Apar a leid til Agra

17. janúar 2008

Eftir niu daga dvol i Indlandi erum vid farin ad atta okkur betur a landi og thjod. Indland er land thversagna, med afbrigdum orokrett land. Thad er ekki haegt ad skilgreina Indland. Indland er rikt og fataekt, vinsamlegt og grimmt, fallegt og ljott en samt bara skitugt. Aldrei hreint. Indland er land sem audvelt er ad da eina stundina og hata tha naestu.

Vid erum lika farin ad atta okkur betur a thvi aliti sem heimamenn hafa a okkur, hvitum vesturlandabuum. Vid erum nu thegar buin ad segja fra thvi ad vid vekjum mikla athygli hvert sem vid forum. Vid veltum thvi mikid fyrir okkur hvort ad astaedan fyrir thessari athygli se forvitni, hjalpsemi, hugsanleg grodavon, addaun, fjandskapur, otti eda ofund. Vid hofum komist ad theirri nidurstodu ad sennilega er eitthvad til i thessu ollu saman, thad fer eftir kynslod, stodu i samfelaginu og einstaklingnum sjalfum. Best vaeri ad vera fluga a vegg og fylgjast med mannlifinu. Vid eigum erfitt med ad venjast thessu gridarlega areiti.

Her er mikid starad. Stundum finnst okkur ad vid hljotum ad hafa gleymt fotunum heima og ad auki latid tattuvera allan likamann med forljotu tribalmynstri. Yfirleitt reynir madur ad hunsa storurnar en thegar thradurinn styttist litum vid hvasst til baka. Thad ber einstaka sinnum arangur (serstaklega hja Otto) og mennirnir horfa i adra att. Kristin aetlar reyndar ad reyna ad haetta thessu thar sem hun las i dag ad einu konurnar, fyrir utan thaer vestraenu, sem horfa til baka a Indlandi eru vaendiskonur. Thad er i raun eina leidin til ad greina vaendiskonu fra venjulegri konu, thaer horfa a moti thegar karlmenn gefa theim auga. Konur eru aldar upp i thvi ad vera hogvaerar, vinnusamar og undirgefnar korlunum.

Sidasta thridjudag notudum vid i snuninga i Delhi. Vid thurftum ad bjarga vegabrefsmalum fyrir Mongoliu og Russland og fleira thvi tengt. Vid forum i islenska sendiradid i Delhi og hittum thar Priyonku Gupta, ritara islenska sendiherrans. Priyanka er hord gella og aetlar ad adstoda okkur vardandi aritanirnar. Thad aetti allt ad fara vel. Vid vorum gjorsamlega buin a likama og sal um kvoldid eftir theytinginn. Delhi er mengadasta borg i heimi og vid fundum sannarlega fyrir thvi. Vid ferdudumst um i opnum richshaw-kerrum og thegar astandid var sem verst hofdum vid klut fyrir vitunum. Svifryk a Akureyri hvad…

Skemmtilegasta atvikid i Delhi var thegar vid lagum i makindum uppi i rumi um kvoldid og inn a okkur ruddist indversk kona sem hafdi farid herbergjavillt. Thvilikan skelfingarsvip hofum vid aldrei adur sed og vid gatum hlegid ad thessu gegnum threytuna.

Vid vorum mjog fegin ad sleppa fra Delhi med rutu a leid til Agra. Vid satum i threngstu rutu sem vid hofum sed og erum med marbletti a hnjanum thvi til sonnunar. Svo sannarlega ekki gerd fyrir vestraena rassa. Thad tok okkur sex tima ad aka vegalengd sem samsvarar theirri fra Akureyri til Husavikur. Thratt fyrir ad rutan hafi verid ordin full a thridju stoppistod helt rutubilsstjorinn afram ad garga “agragragragragragra” a hverjum einustu umferdarljosum sem vid stoppudum a. Ekki nog med thad, heldur fylltist rutan thessutan af solumonnum sem reyndu ad selja okkur penna, avexti og annan varning. Ef vid hefdum, thratt fyrir allan hamaganginn, nad ad festa blund komu bilstjorar sitheytandi bilflautur i veg fyrir thann moguleika. Svo virdist sem okumenn seu her i keppni um leidinlegustu bilflautuna. Sma typpakeppni, sa sem er med havaerstu og folskustu bilflautuna vinnur og kemst hradast afram.

A midri leid stoppudum vid i Stadarskala Indlands. Thar gatum vid kastad af okkur vatni og teygt ur krepptum limum. Ad sjalfsogdu fengum vid ekki frid tharna langt fra mannabyggdum thvi thar kom adsvifandi madur med tvo apaketti i bandi. Hann kynnti okkur fyrir aparossunum og allt i einu stokk annar theirra a Kristinu og for ad leita ad lusum. Liklegra er tho ad hann hafi skilid nokkrar lys eftir heldur en fjarlaegt thaer. Thetta var samt mjog saetur api sem vid lekum vid i sma stund (eins og sja ma a myndum). Thegar vid litum upp attudum vid okkur a thvi ad i raun vorum vid aparnir en ferdafelagar okkar hofdu hopast i kringum okkur og heldu afram ad horfa tho aparnir vaeru longu farnir.

Agra er skemmtilegur baer. Hann er mjog litrikur og thar ferdast allir a somu gotunum, menn og dyr. Reyndar sjaum vid alltaf meira og meira af husdyrum a leid okkar fra thettbylisins ys. Kyr ganga ad sjalfsogdu um lika i Delhi. Thratt fyrir ad thaer hafi alltaf forgang i umferdinni bua thaer vid ryran kost. Thaer sjast adallega a beit i ruslahaugum. Ruslid festist i meltingarfaerum theirra og thaer deyja haegum og kvalarfullum dauda. Tha er nu betur farid med thaer i Fagranesi thar sem hann Sigurdur Oli leikur fyrir thaer romonsur a gitarinn sinn. Auk thess sem beljur standa a beit i ruslinu ma sja geitur, kindur, svin og asna vada skitinn upp i okkla og drekka skolp. I Agra eru lika margir apar og vid komumst i kynni vid nokkra sem attu heima uppi a thakinu a gistiheimilinu okkar. Storskemmtileg kvikyndi og gaman ad fylgjast med theim. Thad virtust tho ekki allir sammala um agaeti apakattanna thvi ad nagrannar okkar veifudu kustskoftum og loftbyssum til ad hrekja tha a brott! Kannski ekkert gaman ad hafa apa a svolunum hja ser…

Adal addrattarafl Agra er ad sjalfsogdu Taj Mahal. Thad er otruleg upplifun ad ganga um gardinn i kringum Taj og fara inn i grafhysid glaesilega. Myndir segja meira en morg ord, enda tokum vid thaer mymargar. Fyrir tha sem ekki vita let Shah Jahan keisari, reisa uppahaldskonu sinni Mumtaz Mahal grafhysid. Hun lest af barnsforum thegar hun faeddi fjortanda barn theirra og sagt er ad Shah Jahan hafi ordid grahaerdur af sorg a einni nottu. Hlytur ad hafa verid frabaer gella! A medan vid roltum i haegdum okkar og virtum fyrir okkur otrulega fegurd Taj Mahal kalladi indversk fjolskylda a okkur og bentu a myndavelina sina. Okkur fannst audvitad sjalfsagt ad taka mynd af theim. En a daginn kom ad vid vorum myndefnid og skiptust fjolskyldumedlimirnir a ad stilla ser upp vid hlid okkar. Thvi midur tokst theim bara ad taka eina mynd a myndavelina okkar og thvi vantar myndina thar sem Otto skekur hondina a fjolskyldufodurnum og Kristin brosir mot modurinni. Serstakt.

Alla jafna er Agra mjog rolegur baer (allavega talsvert rolegri en gengur og gerist). Thannig var thad allavega thegar vid komum og forum…

Eina kvoldstund, einu sinni a ari er einhvers manns (sem vid vitum ekki hver var) minnst i Agra. Tha er haldin hatid sem fer thannig fram: Seriur og glitbordar eru hengdir omarkvisst a milli husa og folk hopast ut a gotur, serstaklega born og konur. Ad auki eru risahatalarar hengdir a thrja ljosastaura med fimm metra millibili. Ur hverju thessara hatalaraknippa berst havaerasta ohljodatonlist sem vid hofum nokkurn timan heyrt. Athugid ad mismunandi log barust ur hverju knippi. Annars var ekki mikid um ad vera. Vid vorum svo heppin ad vera i Agra einmitt thennan dag og med thessa hatalarastaedu i gotunni fyrir utan gistiheimilid okkar. Tonlistin var svo hatt stillt ad vid thurftum ad oskra hvort a annad inni a hotelherbergi. Thid getid imyndad ykkur fognudinn sem braust ut hja okkur thegar vid frettum ad ofognudurinn staedi til fjogur um nottina.

Adur en vid logdumst til svefns gengum vid tho einn hring i hverfinu til ad ga ad thvi hvort thad vaeri ekki orugglega eitthvad almennilegt um ad vera. Thad var tha sem vid attudum okkur a thvi ad hatidin vaeri bara thessir thrir staurar. Madur baudst til ad taka okkur einn hring i hjola-rickshaw en vid forum fljott ur honum thegar vid attudum okkur a thvi ad aumingja madurinn red ekkert vid ad draga okkur. Vid borgudum honum vel thar sem vid vorkenndum honum svo. Tha hopudust ad okkur krakkar sem vildu sukkuladi, pening, myndatokur eda thad nyjasta; eiginhandaaritanir! Thad tok okkur nokkra stund ad skilja hvad their vildu en ju, Kristin skrifadi nafnid sitt ad lokum i litla lofa og uppskar mikla gledi. Gledilegast var tho thegar rafmagninu slo skyndilega ut i allri borginni. Thad var kaerkomin fimm minutna hvild fyrir eyrun.

Eftir ad hafa sofid agaetlega, thokk se eyrnatoppum, forum vid med rutu til Jaipur. Thessi ruta var mun rymri en su fyrri og ekki haegt ad kvarta yfir neinu. Vid sjaum thad alltaf betur og betur ad vid erum komin ut i sveit, vid maetum ulfoldum sem draga a eftir ser kerrur a vegunum og horfum a litla sveitabaei ut um gluggann. Einnig saum vid risastora mursteinaframleidslu ur rutunni i dag thar sem meginthorri starfsfolksins voru born.

Vid stoppudum einu sinni a leidinni til ad kasta af okkur vatni i holu bak vid hladinn grjotvegg og pontudum okkur yndislega godan og sodalegan skyndibita. Naan braud med smjori og eitthvad gums med. Vid erum eiginlega haett ad kippa okkur upp vid thad, en tho er alltaf serstakt thegar born girda nidur um sig thar sem thau standa til ad gera tharfir sinar. Ef thau thurfa ad gera stort fylgja maedurnar a eftir theim og skola thau med koldu vatni thangad til thau fara ad grenja. Ja vid possum hvar vid stigum nidur faeti og ekki hafa ahyggjur, handgelid er ekki sparad a svona stundum!

Annars eru matarvenjur okkar odum ad breytast. Indverjar eru brjaladir i kjukling og vid gaetum bordad hann i hvert mal ef vid kaerdum okkur um. Nu er Kristin haett ad kaera sig um thad i bili og liggja thrjar astaedur thar ad baki. Fuglaflensan hefur gert vart vid sig i Indlandi a ny, reyndar ekki nalaegt okkur. Hun fekk kjuklingarett i Agra thar sem fuglinn var eiginlega hrar og kugadist thessi oskop. Thad tok svo steininn ur thegar vid gengum throngar gotur Agra og forum framhja slaturhusi. Thar var kjuklingur snuinn ur halslidnum og Kristin var vitni ad mordinu. Fyrir tha sem ekki vita er hun lika med fuglafobiu og lyktin af heitu kjotinu (ovarid fyrir sol, ryki og skolpi sem lak fyrir utan kofann), hljodin i deyjandi kjuklingnum og eftirlifandi rytjulegur fidurfenadurinn gerdu utslagid. Kristin er ordin graenmetisaeta thangad til vid forum hedan. Enda ur miklu ad velja her fyrir graenmetisaetur.

Nu erum vid semsagt i Jaipur og segjum fra theirri borg i naestu faerslu. Myndir fra Delhi eru komnar inn i Delhi-albumid. Vid bendum ykkur a ad yta a albumin (set) til ad skoda myndirnar, tha koma thaer i timarod. Vid stefnum a ad gera album fyrir hvern stad sem vid stoppum a og i lok hverrar faerslu segjum vid fra thvi hvar ma finna nyjar myndir. Tolvan her er svo haeg ad vid latum Delhi myndirnar naegja i bili.

Ast og kossar,

-Otto og Kristin

E.s. Takk fyrir sludrid um daginn Dagny! Svona frettamolar eru vel thegnir thar sem vid nennum ekkert alltaf ad hanga a mbl thegar vid komumst i tolvu…

(19/1): Settum inn nokkrar myndir i Agra-albumid. Tolvurnar eru tregar og vonandi getum vid komid klarad ad setja inn restina a morgun eda hinn.16 ummæli við „Apar a leid til Agra“

 1. Ellen ritaði:

  Haha, va vid gitta konnumst vid svona rutuferdir! Ruturnar eru to frekar rúmgódar her, en hver rúta hefur innkastara sem kallar stanslaust afangastadinn og kastar fólki inn í rútuna sem virdist tó alls ekkert vera á forum eitt ne neitt! Ja, og svo audvitad solumennirnir/konurnar godu sem hoppa uppí og útúr á ferd!
  En vid skemmtum okkur óspart yfir tessu og erum farnar ad kalla med: Riobamba Riobamba Riobamba Quito Quito!!

 2. Unnar bróðir ritaði:

  Apafés á leið til Agra þeg er sko ekki að meina ykkur
  heldur þessa apa. En hvað er það?
  Ef ég mætti gíska væru það leiðinlegu bílflautu-
  mennirnir rosa boring ökubílstjóra :( hahaha
  blogga við næstu fregnir ;)

 3. Fred Scott ritaði:

  Sæl skötuhjú. Gaman að heyra ævintýri af Indlandi. Verst ef kjúklingamorðið hefur gert þig að grænfóðursætu fyrir lífstíð, Kristín Helga. Mundu að fuglar eru góðir til áhorfs og ennþá betri til átu (gegnumhitaðir). Kveðja, Fred.

 4. Magni Þór ritaði:

  Ég er ekkert svo rosalega hrifinn af kjúklingi lengur eftir þetta, ég held mig bara við skyrið ;)

 5. Júlíus ritaði:

  Já það er ekki hægt að fara og skoða framandi menningu án þess að framandi menningin skoði mann til baka.

  hehe “Svifryk a Akureyri hvad…”. Vitið þið nokkuð til þess að Kristín Sigfúss hafi komið til Indlands?

  Ég trúi ekki öru en að þið verðið komin með sigg á hnén eftir rútuferðirnar í ferðinni ;) En fallegt af ykkur að gefa manninum pening fyrir að draga ykkur ekki. Maður vorkennir svo mörgum að helst vildi maður bara spreða út peningum eins og karamellum.

 6. Helga og Humi ritaði:

  Er hægt að plata ykkur að koma heim
  með gæluapa fyrir mig?
  Svona fyrst að indverjarnir vilja þá ekki hvort eð er?

  Njótið góða grænmetismatarins á meðan þið getið.
  Besti matur sem ég hef á ævi minni smakkað var á pínuponsulitlum indverskum vetingastað í Amsterdam.
  Svo gufaði hann upp og ég fann hann aldrei aftur.
  Ég er enn að jafna mig.

  Humi vildi koma á framfæri að við klöppum lömbum
  og sendir simbaknús.

  Ástarkveðjur af Baldursgötu

 7. dagný ritaði:

  æ þið eruð svo mikið krútt.
  svo gaman að lesa, svo dugleg að skrifa.
  ég sakna ykkar.

  já mér datt í hug að svona molar kæmu að gagni.
  ok.
  ísland tapaði fyrir svíum, mikil skömm. leikur að byrja eftri nokkrar og allir krosslega fingur.
  bobby fisher lést í gær og einhvern veginn náðu íslendingar að láta það snúast ansi mikið um sig. furðulegt.
  og lindsay lohan á að vinna í líkhúsi í 8 tíma. (omg!)
  (svo ætla ég ekki einu sinni að byrja á briney. elsku brit).

  kossar.

 8. Sigga Ásta ritaði:

  Þið eruð þvílíkt dugleg að blogga og ég kvarta sko ekki. Ég lifi spennandi lífi í gegnum ykkur fyrst það er ekkert að gerast hjá mér:) Emilía litla er mesta krúttið og mynnir á mömmu sína þegar hún er þreytt og pirruð:) Já og best að bæta við frétt Dagnýjar að Ísl. vann Slóvakíu. Hörku fjör og læti og Valgeir Guðjóns búinn að búa til nýjan baráttusöng!

 9. Dísa amma ritaði:

  Ja, Ég ætlaði einmitt að segja ykkur að,strákarnir okkar hefðu unnið Slóvakana en varð of sein. Þeir spila við Frakka á morgun. Bara að þeir standi sig eins vel þá.
  Þið eruð alveg ofboðslega dugleg og frábær og rosalega dugleg að blogga. Mér finnst það vera draumi líkast að þið skuluð vera að ferðast þarna í þessum heimshluta og að það skuli vera hægt að fylgjast með ykkur og reyna að ýminda sér hvað þið eruð að upplifa. Ástarkveðjur og óskir um góða skemmtun og líðan.
  Amma og afi.

 10. dagný ritaði:

  við grúttöpuðum fyrir frökkum.
  fúlegg.

 11. Auður Kjartansdóttir ritaði:

  Sæl Kristín mín já og Ottó líka :) Mikið er ég búin að skemmta mér yfir að lesa færslurnar ykkar. Og sumt sé ég alveg fyrir mér í óraunverulegum ævintýraljóma :) Úr Víðihlíð er allt gott að frétta síðast þegar ég var þar…er búin að vera í löngu helgarfríi og hafa það gott. Ég ætla að vera dugleg að fylgjast með og skoða myndir :) Gangi ykkur vel og Guð veri með ykkur. Kveðja, Auður.

 12. Unnar bróðir ritaði:

  Ég gat ekki staðist mátið og vildi kommenta aftur.
  Þessir apar eru góðir lúsahreinsarar eins og þessi
  sem var á hausnum á þér og Kristínu. Komdu með einn
  heim svo við þurfum ekki að nota þessa lúsablésagreiðu ;)

  Og ef ég væriu þið myndi ég frekar fá mér bara
  grænmeti ekki kjúlla, það gætu leinst einhvers konar
  viðbjóður í því.

  Passið bara að fá ekki skot í hausin frá loftbyssu.
  Farið vel með ykkur. Kv Unnar :)

 13. Fred Scott ritaði:

  Sæl Kristín og Ottó. takk fyrir sms-ið frá Pushkar, þar ku vera rólegt og yfirvegað andrúmsloft. Látið ekki apana bíta ykkur og klóra, þeir geta geymt hina ýmsu sýkla. Góðar kveðjur, Wallander, Bjarklind & Schiöth.

 14. Bryndís Rán ritaði:

  Sæl og blessuð
  Það vakti upp heilmargar minningar af Indlandi að skoða síðunna ykkar. Ummmm unaslega umferðin og allar skemmtilegu störurnar.
  Það var einmitt í Agra þar sem að ég og Hildur lágum inni á hótelherbergi á 3 hæð þegar það var bankað svona allsvakalega á gluggan, taugaveiklunin var örlítið meiri heldur en venjulega sökum afskaplega uppáþrengjandi strafsmanna hótelsins sem gerðu sér ferð 5 sinnum til að bjóða okkur eitthvað að drekka fyrr um daginn. Var það þá ekki api sem að var svona ákafur í að reyna að komast inn og reyndi af öllu afli að berja inn loftkælinguna sem að var í glugganum.

  En skemmtið ykkur sem allra best og þrátt fyrir stundir þar sem að maður veltir því fyrir sér hvað í fjandanum maður sé að gera í þessu hrikalega skítuga landi með uppáþrengjandi þegna þess, þá langar mig aftur :)

 15. Arnar Óm ritaði:

  hahaha djöfull skrifið þið mikið! þetta er skemmtilegt! gaman að heyra af ykkur, ég er svo lítill comment-gaur en ég reyni.

 16. iozqpxuipb ritaði:

  Wow, cool man, big thanks! http://fufarplindzecc.com