Sveitt stemning

9. janúar 2008

Ja, thad er svo sannarlega sveitt stemning her a internetkaffinu i Fort hverfinu, Mumbai. Hedan er helst i frettum ad vid erum gedveikt hvit, feit, stor, blaeyg og ljoshaerd. Folk snyr sig nanast ur halslidnum til ad virda thessar furduskepnur betur fyrir ser.

Ferdin gekk agaetlega, vid fengum tho stresskast lifs okkar thegar kom i ljos ad onefndur adili gleymdi flugmidunum. Eftir thriggja tima hlaup reddadist tho allt, tho taept staedi. Thessi hlaup voru kannski bara til hins betra, thvi vid steinrotudumst i atta tima i velinni. Einhverra hluta vegna sleppum vid i gegnum allt oryggiseftirlit, thad kann ad tengjast utliti okkar…

Til ad gera langa sogu stutta letum vid visvitandi snuda okkur eftir ad vid lentum a Indlandi, en komumst loks i svituna a thriggja stjornu hoteli. Vid nenntum ekki ad prutta fyrsta daginn. Indaelis leigubilsstjori keyrdi okkur a hotelid en ferdin tok einn og halfan tima. Hann var mikid ad reyna ad spjalla en vid skildum thvi midur svona thridja hvert ord sem hann sagdi. Hann heimtadi svo mikid tips af okkur adur en vid forum ur bilnum (reyndar bara 200 kronur).

Menningarsjokkid sem allir voru bunir ad vara okkur vid siadist haegt og rolega inn medan vid keyrdum framhja otal hreysum. Fataekrahverfin her eru gridarlega stor og eg (Kristin) a mjog erfitt med mig thegar ungar konur med smaborn maena a mig. Thad kemur likast til faum a ovart. Hinsvegar er eg ad thjalfa mig i “camel” adferdinni og “queen Elizabeth” adferdinni, pabbi veit hvad eg meina.

Erum ad spa i ad koma okkur ut og finna haettulitinn veitingastad. Hingad til hofum vid bara bordad orkustangir sem vid keyptum a Heathrow. Hofdum vit a thvi thratt fyrir stressid. Thad verdur spennandi ad sja hvernig fyrsta indverska maltidin fer i okkur…

-Kristin Helga

E.s. Thad er otrulega gaman ad sja hversu margir skoda siduna og gledja okkur med athugasemdum.

E.e.s. Thad koma myndir naest.16 ummæli við „Sveitt stemning“

 1. Unnar bróðir ritaði:

  Já örugglega sveitt stemming en ég þekki það.
  Ég sæ að það stendur að það koma myndir næst
  því mig langar að sjá fleiri myndir ég er neflilega
  búin að skoða hinar myndrnar og allir aðrir
  í fjölskylduni hafið það gott :) ;)

 2. Magni Þór ritaði:

  Eitthvað segir mér að þessi ónefndi aðili sé Ottó… ;) Gaman væri að heyra af því hvernig maturinn þarna úti er, hvort að staðalmyndin sem maður fær (hrísgrjón og karrý) eigi við rök að styðjast. Annars er ég að springa úr monti yfir Gettu betur liði MA sem vann FÁ 26-16 og sigurinn var meira sannfærandi heldur en úrslitin efa til kynna :D

  E.s. ég fór í endajaxlatöku og hægri kinnin á mér er fjórföld og ég tala eins og Bubbi Morthens.

  Kveðja

  Magni Þór

 3. Fred Scott ritaði:

  Sæl skötuhjú
  Gott að heyra frá ykkur.
  Það heyrðist ekkert nema ómu, suð og skruðningar í símanum þegar þú reyndir að hringja heim í dag Kristín Helga, líkast því þegar reynt var að hlera samskipti togara á Halamiðum gegnum Siglufjarðarradió í eldgamla daga. Hér er allt í góðum gír og kominn örlítill snjór. Bestu kveðjur, Wallander, Bjarklind og Schiöth.

 4. Dísa amma ritaði:

  Blessuð og sæl.
  Ja tæpt hefur það staðið. Drottinn minn.
  Gott að þið gátuð sofið á leiðinni.
  Líði ykkur vel. Amma og afi Hrísey

 5. elfa ritaði:

  ég er ánægð með ykkur… gott og gaman að hlaupa um flugvelli og hvaaað þá með fullt af farangri, áfram!

  vei bæ :*

 6. Unnar bróðir ritaði:

  Já já svona er lífið. Skila kveðju UB ;)

 7. Júlíus ritaði:

  er of seint að fá að skipta við annað hvort ykkar…? Ég held að ottó sé tæpur á að vera kosinn út ef hann heldur áfram að gleyma svona mikilvægustu hlutunum…

 8. Emmi ritaði:

  Vei, vei! Ég vil myndir!

 9. Eyþór ingi ritaði:

  Rosalega þykir mér gaman að lesa um ikkur.
  Enda líka skrifið rosalega vel, það er að seiga góðir pennar.
  Ifirleitt gefst ég upp þegar ég er hálfnaður með langa texta en
  ég hef lesið allt sem hægt er að lesa á þessari síðu.
  Meira að seiga þarna ,, Reisublók Ottós og Kristínar,, er knúið með WordPress og hýsist hjá blogg.is

  sem svosem kemur málinnu ekkert við en mér fanst bara svona rétt að minnast á þetta (vitnað í Harrý og Heimi.)

  kv, Eyþór Ingi

 10. Una Guðlaug ritaði:

  Vá það eru aldeilis ævintýrin, og ferðalagið varla hafið! Jamie Oliver, Konungur Ljónanna og Harry Potter… allar hetjurnar bara.

  Guð minn góður hvað ég finn til með ykkur varðandi flugmiðastressið, eins gott að það reddaðist!

  Gangi ykkur vel það sem eftir er, ætli maður kíki ekki hérna inn annað slagið :o )

 11. Unnar bróðir ritaði:

  Það hefur örugglega gaman hjá ykkur með
  Bresku grínistunum hahaha svaðalega fyndið.

  Þetta er þér líkt Ottó minn, að tína
  einhverju eða talandi um mig ég er reindar miklu verri
  þú kanski veist það vel.

  Og þetta safn þarna Hitler og Hulk og alt það váááá!
  Ég sei bara já sæll er lægð yfir landinu? hahaha;) ;) ;)

 12. Magni Þór ritaði:

  SÆLL! Lengi lifi Næturvaktin Unnar ;)

 13. Hinrik Símonarson ritaði:

  Blessaður Ottó og frú.
  Sé að það er mjög gaman hjá ykkur og vona að það gangi allt vel, ég bið mjög vel að heilsa og heyri í þér ef þú verður í Evrópu þegar ég verð þar.
  kv. Gamall en ekki gleymdur vinur Hinrik

 14. Hermína, Arnar og co. ritaði:

  Sæl skötuhjú!
  Það er ekki slæmt að geta gengið að skemmtilegri lesningu í svartasta skammdeginu.
  Fyrsti húslestur var í fyrrakvöld, þá fékk fartölvan að vera á matarborðinu (þangað er hún allajafna óvelkomin) og húsfreyjan las pistlana fyrir heimilisfólkið (þess á milli sem kúskúskúlur rötuðu inn fyrir hennar munn og annarra fjölskyldumeðlima). Þetta var hinn skemmtilegasta máltíð fyrir vikið og nú bíðum við eftir fleiri pistlum til að lesa yfir borðum!
  Gangi ykkur allt í haginn.
  Bestu kveðjur úr Stræti Magra hins þriðja,
  Hermína og co.

 15. Sara frænka ritaði:

  Sælar elskurnar. Gott að vita af ykkur í sveittum í Indlandi því hér á fróni er kalt og hvít jörð. Hlakka til að fá matarpistla og myndir. Farið varlega…

  kveðja, Sara og settið

 16. Arna Mekkín ritaði:

  hæ hæ hæ, var búin að steingleyma að þið ætluðuð að blogga svo ég mátti hafa mig alla við og lesa það sem undan hafði gengið hjá ykkur! þetta hljómar alveg stórkostlega og ég get ekki sagt annað en að ég öfundi ykkur eilítið á þessu ferðalagi ykkar!
  knús til beggja og gangi ykkur vel í framhaldinu, ætla ekki að skrifa meir, er orðin spennt í myndirnar ykkar! :)