Mumbai (Bombay)

11. janúar 2008

Bombay er otruleg borg. Vid hofum nu ekki sed nema 0,02% hennar (en samt sed helling finnst okkur). Indverjar eru lika indaelisfolk. Upp til hopa afar hjalplegir, ekki ognandi a neinn hatt. Rosalega ytnir thegar their reyna ad pranga einhverju inn a mann en yfirhofud mjog almennilegt folk. Vid erum i mesta turistahverfinu en her er samt eitthvad um betlara. Vid hofum sed rosalega eymd og orbirgd thannig ad madur skammast sin fyrir sjalfan sig. Her betla lika hundarnir, milli thess sem their liggja eins og hravidi um gotur og gangvegi. Vid finnum lika fyrir thvi hvad haegt er ad gera ef madur a naega peninga. Vid gaetum keypt allt sem hugurinn girnist mera ad segja barn, en thad er hraedilegt ad svo se.

Umferdarmenningin her er ser kapituli ut af fyrir sig. thar gilda frumskogarlogmalin, en einhvern veginn samt komast samt allir leidar sinnar. Flauturnar eru feiknamikid brukadar og a tidum ma sja allt upp i fimm radir af bilum a 3ja til 4urra akreina vegi. Afar serstakt. Tha spurdi eg einn leigubilstjorann ut i tidni umferdarslysa en hann sor fyrir sart ad thau vaeru fatid. Vid erum farin ad fylgja fordaemi innfaeddra og hlaupum yfir gotur thegar faeri gefst.

Af okkur er tha fyrst er fra thvi ad segja ad vid erum komin a nytt hotel. Hotel Venus sem er vid adalpranggotuna (Colaba Cosway) i turhestahverfinu i Mumbai. Med theim skiptum var skitastadallinn laekkadur allverulega. Thad er tho allt i lagi, erum enn i ollum vestraenum luxus (heitt vatn, almennilegt klosett, loftkaeling etc.) en okkur skilst a tveimur astrolskum konum sem vid hittum i dag ad su saela se buin. A moti okkur tok innfaeddur sem gegnir vestraena nafninu John. Hann taladi mikid um “My Boss” sem er vist adalmadurinn i hverfinu og baudst til ad redda hverju thvi sem vid oskudum. Og thegar eg thvertok fyrir thad ad vilja hassid sem hann baud vard hann half vandraedalegur.

Vid hofum hingad til sloppid vid thad ad fa i magann, enda hofum vid fylgt Lonely Planet i theim efnum. Vid verdum kannski aevintyragjarnari hvad matinn vardar thegar fram i saekir. En forgangsrodunin er: Fyrst menningin, svo maturinn. Vid hofum thannig bordad uti eins og hefdarfolk a hverju kvoldi, en thannig er a.m.k. komid fram vid mann a finum stodum. Thratt fyrir ad vera skitug og sveitt i stuttbuxum og bol. En maturinn kostar natturulega ekki rass i bala. Vid t.a.m. borgudum 2300 RS (1500 kr.) fyrir svakalega finan kjukling og shouffle hussins (sem bragdadist eins og hrisgrjonagrautur) i eftirrett. Vid tippum lika allt of mikid midad vid venju, en thjonarnir brosa hringinn thegar vid sennilega tvofoldum dagslaunin theirra med thvi ad gefa theim 300 kronur.

Fyrsta daginn okkar her, roltum vid ut eftir solsetur til ad skoda okkar nanasta nagrenni. Vid vorum svona halft i hvoru ad leita okkur ad drykkjarhaefu vatni (thad er fundid og er talsvert betra en floskuvatnid sem faest i Lundunum) og korti af borginni. Tha gengur upp ad okkur feitlaginn, eldri madur, med grasprengt har og skegg og bydst til ad adstoda okkur. Hann baud af ser godan thokka og taladi betri ensku en flestir svo vid thadum bodid. Vid komumst ad thvi ad honum var gefid nafnid Raj (lesid Radj) og er leigubilstjori sem rekur fyrirtaekid Raj Travels. Hann let okkur fa nafnspjald og baudst til a bruna med okkur um borgina. Vid afredum svo i dag a hringja i hann og hann ok okkur um borgina thvera og endilanga. Hann syndi okkur Sjavarsiduna (e. Marine Drive), Ghandi safnid her i borg (sem er afar merkilegt), einhverja almenningsgarda, Jania-musteri (sem eg kem ad sidar), a posthusid (vid sendum pakka heim) og svo reddadi hann fyrir okkur lestarmidum til Dehli og for med okkur i glaesifatabud. Thessi madur er semsagt frabaer gaur og vid erum med numerid hans ef thu ert a leid til Bombay. Thad kemur mynd af honum med okkur a myndasiduna.

I Jania-musterinu hittum vid fyrir ungan mann (Amish) sem akvad ad vid thrju vaerum bestu vinir. Hann er sjalfur Janiatruar og var greinilega i thvi ad leidbeina turhestum um musterid og skyra ut grundvallaratridi truarinnar fyrir theim. Janiatruarmenn deyda ekki nokkra lifandi veru, their ganga meira ad segja med klut fyrir vitunum til ad deyda ekki skordyr sem hugsanlega gaetu flogid ofan i kok. Hakakrossinn (sem Hitler gaf heldur adra merkingu i hinum vestraena heimi) er ad eg held upprunalega ur Janiatru. Allavega, hann Amish akvad semsagt ad vid vaerum nyju bestu vinir hans og statadi sig af tengslum vid folk ur okkar heimshluta. Okkur leist agaetlega a hann til ad byrja med en svo thegar hann vildi olmur hitta okkur aftur, fa postfong og tilheyrandi breyttist alit okkar.

I glaesifatabudinni sem Raj syndi okkur, keyptum vid indverskan fineriisklaednad. Thad er tho ekki adalmalid heldur voktu tilburdir solumannanna meiri ahuga. I thessari bud, sem er mjog fin, vinna kannski 30 manns a tveimur haedum. Og thegar vid gengum inn flyktust their ad okkur til ad adstoda vid kaupin. Thegar mest var snerust einir sex kringum minn hvita rass medan eg gerdi upp hug minn. Thetta er svona nanast allsstadar. Idulega er ser madur i thvi ad opna hurdina fyrir mann. Einn setur varninginn i poka og enn annar afgreidir mann. Tha eru otaldir their sem syna manni um budina. Og thvilikir solumenn! Odru eins hef eg aldrei kynnst.

Nu aetla eg (Kristin) adeins ad baeta vid. Otto getur nefnilega ekki sjalfur sagt fra thvi hvad hann er fyndinn thegar hann talar med indverskum hreim vid Indverjana. (Svona eins og Abu i Simpsons). Thetta byrjadi sem grin adur en vid flugum hingad en svo komumst vid ad thvi ad their skilja thennan hreim miklu betur en thann islenska! Eg er thvi yfirleitt i nidurbaeldum hlaturskrampa thegar Otto tjair sig vid menn. Thad er ju hann sem ser ad mestu leyti um samskiptin vid heimamenn, thvi eg er bara kona. Vid akvadum ad Otto yrdi med peningavoldin thar sem thad er augljoslega aetlast til ad hann sjai um oll vidskipti. Svo er idulega spurt “and for the lady?” thegar vid forum ut ad borda, eg er ekki einu sinni spurd. Thad tekur tima ad venjast thessu, ad halda ser saman. Svo vorkenni eg aumingja Otto sem tharf ad taka allan hitann og thungann a sig medan eg er eins og puntudukka vid hlidina a honum.

Annad sem olli hlaturskasti: Otto var ad panta herbergi a nyja hotelinu i gegnum sima. Thegar kom ad thvi ad gefa upp nafnid sitt tok skemmtunin vid. Svona heyrdi eg thetta: Yes, it’s Otto. No, Otto - O-T-T-O. No, “T”. Yes, “T”, like in… like in… like in Tiger!

Haha, tigrinn thinn Otto. Eg veinadi.

Vid hofum ekkert brunnid, thvi veldur liklega mengunarskyid sem vofir her yfir ollu. Thad verdur samt nokkud heitt her a daginn.

Nog i bili, nu verdum vid ad fa okkur i gogginn. Vid afsokum myndaleysid, thad er ekki haegt ad setja inn myndir a thessu netkaffihusi. Vid reynum ad finna annad i kvold eda a morgun.

Naest: A sunnudaginn tokum vid lest til Delhi. Ferdin su tekur 16 klukkustundir en vid verdum med svefnbedda. Eftir ad vid komum thangad er allt oljost…

Kaerar kvedjur heim til allra, fra okkur badum,

-Kristin Helga og Otto20 ummæli við „Mumbai (Bombay)“

 1. Guðleif &co ritaði:

  Frábært að geta fylgst með ykkur í þessu ævintýri, annað en þegar ég var á flakki ‘92 þá var ekki til internet:-) gangi ykkur vel og farið þið varlega
  kveðja frá öllum í Byggðarholtinu

 2. Helgi ritaði:

  Verid ekkert of hraedd vid matinn, sma i magan gerid ykkur sterkari fyrir restina af ferdinni, en varist seefood. 2300 RS fyrir mat i Indlandi er ekki beint that sem flestir backpackers borga…hafid thad gott

 3. Magni Þór ritaði:

  Er eitthvað um: “Very special price, only for you my friend” ?

 4. RaggaÝr ritaði:

  hahahaha… Ottó Tiger! ég hló upphátt hérna í eldhúsinu í lýðháskólanum þegar ég las þetta!

 5. Edda ritaði:

  haha like Tiger! sé ottó svo fyrir mér segja þetta…!haha
  en kristín þú skalt sko ekki vera að leita uppi neinar matareitranir..við vitum sko hvernig þú hugsar!

  En takk svo innilega fyrir gjöfina hennar Emilíu!eruð þið krúttlegust!!verst að geta ekki montað mig af henni við ykkur í eigin persónu.

 6. Unnar bróðir ritaði:

  Jæja bara komin til Mumbai (Mumbay) Allir þessir búðarmenn passið ykkur á þeim. Alltaf Svona:nei nei nei nei nei
  alveg stórhættulegir.Good luck baby :) ;) :) ;)

 7. Góa ritaði:

  Sæl og blessuð!

  Frábært að heyra hvað þið skemmtið ykkur, væri alveg til í að koma þangað og skoða menninguna. Það verður einhverntímann, var alltaf búin að ákveða að ég yrði einhverntímann að komast til Goa (strandarinnar)allavegna, He,he, svona er maður bilaður.
  Bestu kveðjur úr Vesturgilinu og gangi ykkur vel með framhaldið!

 8. dagný ritaði:

  hahaha. tígri. herra ottó tígri.
  svei mér krúttin.

  maginn venst umhverfinu og þá getiði étið af götunni. eða svona næstum. byrjiði á því að vera fannsí og fara út að borða, svo er það bara ræsið :)

 9. Dagur Atlason ritaði:

  Blessaður ótrúlegt hvað þú hefur gert mikið maður , farið á vaxmyndasafn og í london augað og hitt kallana í litla bretlandi það er sko sjúkt :) En hafðu það gott hveðja frá dalvíkur liðinu í Þrastarhóli :) ;)

 10. Hrönn yfirfrænka ritaði:

  Skemmtilegt að fylgjast með ykkur. Tiger já Ottó minn ég er rétt sisvona að átta mig á því!!! Annars vældi ég úr hlátri þegar ég las Tiger frásögnina. Þá velti ég fyrir mér indversku-enskunni þinni. Er hún eitthvað í líkingu við hreiminn hjá honum Einari vini okkar–með skemmtilegu essss hljóðunum? Njótiði þess að skoða og kynnast framandi lífsháttum og menningu, en ekki gleyma því að fara varlega. Gangi ykkur vel. Kærar kveðjur úr Hjallanum.

 11. svp ritaði:

  Sæl veriði.
  Maður situr hér með drauminn í augunum að lesa þessa góðu reisubók. Þetta eru slóðir sem mig hefur lengi langað til að skoða. Það er líka gott að sjá hvernig þið eruð að lagast að háttum fólksins, það skiptir máli og gerir ferðina enn minnisstæðari. Gististaðir verða ekki allir metnir til stjörnu og matur á eftir að breytast hvort tveggja að bragði og verði.
  Indverjar eru matargerðarþjóð, nota annað krydd en við erum vönust, en þetta er hrein bragðlaukatónlist sem þið verðið að njóta. Engin ósköp þó að hægðir verði ögn hraðari stund og stund ef maður fær að njóta yndis matgæðanna :)
  En augað og eyrað verða líka að nærast - allt verður að virka saman. Undarlegt að fólk skuli bara taka myndir en ekki hljóð. En það er annað mál. Indverjar eru menningarþjóð - reyndar margar ólíkar menningarþjóðir - þar er fleira en Rice and curry og Bollywood. Þið segið mér frá því í reisubók og svo þegar þið komið heim.
  Bestu kveðjur og njótið ferðarinnar.

 12. Guðni ritaði:

  Heil og sæl! Ég þakka kærlega fyrir jólakortið sem var jafn hagyrt og það var fallegt. Svipað og Ottó sem kenndur er við Tiger.
  Ég verð tíður gestur á þessari síðu um leið og ég er kominn í fast samband (við internet, ekki konu…og þó…).
  Ég hugsa ítrekað til ykkar. Gangi ykkur vel, en muniði bara: Prófiði allt, hafið hugann opinn, never forgive, never forget.
  Kærar kveðjur frá Birkimelnum í borg óttans.

 13. Unnar bróðir ritaði:

  Hvernig var að ferðast í lestinni ferðalangarnir hans Unnsa.
  Dehli er stór og mikil borg og margt að skoða. Og eflaust alveg eins búðarmenn :) Hahaha. Þið eigið eftir að
  bjarga ykkur. Þið skuluð taka margar myndir svo ég geti
  skoðað meira. Ef þið farið einhver til Frakklands farið þá
  upp í Effelturnin og takið fullt af myndum þar líka
  og endilega bloggið mikið meira en hægt er ;)

  bæbæ Dehlifólk :) ;)

 14. -GtA ritaði:

  Hahhaha… klosettid er nu bara eins og Cab-Inn… Otto, svekkt ad thu hafir ekki sed thad right away!

  Augljost ad Hr.Otto hefur laert e-d i tigerfraedum i edlisfraedi:)

  Merkilegt hvad leigubilstjorar og adrir meistarar vilja verda bestu vinir manns! Nu eigum vid Egypskan vin i NewYork sem heitir Mustafa!

 15. Sigga Ásta ritaði:

  Hehe Ottó tiger og Kristín puntudúkka… hvað er að ske? munum við þekkja ykkur þegar þið komið til baka? Annars sá ég þig alveg fyrir mér Kristín í búðinni með allt liðið í kringum þig. Bara alveg eins og Julia Roberts í pretty woman:)

  Gaman að lesa bloggið ykkar:) Þið eruð skemmtilegir pennar:)

  ps. Fór í heimsókn í Huldugilið eftir símtal frá Ólöfu. Það var gaman. Sérstaklega að sjá risa jólatréið sem virtist vaxa út um þakið!!

 16. Sigga Ásta ritaði:

  Fjandinn, búin að skrifa töff athugasemd og það tókst ekki að senda hana. En jæja. Taka 2.

  Ég átti erfitt með að hlæja ekki upphátt hér í tölvuverinu í Khí. Ottó tiger og Kristín puntudúkka. Hvað er að ske? Munum við þekkja ykkur þegar þið komið heim? Sé líka Kristínu fyrir mér í búðinni með allt liðið í kringum sig. Eins og Julia Roberts í pretty woman.

  úbbs get ekki skrifað allt sem var í töku 1 því ég verð að skondrast í tíma… Passið ykkur út í hinum stóra heimi!!

  ps. Fór í heimsókn í Huldugilið eftir skemmtilegt símtal frá Ólöfu. Það var gaman. Sérstaklega að sjá risa jólatréið!!!

 17. Fred Scott ritaði:

  Sæl Ottó og Kristín. Gott að heyra frá ykkur á sms, komin á hótel í Delhi eftir langa lestarferð. Glæsilegur fatnaður sem þið skartið frá Bombay; tekur sig vel út á næsta Þorrablóti. Hér er allt í góðu, jafnvel að koma vélsleðafæri.
  Kveðja, Fred.

 18. Sigga Ásta ritaði:

  Flott þetta tókst sem sagt í bæði skiptin! Töff… frekar bjánó að hafa tvær athugasemdir með því sama:)

 19. Viktoría ritaði:

  elskurnar.
  þetta er skemmtilegt blogg hjá ykkur.
  Maður fylgist með ykkur.
  svo uppfæri ég gamla fókið um ferðir ykkar.
  hafið það gott krúttin ykkar.
  kiss frá akureyri
  (það er sko 8stiga frost hér)
  sveittt

 20. Kristin Helga og Otto ritaði:

  Takk allir fyrir komment. Einn tveir og faersla!