Nú styttist óðum

29. desember 2007

Þá er allt eins klappað og klárt sem unnt er. Við eigum bara eftir að pakka niður. Þetta er eiginlega dálítið skrýtið. Að ákveða að fara svona að heiman hálft ár. Ég held við áttum okkur ekki almennilega á þessu fyrr en við hoppum út úr vélinni í Mumbai. En mikil ósköp hvað ég hlakka til.

Við stoppum fyrst í London í nokkra daga. Þar ætlum við að kaupa það sem er of dýrt hérna heima, þ.e. lyf og annað smávægilegt. Þá erum við búin að panta miða á uppfærslu Lyceum leikhússins í London á Konungi ljónanna og ætlum út að borða hjá Jamie Oliver.

Opnuðum líka Flickr-síðu í veikri von um að geta hlaðið upp myndum þarna úti af okkur og því sem ber fyrir augu á ferðalaginu. Forvitnir geta komist inn á hana með því að smella á hnappinn „Fleiri myndir“ neðst á hliðarreininni hér hægra megin á síðunni.

-Ottó4 ummæli við „Nú styttist óðum“

 1. Steinunn ritaði:

  Oh, þessi leiksýning er æði!

 2. dagný ritaði:

  vó. hey. eruði farin!?
  þetta á eftir að vera svo gaman. ég öfunda ykkur.

  kossssaar!

 3. Eyþór ingi ritaði:

  Eigiði Góða ferð :)

  Ég gerist að sjálfsögðu fastagestur hér.

 4. Emmi ritaði:

  Vei! Þetta verður gaman, ég mun fylgjast með ykkur!