Af undirbúningi heimsreisu

11. desember 2007

Þann 4ða janúar höldum við utan til Lundúna að drekka í okkur menninguna áður en við fljúgum til Mumbai á Indlandi. Þaðan höldum við áfram för okkar um stærstu lönd Asíu: Indland, Kína og Rússland með viðkomu í Nepal og á Taílandi.

Formlegur undirbúningur hefur nú staðið í næstum hálft ár. Og nú þegar 24 dagar eru til stefnu höfum við verið við bólusett við ýmsum algengum kvillum og kveisum, erum þokkalega tryggð, með þær vegabréfsáritanir sem unnt er að redda héðan af klakanum og prýðilega skóuð. Semsagt: Til í allt.

Á þennan fannál ætlum við að skrá ferðasöguna jafnóðum. Engin fyrirheit verða gefin um reglubundnar færslur enda höfum við hvorki tölvu né netaðgang með í bakpokanum. Því verðum við að reiða okkur á netkaffihús og sambærilega staði.

-Ottó6 ummæli við „Af undirbúningi heimsreisu“

 1. Jan Eric ritaði:

  Ég vildi nú bara óska ykkur alls hins besta úti í hinum stóra heimi. Megi gæfan fylgja ykkur.

  Kveðja, Janni

 2. Kristín Helga ritaði:

  Þú ert nú meiri aríinn Ottó! Já, við skulum soga í okkur menninguNA (með greini!) í London áður en við förum til Asíu. En ég meina, auðvitað eru Lion King og Jamie Oliver mun menningarlegri heldur en Terrakotta hermennirnir í Kína og Taj Mahal! ;)

 3. Nína ritaði:

  Þetta er æðislegt. Til hamingju með síðuna elskurnar mínar.

 4. Eyþór ingi ritaði:

  Sælar dúfur,

  Já þetta verður ábiggilega heil mikið ævintýri,
  En ég verð að fá að skifta mér af.
  þið eruð að fara á Lion King algerlega !!! :D svo falleg sýning.
  og bara kaupa dýra miða frekar en ódýra marg marg borgar sig ;)

 5. Unnar bróðir ritaði:

  Jæja. Á bara að fara skella sér á Lion King.
  Það er örugglega gaman.
  En þegar þið farið til Kína farið þá aldrei á veitingastað!
  Hafið bara vel af nesti. Ég held að maturinsé alveg
  hræðilegur. Farið vel með ykkur. Bæbæ krúsídúllur

 6. Unnar bróðir ritaði:

  Úff sýningin var öruglega frábær. Ég hef skoðað þetta inn á You Tube það er svaðalegt.
  Gírafar skoppandi og hoppandi út um allt svið.
  Verð að skreppa bæbæ heimsreisufólk.