vorum lika mjog heppin med skyggni thratt fyrir sma blastur uppi a murnum. Thad er erfitt ad lysa thessu eitthvad betur svo vid bendum lesendum a myndirnar af murnum.

Nu erum vid i Pingyao litlum bae midja vegu milli Beijing og Xi’an thangad sem forinni er heitid naest.

Bestu kvedur fra 37 gradum, 12 minutum og 5 sekundum nordlaegrar breiddar og 112 gradum, 9 minutum og 5 sekundum austlaegrar lengdar.

-Otto og Kristin

Shanghai

27. mars 2008

Shanghai er nutimaborg. Hun er midstod vidskipta i Kina og vegna thess hefur hun blomstrad undangengin ar. Borgin ber velgengninni skyr merki og spretta skyjakljufarnir upp eins og gorkulur (sem spretta vist afar hratt og dreifa frjoum um vidan voll). Thegar kvolda tekur kviknar svo a ljosunum sem skreyta thessar himinhau byggingar og helstu verslunargotur. Fyrir okkur voru mikil vidbrigdi ad koma ur oreidu i Nepal og algjorri oreidu a Indlandi og inn i afar vel skipulagda heimsborg. Umferdin rennur mjog vel enda eru umferdarthyngstu gatnamotin mislaeg a allt ad fimm haedum. (Gisli Marteinn vaeri anaegdur med thetta!) Borgin er lika mjog vestraen. Her eru McDonalds, Starbucks og Haagen Dazs a hverju gotuhorni. Oll flottustu tiskumerkin fylla budargluggana enda er alika dyrt ad versla fot og adra fylgihluti eins og heima a Islandi. Shanghai hefur lengi verid audug borg. Hun var og er adal hafnarborg Kina og fyrir vikid hefur thar lengi gaett erlendra ahrifa, tha serstaklega breskra og franskra. A fyrri hluta tuttugustu aldar byggdist thar upp blomlegt vidskiptalif og var hun a timbili ein staersta midtod vidskipta i heiminum. Thegar kommunistarnir komust til valda 1949 hvarf af henni glansinn. Fyrir u.th.b. tuttugu arum sidan for grasid ad graenka og nu spretta blomin sem aldrei fyrr.

Blomin spretta en bornum borgarinnar faekkar thvi foreldrar mega bara eignast eitt barn, eins og annarsstadar i Kina. Vid tokum gloggt eftir thessu thvi vida saum vid thriggja manna fjolskyldur. Vid maettum tho einstaka foreldrum sem dottid hofdu i lukkupottinn og spokudu sig med tviburum. Eitthvad er tho haegt ad kaupa sig i kringum thessar reglur en annars liggja haar fjarsektir vid aukabarni.

Thad er talsvert erfidara ad tja sig uppa enska tungu her heldur en a Indlandi og i Nepal. Their fau sem tala einhverja ensku eru a stundum oskiljanlegir thegar their babbla hana med sterkum kinverskum hreim. Kinverjar eru mjog hljodvilltir i thessu framandi tungumali og rugla serstaklega saman R-i og L-i. Thannig reyna gotusalar ad selja okkur: “Maps in Engrish!”, “Plada bags!” og einn gotusalinn aetladi meira ad segja ad selja okkur forlata Lorex ur. Her i Kina er lika flest a kinversku t.d. matsedlar a veitingahusum. Oft eru ensku thydingarnar a matsedlunum jafn oskiljanlegar. A einum stadnum freistadi okkar ad panta “Personal convinient towel with onion” svona bara til ad sja hvad vid fengjum. Vid fjarfestum i frasa-bok og med hjalp hennar getum vid nu uppfyllt grunntharfir okkar og komist a klosett og gert okkur skiljanleg a veitingahusum a kinversku.

Dagarnir i Shanghai voru rolegir. Vid roltum mikid um midborgina sem byggist i kringum adalverslunargotuna Nanjing Dong Lu og svo The Bund sem er gata sem teygir sig medfram Huangpu-anni sem rennur gegnum borgina. A Bund-inu standa margar fallegustu byggingar Shanghai. Flestar theirra voru reistar snemma a sidustu old og bera glaesilegri fortid skyrt vitni. Thar var gaman ad thramma fram og til baka og virda fyrir ser fjarmalahverfid a Pudong hinum megin arinnar. Haesta byggingin i Shanghai stendur thar, thad er Perluturninn (e. Oriental Pearl Tower) svokalladi sem teygir sig 457 metra upp i loftid. Hann dregur nafn sitt af thremur kulum sem skreyta mastrid. Efsti hluti hans er sjonvarpssendir. Einn eftirmiddaginn tokum vid vagn undir ana fra Bund-inu og yfir a Pudong. Vid keyptum okkur mida upp i turninn og virtum fyrir okkur utsynid yfir borgina en haesti utsynispallurinn stendur i 350 metra haed. Vid bordudum fineriismat a veitingastad sem snyst um mastrid i 267 metra haed. Thad var glaesilegt ad horfa ofan a oll hahysin og alla byggingarkranana sem eru naestum fleiri en husin.

Utsynid versnar svo ekki thegar kvolda tekur og eitthvert kvoldid forum vid i siglingu a Huangpu-anni. Tha hafdi madur fallega upplystar nylendubyggingar a adra hondina og framurstefnulega neonljosum prydda skyjakljufa a hina hondina. Afar glaesilegt. Thessu verdur vart lyst med ordum svo vid bendum lesendum a ad skoda myndirnar.

Vid akvadum ad vera menningarleg og fara a safn. Thad var i sjalfu ser litid um thad ad segja nema ad safnid var mjog fint og thar matti sja marga fallega muni fra ymsum timum.

I elsta hluta baejarins eru hinir svokolludu Yu gardar. Thetta er heillandi svaedi med byggingum i kinverskum stil. I midju er hid serstaka Huxingting tehus. Thad stendur uti i midju vatni og ad thvi liggja bryr sitt hvoru megin vid husid. Bryrnar eru um margt serstakar thvi thaer “sikk-sakka”. Thaer eru svo ur gardi gerdar thvi illir andar geta ekki farid fyrir horn og komast thvi ekki ut i tehusid. Ad sjalfsogdu fengum vid okkur te sem reitt var fram a hefdbundinn hatt. Okkur thotti sa hattur heldur undarlegur thvi stulkan sem thjonadi okkur hellti meirihlutanum af teinu nidur. Thetta var mikid sullumbull en teid var gott og vid drukkum allavega fimm bolla hvort thvi hun var dugleg vid ad fylla a. Thetta kostadi margar klosettferdir naestu stundirnar.

I Shanghai hittum vid lika fyrsta Islendinginn sidan vid logdum af stad 4da januar. Vid frettum af Birgi nokkrum i gegnum vinafolk vinafolks og maeltum okkur mot. Hann var hinn mesti hofdingi og baud okkur ut ad borda a prydis veitingastad. Birgir hefur buid i Shanghai i fjogur ar og fraeddi okkur um lifid i Kina.

Okkur thotti surt i broti ad fa ekki paskaegg. Vid leitudum thvi ad aetu sukkuladi. I einni verslunargotunni rombudum vid inn i saelkerabud sem seldi allskonar gummeladi. Vid voldum af kostgaefni fjora konfektmola til ad vita nu hvad vid aettum ad kaupa. Vid vorum snogg ad snua vid thegar stulkukindin vildi litlar 500 ISK fyrir herlegheitin. Okkur til mikillar armaedu var verdlagid a sukkuladi annars stadar i borginni svipad. Vid forum thvi a Haagen Dazs og fengum okkur gomsaeta isretti sem komu i stad paskaeggjanna thetta arid.

Fastir lidir eins og venjulega: Vid eigum i einhverju basli med hluta af myndunum fra Shanghai. Holdum ad gamla myndavelakortid hafi nu formlega gefid upp ondina. Myndunum ma tho bjarga og vonandi birtast thaer her fyrir 9da juni. 

Nu erum vid komin til Beijing eftir stutta vidkomu i Nanjing. Thad er kominn hattatimi og vid thurfum ad vakna snemma til ad skoda likid af Mao formanni i fyrramalid svo pistlar um fyrrum og nuverandi hofudborgir Kina koma naest.

Kvedjur heim,

-Otto og Kristin.

Vid komum aftur til Kathmandu seinni part dags. Tekkudum okkur inn a sama hotel og sidast og tokum thvi rolega. Vid thurftum ad brasa dalitid. Kaupa og senda heim og vid pontudum flug til Shanghai i Kina thann 15. mars.

Vid keyptum lika mida i utsynisflug yfir Himalaya-fjollin. Okkur var gert ad vakna eldsnemma fyrir utsynisflugid en vid attum ferd med fyrstu vel, stundarfjordung i sjo. Arla morguns brunudum vid upp a flugvoll. Vid vissum ekki vid hveju matti buast en attum nu ekki von a ad innanlandsflugvollurinn i staerstu borg Nepal liti ut eins og fremur sodaleg utgafa af flugvellinum a Saudarkroki fyrir tiu arum sidan. Oryggisgaesla natturulega litil sem engin og tha serstaklega ekki ef thu ert hvitur, havaxinn og ljoshaerdur. Menn eru ekkert ad stressa sig neitt serlega a oryggismalum her i Nepal. (Sem daemi ma nefna ad thegar vid flugum inn til Kathmandu fra Delhi, skorti okkur aur til ad greida fyrir vegabrefsaritunina. Okkur var thvi hleypt framhja ollum oryggishlidum (sem var slokkt a) og oryggisvordum (sem svafu a verdinum) og ut ur flugstodinni i hradbanka sem stod fyrir utan. Afar ovanalegt, en mjog thaegilegt fyrir heidarlegt folk.) En nog um thad. Thennan morguninn var lelegt skyggni til fjallaskodunar og thvi var fluginu aflyst thann daginn. Hafandi bedid i fjora tima a vellinum, oetin og illa sofin thotti okkur half surt i broti ad thurfa ad hverfa fra en vid afredum ad reyna aftur naesta morgun. Aftur risum vid. Nu attum vid ad fara i loftid half atta. Vid bidum og bidum en loksins laust fyrir hadegi hofudum vid okkur til flugs. Og thvilikt utsyni. Ad sja thessa haestu tinda heimsins snaevi thakta. Hreint magnad. Vitum nu ekki hvort upplifunin skilar ser i myndunum en vid sjaum sko ekki eftir klukkutimunum sem foru i bidina eftir thessu.

Nu fer ad lida ad kosningum og eitt sinnid rombudum vid a kosningaskemmtan Maoista. Thar voru til solu myndir af Marx, Engels, Lenin, Stalin og Mao formanni. Alls stadar bloktu raudir fanar sem skortudu hamri og sigd. Vida um baei ma sja veggjakrot med arodri Maoista og til marks um menningarmuninn saum vid hakakrossinn einhversstadar maladann vid hlid hamarsins og sigdarinnar en Hinduar alita hakakrossinn takn gaefu.

Vid skodudum okkur um a tveimur merkisstodum i Kathmandu, Durbar torgi og i Apamusterinu svokallada. Durbar torg hefur i gegnum tidina verid vettvangum ataka i sogu Nepal. Nu sidast voru haldin thar motmaeli gegn medferd Kinverja a Tibetbuum nokkrum dogum eftir ad vid forum, fjoldi manns var handtekinn. A torginu eru musteri i tugatali. Thar er akaflega gaman ad setjast nidur i troppum eins theirra og virda fyrir ser mannlifid. Solumenn hondla med allt fra odyru skrani og minjagripum upp i ferskt graenmeti og kjotvoru sem liggur i solinni og rykinu. Vid saum somu kjotbitana dag eftir dag og horfdum a tha graenka medan graenmetid missti lit. Svo er otrulegt ad sja menn bera a bakinu hluti sem eru margfalt staerri en their sjalfir. Apamusterid stendur a haed fyrir ofan Kathmandu. Mest aberandi byggingin er svokollud stupa (einskonar turn). Thangad saekja Buddistar og thvi er thar mikid um flottamenn fra Tibet. Thegar vid roltum thangad voru atokin i Lhasa ad byrja. Upphaflega aetludum vid til Kina gegnum Tibet, en haettum vid baedi vegna thess hversu dyrt er ad komast thangad og vegna thess ad vid fengjum ekki ad sja thad sem vid vildum heldur thyrftum vid ad elta hopa med leyfi vottud af kinverskum stjornvoldum. Vid erum afar satt vid tha akvordun nu.

Nepal er algjort aevintyraland og folkid sem thad byggir upp til hopa afar indaelt. Andrumsloftid thar er miklum mun rolegra en a Indlandi enda eru Nepalir kurteisari og heidarlegri vid turista. Margir gerdu stolpagrin ad Indverjum og toludu um hversu litla virdingu their baeru fyrir ferdamonnum.

Um hadegi 15. mars forum vid i loftid a leid til Shanghai. Vid thurftum ad millilenda tvisvar (i Lhasa i Tibet og Chengdu i Kina) en var sagt ad i baedi skiptin maettum vid bara bida i velinni. Svo var ad sjalfsogdu ekki og a badum stodum vorum vid drifin ut ur velinni, inn i nokkur oryggistekk og ut aftur i velina. Stud. Vid lentum thvi seint i Shanghai, stuttu fyrir midnaetti ad stadartima (klukkan her er atta timum a undan Greenwitch tima) og vorum aldeilis fegin thvi ad komast upp i rum her i Shanghai.

Naesta morgun drifum vid okkur i russneska sendiradid thvi okkur vantadi enntha vegabrefsaritun inn i Russland. Vid gatum ekki sott um heima a Islandi adur en vid logdum af stad thvi of langt var thar til vid aetludum yfir landamaerin. A moti okkur tok russneskur durgur, sem sagdi bara “Njet!” og “Da” og umladi eitthvad og benti thess a milli. Til ad gera langa sogu stutta var umsokn okkar hafnad. Russnesk stjornvold voru svo almennileg ad breyta reglugerdum rett adur en vid logdum af stad i ferdina, svo nu thurfum vid Islendingar ad saekja um aritun i einhverju Schengen-landinu. Vid blesum thvi lestarferdina miklu gegnum Russland og Mongoliu af. Thess i stad aetlum vid i solina og sumarylinn i Tailandi og gefa okkur godan tima i Kina. Viku af mai hyggjumst vid fljuga til Tailands og flatmaga i paradis i sudurhlutanum svona rett adur en vid komum heim i islenska sumarid. Thar sem upphaflega planid var ad fara fra St. Petursborg til Helsinki og thadan til Stokkholms og eyda tima hja Helga fraenda Kristinar i Uppsala hofdum vid bokad tilbodsflug fra Stokkholmi til Islands 9. juni. Vid fljugum thvi sennilega fra Tailandi til Finnlands i lok mai (thvi thad er odyrara ad fljuga til Finnlands en Svithjodar). Vid stoppum tha litid eitt i Helsinki adur en vid tokum ferjuna yfir sundid til Stokkholms. Thessi hringferd okkar um heiminn er thvi eiginlega engin hringferd lengur en thad er allt i lagi.

Bestu kvedjur i baeinn,

-Otto og Kristin.

E.s. Okkur langar i paskaegg.

E.e.s. Vid thurfum ad koma thvi a framfaeri hvad maedur okkar hugsa vel hver um sinn unga. Fyrir bondadaginn fekk Otto post fra modur sinni og thar var m.a. aminning til Kristinar Helgu um ad muna eftir bondadeginum sem vaeri bradum. Fyrir konudaginn fekk Otto samskonar aminningu fra tengdamodur sinni um ad gera nu vel vid hana Kristinu a konudaginn. Vid gleymdum badum dogunum.

E.e.e.s. Otto um erfidleika unglingsaranna: “Thetta er bara eins og Britney sagdi: Not yet a woman, not a girl yet!”.

Myndir

16. mars 2008

Vid lentum i Shanghai i gaer. Her er ofurnet og nadum thvi ad hlada inn myndum sem vid tokum a sidustu thremur-fjorum vikum.

Njotid.

-Kristin Helga og Otto

Vid lentum i Sauraha seinnipart dags. Sauraha er smabaer utan konunglega thjodgardsins i Chitwan-heradi (e. Royal Chitwan national park). Baerinn byggist nanast einvordungu upp i kringum ferdamennsku sem thar er adalatvinnuvegurinn. Eftir einu gotu baejarins (sem teygir sig nidur ad Karni-anni sem adskilur thjodgardinn fra ofridudu svaedi) standa i rodum ferdaskrifstofur sem skipuleggja alls konar fila- og jeppaferdir, gonguferdir um gardinn og fuglaskodun, svo eitthvad se nefnt. Gardurinn er heljar flaemi, breidir ur ser yfir 930 ferkilometra. Vid vorum tiltolulega heppinn thvi gististadurinn okkar (sem var frekar kofathyrping en hotel) stod rett vid ana og thvi baedi stutt yfir hana og inn i skoginn og svo var notalegt ad tylla ser nidur a arbakkanum thegar faeri gafst eda til ad horfa a solsetrid. Dvolin thar var med hreinum agaetum, nema hvad maturinn (sem vid borgudum fyrirfram) var med afbrigdum olystugur.

Stuttu eftir ad vid komum vorum vid leidd um thorpid, inn a tvo sofn og framhja filum sem stodu rigbundnir vid volduga staura. Thad var upplifun ad sja fil i fyrsta sinnid, enda engar smaskepnur. Vid einn basinn stod modir med unga og eins og flest ungdyr vilja thau leika. Blessunarlega var unginn bundinn thvi sa leikur hafdi sennilega endad med oskopum, thratt fyrir ungan aldur vega their morg hundrud kilo. Kvoldinu tokum vid svo rolega en morguninn eftir risum vid snemma og rerum nidur Karni-ana a kano, skodudum fuglalifid og natturuna. Vid stigum a land nokkru nedar og gengum i fylgd tveggja vanra herramanna gegnum frumskoginn. Thad var aevintyri likast ad ganga um tre og runna og gras sem vex manni upp fyrir hofud og hlusta a frumskogarhljodin: Garg i fuglum og opum, gnaudid i vindinum sem baerir grodurinn og marrid undan fotum manns sjalfs. Heillandi. Vid urdum tho ekki vor vid mikid lif. Saum einn krokodil, nokkra aparassa, fugla og hjort. Vid hofdum lesid hraedslusogur af folki sem ordid hafdi fyrir arasum tigrisdyra og nashyrninga og vorum thvi dulitid smeyk. En eins og svo oft adur henda slik slys thegar folk fer ekki eftir fyrirmaelum. Leidsogumadurinn okkar sem var augsynilega eldri en tvaevetur i thessum efnum, hafdi einu sinni lent i vandraedum med ohlydinn ljosmyndara sem vildi olmur na myndum af brjaludum nashyrningum. Hann eydi vist afgangnum af dvol sinni i Nepal a bradadeild sjukrahuss i Kathmandu.

Seinni partinn var komid ad thvi sem vid hofdum svo bedid eftir: Filasafari. Vid hofdum reynt ad gera okkur i hugarlund hvernig madur aetti nu ad klongrast a bak a thessum risaskepnum. Blessunarlega hofdu heimamenn sed fyrir thvi vandamali enda vanir ad eiga vid lofthraedda turista. Vid thurftum thvi litid annad ad gera en ganga upp stiga upp a trepall og svo af pallinum upp a filinn sem hlyddi og stod kjur medan hvitu og blaeygdu turhestarnir priludu ofan i thartilgerda korfu sem stod efst a baki hans. Vid vorum svo heppin ad fa ad vera ein i korfu en vanalega er fjorum trodid oni. Svo voggudum vid af stad asamt fleiri filum. Filamadurinn (e. elephant driver) okkar for sinar eign leidir og od med okkur burtu fra hopnum inn i skoginn. Vid saum apa og pafugl i fullri reisn sem hristi fjadraskufinn af miklum thokka. Hann od svo afram og fann filahopinn aftur thar sem hann umkringdi nokkra nashyrninga. Thaer skepnur virdast fra forsogulegum tima. Steingra hudin pokast utan a theim og verkar sem brynja vaeru onnur dyr svo fifldjorf ad radast a einn slikan. Hornid skagar svo upp ur tryninu en thau eru vinsael mulin og sniffud i Kina. Thau eiga vist ad auka kynhvotina thvi nashyrningar taka vist allt ad thrja tima i thess konar athafnir. I heildina saum vid sjo nashyrninga og vorum vist afar heppin. Filamadurinn okkar vedradist allur upp thegar hann sa ad thad stefndi i goda ferd og vid eltum aumingjans modur med kalf - sem var greinilega ekki par hrifin af thessum felagsskap. Vid heldum thvi til baka sael med goda ferd og myndavel fulla af dyralifsmyndum (sem vid getum sennilega thvi midur ekki hladid inn fyrr en vid komum til Shanghai). Vid skemmtum okkur svo vel a filsbaki ad vid afredum ad panta adra slika ferd tveimur dogum sidar. Su var reyndar ekki alveg eins god. I thetta skiptid voggudum vid um rjodrin med Itala og haefilega aestum Japana. (Japanir eru ser kapituli thegar kemur ad thvi ad skilgreina ferdamenn. Their eru frummyndin af ferdamanni. Hvert sem thu ferd eru Japanir mestu turhestarnir a svaedinu med allar staerstu myndavelarnar, alla ljotustu hattana, solgleraugun, mittistoskur af adur othekktri staerdargradu og svo sest yfirleitt greinilega ad their hafa verslad i mestu turhestabudunum. I ofanalag virdist sem annar hver vinni ad heimildamyndagerd um eigid lif veifandi myndbandsupptokuvelum framan i naerstadda og sjalfa sig.) Filamadurinn var heldur ekki eins akafur en engu ad sidur saum vid fleiri nashyrninga og fengum betri mynd af mokunardansi og hljodum pafugla, sem eru i hopi glaesilegri fugla jardarinnar.

Thessu filastandi okkar var tho ekki alfarid lokid thvi enn var eftir ferd i filaraektunarstod orfaa kilometra fra thorpinu. Vid saum thar nokkurra daga gamla fila sem voru serlega kruttlegir og svo nokkud eldri fila sem thadu hja okkur kokur. Innanhuss matti svo finna texta um filaraektunina, liffraedi fila og fleira sem folki er hugleikid a svona stad. Skemmtilegast thotti okkur ad lesa yfir thaer skipanir sem filamennirnir kalla a filana. Thar var tildaemis ein sem legst svona ut a utlensku: “Knock down tree”. Eitthvert hadegid fengum vid lika ad bada fil, eda svo heldum vid. I godri tru var okkur hjalpad upp a bert filsbak, sem undir stjorn filamannsins od ut i a. Sem betur fer var heitt i vedri og sol skein i heidi, thvi ad gefinni skipun tok fillinn ad hrista sig allann og skekja. Fillinn sa var nu engin smaskepna og sveiflurnar eftir thvi svo vid tokum flugid ut i a. Ovidbuinn svona buslugangi missti Otto gleraugun sin i anna. Hann let thad tho ekki a sig fa og priladi halfblindur aftur upp a filinn til thess eins ad lata hrista sig af a nyjan leik. Kristin let ser naegja ad taka tvaer salibunur, od svo i land og tok i stadinn myndir af Otto sem rembdist hvad mest hann matti vid ad halda ser a baki i thessari otemjureid. Thetta var hin besta skemmtan tho vid hofum ekki fengid ad skrubba filinn okkar, eins og folkid vid hlidina gerdi vid sinn.
Ad sidustu forum vid svo i jeppasafari. Kosturinn vid thau er ad tha komumst vid dypra inn i skoginn en ella. Vid hossudumst i fjora tima um gridarfallegt umhverfid og thratt fyrir litid dyralif (nokkra krokodila, einn nashyrning og tugi pafugla) nutum vid thess ad bruna um skoginn. Djupt inni i skoginum er starfraekt krokodilaraektunarstod sem var nu ekkert serlega ahugaverd, en ollu ahugaverdara thotti okkur tigrisdyrid sem er girt af i buri nalaegt stodinni. Thad virtist tho ottalega einmanalegt greyid thar sem thad rafadi um i reidileysi. Modir thess var mannaeta og a timabili var ottast ad thetta yrdi thannig lika. Reynt hefur verid ad sleppa thvi ut i natturuna en illa gengid. Nokkud er um ad dyrin i skoginum verdi folki ad bana og tha adallega heimamonnum sem saekja i thad sem skogurinn gefur af ser. Okkur skildist ad ekki vaeri langt sidan ad nashyrningur banadi konu sem var ad safna grasi sem notad er i hustok.

Utan thess sem vid hofum nu talid upp forum i fuglaskodun (sem var nu ekki upp a marga fiska), a safn um lifshaetti Tharu-folksins sem byggir thetta svaedi (thad tok okkur tuttugu minutur ad lesa alla texta safnsins vel og gaumgaefa munina) og svo eitt kvoldid forum vid a einhverskonar menningarsyningu (e. cultureshow) thar sem Tharu-karlmenn rassakostudust um svidid. Thegar vid gengum inn i salinn, sem var i einhverju husi uti i bae, hofdum vid villst inn a skolaskemmtun hja grunnskolanum a Kopaskeri. En svo var ei. Syningin var skemmtileg. Mennirnir skoku sig alla og hristu i takt vid trumbur. Hapunkti kvoldsins var nad thegar inn a svidid steig madur i pafuglsbuningi og steig mokunardansinn. Feikna gaman. Undir lokin var gestum bodid ad stiga dansinn med heimamonnum en vid vorum natturulega adeins of svol fyrir svoleidis fiflagang.

Ekki voru tho allir eins feimnir vid ad syna danskunstir og leikraena haefileika eins og hallaerispakkid vid. Einn daginn thegar litid var um frumskogarferdir urdum vid vitni ad upptoku tonlistarmyndbands sem verid var ad vinna fyrir einhverja sjonvarpsstodina. Soguthradurinn var sigildur, ungur madur reyndi ad heilla idilfagra blomaros, en blomarosin er ekki eins afjad i drenginn. Vesalings drengurinn (sem sa vart ut ur augum fyrir andlitsfarda og svortum axlarsidum flaksandi lokkunum) tjadi angist sina, vonir og langanir i song og dansi. Hann naut fulltingis flokks glitklaeddra dansara sem skorti ekkert nema samhaefingu og haefileika til dansa. Adalsoguhetjan sjalf var heldur ekki afbrigdilega faer dansari - eiginlega bara afbrigdilega lelegur - en hann baetti thad upp otrulegum thokka og likamstjaningu. Stulkan var klaedd ad vestraenum sid, i hvitt, of stutt pils, folbleikar sokkabuxur med aberandi storu lykkjufalli, helst til of litinn hvitan bol med gylltu geimfluri, ithrottasokka og -sko og gullband um sig midja. Draumur hvers karlmanns. Snotin su var upptekin af thvi ad hanga med vinkonum sinum (sem voru alika kjanalegar til fara og hun sjalf), vera yfirgengilega svol og hunsa hinn velgirta myndarmann sem gret sig svefn yfir geislandi fegurd hennar. Adur dansadi hann fyrir astina - nu dansar hann til ad gleyma. Thegar lida tok daginn for leikstjorinn ad missa harid (en tokur gengu sennilega ekki eins vel og hann hafdi vonast til) og okkur virtist sem blomarosin hefdi naelt ser i danshofundinn. Vid vorum reyndar ekki vidstodd allan daginn en vid nadum frabaerum myndum sem birtast vonandi innan farra daga og segja meira en thusund ord.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin

Vid vorum a badum attum um hvort vid aettum ad fara til Nepal eda hreinlega bara sleppa thvi i thessari yfirreid okkar um Asiulondin. Vid lasum i okkur hraedslu vid ferdalog um landid a opinberum vefsidum utanrikisraduneyta nagrannathjoda okkar sem lystu sprengingum og ofbeldi. Svo fer ad styttast i fyrstu kosningarnar i aratug sem verda haldnar eftir ruman manud - og eins daemin sanna hitnar monnum aedi oft i hamsi a thannig stundum. Vid holdum ad verid se ad kjosa i rikisstjorn og um stjornarskra. Undirbuningur kosninganna hefur ekki verid vandalaus thvi ad i tvigang hefur theim verid frestad vegna osaettis. En nu virdast saettir hafa nadst og af kosningunum verdur. Vid hofum rynt i blodin her i Nepal og spjallad litid eitt vid einn og einn vel valinn innfaeddan um thessi mal en thau eru aedi flokin. Nepalir hafa thurft ad thola ymislegt i gegnum tidina og thad sest vel a ibuum landsins sem eru hardir af ser og bera virdingu fyrir sjalfum ser og odrum. Flokkur Maoista er valdamikill og skerdir reglulega lifskjor landans til ad na fram einhverju af barattumalum sinum. Nu sidast er thad bensinskortur og hefur thad mikil ahrif a samgongur her i Nepal. Menn bida i rodum fram a naetur eftir eldsneytisdropa en ad sjalfsogdu er hann margfalt dyrari en vanalega i svona hallaerum. Vid lasum ad einhversstadar var sjukrahusi lokad thvi Maoistar sokudu laeknana um ad vera drifnir afram af “ameriskum imperialisma” eins og their ordudu thad. I kjolfarid dou flestir sjuklingana thvi meirihluti theirra hafdi ekki efni a ad lata flytja sig annad. Ennfremur thurfa Nepalir ad thola sjo klukkustunda rafmagnsleysi dag hvern. Thad vaeri gaman ad sja hvernig svoleidis gengi i islensku samfelagi. En nog af politik.

Vid lentum i Kathmandu 20. februar sidastlidinn og adhofdumst ekkert af viti. Ordin threytt a storborgarlifinu og menguninni eftir dvolina i Delhi vildum vid komast ut a land sem fyrst. Vid tokum rutu til Pokhara sem er naest staersti baerinn i Nepal. Vid vorum baedi half slopp med eitthvad skrattans lungnakvef og kverkaskit eftir ad hafa andad ad okkur ohoflegu magni koltviildis a gotum Delhi. Vid risum upp a thridja degi og heldum upp i fjollin thar sem stefnan var tekin a Poon Hill en thadan er vist ogurlega gott utsyni yfir fjollin her i kring. Vid roltum af stad i skogi voxnu fjalllendi, maettum klyfjudum osnum og enn klyfjadri monnum. Thad er otrulegt hvad menn bera her a baki ser fleiri kilometra, t.d. maettum vid einum med heljarinnar blikkskap a bakinu. En ekki hafdi lungnakvefid sagt skilid vid Kristinu og vid uppgonguna aesti thad upp i astmanum. Vid afredum thvi ad snua vid og fundum okkur nattstad i litlu thorpi. Leidsogumadurinn okkar (Bednidhi) var afar hjalplegur og i sameiningu akvadum vid ad dvelja i stadinn i fjallathorpinu Astam. Hann hafdi alist thar upp og vid gatum gist hja foreldrum hans i godu yfirlaeti.

Morguninn eftir fengum vid bil til ad aka okkur aleidis i fjallathorpid Astam, en eins og gefur ad skilja komst billinn ekki alla leid thratt fyrir einbeittan vilja bilstjorans. Vid roltum upp a toppinn a fjallinu i 1600 metrum og fundum thar 250 manna thorp med blomlegum hveiti- og sinnepsokrum, fallegum leirklaeddum husum, baulandi buffaloum og otrulegu utsyni yfir nokkra haestu tinda heimsins. Vid hittum hjonin (sem eru a sjotugsaldri) og fengum uthlutad herbergi med moldargolfi a efri haedinni. Husfreyjan eldadi handa okkur mat: mauksodin, vidbrunnin hrisgrjon; salt, kalt og sodid spinat og svo hellti hun daal bhat i skal (bragdsterk linsubaunasupa). Tha vissum vid ekki ad vid aettum eftir ad fa thetta a.m.k. atta sinnum a theim fimm dogum sem vid dvoldum hja theim. Stundum bragdbaettu thau herlegheitin med volgri kuamjolk og i eitt skiptid grautudu thau thessu ollu saman saman med krumlunum og slengdu a diskana okkar. Thad kom tho fyrir ad spinatinu var skipt ut fyrir blomkal og kartoflur (en tha hofdu farid fram skipti vid nagrannana fyrr um daginn). Af thvi ad thad voru gestir i heimsokn (sem hofdu efni a kjoti) roltum vid i budina einn daginn. Thar valdi leidsogumadurinn feitustu haenuna og svo thrommudum vid thrju og haenan (sem var kyrfilega klemmd i hondum Bednidhi) heim a leid. Thar var henni slatrad uppa gamla matann, hun reytt og lappir og haus hoggin af. Okkar kenning er su ad tha hafi haenan verid soxud nidur i gullas med beinum, skinni og innyflum, skellt i pott og latin malla i tvo thrja tima. Thetta var i fyrsta skiptid sem vid brogdudum seigt haensnakjot. Kristin var tho ekki svo heppin ad fa kjot, thvi meira var af skinni og beinum a hennar diski en annarra. Bednidhi skynjadi misskiptinguna og gaf Kristinu besta bitann sinn: halsinn. Nammi namm. Daginn eftir vard uppi fotur og fit i thorpinu en tha stod til ad slatra buffalabelju. Heimilisfolkid vildi nu gera betur vid gestina og Bednidhi fullvissadi okkur um ad i thetta skiptid yrdi kjotid laust vid skinn og bein. Hann skellti ser i rodina og svo seinna um daginn fengum vid olseigt og spikfeitt buffalagullas med engu medlaeti. Thad matti tho svaela einum og einum bita en vid vonum ad thorpskotturinn finni thad sem vid toldum oaett og losudum okkur pent vid ut i runna. Vid vorum thvi fegin ad hafa keypt einhver orkustykki, rusinur, sukkuladi og kex fyrir aaetlada gonguferd.

Hostinn i Kristinu skelfdi thau gomlu og vildu thau allt fyrir hana gera. A thessum orfau dogum drakk hun (og Otto reyndar lika) a annan tug litra af fersku mintu- og kamillutei, medfram thvi sem hun var latin tyggja raetur og lauf sem attu ad sefa hostann. Thad var tho barnaleikur midad vid gufubodin sem hun var skikkud i. Tha var hun latin anda ad ser heitri vatnsgufu og ber hun thess enn merki a raudu nefinu og svidnum augabrunum. En ad sjalfsogdu var thetta allt saman hid agaetasta og dvolin hja theim hjuum afar slakandi og hugguleg. Thad var meira ad segja hengirum a verondinni!

Medan a dvol okkar stod fengum vid goda innsyn i lifsins vanagang. Folk tekur daginn snemma, ris rumlega sex, mjolkar kuna, safnar fodri handa kunni, hluir ad okrunum, vokvar jurtir og blom og eldar svo matinn. Thau stunda sjalfsthurftarbuskap svo ad matsedillinn breytist med arstidunum, en ekki fra degi til dags. Thorpsbuar hjalpast ad vid lifid, menn skipta a graenmeti, adstoda nagrannann vid husbyggingar og bjoda i mat thegar kjot er i bodi (turistanna). Fyrir theim snyst lifid um jordina og thad sem hun gefur af ser. Thad sast best i samraedum vid husbondann sem spurdi forvitinn um hvad vaeri nu raektad a Islandi, hvort bujardir vaeru godar og hvort allir hefdu nog ad bita og brenna. Thegar Otto sagdi ad undanfarin sumur hefdi hann roid til fiskjar sagdi kall a sinni furdugodu ensku: “Ah, so when new leaves come on trees, you fish?” Lifid snyst ekki um dagsetningar eda alika tolusetningar heldur um thad hvernig natturan hagar ser a olikum timum. Kallinn spjalladi heilmikid vid okkur en hann hafdi verid kennari i taepan aldarfjordung og kennt ensku, felags- og raunvisindi i nalaegu thorpi. Hann var lika ologlegur innflytjandi i Thyskalandi fyrir aratugum sidan eitthvert sinnid thegar astandid var ekki sem best heima i Nepal. Hann gat thvi slegid um sig med frosum a bord vid: “Danke schon”, “Ein bischen” og ”Bitte schon”. Kerla var ekki eins malgefin og eina enskan sem hun kunni var: “Rice?” og “Morning”. Otto for svo i stuttar gonguferdir um nanustu nagrannabaei og kynntist mannlifinu enn betur.

Vid forum einu sinni i sturtu medan vid dvoldum hja theim og thad kostadi heljar umstang. Vatn var hitad a eldi i storum potti, thvi var svo hellt i fotu sem ur la slanga sem leiddi i krana inni i kamarnum. Thetta var ein su besta sturta sem vid hofum fengid - enda kaerkomin hreinsun eftir nokkra sturtulausa gongudaga.

Hann Bednidhi sagdi okkur undan og ofan af umhverfisataki sem hann leidir. Fyrir rumu ari sidan fekk hann sig fullsaddann af umhirduleysi samlanda sinna og turista sem henda plasti og umbudum ut um allar trissur. Hann for thvi ad flokka rusl og gengur nu asamt felogum sinum i skola i grennd vid Pokhara og kennir bornum ad ganga vel um natturuna. Thetta er vissulega tharft framtak a thessum sidustu og verstu timum en thetta er vist ekki forgangsatridi hja rikisstjorninni og harmar hann thad mjog. Hann aetlar thvi ad berjast fyrir umhverfid i Nepal. Vid gatum fraett hann um grodurhusaahrifin, vetni, frekari upplysingar um endurvinnsluadferdir og fleira thvitengt. Alltaf gaman ad hitta sanna hugsjonarmenn.

Sem fyrr eigum vid i basli med myndirnar en vid hormum thad mjog ad hafa ekkert nyrra ad syna ykkur en bradum thriggja vikna gamlar myndir. Svo virdist sem einhver brandur hafi hlaupid i minniskortid og vid getum thvi ekki hladid fjallamyndunum inn a netid. Vid gatum sett inn orfaar myndir fra Kathmandu en sidan ekki soguna meir. Vid aetlum ad reyna hvad vid getum en lofum engu um thad hvort vid getum birt myndirnar strax eda hvort thad verdi ad bida betri tima. Vid vonum ad vid getum sett inn myndir ur thjodgardinum vandraedalaust en thangad er forinni heitid i fyrramalid.

Bestu kvedjur og sma sakn til allra,

-Otto og Kristin

Indland er algjor russibanareid fyrir oll skilningarvitin. Thad sem fyrir augu ber er eitthvad alveg nytt. Vid sjaum rikidaemi og fataekt, konur i litfogrum sari-klaedum klofa yfir ruslahauga og betlara og glaesilegar byggingar gnaefa yfir fataektarhreysin. Hlustirnar fyllast af hropum akafra solumanna, helgisong hindu-presta, hundsgelti, eymdartoni betlaranna, havaerum bilflautum sem theyttar eru vid minnsta tilefni og svo natturulega eftirfarandi frosum sem vid heyrdum areidanlega thusund sinnum: “Hello sir/Excuse me Madam. Can I help you? No? Where are you from? Ah, Iceland… Very cold, yes? Madam! Sir!” Og svo natturulega lyktin. Staek blanda af svita, skolpi (enda liggja raesin ofanjardar), kryddi, reykelsi, hlandi, brennisteini, eldsneyti, brennandi rusli og saetri lykt af djupsteiktu gotugodgaeti. Bragdlaukarnir fengust vid allar thessar missterku kryddblondur, sem annad hvort svida tunguna eda eru svo margslungnar ad vid berum vart skynbragd a helming theirra kryddtegunda sem thar ma finna.

Su hugmynd sem vid hofdum um Indland og Indverja er dalitid frabrugdin theirri hugmynd sem vid hofum nu, eftir manadar ferdalag. Thad sem kom okkur einna mest a ovart var hversu orugg okkur fannst vid vera. Tho areitid hafi vissulega verid yfirthyrmandi a stundum eru Indverjar fridarins menn og er erfitt ad sja fyrir ser Indverja beita hnefunum.

Vid vorum natturlega gestir i theirra landi og okkur ber thvi ad virda tha sidi og venjur sem their vidhafa. Vid getum tho ekki horft framhja thvi ad mannrettindi eru vida thverbrotin og sumir indverskir sidir og venjur hamla thvi ad nokkud se unnt ad adhafast i theim malum. Fyrst viljum vid koma adeins nidur a stodu kvenna. Mestallt thad sem vid tinum til her a ekki vid a hja efri stettum og i “vestraenni” borgum eins og Delhi og Bombay. Enn thykir miklum mun betra ad eignast strak en stulku. Mymargar omsjarstodvar eru starfraektar vida um Indland svo verdandi foreldrar geti akvedid hvort eyda eigi fostrinu eda ekki. I fataekari herudum thar sem folk hefur hvorki efni a fostureydingum ne omskodunum eru stulkuborn myrt stuttu eftir faedingu. Ad medaltali eru um 900 stulkur a hverja 1000 drengi og i theim herudum sem verst eru sett eru faerri en 800 stulkur a hverja 1000 drengi. Se hart i bui eru tharfir drengsins idulega teknar fram yfir baedi hvad vardar adbunad heima fyrir og menntun. A theim svaedum thar sem konur eru verst settar er theim gert ad huka innandyra og sja um heimilisstorfin og er oheimilt ad stiga ut fyrir hussins dyr. I Rajasthan-heradi (thar sem vid ferdudumst um) var ekki oalgengt ad sja konur sem huldu allt andlit sitt. Ein astaeda thess ad stulkur thykja verri kostur er ad thegar foreldrar gifta stulkuna ad heiman tharf ad greida med theim riflegan heimanmund. A stundum thegar eiginmanninum og fjolskyldu hans thykir skorid hafa verid vid nogl thegar kom ad greidslu heimanmundar lenda thaer osjaldan i “eldhusslysum”. Margar deyja af brunasarum, odrum er vart hugad lif en thaer sem lifa thykja ekki lengur heppilegt kvonfang og tha getur madurinn gifst aftur. Arid 2006 voru um 8000 daudsfoll rakin til onogs heimanmundar. Thaer tolur eru sennilega talsvert haerri og fjoldi theirra kvenna se tharf ad thola einhverskonar ofbeldi sokum thessa er areidanlega margfold danartidnin.

Thegar vid vorum i Jodhpur rombudum vid inn i kryddbud thar sem vid keyptum forlata saffran sem var reyndar nappad af opruttnum starfsmonnum postthjonustu thar i bae. Stulkan sem seldi okkur saffranid var a aldri vid okkur og hun asamt systrum sinum sex og modur raku nu thessa kryddverslun ad fodur theirra latnum. Hann hafdi stofnad thessa kryddverslun sem thykir su finasta i Jodhpur. Eftir ad fadir theirra lest og thaer toku vid rekstrinum hefur maett theim gridarlegt motlaeti. Ymsum brogdum hefur verid beitt til ad koma theim a kupuna og upplifa thaer mikla andud i sinn gard, meira ad segja af halfu annarra kvenna. Reynt er ad herma eftir budarnafninu og adrir sem hondla med krydd nota eins pakkningar um voruna til thess eins ad villa um fyrir kunnanum. I eitt skiptid var meira ad segja gengid svo langt ad skrufad var fyrir vatnid inn i husid til theirra. Ekki er haegt ad kaera og treysta a lagalegu hlidina thvi menn eru bunir ad muta monnum i bak og fyrir til ad koma i veg fyrir slik othaegindi. Thessi bellibrogd hafa tekid sinn toll af rekstrinum en loksins nuna er ad raetast ur vidskiptunum. Thad thykir argasta hneisa ad fyrirtaekid skuli eingongu rekid af konum.

Vid fengum lika a tilfinninguna ad Indverjar og tha serstaklega karlpeningurinn hafi dalitid brenglada mynd af sidferdi vestraenna kvenna. Enda eru theirra kynni af theim einna helst gegnum MTv og Baywatch. Kristin reyndar slapp vel thvi Otto var med i for en thurfi oft ad sviga a throngum gotum undan korlum sem gengu augsynilega viljandi beint framan a hana. Samtalid thar sem einhver indverskur herra reynir vid vinkonu okkar Steinunni gegnum MSN-id hennar Kristinar er kannski dalitid fyndin birtingarmynd thessa en lysir samt agaetlega vidhorfinu. Thad ma finna i athugasemd vid tharsidustu faerslu.

Enn er stettskiptingin rik i Indverjum tho buid se ad afnema hana med logum. Verst er komid fyrir betlurunum sem sitja a botninum. Their eru eiginlega ekki hluti af stettakerfinu heldur standa their utan thess og eru ogildir samfelagsthegnar. I lestinni fra Bombay til Delhi spjalladi Kristin vid einn klefafelaga okkar sem var Indverji. Talid barst ad menntun og Kristin spurdi hvort oll indversk born faeru i skola svaradi hann jatandi. “Lika betlarabornin?” spurdi Kristin. “Nei, ad sjalfsogdu ekki” svaradi hann til. Betlararnir teljast semsagt ekki med thegar talad er um Indverja og thessi madur virtist hinn vaensti og meira ad segja tiltolulega nutimalegur i hugsun.

Thad kom okkur a ovart hvad vid saum marga her a Indlandi an utlima. Seinna komumst vid ad thvi ad their sem lenda i slysi og eiga ekki pening fyrir laekniskostnadi missa utliminn. Handleggs- eda fotbrot hja theim verr settu thydir thannig einum handlegg eda fotlegg faerra. I Bombay saum vid mann sem var utlimalaus, bukurinn la a trebretti sem felagar hans yttu afram. Thessum midaldalaekningaradferdum er beitt i landi thar sem laeknavisindin eru nogu langt a veg komin til ad skilja ad siamstvibura med sameiginleg liffaeri og utlimi.

Burtsed fra thessu var ferd okkar um Indland hreint frabaer og gaman ad fa innsyn i menningu sem er rosalega frabrugdin okkar eigin.

Nu erum vid vid komin til Nepal, dvoldum i Kathmandu i nokkra daga og skipulogdum aframhaldid. Nu erum vid komin til Pokhara sem er 177.000 manna baer, 15 km nordvestur af Kathmandu. Hedan er utsyni yfir Annapurna-fjallahringinn (thegar ekki er skyjad). Vid aetlum i sex daga gonguferd her um nanasta nagrennid i von um ad fa betra utsyni yfir nokkur af haestu fjollum heims (sem eru i Annapurna). I framhaldinu forum vid a gumbati nidur einhverja laekjarspraenuna her i Nepal og endum aevintyrid i Chitwan-thjodgardi theirra Nepala thar sem vid bindum vonir vid ad sja tigrisdyr og nashyrninga af filsbaki.

Ad endingu koma her nokkrar stadreyndir ur GPS-taekinu hans Ottos. A ollum vidkomustodum setur Otto inn punkt i taekid og getur thannig buid til leidir og sed hversu langt vid hofum ferdast. Fra thvi ad vid logdum af stad fra heimilum okkar thann 2. jan og thangad til nuna hofum lagt ad baki taeplega 13.600 km. Ad sjalfsogdu er thessi tala eitthvad minni en rauntalan thvi GPS-taekid reiknar vegalengdir i loftlinu. Sennilega er rett tala einhversstadar milli 15 og 16 thusund km. Fra hotelinu okkar i her i Pokhara eru 7716 km heim i Holaveg (Otto) og 7712 km heim i Huldugil (Kristin). Nu erum vid stodd a 28°12′26,1″ Nordlaegrar breiddar og 83°57′33,8″ Austlaegrar lengdar og erum 801 m yfir sjavarmali. Her ris solin 24 minutur yfir 6 ad morgni dags og sest thegar klukkuna vantar 10 minutur i 6 ad kvoldi. Klukkan her i Nepal er 5 timum og 45 minutum a undan klukkunni heima a Islandi. Svona er nu heimurinn skemmtilegur!

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin 

E.s. Opruttinn adili nappadi myndavelinni okkar i Kathmandu. Dalitid kaldhaedid i ljosi thess ad vid vorum nybuin ad endurheimta hana. Vid keyptum okkur nyja og glaesilega vel, Canon EOS 400D. Myndirnar ur fjallgongunni verda thvi flottar sem aldrei fyrr. (Ad thvi gefnu ad velinni verdi ekki stolid a leidinni…)

Myndir

19. febrúar 2008

Vid fengum myndavelina aftur fyrir nokkrum stundum. Erum buin ad setja inn myndir fra Jaisalmer, ulfaldasafariinu, Bikaner og Karni Mata (rottumusterinu). Vid hvetjum lesendur til ad skoda myndirnar i numerudu myndasofnunum i hlidarreininni haegra megin a sidunni, thar eru myndirnar nefnilega i timarod.

Vid fljugum til Kathmandu i fyrramalid. Oskid okkur godrar ferdar.

Kvedjur,

-Otto og Kristin

Vid komumst vid illan leik til Bikaner eins og vid greindum fra i sidustu faerslu. Fyrsta daginn aetludum vid (asamt Toni og Dan) ad skoda okkur um i baenum. Vid thrommudum gladbeitt og vongod aleidis en komumst fljott ad raun um ad thetta var talsvert lengra en vid heldum. Vid vorum svo heppin ad godlegur eldri madur stodvadi jeppann sinn og baud okkur fjorum far nidur i midbae. Vid komumst fljott ad raun um ad thetta var sjalfur Camel Man. Hann var frumkvodull i ferdamannabisness i Bikaner og rekur nu gistiheimili og ser um safariferdir. Thessutan heldur hann uti vefsetrinu camelman.com. Vid vorum afar hissa thegar hann hleypti okkur ut nalaegt midbaenum an thess ad krefjast nokkurs af okkur (en thad er ekki indverskra sidur). Bikaner er ljotur baer og leidinlegur. Grar og gugginn, rykugur Vid entumst thvi ekki lengi a vappi um gotur baejarins og afredum ad vid skyldum hafa samband vid Camel Man og bidja hann um a keyra okkur um a jeppanum sinum og sina okkur nanasta nagrenni baejarins.

Og thad vard ur. Vid maettum a hladid hja honum snemma morguns. Forinni var fyrst heitid i musteri yfirfullt af helgum rottum og tha a rikisrekinn ulfaldabugard (e. Camel breeding farm). Vid brunudum i jeppanum eftir misgodum mismalbikudum vegum og eftir klukkustundar akstur eda svo komum vid ad musterinu. Musterid ber nafnid Karni Mata sem var Hindu-gydjan Ganga endurfaedd. Sonur Karni Mata let einhverra hluta vegna lifid og modirin fekk einhvern gudinn til ad endurvekja hann. Hann endurfaeddist sem rotta. Tha er thvi truad ad allir afkomendur Karni Mata endurfaedist sem rottur. Um 600 fjolskyldur rekja aettir sinar til Karni Mata og thaer venja komur sinar i musterid og lita eftir med latnum aettingjum sinum. Margt finna mennirnir ser misgafulegt til dundurs. Rotturnar lifa godu lifi thar i musterinu. Thaer eru matadar a saetindum og mjolk og holdafarid eftir thvi. Vid skemmtum okkur konunglega innan um rotturnar - skolaus ad sjalfsogdu, annad er oleyfilegt. Sum okkar tindu thess i stad til thykkustu sokkana sem fundust i pokunum. Thaer skutust fyrir og yfir lappirnar a manni i hundradatali. En thad thykir vist serlega gott thoknist rottu ad hlaupa yfir faetur mann, og eg tala nu ekki um ad staldra thar litid eitt vid eins og ein theirra gerdi a Kristinu. Thetta var allt saman mjog serstakt og ahugavert. Musterid ad vanda glaesilegt, skorid ut i marmara. Sennilega flottasta hus sem byggt hefur verid til handa nagdyrum a jordinni. A bakaleidinni komum vid vid a ulfaldabugardinum. Fylgdumst med nyfaeddum ulfoldum skjogra um og hlyddum a romantisk mokunarhljod karldyranna.

Vid aetludum naest til Nawalgarh (litils baejar a leidinni til Delhi) og vorum svo heppin ad sjalfur Camel Man var a leidinni til Delhi og gat thvi skilad okkur i nalaegt thorp og thadan gaetum vid tekid rutu. Leidir skildu med okkur og Bretunum en theirra leid la nordar en okkar. Ur thorpinu skroltum vid i yfirfullri rikisrutu sidustu metrana. Vid attum pantad plass a flottasta hotelinu i Nawalgarh, Apani Dhani. Apani Dhani er meira en bara hotel. Thetta er litill sjalfbaer fjolskyldurekinn bugardur. Thau flokka rusl, raekta allt graenmeti sjalf, nota solarrafhlodur til ad anna orkuthorf heimilisins og gististadarins og mida ad thvi ad vardveita menningu stadarins. Okkur vard titt hugsad til Gittu og Stebba Gisla medan vid dvoldum i Apani Dhani. Tharna hittum vid fyrir fyrstu alvoru hugsjonamennina a manadarlangri for okkar um Indland. Andrumsloftid thar var med afbrigdum roandi og maturinn listagodur. Vid sottum namskeid i taulitun og forum a annad matreidslunamskeid. Svo skemmtilega vildi til ad konan sem vid sottum med matreidslunamskeidid i Udaipur, var a thessum sama stad tharna i Nawalgarh og a sjalfsogdu sat hun thessi namskeid med okkur lika. Vid gistum i litilli huttu ur leir med strathaki og undum okkur vid lestur og slokudum a adur en vid heldum afram i gedveikina i Delhi.

En svo kom ad thvi, saelan tok enda. Vid stodum frammi fyrir thvi ad hristast i sundur med Indverja i fanginu i sex tima rutuferd til Delhi eda leigja bil med belgiskum hjonum. Ordin helst til of thaegindavon eftir dvolina a bugardinum voldum vid seinni kostinn. Vid lentum reyndar i dalitid hressilegri umferdarteppu og bilstjorinn okkar aetladi nu aldeilis ad redda thessu. Su Bjarmalandsfor bilstjorans lengdi ferdina um thrja klukkutima en hann, kominn vel af fyrirhugadri leid, thurfti ad spyrja til vegar a.m.k tiu sinnum. Einhverju sinni thegar farid var ad styttast i annan endan a ferdinni og okkur farid ad lengja eftir hotelherbergi spurdum vid hann hversu langt vaeri til Delhi. “Half hour to three hours.” svaradi felaginn spekingslega. Ekki mikid a thvi ad graeda. Sem betur fer voru ferdafelagar okkar skemmtilegir svo thessir thrir timar til eda fra skiptu ekki ollu mali.

Nu erum vid i Delhi. Erum komin med vegabrefsaritun til Mongoliu en russneska sendiradid vildi ekkert fyrir okkur gera. Vid reddum thvi i Kina. Erum buin ad panta flug til Kathmandu thann 20. feb n.k. Okkur tokst ad gleyma myndavelinni med ollum myndunum ur ulfaldasafariinu, Bikaner og Nawalgarh i bilnum fra Nawalgarh en thad blessast. Hinir saenskthenkjandi Indverjar a sjalfbaera bugardinum, aetla ad senda hana med folki sem er a leid til Delhi. Vid faum hana ekki a morgun heldur hinn en thurfum sennilega ad geyma ad setja inn myndir thangad vid komum til Nepal. En vid erum thvi midur ekki med neinar myndir fram Delhi, enda ekki mikid ad sja her i mengudustu borg i heimi.

Bestu kvedjur heim,

-Otto og Kristin

Ulfaldasafari og rutuhavari

10. febrúar 2008

Vid bidjumst velvirdingar a langri bid eftir fregnum hedan ur austrinu. Regluleg timabundin rafmagnasleysi her a Indlandi eiga thar hlut ad mali sem og annriki okkar.

Vid gistum i virkinu i Jaisalmer. Jaisalmer er kollud gullna borgin thvi virkid (sem er heljarsmid) er byggt ur sandsteini sem ljaer thvi gullinn blae i solarljosinu. Gullna borgin liggur reyndar undir skemmdum thvi lagnakerfi thess er aevafornt og annar ekki lengur theim fjolda sem thar byr nu. I stad thess ad baeta kerfid i samraemi vid fjolda ibua og vatnsnotkun thrysta menn ollu thvi vatni sem their thurfa (120 litrar a ibua a dag) gegnum ursergengid lagnakerfi. Thvi springa leidslur og vatn flaedir um undirstodur virkisins. Og dropinn holar sandsteininn. Undanfarin ar hafa thrjar storar byggingar hrunid. Langfaestum heimamonnum er kunnugt um astand borgarvirkisins og thvi er utlit fyrir ad hun hrynji til grunna adur en langt um lidur.

Vid hofum litid annad um dvol okkar i Jaisalmer ad segja nema hvad ad Kristin steig i kuadellu (sem liggja vida fyrir fotum manns) og tha skeit dufa a hausinn a henni. Drullugaman i Jaisalmer!

Tha ad ulfaldasafariinu (eda flugeldasafariinu eins og Kristin kalladi thad oft fyrir misganing). Vid hittum ferdafelaga okkar um morguninn. Oll voru thau bresk. Tveir strakar (Andy og Richard) sem hofdu nylokid haskolanami og stulka og drengur (Toni og Dan) a okkar aldri sem eru a leid i haskola. Oll huggdumst vid ferdast um heiminn i riflega fimm manudi og nadum vel saman enda a svipadri bylgjulengd.

Vid hossudumst 30 km ut i eydimorkina i jeppa og thar bidu okkar thrir leidsogumenn og sjo fretandi kameldyr (thessi sem hafa einn fituhnud a bakinu). Nu var ekki aftur snuid. A bak thessara risavoxnu skepna skyldum vid! Thau voru vel tamin og lagu kyrr medan vid klofudum upp a breitt bak theirra. Svo thurfti madur ad halda thettingsfast um hnakkinn thegar tivolitaekjunum thoknadist ad risa a faetur ellegar hefdu thau theytt manni mannhaed nidur a melinn. Tha heldum vid af stad, mis taugaveiklud en hlaejandi tho. Eydimorkin su er tho olik theirri hugmynd sem madur hefur um eydimerkur. Thessi var meiri melur med stoku trjam og kaktusum.

Kristin Helga var serstaklega heppin thvi farkostur hennar gaf fra ser mokunarhljod mjog reglulega alla dagana. Karlkyns kameldyr kalla a hitt kynid med thvi ad blasa ut flipa i munnvikinu sem lekur ut ur trantinum a theim og likja thannig eftir eigin kynfaerum. Med thessu framkalla their hljod sem likja ma vid ad vatn sjodi djupt ofan i kokinu a theim. Thessar adfarir thottu okkur bradfyndnar og Kristin gat avallt thekkt sinn farskjota a hljodinu.

Fyrsti vidkomustadur okkar var thorp (tvo hus). Abuendur voru augsynilega turistavanir thvi their voru med alla frasana a hreinu: “One pen?”, “Ten rupee?”, “Cigarette?”, “One photo?”. Hafandi neitad theim um thetta bentu thau a allt lauslegt og vildu ymist profa eda hirda solgleraugu, ur, hofudfot og toskur. Dan losadi okkur undan okinu og rulladi handa theim sigarettu. Vid hlupum svo brott og hossudumst lengi vel i steikjandi hitanum. A vegi okkar urdu ernir, hvirfilbyljir, hraegammar, rullujurtir, dadyr, geitur, kaktusar og einstaka smali med rolluhop. Thegar degi var tekid ad halla og rassar farnir ad sarna komum vid ad gullnum sandoldum og hofdum vid thar nattstad. Vid priludum uppa oldurnar og horfdum a solarlagid. Leidsogumennirnir eldudu agaetan mat og vid undum okkur vid vardeldinn fram a kvold og sofnudum svo undir bjortum stjornunum, fjarri borgarljosunum.

Morguninn eftir voknudum vid med rigningu i andlitid. Ekki alveg thad sem vid bjuggumst vid i eydimorkinni. Vedrid thennan daginn (og lika reyndar thann naesta) var hryssingslegt. Flokkurinn helt thvi half hnipinn af stad a kameldyrunum. Kvoldid adur hafdi Toni kvartad i leidsogumennina yfir kjotleysi. Thad gladnadi aldeilis yfir theim og their sogdust geta keypt geit og slatrad. Okkur fannst thetta ad sjalfsogdu afar spennandi. Thegar lida tok a daginn  leitudum vid skjols i forgardi bonda nokkurs sem seldi okkur bjor til ad skola geitinni nidur seinna um daginn. Hun stod rigbundin vid tre og vissi ekki hvada orlog bidu hennar. Til ad auka a dramatikina nefndum vid hana Gudnyju en Bretarnir kolludu hana thvi ofrumlega nafni Bloodbath. Hun fekk sidar ad kenna a flugbeittum vasahnifi Ottos (besta saxinu sem vol var a) sem lek fimlega i hondum eins leidsogumannsins. Vid jopludum svo a olseigu geitarkjoti i indverskri sosu en possudum okkur a ad tina svort harin ur kassunni adur en hun ratadi upp i munn. Vid grunum tho leidsagnarana sterklega um ad hafa stungid undan bestu bitunum thvi skyndilega birtust sveitungar bondans i mikla atveislu. Thegar lida tok a kvoldid kveiktum vid eld og undum okkur vid spil og barum saman glymskratta (e. iPod).

Eftir svefnlitla og iskalda nott hossudumst vid sidasta spolinn i ollum okkar hlyjustu fotum. Sumir sveipudu sig svefnpoka - slikur var kuldinn. Thegar vid bordudum sidasta hadegisverdinn okkar var solin farin ad glenna sig litid eitt. Seinnipartinn okum vid svo med jeppanum aftur inn i baeinn og vorum thvi afar fegin ad komast undir kalda sturtuna.

Thegar vid komumst ad thvi hvernig skipuleggjendur safariferdanna fara med leidsogumennina reiddumst vid. Their eru uti i eydimorkinni med misskemmtilega ferdamenn tuttugu daga i manudi. Their ganga mestalla leidina, sja alveg um skepnurnar, elda mat ofan i svanga ferdalanga og breida meira ad segja yfir tha fyrir svefninn. Their eru stodugt a tanum thvi fai their eina kvortun verda their reknir umsvifalaust. Fyrir thetta fa their 1500 INR a manudi sem samsvarar 2600 ISK. Til hotelsins borgum vid 2000 INR fyrir safarid. Maturinn kostar thar af 150 INR og ulfaldaleiga milli 500 og 600 INR. Restin rennur til hotelrekanda. Skitablesar. Thegar vid attudum okkur a thvi hvernig hlutunum er hattad gafum vid theim riflegt thjorfe og vasaljos til ad leita kameldyranna i nattmyrkrinu. Vid erum ad velta fyrir okkur ad koma a fot stettarfelagi kamelleidsogumanna.

Vid tokum dag i ad jafna okkur a rasssaerinu, forum i nudd og hofdum thad huggulegt. Leidir skildu vid Andy og Richard en vid afredum ad verda Dan og Toni samferda til Bikaner. Um midjan thridjudaginn sidasta heldum vid af stad med rutu aleidis til Bikaner. Su rutuferd rennur okkur seint ur minni. Thegar rokkrid var skollid a og um klukkustundar akstur var eftir til Bikaner maettum vid trukki. Bilstjorinn okkar thurfti ad sveigja fra og endasentist milli vegarhelminga i thrigang adur en hann nadi rutunni a rettan kjol. I sidasta skiptid vorum vid thess fullviss ad rutan myndi velta. Slikur var hamagangurinn ad styrisbunadurinn gekk ur lagi og vid mattum bida i naerri tvaer klukkustundir eftir annarri rutu. Su var mun minni en eins og Indverjum einum er lagid trodu their ser inn hver um annan thveran. Vid vesturlandabuarnir, saettum okkur ekki vid thennan sardinuhatt, serstaklega vegna thess ad their vildu setja farangurinn okkar upp a rututhakid. Eftir sma karp fengum vid ad sitja frammi i hja bilstjoranum med farangrinum okkar. Vid satum thar sex og tho throngt vaeri a thingi var thad samt skarra en aftur i rutu. Frammi i saum vid glogglega af hverju slys sem thessi henda her i landi. Bilstjorinn gerdi nanast allt nema ad horfa fram a veginn. Hann thurfti ad tala vid farthega aftur i rutu, ad hraekja oft ut um gluggann, skipta titt um hljodsnaeldur, maula snakk og virda sjalfan sig fyrir ser i baksynisspeglinum. Vid vorum threytt og pirrud thegar vid loks logdumst til svefns a gististadnum okkar i Bikaner.

Nuna erum vid i Nawalgarh. I naestu faerslu greinum vid fra dvol okkar her og i Bikaner, en tha verdum vid komin til Delhi. Vid sjaum okkur ekki faert ad hlada inn videigandi myndum i thetta skiptid en vonandi koma thaer a morgun eda hinn. Thid getid thvi farid ad hlakka til ad sja okkur a ulfaldabaki i eydimorkinni.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin

Vid komum seint ad kvoldi til Udaipur sem hefur a ser ord fyrir romantiskt andrumsloft. Vid gistum a gistiheimili herra Soni og konu hans. Sennilega thau kruttlegustu hjon sem vid hofum fyrirhitt og leggja allt sitt i hotelreksturinn thratt fyrir afar takmarkada heyrn og enskukunnattu. Eftir dvolina hja theim kunnum vid nu ad thvo okkur upp ur fotu. Eitthvad sem vid sennilega thurfum ad gera oftar sidar meir.

Fyrsta daginn litum vid inn a eitt af stoltum baejarins: Borgarhollina (e. City Palace). Aegilega flott hybili med endalausum speglasolum. Thessu var natturulega buid ad breyta i safn og var agaett sem slikt. Thad flottasta vid Udaipur er vatnid sem borgin umlykur til halfs. Uti a vatninu byggdi einhver konungur sumarholl einhverntiman a atjandu oldinni. A theirri tuttugustu var thvi sidan breytt i luxushotel og thad er eins og herlegheitin fljoti a vatninu eins og sja a einhverjum myndum a myndasidunni okkar. Hotelid heitir Vatnahollin (e. Lake Palace) og var notud sem tokustadur i Bond myndinni Octopussy. Madur er thrafaldlega minntur a thessi tengsl Udaipur vid vestraena menningu enda er myndin synd a annarri hverri bullu i borginni thegar kvolda tekur.

Tha rombudum vid inn a matreidslunamskeid sem er med thvi skemmtilegra sem vid  hofum gert i ferdinni. Thad var afar frodlegt ad atta sig a ollum thessum kryddtegundum sem their nota herna Indverjarnir. Vid satum namskeidid med halfkleinulegu bresku pari (sem hetu Andrew og Harriet) og hressri eldri konu af sama thjodflokki. Thad sem okkur finnst hvad merkilegast vid indverska matargerd er thad ad their virdast geta geta gert prydilegan mat ur thvi sem heitir heima a froni medlaeti. Adalretturinn er semsagt hvorki kjot ne fiskur eins og tidkast heima heldur graenmeti af einni eda morgum sortum. Indland er sannkallad gosenland graenmetisaetunnar enda leyfir truin litid sem ekkert kjotat. Tho thykir okkur undarleg su tilhneiging ad eydileggja metinn med thvi a kaffaera hraefnisbragdid i svo sterkum kryddum ad kjafturinn a manni bokstaflega logar. Vid hofum tha kenningu ad thetta se arfleid fra gamalli tid thegar hraefnid var kannski ekki eins gott og thad er i dag og thvi kaefdu menn obragdid med kryddi.

Eitthvert siddegid leigdum vid okkur hjolabat og sigldum ut a vatnid. Vid mattum ekki sigla naer Vatnahollinni en sem nam 50 metum svo skitugur almuginn fari nu orugglega ekki ad gera sig heimakominn i efri byggdum. Siglingin var hin mesta slokun, ef fra er talid pulid vid ad knya batinn. Vid lentum ekki i sjavarhaska.

Thad punketradi a rutuskrattanum a leidinni til Jodhpur. En thad var ekkert sem ekki matti redda enda vid ollu bunir thessi Indverjar. Eftir thvi sem vid holdum lengra inn i landid aesast ae meir Rickshaw-okumennirnir og reyna ad draga okkur a sitt hotel eda vina sinna. Vid reynum thvi ad hafa thann vana a ad vera buin ad panta hotel adur en komid er til borgarinnar. Vid hofdum blessunarlega gert thad i thetta skiptid og gistum a Shinghvis’s Haveli djupt inni i gamla hluta baejarins. Sa hluti borgarinnar er blamaladur. Fyrir thvi eru tvaer astaedur. Blar er litur yfir stettarinnar (Brahmin) og svo fordast skorkvikindin blaa litinn.

Jodhpur er fyrst og fremst fraeg fyrir thennan blaa lit og svo virkid sem stendur a haed fyrir ofan borgina. Thad heitir Mehrangarh og er thad glaesilegasta sem undirritud hafa sed. Thvi hefur verid breytt i safn um sogu konungsaettarinnar og virkisins sjalfs sem er merkileg. Honnudum safnsins tokast afar vel upp og thotti okkur gridargaman ad rolta thar um himinhaa borgarmura og glaesilega flurud heimkynni hinna haerra settu.

I Jodhpur fengum vid thann besta Lassi sem vid hofum bragdad um dagana (tho su drykkja hafi bara hafist her a Indlandi). Lassi er einhverskonar jogurtdrykkur og eru afar misjafnir eftir stodum. Thessi smakkadist eins og vanilluskyr fra KEA theytt saman vid og thynnt med rjoma, sykri og saffrani. Med afbrigdum prydilegt. Skammt fra thessari bullu (sem skipar svipadan sess thar eins og isbudin Brynja a Akureyri) var eggjakokubulla. Sa hefur buid til eggjakokur i 33 ar og hefur aldrei haft meira ad gera en einmitt nu eftir ad Lonely Planet auglysti agaeti hans og segist brjota 1500 egg a dag. Vid brogdudum a godgaetinu og thotti hann eiga fyllilega skilid thad hros sem hann hefur hlotid.

Sidasta kvoldid lentum vid i skemmtilegu atviki. Vid vorum a heimleid eftir kvoldmatinn og tha festist Rickshaw-okumennid i hopi folks sem dansar vid dundrandi trumbuslatt og syngjandi ludra. Vid spyrjumst fyrir og faum thaer upplysingar ad um se ad raeda fylgdarlid brudguma a leid i teiti sem haldid er tveimur dogum fyrir brudkaupid sjalft. Thad stendur heima thvi mitt i thvogunni tronir madur i spariklaednadi a hestbaki. Vid vekjum ad sjalfsogdu mikla athygli sokum litaraftsins og vilja their olmir fa okkur med i dansinn. Vid latum til leidast og donsum nidur gotur gamla hluta Jodhpur med brjaludum Indverjum a leid til veislunnar. Their kenndu Otto hefdbundinn Rajasthan dans sem virkar einhvern veginn svona: Tveir eda fleiri karlmenn lyfta haegri faeti og lata tha snertast rett fyrir ofan okklann. Their thurfa thvi ad standa gegnt hver odrum eda mynda hring seu their fleiri. Med fotinn ut i loftid lyfta menn hondum og veifa theim af miklum mod og latast sem their seu ad skrufa ljosaperu ur perustaedi sem hangir i loftinu. Tha taka allir til vid ad hoppa (helst i takt vid tonlistina) og hropa og kalla af gledi og aesingi. Akaflega skemmtilegt. Kristin fekk ekki minni athygli thvi hun fekk greitt fyrir ad hrista skankana duglega milli thess sem their hropudu: “You dance too good, you dance too good!”. Their slogust um dans vid hana og vildu ekki trua thvi a Otto vaeri kaerastinn hennar. Okkur leid nu half kjanalega thegar i veisluna var komid og fannst vid halfgerdar bodflennur (enda bara turistar sem voru dregnir med af aestum veislugestum fyrir thad eitt ad vera hvitir). En engu ad sidur var thad mjog skemmtilegt ad fa sma innsyn in thad hvernig brudkaup fer fram a Indlandi. Kristin var dregin bakvid tjold og fekk ad hitta brudina. Og thar sat hun blessud, nokkru yngri en Kristin, i sinum finasta Sari med hring a hverjum fingri og hverri ta og titradi thannig ad thad hringladi i ollu dotinu.

Nu erum vid i Jaisalmer og holdum ut i eydimorkina a baki ulfalda i fyrramalid. Thangad til naest, bestu kvedjur heim.

-Otto og Kristin

E.s: Settum inn myndir og thaetti vaent um ad fa ad vita hverjir lesa siduna.

Rolegt i Pushkar

26. janúar 2008

Pushkar er rolegur litill baer. Thar bua um 15.000 manns, sem er ivid minna en a Akureyri. Hingad koma lika pilagrimar og ferdamenn i thusundatali a ari hverju en Pushkar er heilagur baer sem byggist upp i kringum heilagt vatn. Hinduar trua thvi ad vatnid hafi komid ur lotusblomi sem Brahma setti a jordina. Holdum lika ad osku Ghandi hafi verid dreift i thad. Andrumsloftid her i baenum er lika mun rolegra en annars stadar sem vid hofum komid, enda mettast thad af hassreyk thegar kvolda tekur. I Pushkar eru otal vestraenir rastafarar med skitalokka sem koma til fyrirheitna landsins.

Vid komum ad kvoldi til. Otto var ad fa i magann og var i mikilli thorf fyrir ad komast a klosett. VId hofdum ekki bokad gistingu svo ad vid thutum inn a annad gistihusid sem hafdi laust plass fyrir okkur. Thad var ekki fyrr en seinna sem vid attudum okkur a thvi ad klosettid laeki! Vid skiptum thvi i miklum flyti morguninn eftir enda gat drengurinn ekki lengi verid klosettlaus. Thegar lida tok a daginn for nu ad thettast i afturendanum a Otto en tha for ad losna um a hinum baenum. Fyrsti dagurinn okkar i Pushkar var thvi vart i frasogur faerandi.

Otto komst i kynni vid ungan strak sem trommar a hverju kvoldi fyrir solina adur en hun gengur til vidar og svo litid eitt fyrir tunglid. Thess a milli er baenatimi. Hann trommar a aevagamlar trommur hedan ur heradinu. Thaer heita Nagara. Thetta eru nokkur hundrud ara gomul samskiptataeki en eftir ad sveitasiminn og sidar langlinusimar komust i gagnid breyttist hlutverk theirra. Hinn ungi trymbill (sem var tho nokkru eldri en Otto) platadi hann i trommutima. Otto likadi thetta lika svisvona baerilega og dreif Kristinu med ser naesta dag. Strakurinn sagdi okkur fraegdarsogur af pabba sinum, sem er vinsaell vidhafnartrommari vida um heradid. (Ad sjalfsogdu faeddust their inn i starfid). Fadirinn, sem ansar nafninu Nathu Lal Solinkey, er thvi alderi heima hja ser heldur a stodugum theytingi ut um hvippinn og hvappinn. Hann vann ser thad meira ad segja eitt sinn til fraegdar ad leika inn a plotu med hipparokkurunum i The Greatful Dead.

Svo sitjum vid tharna i tima hja honum og skyndilega hoppar sjalfur snillingurinn inn. Hann rekur soninn i burtu og spyr hvort okkur se sama tho hann taki vid timanum. Svo nemum vid hja meistaranum. Seinna um daginn spilum vid med honum fyrir solina og tunglid. Thad var dalitid serstok upplifun ad tromma fyrir framan thetta fallega vatn. Langar ad benda a myndband af meistaranum a YouTube thar sem hann trommar med vestraenum slagverksleikara. Thad ma nalgast her en ef tengillinn virkar ekki er slodin: http://youtube.com/watch?v=gUTSV7o0JKo.

Vid forum i eitt musteri sem er merkilegt fyrir thaer sakir ad thar er Brahma dyrkadur, sem er vist ekki algengt. Mikid er um presta her i baenum sem reyna ad plata turhesta til ad gefa fleiri thusund Rupiur til fataekra. Tha eru their dregnir nidur ad vatninu, latnir herma eitthvad eftir prestunum og svo rukka their fyrir. Thetta musteri var a rikisvegum og thvi laust vid allt svona svindl - eda svo heldum vid. Thegar vid vorum buin ad skoda musterid vorum vid leidd nidur ad vatninu. Med halfum hug forum vid ad fyrirmaelum theirra en their sogdu thad naudsynlegt ad fleygja einhverjum blomum a vatnid eftir ad hafa skodad musterid. Thegar nidur a vatnsbakkann var komid var okkur stiad i sundur, en thad var ad theirra sogn betra fyrir karmad. Vid forum svo sitt i hvort hornid og thuldum einhverja vitleysu upp eftir theim (hraedd vid annad, thvi ekki vill madur syna sidum theirra ovirdingu) en svo kom ad thvi ad vid vorum krafinn um aur fyrir. I upphafi var okkur tjad ad allt vaeri fritt en vid spurdum margsinnis. Their sogdu ad peningurinn rynni i musterin og til fataeklingana. Their voru ekkert serlega truverdugir i ledurskonum sinum og finum klaednadi thar sem their toludu um vesaeldom fataeklingana og thrastogludust a thvi a their hognudust ekkert a thessu. I einhverju hugsunarleysi anafnadi Otto sinum presti 300 rupiur(450 ISK). Kristin hafdi veitt thvi athygli ad onnur por fengu ad gera thetta saman og thvi foru ad renna a hana tvaer grimur. Hun reifst thvi vid sinn prest og thegar hun komst ad thvi hversu mikinn pening their hofdu nu undir hondum var henni nog bodid. Hun krafdist tess ad fa tha aftur enda hefdu their logid ad okkur og prettad. Aumingjans mennirnir hrokkludust undan, hropudu: “Bad karma, bad karma! We dont want your angry money.” Hraeddir vid ad reyta gudina til reidi. Thetta var svona kornid sem fyllti maelinn, enda stodugt verid ad rugla i manni og reka mann afram i ad gera allskyns hluti. Thetta var svo augljoslega svindl ad vid gatum ekki hugsad okkur ad gefa svona mikinn pening i thetta. En vid skildum tho eftir 100 rupiur, kannski fylgdi theim slaemt karma, hver veit?

Annars eru Indverjar frekar uppteknir af thvi ad hafa gott karma (ad minnsta kosti i ordi). Their eru lika afar uppteknir af heppni og vid hofum hitt 3 menn hingad til sem kalla sig “Lucky”. Skemmtilegt nafn.

Fundum veitingastad sem bar hid al-indverska nafn: Pink Floyd Cafe. Otto var ad sjalfsogdu himinlifandi og vid fengum okkur smasnarl thar. Um kvoldid roltum vid svo uppa haed fyrir ofan baeinn og freistudum thess ad horfa a solsetrid. Thad vildi tho ekki betur til en svo ad skyin langadi ad kikja a leiki mannanna thetta siddegi, svo ur vard bara agaetis labbitur og gott utsyni yfir baeinn.

Rajastan buar hafa longum verid taldir herskair. I gamla daga voru their svo herskair ad their voldu frekar daudann en osigur, vid hofum lesid margar thess hattar sogur. Vid hofum hinsvegar ekki ordid vor vid thessa arasargirni ad odru leyti en hja betlarabornum! Ef ad madur gefur theim ekki pening eda sukkuladi taka thau upp stein og gera sig likleg til ad gryta mann, enda hlaupa i fangid a okkur og thvaelast fyrir loppunum a manni. Vid vitum ekki alveg hvernig best er ad bregdast vid, enda ekki akjosanlegt ad fa hnullung i hofudid. Kristin hefur nad ad halda theim fra ser med gribbustaelum hingad til…

Annars erum vid komin til Udaipur (komum i gaer). Faerum ykkur fregnir thadan seinna. Settum lika inn myndir fra Pushkar.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin

Jaipur

24. janúar 2008

Renndum inn i Jaipur, hofudstad Rajastan herads fyrir rettri viku sidan. Hingad til var Indland fyrir okkur tomt flatlendi en nu saum vid loks vid dalitilar haedir og hola. Fyrsta daginn tokum vid i sma rolt um okkar nanasta nagreni og inn i Bleika baeinn (elsta hluta Jaipur) sem er ekki bleikur. Vid urdum threytt a havadanum og areitinu og leigdum okkur Rickshaw. Bilstjoranum stefndum vid upp i virki sem tronir a kletti sem skagar fram i baeinn. Vid saum sko ekki eftir thvi, enda utsynid frabaert og enginn til ad angra okkur. Virkid heitir Nahargarh og adal hluti thess (kvennaburid) Tiger Fort. Thar geymdi eitt sinn konungur hinar niu eiginkonur sinar i thaulhugsadri holl. Hver theirra hafdi sinar eigin vistarverur, sem voru allar nakvaemlega eins, nema ad rymi eftirlaetiskonunnar var nokkru staerra en hinna. Hverju rymi var deilt upp i sumarholl og vetrarholl. Sumarhollin sem er a efri haedinni er thaklaus svo konungur gaeti stundad sin Amorsbrogd undir solinni. A nedri haedinni var svo eldhus, bad, svefnherbergi fyrir eina eiginkonu og thjonustustulkur hennar og svo vetrarhollin, en tha var frygdarbedid undir thaki. Thad snidugasta var ad hann gat gengid millum theirra ad vild an thess ad hinar taekju eftir thvi. Vid letum leidsogumann segja okkur fra thessu ollu saman. Skemmtilegastar thottu okkur myndskreytingarnar kringum skeidvellina, en thad voru afar vel faldar Kama Sutra myndir sem syndu ymislegt theim sem kunnu ad ryna i taer. Svo roltum vid um virkid, sem er heljarsmid og dadumst ad utsyninu yfir baeinn, fjarri skarkalanum.

Tha tokum vid dag i ad skoda gamla baeinn almennilega. Hann er afgirtur og snyrtilega skipt nidur i gotur og thvergotur. Jaipur er fyrst og fremst thekkt fyrir silfurskart og silkisaum, enda ma thar finna mygrut af budum sem hondla med og framleida svoleidis fineri. Her er thvi urvalid mest og verdid best hvad thetta vardar. Gamla hlutanum er lika skipt upp i svaedi, eftir thvi hvar er verslad med hvada vorur (klaednadur, eldhusahold, matur, skartgripir, o.s.frv.). Vid vorum her um bil halfnud med thennan runt okkar thegar okkur stoppar madur sem vill na af okkur tali. Hann velti thvi fyrir ser hvers vegna ferdamenn strunsudu um gotur fra einum stad yfir til thess naesta og gaefu mannlifinu litinn sem engan gaum. Hann komst dalitid gafulega ad ordi og vakti thannig athygli okkar svo vid settumst med honum nidur, spjolludum og sotrudum indverskt te, chai (sem er disaett med mikilli mjolk). Vid hofum tho alltaf varann a thvi her hangir alltaf eitthvad a spytunni. Vid sem vorum sannarlega ordinn verulega threytt a: “Excuse me, Sir!” og “Yes, madam!” og a stundum othaegilegri hjalpsemi Indverja, skildum eftir thetta adeins betur af hverju hlutirnir eru eins og their eru og reynum nu ad horfa a mannlifid i rettara ljosi. Thessi agaeti herra er leidsogumadur a vegum konungsins (sambaerilegt vid thad ad vinna hja rikinu) og thvi ekki til ad pretta okkur. Hann syndi okkur svo handverks-verksmidju, thar sem menn prentudu a silki og fleira.

I Jaipur var nyafstadin flugdrekahatid og enn leifdi greinilega af henni thvi sja matti hundrudi flugdreka svifa yfir borginni. Thennan dag var onnur hatid i gangi, einhver muslima-hatid og til ad verda ekki undir i kradakinu for leidsogumadurinn med okkur heim til kunningja sins sem er listamadur. Hann er af yfirstettinni og er aedstistrumpur listamanna i Jaipur og a thvi heljarinnar hus med alls lags musterum og thesskonar doti. Hann faeddist ad sjalfsogdu inn i thad starf eins og allir Indverjar faedast inn i akvednar stettir. Hann er ogurlega flinkur, baedi med pensilinn og flugdreka en hann syndi okkur listir sinar a badum svidum. Vid eyddum med honum drjugri stund og hofdum ogurlega gaman af. Daginn eftir afredum vid ad thiggja leidsogn hja leidsogumanninum um einhvern heilagan apadal, sem er skammt fra Jaipur og annad virki, enn staerra en hid fyrra.

Dalurinn var talsvert ahugaverdari en thetta virki (tho thar hafi verid ad finna tha staerstu fallbyssu sem undirritud hafa sed). I botni dalsins voru musteri tileinkud opum og apagudinum med helgu vatni thar sem folk laugadi sig akaft. Thar var lika allt morandi af eldraudum aparossum sem hafa thad fint innan pilagrimana (sem baeta karmad sitt med thvi ad gefa theim ad borda) og forvitna turhesta (sem finnst gaman ad sja tha borda). Thar var lika fullt af kum og renglulegum hundum sem thrifast efalitid betur thar i botni dalsins en a ruslahaugunum i storborgunum. Horfdum lika upp a nokkra hressa gervipresta kveikja ser i pipu (sem innihelt eitthvad annad en venjulegt tobak), svo thad er kannski ekki skrytid ad their fai uppljomanir a stad sem thessum seu svona pipureykingar daglegt braud. Eftir turinn forum vid rakleitt ut a stoppistod og tokum eitilharda rutu til Pushkar.

I rutunni settist vid hlidina a okkur Indverji sem sagdist hafa komid til Islands. Reyndar hafa thonokkrir reynt ad ljuga thvi ad okkur i von um frekari samskipti en thessi laug ekki. Hann hafdi meira ad segja komid til Akureyrar sem kokkur a skemmtiferdaskipi en hann var nu a heimleid i fri. Svona er heimurinn litill.

Taeknin er byrjud ad strida okkur, enn sem oftar. Vid segjum thvi fra Pushkar a morgun (vonandi). Leggjum af stad til Udaipur i fyrramalid og verdum thar naestu thrjar naetur.

Vid settum inn myndir fra Jaipur, kaerar kvedjur heim.

-Otto og Kristin.

Apar a leid til Agra

17. janúar 2008

Eftir niu daga dvol i Indlandi erum vid farin ad atta okkur betur a landi og thjod. Indland er land thversagna, med afbrigdum orokrett land. Thad er ekki haegt ad skilgreina Indland. Indland er rikt og fataekt, vinsamlegt og grimmt, fallegt og ljott en samt bara skitugt. Aldrei hreint. Indland er land sem audvelt er ad da eina stundina og hata tha naestu.

Vid erum lika farin ad atta okkur betur a thvi aliti sem heimamenn hafa a okkur, hvitum vesturlandabuum. Vid erum nu thegar buin ad segja fra thvi ad vid vekjum mikla athygli hvert sem vid forum. Vid veltum thvi mikid fyrir okkur hvort ad astaedan fyrir thessari athygli se forvitni, hjalpsemi, hugsanleg grodavon, addaun, fjandskapur, otti eda ofund. Vid hofum komist ad theirri nidurstodu ad sennilega er eitthvad til i thessu ollu saman, thad fer eftir kynslod, stodu i samfelaginu og einstaklingnum sjalfum. Best vaeri ad vera fluga a vegg og fylgjast med mannlifinu. Vid eigum erfitt med ad venjast thessu gridarlega areiti.

Her er mikid starad. Stundum finnst okkur ad vid hljotum ad hafa gleymt fotunum heima og ad auki latid tattuvera allan likamann med forljotu tribalmynstri. Yfirleitt reynir madur ad hunsa storurnar en thegar thradurinn styttist litum vid hvasst til baka. Thad ber einstaka sinnum arangur (serstaklega hja Otto) og mennirnir horfa i adra att. Kristin aetlar reyndar ad reyna ad haetta thessu thar sem hun las i dag ad einu konurnar, fyrir utan thaer vestraenu, sem horfa til baka a Indlandi eru vaendiskonur. Thad er i raun eina leidin til ad greina vaendiskonu fra venjulegri konu, thaer horfa a moti thegar karlmenn gefa theim auga. Konur eru aldar upp i thvi ad vera hogvaerar, vinnusamar og undirgefnar korlunum.

Sidasta thridjudag notudum vid i snuninga i Delhi. Vid thurftum ad bjarga vegabrefsmalum fyrir Mongoliu og Russland og fleira thvi tengt. Vid forum i islenska sendiradid i Delhi og hittum thar Priyonku Gupta, ritara islenska sendiherrans. Priyanka er hord gella og aetlar ad adstoda okkur vardandi aritanirnar. Thad aetti allt ad fara vel. Vid vorum gjorsamlega buin a likama og sal um kvoldid eftir theytinginn. Delhi er mengadasta borg i heimi og vid fundum sannarlega fyrir thvi. Vid ferdudumst um i opnum richshaw-kerrum og thegar astandid var sem verst hofdum vid klut fyrir vitunum. Svifryk a Akureyri hvad…

Skemmtilegasta atvikid i Delhi var thegar vid lagum i makindum uppi i rumi um kvoldid og inn a okkur ruddist indversk kona sem hafdi farid herbergjavillt. Thvilikan skelfingarsvip hofum vid aldrei adur sed og vid gatum hlegid ad thessu gegnum threytuna.

Vid vorum mjog fegin ad sleppa fra Delhi med rutu a leid til Agra. Vid satum i threngstu rutu sem vid hofum sed og erum med marbletti a hnjanum thvi til sonnunar. Svo sannarlega ekki gerd fyrir vestraena rassa. Thad tok okkur sex tima ad aka vegalengd sem samsvarar theirri fra Akureyri til Husavikur. Thratt fyrir ad rutan hafi verid ordin full a thridju stoppistod helt rutubilsstjorinn afram ad garga “agragragragragragra” a hverjum einustu umferdarljosum sem vid stoppudum a. Ekki nog med thad, heldur fylltist rutan thessutan af solumonnum sem reyndu ad selja okkur penna, avexti og annan varning. Ef vid hefdum, thratt fyrir allan hamaganginn, nad ad festa blund komu bilstjorar sitheytandi bilflautur i veg fyrir thann moguleika. Svo virdist sem okumenn seu her i keppni um leidinlegustu bilflautuna. Sma typpakeppni, sa sem er med havaerstu og folskustu bilflautuna vinnur og kemst hradast afram.

A midri leid stoppudum vid i Stadarskala Indlands. Thar gatum vid kastad af okkur vatni og teygt ur krepptum limum. Ad sjalfsogdu fengum vid ekki frid tharna langt fra mannabyggdum thvi thar kom adsvifandi madur med tvo apaketti i bandi. Hann kynnti okkur fyrir aparossunum og allt i einu stokk annar theirra a Kristinu og for ad leita ad lusum. Liklegra er tho ad hann hafi skilid nokkrar lys eftir heldur en fjarlaegt thaer. Thetta var samt mjog saetur api sem vid lekum vid i sma stund (eins og sja ma a myndum). Thegar vid litum upp attudum vid okkur a thvi ad i raun vorum vid aparnir en ferdafelagar okkar hofdu hopast i kringum okkur og heldu afram ad horfa tho aparnir vaeru longu farnir.

Agra er skemmtilegur baer. Hann er mjog litrikur og thar ferdast allir a somu gotunum, menn og dyr. Reyndar sjaum vid alltaf meira og meira af husdyrum a leid okkar fra thettbylisins ys. Kyr ganga ad sjalfsogdu um lika i Delhi. Thratt fyrir ad thaer hafi alltaf forgang i umferdinni bua thaer vid ryran kost. Thaer sjast adallega a beit i ruslahaugum. Ruslid festist i meltingarfaerum theirra og thaer deyja haegum og kvalarfullum dauda. Tha er nu betur farid med thaer i Fagranesi thar sem hann Sigurdur Oli leikur fyrir thaer romonsur a gitarinn sinn. Auk thess sem beljur standa a beit i ruslinu ma sja geitur, kindur, svin og asna vada skitinn upp i okkla og drekka skolp. I Agra eru lika margir apar og vid komumst i kynni vid nokkra sem attu heima uppi a thakinu a gistiheimilinu okkar. Storskemmtileg kvikyndi og gaman ad fylgjast med theim. Thad virtust tho ekki allir sammala um agaeti apakattanna thvi ad nagrannar okkar veifudu kustskoftum og loftbyssum til ad hrekja tha a brott! Kannski ekkert gaman ad hafa apa a svolunum hja ser…

Adal addrattarafl Agra er ad sjalfsogdu Taj Mahal. Thad er otruleg upplifun ad ganga um gardinn i kringum Taj og fara inn i grafhysid glaesilega. Myndir segja meira en morg ord, enda tokum vid thaer mymargar. Fyrir tha sem ekki vita let Shah Jahan keisari, reisa uppahaldskonu sinni Mumtaz Mahal grafhysid. Hun lest af barnsforum thegar hun faeddi fjortanda barn theirra og sagt er ad Shah Jahan hafi ordid grahaerdur af sorg a einni nottu. Hlytur ad hafa verid frabaer gella! A medan vid roltum i haegdum okkar og virtum fyrir okkur otrulega fegurd Taj Mahal kalladi indversk fjolskylda a okkur og bentu a myndavelina sina. Okkur fannst audvitad sjalfsagt ad taka mynd af theim. En a daginn kom ad vid vorum myndefnid og skiptust fjolskyldumedlimirnir a ad stilla ser upp vid hlid okkar. Thvi midur tokst theim bara ad taka eina mynd a myndavelina okkar og thvi vantar myndina thar sem Otto skekur hondina a fjolskyldufodurnum og Kristin brosir mot modurinni. Serstakt.

Alla jafna er Agra mjog rolegur baer (allavega talsvert rolegri en gengur og gerist). Thannig var thad allavega thegar vid komum og forum…

Eina kvoldstund, einu sinni a ari er einhvers manns (sem vid vitum ekki hver var) minnst i Agra. Tha er haldin hatid sem fer thannig fram: Seriur og glitbordar eru hengdir omarkvisst a milli husa og folk hopast ut a gotur, serstaklega born og konur. Ad auki eru risahatalarar hengdir a thrja ljosastaura med fimm metra millibili. Ur hverju thessara hatalaraknippa berst havaerasta ohljodatonlist sem vid hofum nokkurn timan heyrt. Athugid ad mismunandi log barust ur hverju knippi. Annars var ekki mikid um ad vera. Vid vorum svo heppin ad vera i Agra einmitt thennan dag og med thessa hatalarastaedu i gotunni fyrir utan gistiheimilid okkar. Tonlistin var svo hatt stillt ad vid thurftum ad oskra hvort a annad inni a hotelherbergi. Thid getid imyndad ykkur fognudinn sem braust ut hja okkur thegar vid frettum ad ofognudurinn staedi til fjogur um nottina.

Adur en vid logdumst til svefns gengum vid tho einn hring i hverfinu til ad ga ad thvi hvort thad vaeri ekki orugglega eitthvad almennilegt um ad vera. Thad var tha sem vid attudum okkur a thvi ad hatidin vaeri bara thessir thrir staurar. Madur baudst til ad taka okkur einn hring i hjola-rickshaw en vid forum fljott ur honum thegar vid attudum okkur a thvi ad aumingja madurinn red ekkert vid ad draga okkur. Vid borgudum honum vel thar sem vid vorkenndum honum svo. Tha hopudust ad okkur krakkar sem vildu sukkuladi, pening, myndatokur eda thad nyjasta; eiginhandaaritanir! Thad tok okkur nokkra stund ad skilja hvad their vildu en ju, Kristin skrifadi nafnid sitt ad lokum i litla lofa og uppskar mikla gledi. Gledilegast var tho thegar rafmagninu slo skyndilega ut i allri borginni. Thad var kaerkomin fimm minutna hvild fyrir eyrun.

Eftir ad hafa sofid agaetlega, thokk se eyrnatoppum, forum vid med rutu til Jaipur. Thessi ruta var mun rymri en su fyrri og ekki haegt ad kvarta yfir neinu. Vid sjaum thad alltaf betur og betur ad vid erum komin ut i sveit, vid maetum ulfoldum sem draga a eftir ser kerrur a vegunum og horfum a litla sveitabaei ut um gluggann. Einnig saum vid risastora mursteinaframleidslu ur rutunni i dag thar sem meginthorri starfsfolksins voru born.

Vid stoppudum einu sinni a leidinni til ad kasta af okkur vatni i holu bak vid hladinn grjotvegg og pontudum okkur yndislega godan og sodalegan skyndibita. Naan braud med smjori og eitthvad gums med. Vid erum eiginlega haett ad kippa okkur upp vid thad, en tho er alltaf serstakt thegar born girda nidur um sig thar sem thau standa til ad gera tharfir sinar. Ef thau thurfa ad gera stort fylgja maedurnar a eftir theim og skola thau med koldu vatni thangad til thau fara ad grenja. Ja vid possum hvar vid stigum nidur faeti og ekki hafa ahyggjur, handgelid er ekki sparad a svona stundum!

Annars eru matarvenjur okkar odum ad breytast. Indverjar eru brjaladir i kjukling og vid gaetum bordad hann i hvert mal ef vid kaerdum okkur um. Nu er Kristin haett ad kaera sig um thad i bili og liggja thrjar astaedur thar ad baki. Fuglaflensan hefur gert vart vid sig i Indlandi a ny, reyndar ekki nalaegt okkur. Hun fekk kjuklingarett i Agra thar sem fuglinn var eiginlega hrar og kugadist thessi oskop. Thad tok svo steininn ur thegar vid gengum throngar gotur Agra og forum framhja slaturhusi. Thar var kjuklingur snuinn ur halslidnum og Kristin var vitni ad mordinu. Fyrir tha sem ekki vita er hun lika med fuglafobiu og lyktin af heitu kjotinu (ovarid fyrir sol, ryki og skolpi sem lak fyrir utan kofann), hljodin i deyjandi kjuklingnum og eftirlifandi rytjulegur fidurfenadurinn gerdu utslagid. Kristin er ordin graenmetisaeta thangad til vid forum hedan. Enda ur miklu ad velja her fyrir graenmetisaetur.

Nu erum vid semsagt i Jaipur og segjum fra theirri borg i naestu faerslu. Myndir fra Delhi eru komnar inn i Delhi-albumid. Vid bendum ykkur a ad yta a albumin (set) til ad skoda myndirnar, tha koma thaer i timarod. Vid stefnum a ad gera album fyrir hvern stad sem vid stoppum a og i lok hverrar faerslu segjum vid fra thvi hvar ma finna nyjar myndir. Tolvan her er svo haeg ad vid latum Delhi myndirnar naegja i bili.

Ast og kossar,

-Otto og Kristin

E.s. Takk fyrir sludrid um daginn Dagny! Svona frettamolar eru vel thegnir thar sem vid nennum ekkert alltaf ad hanga a mbl thegar vid komumst i tolvu…

(19/1): Settum inn nokkrar myndir i Agra-albumid. Tolvurnar eru tregar og vonandi getum vid komid klarad ad setja inn restina a morgun eda hinn.

Fregnir fra Delhi

14. janúar 2008

Hallo ho. Nu sitjum vid i kjallaranum a Hotel Perfect i sodahverfinu Karol Bagh i Delhi. Her vid hlid okkar hrytur madur hastofum, sem buid var um a dynu.

Aetlum ad rekja hvad hefur a daga okkar drifid sidan sidast.

Fyrst ber ad nefna thrjoskupukann sem hljop i mig (Kristinu) thegar eg las athugasemdina fra Helga fraenda a laugardaginn var. Hann yjadi ad thvi ad vid vaerum ad spreda i faedi og vaerum of hraedd vid mat heimamanna. Eg tosadi vesalings Otto thvi a naestu bullu sem vid saum og lesa matti ur vidbrogdum eigenda og gesta ad thangad hefdi aldrei stigid inn turhestur. Vid pontudum bragdgodan kjuklingarett i sterkara laginu (eins og allt herna) og naan braud. Thetta atum vid eins og herforingjar med gudsgofflunum og vard ekki meint af. Thjonar og gestir hofdu mjog gaman af thvi ad fylgjast med adforum okkar og hlogu datt. Sidan tha hofum vid etid thad sem hendi er naest. Saman borgudum vid 100 ISK fyrir maltidina, svona til ad thad komi fram!

Seinasta daginn i Bombay roltum vid um borgina, skodudum Hlidid ad Indlandi (e. Gateway of India) og gengum strondina. Thegar vid gengum ut af hotelinu um morguninn vatt ser ad okkur myndarkona og reyndi ad na sambandi vid okkur. Vid erum ordin forhert og von thvi ad baegja fra okkur areiti en hun skar sig ur hvad klaedaburd vardadi. Kom i ljos ad hun var ad vinna ad Bollywood mynd en vid hofdum ordid vitni ad tokum a einni slikri daginn adur. Hun vildi olm fa okkur til ad leika smahlutverk i myndinni, en thad thykir vist flott ad hafa hvita vesturlandabua i bakgrunni. Eg hafdi reyndar lesid rett adur ad thad thykir mikil heppni ad fa slikt bod. Vid vorum upp med okkur en vorum ad fara med lest til Delhi daginn eftir svo thad gekk ekki upp. Vid erum hinsvegar med nafnspjaldid hennar…

I stadinn fyrir ad leika i Bollywood mynd forum vid ad sja eina slika. Su heitir “Welcome” og er nu uppahaldsmynd okkar beggja. Hun hafdi allt sem god mynd tharf til ad bera og meira til. Mafiuforingja, falleg fljod, heita gaura, humor i haesta gaedaflokki, otrulegan soguthrad (svo otrulegan ad vid misstum thradinn i hlei), toff enskuslettur, bilaeltingaleiki, undarlegar hljodbrellur og hvita aukaleikara. Thetta var virkilega vondud mynd og oll vinnsla til fyrirmyndar. Thad sem helst greindi thessa fra vestraenum dellumyndum var thegar allir brustu skyndilega i song og donsudu eins og MTV stjornur. En adur en herlegheitin byrjudu thurftum vid ad risa ur saetum og hlusta a indverska thjodsonginn med indverska fanann blaktandi a breidtjaldinu. Thad eina sem komst ad i hugum okkar var ad vid maettum alls ekki hlaegja og sem betur fer var dimmt i bioinu svo audveldara var ad fela nidurbaeld brosin.

Um hadegisbil daginn eftir tekkudum vid okkur ut af hotelinu goda. Um leid og eg vaknadi thakkadi eg minu saela fyrir ad hafa haft thessa dvol af an thess ad vera raend. (Thad ma segja svona eftir a pabbi og mamma). Allar thrjar naeturnar hofdum vid heyrt i manni hosta akaft og kasta upp thess a milli. Eg hafdi spurt hotelstarfsmanninn hvort ad einhver liti til med manninum i naesta herbergi en hann yppti bara oxlum. Thad var ekki fyrr en seinasta daginn sem eg attadi mig a ad madurinn bjo i ruslaportinu bak vid badherbergid okkar. Thad var thungur steinn i maganum a okkur thennan morguninn.

Eftir ad vid tekkudum okkur ut forum vid a Mumbai Central (lestarstod) og akvadum ad bida thar i nokkra tima eftir lestinni, frekar en ad spranga um med bakpokana i hitanum. Thad var mjog fint, vid nadum ad lesa og skoda fjorugt mannlifid a stodinni. Vid ferdudumst a fyrsta farrymi og hofdum thvi adgang ad serstokum bidstofum. Vid komumst tho ad thvi ad bidstofurnar fyrir fyrsta farrymi voru kynskiptar. Thannig ad thad thykir greinilega luxus ad geta borgad sig fra konunum. Thad var mikill munur a bidstofunum tveimur, su sem merkt var konunum var engu skarri en bidstofa annars farrymis a medan karlarnir satu i ledri og reyktu vindla, innan um malverk og mahony-bord.

A jardhaedinni var stor bidsalur fyrir thridja farrymis farthega, thar sem einnig voru solubasar og veitingastadir. Ad islenskra sid skelltum vid okkur a McDonalds adur en lestin kom. (Thad var reyndar i hallaeri, vorum svo svong). Vid leitudum akaft ad venjulegum BigMac a matsedlinum en fundum natturulega ekkert nema graenmetis og kjuklingaborgara. Thad tok okkur otrulega langa stund ad atta okkur a ad audvitad bjoda Indverjar ekki upp a nautahamborgara! Eg (Kristin) for nidur ad kaupa vatn og settist nidur til ad horfa i kringum mig. Thar var mikid af bornum. Thad er alltaf skemmtilegast ad sja vidbrogdin hja theim thegar thau sja mann, hvitan og storan. Svo yndislega forvitin og hreinskilin. Ein stulka stod fyrir framan mig, heilsadi mer og hlo hastofum. Eg tok tha upp myndavelina og gerdi mig liklega til ad taka mynd af henni. A augabragdi hafdi safnast i kringum mig stor barnahopur sem var aestur i ad lata mynda sig. Einn strakur helt a litla brodur sinum, orugglega svona 9 manada gomlum. Sa litli leit a mig, nedri vorin byrjadi ad titra og svo orgadi hann af hraedslu. Thvilikt skrimsli sem eg er! Thad endadi med thvi ad eg tok nokkrar myndir af theim en thegar thad hofdu safnast 40 manns i kringum mig akvad eg ad lata mig hverfa.

I lestinni satum vid a bas med thremur ungum og eiturhressum “sikhum” og mjog ljufum vini theirra. Gud sikha segir theim (skv. thessum hressu gaurum) ad their megi hvorki skerda har sitt ne skegg. Their eiga ad vera algjorlega natturulegir, sem likastir gudi sinum og hvorum odrum. Samkvaemt gudi theirra eiga their hvorki ad reykja ne drekka, tho ekki hafi their farid eftir thvi sidara i thessari ferd. Their blondudu gedi vid okkur og viskii i vatn. Thad fannst Otto osidur, en hann thadi tho glas. Eg fekk mitt viski i koki. Vid letum stadar numid eftir eitt til tvo glos en their letu engan bilbug a ser finna og voru ordnir blindfullir adur en langt um leid. Their voru storskemmtilegir, tjah, kannski fram ad akvednum timapunkti thegar threytan tok ad siga a mannskapinn. I efstu kojunni svaf afar serlundadur Astrali. Thegar klukkan var ad nalgast midnaetti slokkti hann ljosid. Thad likadi adalpartyljoninu ekki og lestarklefinn titradi af spenningi thegar sa astralski hellti ser yfir sikhana. “Fuckin good sikhs you are, drinking alchohol all night. Why don’t you light up a cigarette as well?”. Obbobbobb, tharna hitti hann a vidkvaeman blett thvi Indverjarnir vissu ad their voru ad gera rangt. Sem betur fer skakkadi lestarstarfsmadur leikinn og skipadi ollum i sinar kojur. Thegar vid voknudum eftir othaegilega og frekar svefnlitla nott var ekki hatt risid a okkar monnum. Baedi var um ad kenna timburmonnum og svo skiptust Astralinn og Indverjarnir a eitrudum augngotum. Vandraedalegt! Thratt fyrir allt var thetta mjog laerdomsrik ferd og piltarnir voru mjog almennilegir vid okkur. Theim fannst vid agalega vitlaus og sau algjorlega um okkur, pontudu handa okkur godgaeti og fraeddu okkur um tru sina og sidi. Vid getum vel hugsad okkur ad ferdast meira med lestum her eftir.

Eftir sex daga i Indlandi erum vid adeins farin ad laera a brellurnar sem turistar eru beittir. Vid hofdum lesid ad thad er serlega vinsaelt ad plata turista i Delhi svo vid stigum ur lestinni med horkusvip og uppskarum eftir thvi. Vid komumst upp a hotel fyrir thridjunginn af thvi verdi sem fyrstu menn budu. Ja Magni, thad er “special price for you my friend” menning herna. Auk thess vorum vid svo threytt og pirrud thegar vid komum upp a hotel ad vid leyfdum mottokukonunni ekki ad komast upp med neitt mudur. Hun aetladi ad senda okkur a eitthvad annad hotel, eflaust dyrara og verra. (Julius, ertu ekki stoltur?) Her i Delhi er mun kaldara en i Mumbai, nu koma flispeysurnar og ullarnaerfotin ser vel. Her klaedist folk lika odruvisi og vida ma sja vardelda a gangstettum thegar kvolda tekur.

Vid fleygdum okkur upp i thaegilegt rumid um leid og vid stigum faeti inn i herbergid. Eftir langthradan djupsvefn i nokkra tima hofumst vid handa vid ad skipuleggja naesta manud. Thad er ad komast mynd a ferdaaaetlunina (haha, heimska lyklabord) og er hun svona:

Agra, Jaipur, Ranthambhore thjodgardurinn, Puhskar, Udaipur, Jodpur, Jaisalmer, Bikaner, Nawalgarh og svo aftur til Delhi.

Thetta segir ykkur kannski ekki mikid en allt eru thetta baeir i Rajastan heradi, a nordvestur Indlandi. Thessi leid myndar fallegan hring og liklega tekur thessi ferd manud eda svo. Thetta er birt med fyrirvara um breytingar. A morgun aetlum vid ad undirbua ferdina betur, senda passana okkar fra islenska sendiradinu i Delhi til ad fa vegabrefsaritun inn i Mongoliu og snuast. Oskid okkur gods gengis!

-Kristin Helga og Otto

E.s. Vid settum fleiri myndir i Bombay albumid og bjuggum til fataeklegt Delhi album.

E.e.s. Thad er rett hja Sverri Pali ad helst myndi madur vilja setja inn hljodupptokur og senda lykt gegnum netid til ad geta lyst thessu almennilega.

Mumbai (Bombay)

11. janúar 2008

Bombay er otruleg borg. Vid hofum nu ekki sed nema 0,02% hennar (en samt sed helling finnst okkur). Indverjar eru lika indaelisfolk. Upp til hopa afar hjalplegir, ekki ognandi a neinn hatt. Rosalega ytnir thegar their reyna ad pranga einhverju inn a mann en yfirhofud mjog almennilegt folk. Vid erum i mesta turistahverfinu en her er samt eitthvad um betlara. Vid hofum sed rosalega eymd og orbirgd thannig ad madur skammast sin fyrir sjalfan sig. Her betla lika hundarnir, milli thess sem their liggja eins og hravidi um gotur og gangvegi. Vid finnum lika fyrir thvi hvad haegt er ad gera ef madur a naega peninga. Vid gaetum keypt allt sem hugurinn girnist mera ad segja barn, en thad er hraedilegt ad svo se.

Umferdarmenningin her er ser kapituli ut af fyrir sig. thar gilda frumskogarlogmalin, en einhvern veginn samt komast samt allir leidar sinnar. Flauturnar eru feiknamikid brukadar og a tidum ma sja allt upp i fimm radir af bilum a 3ja til 4urra akreina vegi. Afar serstakt. Tha spurdi eg einn leigubilstjorann ut i tidni umferdarslysa en hann sor fyrir sart ad thau vaeru fatid. Vid erum farin ad fylgja fordaemi innfaeddra og hlaupum yfir gotur thegar faeri gefst.

Af okkur er tha fyrst er fra thvi ad segja ad vid erum komin a nytt hotel. Hotel Venus sem er vid adalpranggotuna (Colaba Cosway) i turhestahverfinu i Mumbai. Med theim skiptum var skitastadallinn laekkadur allverulega. Thad er tho allt i lagi, erum enn i ollum vestraenum luxus (heitt vatn, almennilegt klosett, loftkaeling etc.) en okkur skilst a tveimur astrolskum konum sem vid hittum i dag ad su saela se buin. A moti okkur tok innfaeddur sem gegnir vestraena nafninu John. Hann taladi mikid um “My Boss” sem er vist adalmadurinn i hverfinu og baudst til ad redda hverju thvi sem vid oskudum. Og thegar eg thvertok fyrir thad ad vilja hassid sem hann baud vard hann half vandraedalegur.

Vid hofum hingad til sloppid vid thad ad fa i magann, enda hofum vid fylgt Lonely Planet i theim efnum. Vid verdum kannski aevintyragjarnari hvad matinn vardar thegar fram i saekir. En forgangsrodunin er: Fyrst menningin, svo maturinn. Vid hofum thannig bordad uti eins og hefdarfolk a hverju kvoldi, en thannig er a.m.k. komid fram vid mann a finum stodum. Thratt fyrir ad vera skitug og sveitt i stuttbuxum og bol. En maturinn kostar natturulega ekki rass i bala. Vid t.a.m. borgudum 2300 RS (1500 kr.) fyrir svakalega finan kjukling og shouffle hussins (sem bragdadist eins og hrisgrjonagrautur) i eftirrett. Vid tippum lika allt of mikid midad vid venju, en thjonarnir brosa hringinn thegar vid sennilega tvofoldum dagslaunin theirra med thvi ad gefa theim 300 kronur.

Fyrsta daginn okkar her, roltum vid ut eftir solsetur til ad skoda okkar nanasta nagrenni. Vid vorum svona halft i hvoru ad leita okkur ad drykkjarhaefu vatni (thad er fundid og er talsvert betra en floskuvatnid sem faest i Lundunum) og korti af borginni. Tha gengur upp ad okkur feitlaginn, eldri madur, med grasprengt har og skegg og bydst til ad adstoda okkur. Hann baud af ser godan thokka og taladi betri ensku en flestir svo vid thadum bodid. Vid komumst ad thvi ad honum var gefid nafnid Raj (lesid Radj) og er leigubilstjori sem rekur fyrirtaekid Raj Travels. Hann let okkur fa nafnspjald og baudst til a bruna med okkur um borgina. Vid afredum svo i dag a hringja i hann og hann ok okkur um borgina thvera og endilanga. Hann syndi okkur Sjavarsiduna (e. Marine Drive), Ghandi safnid her i borg (sem er afar merkilegt), einhverja almenningsgarda, Jania-musteri (sem eg kem ad sidar), a posthusid (vid sendum pakka heim) og svo reddadi hann fyrir okkur lestarmidum til Dehli og for med okkur i glaesifatabud. Thessi madur er semsagt frabaer gaur og vid erum med numerid hans ef thu ert a leid til Bombay. Thad kemur mynd af honum med okkur a myndasiduna.

I Jania-musterinu hittum vid fyrir ungan mann (Amish) sem akvad ad vid thrju vaerum bestu vinir. Hann er sjalfur Janiatruar og var greinilega i thvi ad leidbeina turhestum um musterid og skyra ut grundvallaratridi truarinnar fyrir theim. Janiatruarmenn deyda ekki nokkra lifandi veru, their ganga meira ad segja med klut fyrir vitunum til ad deyda ekki skordyr sem hugsanlega gaetu flogid ofan i kok. Hakakrossinn (sem Hitler gaf heldur adra merkingu i hinum vestraena heimi) er ad eg held upprunalega ur Janiatru. Allavega, hann Amish akvad semsagt ad vid vaerum nyju bestu vinir hans og statadi sig af tengslum vid folk ur okkar heimshluta. Okkur leist agaetlega a hann til ad byrja med en svo thegar hann vildi olmur hitta okkur aftur, fa postfong og tilheyrandi breyttist alit okkar.

I glaesifatabudinni sem Raj syndi okkur, keyptum vid indverskan fineriisklaednad. Thad er tho ekki adalmalid heldur voktu tilburdir solumannanna meiri ahuga. I thessari bud, sem er mjog fin, vinna kannski 30 manns a tveimur haedum. Og thegar vid gengum inn flyktust their ad okkur til ad adstoda vid kaupin. Thegar mest var snerust einir sex kringum minn hvita rass medan eg gerdi upp hug minn. Thetta er svona nanast allsstadar. Idulega er ser madur i thvi ad opna hurdina fyrir mann. Einn setur varninginn i poka og enn annar afgreidir mann. Tha eru otaldir their sem syna manni um budina. Og thvilikir solumenn! Odru eins hef eg aldrei kynnst.

Nu aetla eg (Kristin) adeins ad baeta vid. Otto getur nefnilega ekki sjalfur sagt fra thvi hvad hann er fyndinn thegar hann talar med indverskum hreim vid Indverjana. (Svona eins og Abu i Simpsons). Thetta byrjadi sem grin adur en vid flugum hingad en svo komumst vid ad thvi ad their skilja thennan hreim miklu betur en thann islenska! Eg er thvi yfirleitt i nidurbaeldum hlaturskrampa thegar Otto tjair sig vid menn. Thad er ju hann sem ser ad mestu leyti um samskiptin vid heimamenn, thvi eg er bara kona. Vid akvadum ad Otto yrdi med peningavoldin thar sem thad er augljoslega aetlast til ad hann sjai um oll vidskipti. Svo er idulega spurt “and for the lady?” thegar vid forum ut ad borda, eg er ekki einu sinni spurd. Thad tekur tima ad venjast thessu, ad halda ser saman. Svo vorkenni eg aumingja Otto sem tharf ad taka allan hitann og thungann a sig medan eg er eins og puntudukka vid hlidina a honum.

Annad sem olli hlaturskasti: Otto var ad panta herbergi a nyja hotelinu i gegnum sima. Thegar kom ad thvi ad gefa upp nafnid sitt tok skemmtunin vid. Svona heyrdi eg thetta: Yes, it’s Otto. No, Otto - O-T-T-O. No, “T”. Yes, “T”, like in… like in… like in Tiger!

Haha, tigrinn thinn Otto. Eg veinadi.

Vid hofum ekkert brunnid, thvi veldur liklega mengunarskyid sem vofir her yfir ollu. Thad verdur samt nokkud heitt her a daginn.

Nog i bili, nu verdum vid ad fa okkur i gogginn. Vid afsokum myndaleysid, thad er ekki haegt ad setja inn myndir a thessu netkaffihusi. Vid reynum ad finna annad i kvold eda a morgun.

Naest: A sunnudaginn tokum vid lest til Delhi. Ferdin su tekur 16 klukkustundir en vid verdum med svefnbedda. Eftir ad vid komum thangad er allt oljost…

Kaerar kvedjur heim til allra, fra okkur badum,

-Kristin Helga og Otto

Sveitt stemning

9. janúar 2008

Ja, thad er svo sannarlega sveitt stemning her a internetkaffinu i Fort hverfinu, Mumbai. Hedan er helst i frettum ad vid erum gedveikt hvit, feit, stor, blaeyg og ljoshaerd. Folk snyr sig nanast ur halslidnum til ad virda thessar furduskepnur betur fyrir ser.

Ferdin gekk agaetlega, vid fengum tho stresskast lifs okkar thegar kom i ljos ad onefndur adili gleymdi flugmidunum. Eftir thriggja tima hlaup reddadist tho allt, tho taept staedi. Thessi hlaup voru kannski bara til hins betra, thvi vid steinrotudumst i atta tima i velinni. Einhverra hluta vegna sleppum vid i gegnum allt oryggiseftirlit, thad kann ad tengjast utliti okkar…

Til ad gera langa sogu stutta letum vid visvitandi snuda okkur eftir ad vid lentum a Indlandi, en komumst loks i svituna a thriggja stjornu hoteli. Vid nenntum ekki ad prutta fyrsta daginn. Indaelis leigubilsstjori keyrdi okkur a hotelid en ferdin tok einn og halfan tima. Hann var mikid ad reyna ad spjalla en vid skildum thvi midur svona thridja hvert ord sem hann sagdi. Hann heimtadi svo mikid tips af okkur adur en vid forum ur bilnum (reyndar bara 200 kronur).

Menningarsjokkid sem allir voru bunir ad vara okkur vid siadist haegt og rolega inn medan vid keyrdum framhja otal hreysum. Fataekrahverfin her eru gridarlega stor og eg (Kristin) a mjog erfitt med mig thegar ungar konur med smaborn maena a mig. Thad kemur likast til faum a ovart. Hinsvegar er eg ad thjalfa mig i “camel” adferdinni og “queen Elizabeth” adferdinni, pabbi veit hvad eg meina.

Erum ad spa i ad koma okkur ut og finna haettulitinn veitingastad. Hingad til hofum vid bara bordad orkustangir sem vid keyptum a Heathrow. Hofdum vit a thvi thratt fyrir stressid. Thad verdur spennandi ad sja hvernig fyrsta indverska maltidin fer i okkur…

-Kristin Helga

E.s. Thad er otrulega gaman ad sja hversu margir skoda siduna og gledja okkur med athugasemdum.

E.e.s. Thad koma myndir naest.

Afgangurinn af London

8. janúar 2008

Ymislegt hefur gengid a sidan vid skrifudum sidast. Hefst nu upptalningin!

Vid forum a veitingastadinn Fifteen sem Jamie Oliver a og rekur. Thetta var jolagjofin okkar i ar asamt leikhusferdinni. Maturinn thar var hreint hnossgaeti, gridarlega gott og mikid. Til ad hita mann upp fyrir atokin fengum vid a bordid platta med Foccachia-braudi, fjorum tegundum af salami-pylsu, graenar olivur af bestu sort og dressingu a braudid. Tha var komid ad for-forrettinum. Eg (Otto) fekk feiknagodan mozzarellaost med mandarinum, graenfodri og oliudressingu. Afar skemmtileg samsetning og atti allt einkar vel saman. Kristin fekk nauta-carpaccio. Thad besta sem vid hofum smakkad, med olivum, larperu og salati, svoleidis silkimjukt. Slaer ad minnsta kosti ut tha sem faest a La Vita e Bella a Akureyri. I forrett fekk eg Cappellacci, ogurlega gott, hnetu-, chili-, sitronugums pakkad inn i pasta. Kristin fekk Tagliatelle med ragu og einhverskonar osta-tomatsosu. I adalrett fekk Kristin Saebassa (e. Sea bass), feitan fisk sem minnti um margt a steinbit en var tho talsvert thettari i ser. Hann var framreiddur steiktur a linsubaunabedi med mascarpone osti, kartofluskifum og stokkri parmaskinku. Eg fekk aftur a moti lamb sem sprangadi eitt sinn um Elwy dalinn i Wales. Thad jarmadi til min a baunabedi med spinat-rosmarin dressingu. Adur en vid fengum eftirrettinn fengum vid ofbodslega gott og friskandi sitronuhlaup, med pecanhnetukurli og rjomaostafinerii efst. Ad lokum fekk eg mer osta, einn franskan og annan italskan. Med thvi fekk eg kex, aprikosusultu, dodlu og peru. Kristin fekk ser a hinn boginn almennilegan eftirrett: Panna Cotta. Ogurlegan karamellufromas med pecan hnetum, perum og biscotti. Rett adur en eftirretturinn var borinn fram fengum vid lika sms fra henni Eddu okkar, svo vid gatum skalad fyrir litlu dullunni. Til hamingju Edda og Halldor Svavar! Sem sagt - alveg hreint sisvona lika serdeilis prydilegt allt saman. Ahugasamir geta skodad matsedilinn a thessari sidu.

Fyrr um daginn roltum vid nidur i Hyde Park, heyrdum hrop og koll og gengum a hljodid. A Horni raedumannsins (e. Speakers Corner) saum vid mann raeda hefdir, tru, umskurd og fleira ahugavert. Honum var augsynilega mjog heitt i hamsi enda satu/stodu nokkrir aheyrendur og svorudu honum fullum halsi. Fyrir framan hann sat ansi godur Breti sem rak allar rokleysurnar ofan i ofsamanninn. Tha forum vid hringferd med Lundunarauganu i frabaeru skyggni svo vel sast yfir alla borgina. Vid skodudum lika Madamme Tussaud’s (vaxmyndasafnid) sem er eitt skemmtilegasta safn sem undirritud hafa skodad. Ahugasamir lesendur geta skodad myndsiduna og fundid myndir af thessu ollu saman.

I gaer afredum vid ad skoda menntabaeinn Cambridge sem liggur her nokkra kilometra nordur af London. Eg kom reyndar thangad med X-bekknum i februar 2007 og aetladi thvi aldeilis ad redda farmidum thangad vandraedalaust. Ad sjalfsogdu teymdu eg og mitt gototta minni aumingja Kristinu um borgina thvera og endilanga en fyrir rest hafdist thetta tho. Vid tokum lest fra King’s Cross brautarstodinni. Thegar vid vorum nybuin ad kaupa mida stodum vid og stordum a einhvern skja og reyndum ad atta okkur a thvi hvenaer og hvadan lesin faeri. Fyrir nedan skjainn var hafdi verid merktur inngangurinn a brautarpall 9 og 3/4 sem lesendur Harry Potter bokanna aettu ad thekkja, en thadan tok Harry lestina i skolann sinn. Kemur tha ekki upp ad okkur pinulitil, fullordin, japonsk kona i Sherlock Holmes frakka og med hatt. Hun sviptir af ser yfirhofninni og stendur tha thar a litfogrum japonskum Kimono med thartilgerdan tofrasprota i hendi og bidur Kristinu um ad taka mynd af ser vid brautarpall 9 og 3/4. Dalitid skondid.

Allavega, vid tokum lestina til skolabaejarins mikla og vonudum ad finna fotspor Russells, Wittgensteins, Newtons og kannski hjolfor eftir Hawking til ad feta i. Vid roltum um og skodudum svaedid og alla flottustu og fraegustu skolana: King’s College, St. John’s College og ad sjalfsogdu hinn vidfraega Trinity College. Vid fylltumst andagift og erum i thann veginn ad leysa lifsgatuna. Vid latum ykkur vita thegar vid hofum svarid.

Annars erum vid klar i slaginn, buin ad pakka ollu nidur og bidum thess ad taka flugid fra Heathrow i kvold aleidis til Mumbai. Jibbijei.

Oskid okkur godrar ferdar til fyrirheitna landsins.

Yfir og ut.

Es: Arnar eda Nina eda einhver sem notar Flickr-myndasidu hvernig radar madur myndunum upp a sidunni, thaer koma allar i svo undarlegri rod.

-Otto (med innskotum og kvedjum fra Kristinu).

Ferdin ut og sma af London

6. janúar 2008

Vid risum arla morguns ur fletinu hja Soru fraenku i borginni og kunnum theim hjuum bestu thakkir fyrir hysinguna. Her um bil fullbuin geystumst vid til Keflavikur med foreldra mina i framsaetinu. Vid tekkudum okkur inn, kvoddum og stodum svo ein. Tha var komid ad thvi.

Vid keyptum eitthvad smotteri i frihofninni og hoppudum upp i vel. Thegar vid hofdum tyllt okkur nidur kemur askvadandi kona med ungan dreng. Thau maedginin hofdu greinilega verid svo oheppin ad lenda sitt i hvorri saetarodinni og sa stutti var audsynilega ekki fus til ad sitja svo langt fra modur sinni. Modirin, sem var med afbrigdum havaer for nu ad bidja Petur og Pal um ad skipta saetum thannig ad thau gaetu nu setid hlid vid hlid. A endanum hrokkladist einhver aumingjans Breti ur saeti sinu. Tha sat strakurinn vid hlidina a Kristinu og hinum megin vid ganginn var mamman. Manninum sem sat nu vid hlid hennar var greinilega litid gefid um thennan nyja sessunaut enda for afar mikid fyrir henni. Tha tekur hun til vid ad utskyra fyrir drengnum hvad oll ljosin i loftinu thyddu svo allir i velinni heyrdu greinilega utskyringar konunnar. Og tha keyrdi um thverbak thegar hun trekk ofan i hvad greip fram i fyrir flugfreyjunni til ad utskyra a islensku (vid flugum med British Airways) fyrir syninum hvad hun vaeri nu ad segja. Thad var einstaklega pinlegt thvi vesalings flugfreyjan var i seilingarfjarlaegd fra okkur og matti hafa sig alla vid til ad restin af flugvelinni fengi nu orugglega retta leidbeiningu. Svo gekk thetta svona allt flugid, sem var ad odru leyti prydilegt. Ykkur til frodleiks flaug velin i 9 km haed yfir sjo og geystist um himininn a um 750 km hrada a klst.

Hotelid okkar heitir Mina House Hotel, og er stadsett i Bayswater i London. Stadsetningin er mjog fin, i thriggja minutna gongufaeri fra Paddington lestarstodinni. Starfsfolkid er mjog almennilegt. Herbergid sjalft er lika allt i lagi nema hvad ad seint a kvoldin byrja aegilegar drunur beint fyrir ofan okkur. Vid hofum ekki enn komist ad thvi hver thad er sem ridur husum svo seint a kvoldin og fram undir morgun. (Innskot fra Kristinu: Hotelid er ogedslega skitugt).

Vid lentum i dalitlu veseni med nedanjardarlestarkerfid her i borg, eg meira ad segja let loka a mig rennihurdinni. En thetta er allt ad koma, bratt verdum vid eins og innfaeddir (svona rett adur en vid holdum afram).

Vid toltum fram og til baka a Oxford straeti i gaer og keyptum heilt apotek fyrir ferdina. Vid gatum ekki stadist freistinguna og kiktum lika i nokkrar bokabudir. Enda agaett ad hafa lesefni i ferdinni… Thad var mannmergd, enda utsolur i gangi. I gaerkvoldi saum vid Konung ljonanna i Lyceum leikhusinu. Thad er aedisleg syning i alla stadi. Og otrulegt ad sja hvad leikhusbrellurnar eru flottar. Nuna erum vid a leidinni ad turhestast um London, aetlum ad fara i Lundunaraugad og sja stora Ben. I kvold eigum vid svo pantad bord hja Jamie vini okkar Oliver. Hvad vid gerum svo a morgun verdur spennandi ad sja, hoho. Vid baettum vid nokkrum myndum ur ferdalaginu og fra London a myndasiduna.

Meira sidar! Kaerar kvedjur heim. (Thad vaeri gaman ad sja hverjir hugsa til okkar og skoda siduna…)

-Otto og Kristin.

Nú styttist óðum

29. desember 2007

Þá er allt eins klappað og klárt sem unnt er. Við eigum bara eftir að pakka niður. Þetta er eiginlega dálítið skrýtið. Að ákveða að fara svona að heiman hálft ár. Ég held við áttum okkur ekki almennilega á þessu fyrr en við hoppum út úr vélinni í Mumbai. En mikil ósköp hvað ég hlakka til.

Við stoppum fyrst í London í nokkra daga. Þar ætlum við að kaupa það sem er of dýrt hérna heima, þ.e. lyf og annað smávægilegt. Þá erum við búin að panta miða á uppfærslu Lyceum leikhússins í London á Konungi ljónanna og ætlum út að borða hjá Jamie Oliver.

Opnuðum líka Flickr-síðu í veikri von um að geta hlaðið upp myndum þarna úti af okkur og því sem ber fyrir augu á ferðalaginu. Forvitnir geta komist inn á hana með því að smella á hnappinn „Fleiri myndir“ neðst á hliðarreininni hér hægra megin á síðunni.

-Ottó

Af undirbúningi heimsreisu

11. desember 2007

Þann 4ða janúar höldum við utan til Lundúna að drekka í okkur menninguna áður en við fljúgum til Mumbai á Indlandi. Þaðan höldum við áfram för okkar um stærstu lönd Asíu: Indland, Kína og Rússland með viðkomu í Nepal og á Taílandi.

Formlegur undirbúningur hefur nú staðið í næstum hálft ár. Og nú þegar 24 dagar eru til stefnu höfum við verið við bólusett við ýmsum algengum kvillum og kveisum, erum þokkalega tryggð, með þær vegabréfsáritanir sem unnt er að redda héðan af klakanum og prýðilega skóuð. Semsagt: Til í allt.

Á þennan fannál ætlum við að skrá ferðasöguna jafnóðum. Engin fyrirheit verða gefin um reglubundnar færslur enda höfum við hvorki tölvu né netaðgang með í bakpokanum. Því verðum við að reiða okkur á netkaffihús og sambærilega staði.

-Ottó