Fregnir fra Delhi

14. janúar 2008

Hallo ho. Nu sitjum vid i kjallaranum a Hotel Perfect i sodahverfinu Karol Bagh i Delhi. Her vid hlid okkar hrytur madur hastofum, sem buid var um a dynu.

Aetlum ad rekja hvad hefur a daga okkar drifid sidan sidast.

Fyrst ber ad nefna thrjoskupukann sem hljop i mig (Kristinu) thegar eg las athugasemdina fra Helga fraenda a laugardaginn var. Hann yjadi ad thvi ad vid vaerum ad spreda i faedi og vaerum of hraedd vid mat heimamanna. Eg tosadi vesalings Otto thvi a naestu bullu sem vid saum og lesa matti ur vidbrogdum eigenda og gesta ad thangad hefdi aldrei stigid inn turhestur. Vid pontudum bragdgodan kjuklingarett i sterkara laginu (eins og allt herna) og naan braud. Thetta atum vid eins og herforingjar med gudsgofflunum og vard ekki meint af. Thjonar og gestir hofdu mjog gaman af thvi ad fylgjast med adforum okkar og hlogu datt. Sidan tha hofum vid etid thad sem hendi er naest. Saman borgudum vid 100 ISK fyrir maltidina, svona til ad thad komi fram!

Seinasta daginn i Bombay roltum vid um borgina, skodudum Hlidid ad Indlandi (e. Gateway of India) og gengum strondina. Thegar vid gengum ut af hotelinu um morguninn vatt ser ad okkur myndarkona og reyndi ad na sambandi vid okkur. Vid erum ordin forhert og von thvi ad baegja fra okkur areiti en hun skar sig ur hvad klaedaburd vardadi. Kom i ljos ad hun var ad vinna ad Bollywood mynd en vid hofdum ordid vitni ad tokum a einni slikri daginn adur. Hun vildi olm fa okkur til ad leika smahlutverk i myndinni, en thad thykir vist flott ad hafa hvita vesturlandabua i bakgrunni. Eg hafdi reyndar lesid rett adur ad thad thykir mikil heppni ad fa slikt bod. Vid vorum upp med okkur en vorum ad fara med lest til Delhi daginn eftir svo thad gekk ekki upp. Vid erum hinsvegar med nafnspjaldid hennar…

I stadinn fyrir ad leika i Bollywood mynd forum vid ad sja eina slika. Su heitir “Welcome” og er nu uppahaldsmynd okkar beggja. Hun hafdi allt sem god mynd tharf til ad bera og meira til. Mafiuforingja, falleg fljod, heita gaura, humor i haesta gaedaflokki, otrulegan soguthrad (svo otrulegan ad vid misstum thradinn i hlei), toff enskuslettur, bilaeltingaleiki, undarlegar hljodbrellur og hvita aukaleikara. Thetta var virkilega vondud mynd og oll vinnsla til fyrirmyndar. Thad sem helst greindi thessa fra vestraenum dellumyndum var thegar allir brustu skyndilega i song og donsudu eins og MTV stjornur. En adur en herlegheitin byrjudu thurftum vid ad risa ur saetum og hlusta a indverska thjodsonginn med indverska fanann blaktandi a breidtjaldinu. Thad eina sem komst ad i hugum okkar var ad vid maettum alls ekki hlaegja og sem betur fer var dimmt i bioinu svo audveldara var ad fela nidurbaeld brosin.

Um hadegisbil daginn eftir tekkudum vid okkur ut af hotelinu goda. Um leid og eg vaknadi thakkadi eg minu saela fyrir ad hafa haft thessa dvol af an thess ad vera raend. (Thad ma segja svona eftir a pabbi og mamma). Allar thrjar naeturnar hofdum vid heyrt i manni hosta akaft og kasta upp thess a milli. Eg hafdi spurt hotelstarfsmanninn hvort ad einhver liti til med manninum i naesta herbergi en hann yppti bara oxlum. Thad var ekki fyrr en seinasta daginn sem eg attadi mig a ad madurinn bjo i ruslaportinu bak vid badherbergid okkar. Thad var thungur steinn i maganum a okkur thennan morguninn.

Eftir ad vid tekkudum okkur ut forum vid a Mumbai Central (lestarstod) og akvadum ad bida thar i nokkra tima eftir lestinni, frekar en ad spranga um med bakpokana i hitanum. Thad var mjog fint, vid nadum ad lesa og skoda fjorugt mannlifid a stodinni. Vid ferdudumst a fyrsta farrymi og hofdum thvi adgang ad serstokum bidstofum. Vid komumst tho ad thvi ad bidstofurnar fyrir fyrsta farrymi voru kynskiptar. Thannig ad thad thykir greinilega luxus ad geta borgad sig fra konunum. Thad var mikill munur a bidstofunum tveimur, su sem merkt var konunum var engu skarri en bidstofa annars farrymis a medan karlarnir satu i ledri og reyktu vindla, innan um malverk og mahony-bord.

A jardhaedinni var stor bidsalur fyrir thridja farrymis farthega, thar sem einnig voru solubasar og veitingastadir. Ad islenskra sid skelltum vid okkur a McDonalds adur en lestin kom. (Thad var reyndar i hallaeri, vorum svo svong). Vid leitudum akaft ad venjulegum BigMac a matsedlinum en fundum natturulega ekkert nema graenmetis og kjuklingaborgara. Thad tok okkur otrulega langa stund ad atta okkur a ad audvitad bjoda Indverjar ekki upp a nautahamborgara! Eg (Kristin) for nidur ad kaupa vatn og settist nidur til ad horfa i kringum mig. Thar var mikid af bornum. Thad er alltaf skemmtilegast ad sja vidbrogdin hja theim thegar thau sja mann, hvitan og storan. Svo yndislega forvitin og hreinskilin. Ein stulka stod fyrir framan mig, heilsadi mer og hlo hastofum. Eg tok tha upp myndavelina og gerdi mig liklega til ad taka mynd af henni. A augabragdi hafdi safnast i kringum mig stor barnahopur sem var aestur i ad lata mynda sig. Einn strakur helt a litla brodur sinum, orugglega svona 9 manada gomlum. Sa litli leit a mig, nedri vorin byrjadi ad titra og svo orgadi hann af hraedslu. Thvilikt skrimsli sem eg er! Thad endadi med thvi ad eg tok nokkrar myndir af theim en thegar thad hofdu safnast 40 manns i kringum mig akvad eg ad lata mig hverfa.

I lestinni satum vid a bas med thremur ungum og eiturhressum “sikhum” og mjog ljufum vini theirra. Gud sikha segir theim (skv. thessum hressu gaurum) ad their megi hvorki skerda har sitt ne skegg. Their eiga ad vera algjorlega natturulegir, sem likastir gudi sinum og hvorum odrum. Samkvaemt gudi theirra eiga their hvorki ad reykja ne drekka, tho ekki hafi their farid eftir thvi sidara i thessari ferd. Their blondudu gedi vid okkur og viskii i vatn. Thad fannst Otto osidur, en hann thadi tho glas. Eg fekk mitt viski i koki. Vid letum stadar numid eftir eitt til tvo glos en their letu engan bilbug a ser finna og voru ordnir blindfullir adur en langt um leid. Their voru storskemmtilegir, tjah, kannski fram ad akvednum timapunkti thegar threytan tok ad siga a mannskapinn. I efstu kojunni svaf afar serlundadur Astrali. Thegar klukkan var ad nalgast midnaetti slokkti hann ljosid. Thad likadi adalpartyljoninu ekki og lestarklefinn titradi af spenningi thegar sa astralski hellti ser yfir sikhana. “Fuckin good sikhs you are, drinking alchohol all night. Why don’t you light up a cigarette as well?”. Obbobbobb, tharna hitti hann a vidkvaeman blett thvi Indverjarnir vissu ad their voru ad gera rangt. Sem betur fer skakkadi lestarstarfsmadur leikinn og skipadi ollum i sinar kojur. Thegar vid voknudum eftir othaegilega og frekar svefnlitla nott var ekki hatt risid a okkar monnum. Baedi var um ad kenna timburmonnum og svo skiptust Astralinn og Indverjarnir a eitrudum augngotum. Vandraedalegt! Thratt fyrir allt var thetta mjog laerdomsrik ferd og piltarnir voru mjog almennilegir vid okkur. Theim fannst vid agalega vitlaus og sau algjorlega um okkur, pontudu handa okkur godgaeti og fraeddu okkur um tru sina og sidi. Vid getum vel hugsad okkur ad ferdast meira med lestum her eftir.

Eftir sex daga i Indlandi erum vid adeins farin ad laera a brellurnar sem turistar eru beittir. Vid hofdum lesid ad thad er serlega vinsaelt ad plata turista i Delhi svo vid stigum ur lestinni med horkusvip og uppskarum eftir thvi. Vid komumst upp a hotel fyrir thridjunginn af thvi verdi sem fyrstu menn budu. Ja Magni, thad er “special price for you my friend” menning herna. Auk thess vorum vid svo threytt og pirrud thegar vid komum upp a hotel ad vid leyfdum mottokukonunni ekki ad komast upp med neitt mudur. Hun aetladi ad senda okkur a eitthvad annad hotel, eflaust dyrara og verra. (Julius, ertu ekki stoltur?) Her i Delhi er mun kaldara en i Mumbai, nu koma flispeysurnar og ullarnaerfotin ser vel. Her klaedist folk lika odruvisi og vida ma sja vardelda a gangstettum thegar kvolda tekur.

Vid fleygdum okkur upp i thaegilegt rumid um leid og vid stigum faeti inn i herbergid. Eftir langthradan djupsvefn i nokkra tima hofumst vid handa vid ad skipuleggja naesta manud. Thad er ad komast mynd a ferdaaaetlunina (haha, heimska lyklabord) og er hun svona:

Agra, Jaipur, Ranthambhore thjodgardurinn, Puhskar, Udaipur, Jodpur, Jaisalmer, Bikaner, Nawalgarh og svo aftur til Delhi.

Thetta segir ykkur kannski ekki mikid en allt eru thetta baeir i Rajastan heradi, a nordvestur Indlandi. Thessi leid myndar fallegan hring og liklega tekur thessi ferd manud eda svo. Thetta er birt med fyrirvara um breytingar. A morgun aetlum vid ad undirbua ferdina betur, senda passana okkar fra islenska sendiradinu i Delhi til ad fa vegabrefsaritun inn i Mongoliu og snuast. Oskid okkur gods gengis!

-Kristin Helga og Otto

E.s. Vid settum fleiri myndir i Bombay albumid og bjuggum til fataeklegt Delhi album.

E.e.s. Thad er rett hja Sverri Pali ad helst myndi madur vilja setja inn hljodupptokur og senda lykt gegnum netid til ad geta lyst thessu almennilega.16 ummæli við „Fregnir fra Delhi“

 1. Ranna ritaði:

  vó og ég sit heima á íslandi að skiptsa á kúkableijum!!! Þið verðið að slá í gegn í Bollywood! Svo ef ég kemst inn í skólann getið þið komið í heimsókn og reynt fyrir ykkur í Hollywood! veeeiii

 2. dagný ritaði:

  gott gengi!
  þið eruð ógeðslega miklir kappar. kappi og kappa.

  ég hló mikið og upphátt. sérstaklega þegar ég las ferdaaaetlun. fífl.

  kossar frá akureyri.

  ps. það er óveður í grindavík og enginn má fara í skólann. aguilera og nicole richie búnar að punga út börnum og handboltinn er byrjaður.

 3. dagný ritaði:

  og já mig langar að verða fræg þannig að ég ætla að fá koppí af þessu nafnspjaldi og fara til bollywood.

 4. Unnar bróðir ritaði:

  Delhilestin og þið með þessum skemmtilegu mönnum.
  Virtust blindfullir hahaha. Greinilega voða
  funny :) Þetta hafði ég að segja í bili
  good by(e) my friend ;) :) ;) :)

 5. Kristbjörg ritaði:

  Sæl verið þið, já ég var nú sammála Helga um óþarfa háan lifistandard, þegar ég fór þessa slóð á mínum yngri árum man ég að fyrsta máltíðin var borðuð af banana blöðum og með guðsgöfflunum einum saman, veit ekki hvort hún var sterkari þegar hún fór inn eða út en hún kostaði örugglega ekki meira en 25 kr ísl. Svo þurfið þið að prufa video bus í svona ca 12 tíma ferða eða svo þá fáið þið nóg af bollywood myndum fyrir lífstíð sérstaklega ef ferðirnar verða fleyri en fimm. Lýst vel á ferðaáætlunina það eru góðir staðir framundan, gangi ykkur vel, passið ykkur á öllum spámönnunum í Dheli! kveðja Kristbjörg

 6. Danni ritaði:

  Sælinú… herra og frú,

  Loks fann ég ykkur… gleymdi jólakortinu heima, þurfti að gúglykkur. En já, nú eruð þið vistuð á góðum stað þannig að ég bíð spenntur fleiri fregnum af heiminum!

  kv. Danni

 7. Ólöf ritaði:

  Hef hæfilegar áhyggjur af ykkur; var að lesa þetta á ferðaheimi.is: Rajasthan er stórt ríki í norðvesturhluta Indlands. Þar búa hinir herskáu Radschputar.
  Herskáu, já, nefnilega. Farið varlega.
  Svo er víst fuglaflensa í Indlandi núna skv fréttum.Það er nú sennilega lítil hætta á að þú Kristín, fari að kássast í fuglum á förnum vegi. Passaðu Ottó!

 8. Júlíus ritaði:

  Haha jú ég er ótrúlega stoltur af ykkur. Þið virðist vera harðari en þið lítið út fyrir… þó hefur hún kristín alltaf verið ansi hörð í horn að taka… veit ekki með ottó ;) hehe

  Það er svo gaman að fylgjast með ykkur “þroskast sem túristar” og þykir mér þið ansi lúnkin ansi fljótt.

  Ég nenni ekki að skrifa öll kommentin sem ég hef, svo ég segi bara góða áframhaldandi ferð :)

 9. Magni Þór ritaði:

  Skemmtilegir þessir lestagaurar :) um að gera að setja upp harðneskjusvipinn og láta ekki pranga drasli inn á sig! (Segir maðurinn sem keypti tvær dósir af skóáburði með bananalykt í Búlgaríu)
  Áframhaldandi gott gengi :)

 10. Hrund ritaði:

  Mamma kom miðanum með slóðinni á síðuna til mín þar sem eitthvað klikkaði jólakortið Ottó minn..humm humm:)
  Annars þá verð ég að segja að fyrir mitt leyti þá finnst mér þið hugrökk að þora þessu en afskaplega held ég að þetta sé samt skemmtilegt og fræðandi.
  Sit hérna heima að læra undir prófin en vildu helst óska að ég væri búin með MA og á leið út í óvissu heimsins.
  Hafið það gott, ég fylgist spennt með sögum hérna á síðunni:D

 11. RaggaÝr ritaði:

  farið varlega.

  Magni: afhverju tvær?

 12. Guðni ritaði:

  Ekki láta deigann síga og í guðanna bænum ekki kaupa skóáburð með bananalykt, það bíður bara hættunni heim. Apar leynast víða…

 13. Sigga Ásta ritaði:

  Úff, ævintýri!! Gaman að lesa… þið eruð dugleg… skrifiði ekki dagbók?… Sakna ykkar.. skrítið?

 14. Magni Þór ritaði:

  Ragga: hann bauð fyrst eina dós á 25 levur og svo allt í einu tvær á 20 og þetta var kostaboð svo ég tók því! Annars er ég mjög svo stoltur Gettu betur þjálfari núna því liðið mitt var að vinna sér þátttökurétt í sjónvarpinu með því að leggja ME af velli 28-17 og eru með flest stig út úr 2. umferð :D
  knús og kossar handa ykkur þarna úti

 15. Magni Þór ritaði:

  Ragga: hann bauð fyrst eina dós á 25 levur og svo allt í einu tvær á 20 og þetta var kostaboð svo ég tók því! Annars er ég mjög svo stoltur Gettu betur þjálfari núna því liðið mitt var að vinna sér þátttökurétt í sjónvarpinu með því að leggja ME af velli 28-17 og eru með flest stig út úr 2. umferð :D
  knús og kossar handa ykkur þarna úti

 16. Þrastarhóll ritaði:

  Þvílíkt ævintýri - maður fylgist spenntur með! En við vitum líka að þið farið ofur varlega… ekki satt? Passið ykkur á svikahröppum og ljótum körlum, já og svo væri ég alveg til í 1 stk shari :o ) Kveðja góð.