Nú styttist óðum

29. desember 2007

Þá er allt eins klappað og klárt sem unnt er. Við eigum bara eftir að pakka niður. Þetta er eiginlega dálítið skrýtið. Að ákveða að fara svona að heiman hálft ár. Ég held við áttum okkur ekki almennilega á þessu fyrr en við hoppum út úr vélinni í Mumbai. En mikil ósköp hvað ég hlakka til.

Við stoppum fyrst í London í nokkra daga. Þar ætlum við að kaupa það sem er of dýrt hérna heima, þ.e. lyf og annað smávægilegt. Þá erum við búin að panta miða á uppfærslu Lyceum leikhússins í London á Konungi ljónanna og ætlum út að borða hjá Jamie Oliver.

Opnuðum líka Flickr-síðu í veikri von um að geta hlaðið upp myndum þarna úti af okkur og því sem ber fyrir augu á ferðalaginu. Forvitnir geta komist inn á hana með því að smella á hnappinn „Fleiri myndir“ neðst á hliðarreininni hér hægra megin á síðunni.

-Ottó

Af undirbúningi heimsreisu

11. desember 2007

Þann 4ða janúar höldum við utan til Lundúna að drekka í okkur menninguna áður en við fljúgum til Mumbai á Indlandi. Þaðan höldum við áfram för okkar um stærstu lönd Asíu: Indland, Kína og Rússland með viðkomu í Nepal og á Taílandi.

Formlegur undirbúningur hefur nú staðið í næstum hálft ár. Og nú þegar 24 dagar eru til stefnu höfum við verið við bólusett við ýmsum algengum kvillum og kveisum, erum þokkalega tryggð, með þær vegabréfsáritanir sem unnt er að redda héðan af klakanum og prýðilega skóuð. Semsagt: Til í allt.

Á þennan fannál ætlum við að skrá ferðasöguna jafnóðum. Engin fyrirheit verða gefin um reglubundnar færslur enda höfum við hvorki tölvu né netaðgang með í bakpokanum. Því verðum við að reiða okkur á netkaffihús og sambærilega staði.

-Ottó