Ferdin ut og sma af London

6. janúar 2008

Vid risum arla morguns ur fletinu hja Soru fraenku i borginni og kunnum theim hjuum bestu thakkir fyrir hysinguna. Her um bil fullbuin geystumst vid til Keflavikur med foreldra mina i framsaetinu. Vid tekkudum okkur inn, kvoddum og stodum svo ein. Tha var komid ad thvi.

Vid keyptum eitthvad smotteri i frihofninni og hoppudum upp i vel. Thegar vid hofdum tyllt okkur nidur kemur askvadandi kona med ungan dreng. Thau maedginin hofdu greinilega verid svo oheppin ad lenda sitt i hvorri saetarodinni og sa stutti var audsynilega ekki fus til ad sitja svo langt fra modur sinni. Modirin, sem var med afbrigdum havaer for nu ad bidja Petur og Pal um ad skipta saetum thannig ad thau gaetu nu setid hlid vid hlid. A endanum hrokkladist einhver aumingjans Breti ur saeti sinu. Tha sat strakurinn vid hlidina a Kristinu og hinum megin vid ganginn var mamman. Manninum sem sat nu vid hlid hennar var greinilega litid gefid um thennan nyja sessunaut enda for afar mikid fyrir henni. Tha tekur hun til vid ad utskyra fyrir drengnum hvad oll ljosin i loftinu thyddu svo allir i velinni heyrdu greinilega utskyringar konunnar. Og tha keyrdi um thverbak thegar hun trekk ofan i hvad greip fram i fyrir flugfreyjunni til ad utskyra a islensku (vid flugum med British Airways) fyrir syninum hvad hun vaeri nu ad segja. Thad var einstaklega pinlegt thvi vesalings flugfreyjan var i seilingarfjarlaegd fra okkur og matti hafa sig alla vid til ad restin af flugvelinni fengi nu orugglega retta leidbeiningu. Svo gekk thetta svona allt flugid, sem var ad odru leyti prydilegt. Ykkur til frodleiks flaug velin i 9 km haed yfir sjo og geystist um himininn a um 750 km hrada a klst.

Hotelid okkar heitir Mina House Hotel, og er stadsett i Bayswater i London. Stadsetningin er mjog fin, i thriggja minutna gongufaeri fra Paddington lestarstodinni. Starfsfolkid er mjog almennilegt. Herbergid sjalft er lika allt i lagi nema hvad ad seint a kvoldin byrja aegilegar drunur beint fyrir ofan okkur. Vid hofum ekki enn komist ad thvi hver thad er sem ridur husum svo seint a kvoldin og fram undir morgun. (Innskot fra Kristinu: Hotelid er ogedslega skitugt).

Vid lentum i dalitlu veseni med nedanjardarlestarkerfid her i borg, eg meira ad segja let loka a mig rennihurdinni. En thetta er allt ad koma, bratt verdum vid eins og innfaeddir (svona rett adur en vid holdum afram).

Vid toltum fram og til baka a Oxford straeti i gaer og keyptum heilt apotek fyrir ferdina. Vid gatum ekki stadist freistinguna og kiktum lika i nokkrar bokabudir. Enda agaett ad hafa lesefni i ferdinni… Thad var mannmergd, enda utsolur i gangi. I gaerkvoldi saum vid Konung ljonanna i Lyceum leikhusinu. Thad er aedisleg syning i alla stadi. Og otrulegt ad sja hvad leikhusbrellurnar eru flottar. Nuna erum vid a leidinni ad turhestast um London, aetlum ad fara i Lundunaraugad og sja stora Ben. I kvold eigum vid svo pantad bord hja Jamie vini okkar Oliver. Hvad vid gerum svo a morgun verdur spennandi ad sja, hoho. Vid baettum vid nokkrum myndum ur ferdalaginu og fra London a myndasiduna.

Meira sidar! Kaerar kvedjur heim. (Thad vaeri gaman ad sja hverjir hugsa til okkar og skoda siduna…)

-Otto og Kristin.16 ummæli við „Ferdin ut og sma af London“

 1. dagný ritaði:

  æ vá elsku krútt.
  ég ætla að kommenta mest og alltaf. haha, geðveikt boring.
  úff svo gaman hjá ykkur, mig langar með. ég ætla að koma.

  hvernig gekk samt að sýna hversu sóðalegt hótelið er?

 2. Dísa amma ritaði:

  Sæl elskurnar.Ljóta vesenið hjá flugfreyjunni,aumingja hún.Gott að allt hefur gengið vel og eftir áætlun.Verði ykkur að góðu maturinn í kvöld. Gætið ykkar og farið vel með ykkur. Okkar allra bestu ferðaóskir.
  Amma og afi Hrísey

 3. Sara ritaði:

  Sæl frænka!
  Gaman að þú skyldir finna mig svona og fyndið að við verðum á Indlandi á sama tíma. Við rekumst kannski á hvor aðra á leiðinni, ég lendi reyndar í Delhi en verum endilega í sambandi, það væri mjög skemmtilegt :)
  -Sara

 4. Álfhildur ritaði:

  Sælir ferðalangar!
  Við amma sitjum hér og lesum um ykkur, eigum eftir að gera það saman í vetur og sakna ykkar mjög. Ég ætla að ritskoða aðeins fyrst hvaða ævintýrum þið lendið í svo að amma gamla fari nú ekki að hafa of miklar áhyggjur af ykkur ;o)
  Bestu kveðjur úr Keldudal og farið nú varlega elskurnar mínar!

 5. anita ritaði:

  hæ! ég verð fastagestur hérna og óska þess að ég væri að gera eitthvað sambærilegt ferðalaginu ykkar ;)
  skemmtið ykkur ótrúlega vel!

 6. Góa ritaði:

  Sæl!
  Já það verður sko fylgst grannt með ykkur, hehe.
  Þetta verður meiriháttar ævintýri og skemmtið ykkur rosalega vel. Hér er verið að elda þrettándasteikina og meðþví.
  Ögri og Breki biðja að heilsa, ætla sko að skjóta upp restinni af flugeldunum í kvöld, það verður fjör að vanda.

 7. Ellen ritaði:

  Gaman ad heyra ad allt gengur vel so far;) Byst vid ad kikja nu her inna tegar eg kemst a netid, sem eg vona ad se í flestum borgum…En ja aetladi bara ad kvitta! Kvedjur fra Baños í Ekvador!

 8. Valdís ritaði:

  Ég fylgist með og flyt gamla liðinu fréttir af ykkur, allavegana þangað til í lok febrúar ;)

 9. Sigga Ásta ritaði:

  Oh öfunda ykkur að sjá Konung ljónanna. Passið ykkur nú lömbin mín… fylgist að sjálfsögðu með:)

 10. Heiða ritaði:

  Ég skoða. Hlakka til að lesa hvernig Oliver stendur sig í restaurantrekstrinum.

  Góða skemmtun

 11. Júlíus ritaði:

  sammála öllu hér að ofan.

 12. Júlíus ritaði:

  haha og ég verð bara að segja líka að þið eruð svo hvít og ljóshærð… hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið heim (sennilega ennþá ljóshærð samt…)

  og já - 31 mynd og bara komin til London! Þetta verður athyglisvert…:)

 13. Magni Þór ritaði:

  Gangi ykkur allt í haginn krúsídúllurnar mínar :)

 14. Unnar bróðir ritaði:

  Skemtid ykkur vel ferðalangar :)

 15. Unnar bróðir ritaði:

  Úff Jamie Oliver svaðalegur kokkur þið hafið eflaust fengið
  góðan mat og allt það en rosalega væri þetta gaman.
  Vonandi fer ég einhver tíman í heimsreisu.
  Knús knús ;) :D

 16. reisubok svaraði:

  Dagny dullan! Ja kommentadu mest og best. Sko hotelid var i alvorunni skitugt…

  Takk og takk Disa og Otto.

  Ja, vid fylgjumst hvor med annarri Sara.

  Takk Alfhildur, gott ad thu ferd yfir thetta med gomlu :) Barnalandssidan mun orugglega bjarga mer thegar eg fer ad sakna thessara grisa! Vertu dugleg ad setja inn myndir. Knus a linuna.

  Hah, takk Anita.

  Get truad thvi ad thad hafi verid fjor! Bid ad heilsa, gott thid fylgist med.

  Fylgjumst lika med ther Ellen! Passadu ad Gitta verdi ekki of hardur gaur.

  Haha, gott Valdis.

  Hah, Sigga thad hefdi verid gaman ad hafa thig med.

  Takk Heida, thu getur lesid ytarlega lysingu fyrir ofan.

  Hah eg held vid verdum bara raud og flognud og ljoshaerd.

  Takk krusidullan okkar!

  Takk Unnar, thu ert klarlega besti kommentarinn! :*

  - Kristin.