Jaipur

24. janúar 2008

Renndum inn i Jaipur, hofudstad Rajastan herads fyrir rettri viku sidan. Hingad til var Indland fyrir okkur tomt flatlendi en nu saum vid loks vid dalitilar haedir og hola. Fyrsta daginn tokum vid i sma rolt um okkar nanasta nagreni og inn i Bleika baeinn (elsta hluta Jaipur) sem er ekki bleikur. Vid urdum threytt a havadanum og areitinu og leigdum okkur Rickshaw. Bilstjoranum stefndum vid upp i virki sem tronir a kletti sem skagar fram i baeinn. Vid saum sko ekki eftir thvi, enda utsynid frabaert og enginn til ad angra okkur. Virkid heitir Nahargarh og adal hluti thess (kvennaburid) Tiger Fort. Thar geymdi eitt sinn konungur hinar niu eiginkonur sinar i thaulhugsadri holl. Hver theirra hafdi sinar eigin vistarverur, sem voru allar nakvaemlega eins, nema ad rymi eftirlaetiskonunnar var nokkru staerra en hinna. Hverju rymi var deilt upp i sumarholl og vetrarholl. Sumarhollin sem er a efri haedinni er thaklaus svo konungur gaeti stundad sin Amorsbrogd undir solinni. A nedri haedinni var svo eldhus, bad, svefnherbergi fyrir eina eiginkonu og thjonustustulkur hennar og svo vetrarhollin, en tha var frygdarbedid undir thaki. Thad snidugasta var ad hann gat gengid millum theirra ad vild an thess ad hinar taekju eftir thvi. Vid letum leidsogumann segja okkur fra thessu ollu saman. Skemmtilegastar thottu okkur myndskreytingarnar kringum skeidvellina, en thad voru afar vel faldar Kama Sutra myndir sem syndu ymislegt theim sem kunnu ad ryna i taer. Svo roltum vid um virkid, sem er heljarsmid og dadumst ad utsyninu yfir baeinn, fjarri skarkalanum.

Tha tokum vid dag i ad skoda gamla baeinn almennilega. Hann er afgirtur og snyrtilega skipt nidur i gotur og thvergotur. Jaipur er fyrst og fremst thekkt fyrir silfurskart og silkisaum, enda ma thar finna mygrut af budum sem hondla med og framleida svoleidis fineri. Her er thvi urvalid mest og verdid best hvad thetta vardar. Gamla hlutanum er lika skipt upp i svaedi, eftir thvi hvar er verslad med hvada vorur (klaednadur, eldhusahold, matur, skartgripir, o.s.frv.). Vid vorum her um bil halfnud med thennan runt okkar thegar okkur stoppar madur sem vill na af okkur tali. Hann velti thvi fyrir ser hvers vegna ferdamenn strunsudu um gotur fra einum stad yfir til thess naesta og gaefu mannlifinu litinn sem engan gaum. Hann komst dalitid gafulega ad ordi og vakti thannig athygli okkar svo vid settumst med honum nidur, spjolludum og sotrudum indverskt te, chai (sem er disaett med mikilli mjolk). Vid hofum tho alltaf varann a thvi her hangir alltaf eitthvad a spytunni. Vid sem vorum sannarlega ordinn verulega threytt a: “Excuse me, Sir!” og “Yes, madam!” og a stundum othaegilegri hjalpsemi Indverja, skildum eftir thetta adeins betur af hverju hlutirnir eru eins og their eru og reynum nu ad horfa a mannlifid i rettara ljosi. Thessi agaeti herra er leidsogumadur a vegum konungsins (sambaerilegt vid thad ad vinna hja rikinu) og thvi ekki til ad pretta okkur. Hann syndi okkur svo handverks-verksmidju, thar sem menn prentudu a silki og fleira.

I Jaipur var nyafstadin flugdrekahatid og enn leifdi greinilega af henni thvi sja matti hundrudi flugdreka svifa yfir borginni. Thennan dag var onnur hatid i gangi, einhver muslima-hatid og til ad verda ekki undir i kradakinu for leidsogumadurinn med okkur heim til kunningja sins sem er listamadur. Hann er af yfirstettinni og er aedstistrumpur listamanna i Jaipur og a thvi heljarinnar hus med alls lags musterum og thesskonar doti. Hann faeddist ad sjalfsogdu inn i thad starf eins og allir Indverjar faedast inn i akvednar stettir. Hann er ogurlega flinkur, baedi med pensilinn og flugdreka en hann syndi okkur listir sinar a badum svidum. Vid eyddum med honum drjugri stund og hofdum ogurlega gaman af. Daginn eftir afredum vid ad thiggja leidsogn hja leidsogumanninum um einhvern heilagan apadal, sem er skammt fra Jaipur og annad virki, enn staerra en hid fyrra.

Dalurinn var talsvert ahugaverdari en thetta virki (tho thar hafi verid ad finna tha staerstu fallbyssu sem undirritud hafa sed). I botni dalsins voru musteri tileinkud opum og apagudinum med helgu vatni thar sem folk laugadi sig akaft. Thar var lika allt morandi af eldraudum aparossum sem hafa thad fint innan pilagrimana (sem baeta karmad sitt med thvi ad gefa theim ad borda) og forvitna turhesta (sem finnst gaman ad sja tha borda). Thar var lika fullt af kum og renglulegum hundum sem thrifast efalitid betur thar i botni dalsins en a ruslahaugunum i storborgunum. Horfdum lika upp a nokkra hressa gervipresta kveikja ser i pipu (sem innihelt eitthvad annad en venjulegt tobak), svo thad er kannski ekki skrytid ad their fai uppljomanir a stad sem thessum seu svona pipureykingar daglegt braud. Eftir turinn forum vid rakleitt ut a stoppistod og tokum eitilharda rutu til Pushkar.

I rutunni settist vid hlidina a okkur Indverji sem sagdist hafa komid til Islands. Reyndar hafa thonokkrir reynt ad ljuga thvi ad okkur i von um frekari samskipti en thessi laug ekki. Hann hafdi meira ad segja komid til Akureyrar sem kokkur a skemmtiferdaskipi en hann var nu a heimleid i fri. Svona er heimurinn litill.

Taeknin er byrjud ad strida okkur, enn sem oftar. Vid segjum thvi fra Pushkar a morgun (vonandi). Leggjum af stad til Udaipur i fyrramalid og verdum thar naestu thrjar naetur.

Vid settum inn myndir fra Jaipur, kaerar kvedjur heim.

-Otto og Kristin.5 ummæli við „Jaipur“

 1. Magni Þór ritaði:

  It’s a small world after all… Af Gettu betur er það að segja að við vorum heppin með andstæðinga, mætum FSU í Höllinni á Ak. þann 8. febrúar. Vona að þið hafið það sem best, kveðja að norðan :)

 2. Unnar bróðir ritaði:

  Jæja það voru þá ekki fallbyssurnar maður!
  Já þá bið ég ekki að fara nálægt þessu aftur.
  Þetta er mklu hættulegra en loftbyssa.
  Þúsund sinnum stærri skot.

  Ein spurning. hvað var þessi bíll að gera
  með allt þetta drals á bílnum sínum?
  Hann myndi ekki endast í eina mínútu ;)

  Alltaf eru þessi apar á myndunum ykkar að
  þvælast fyrir.
  Ekki það að þeir séu leiðinlegir eða
  eithvað svoleiðis ég meia bara eins og aparnir
  sem voru fyrir aftan þig á myndini.
  Tína flær eða lúsir úr hvor öðrum.

  Nú ætla ég að færa ykkur ömurleg tíðindi.
  Við vorum að tapa fyrir Spánverjum í EM
  Einn var svo leiðinlegur að mamma hans
  gáfu honum bíl í jólagjöf.
  Og einn er svo leiðinlegur að nágranar
  hans keyptu handa honum hús í Þískalandi
  og ég ætla ekki að segja meira um það.
  Eða staðan var Ísland 25 eða 26
  og Spánn 32 rosa boring :(

 3. Sigga Ásta ritaði:

  Vó fyrsta reiðikastið og svona mikið liðið á ferðina… Var það Kristín? Og upp á hæð í sólsetrinu, en rómó.. var það Ottó sem stakk upp á því? Gaman að spjalla við þig á msn Kristín mín.. sakna ykkar.. (nú ætla ég að hætta fyrst að væmnin er að brjótast út)

 4. Fred Scott ritaði:

  Sæl skötuhjú. Gaman að skoða myndir og lesa ykkar pistil. Þessi góði Lassa mjólkurhrystingur, er hann ekki örugglega gerilsneyddur ! Hér á skerinu er allt að verða vitlaust, ráðhús borgarinnar var rýmt með aðstoð lögreglu, vinstrisinnaðir ungliðar með skrílslæti og mótmæli á pöllum vegna nýs meirihluta í borgarstjórn. Aldeles uhört, eins og norðmaðurinn sagði. Bestu kveðjur, Fred.

 5. Snorri Páll ritaði:

  Það var mikið að maður skammaðist inná síðuna ykkar. Sé sko ekki eftir því, eyddi heilum leiðinlegum rekstrarhagfræðitíma í að lesa allar færslurnar ykkar og hafði mjög gaman að. Greinilegt að þetta er og verður mikið ævintýri. Kær kveðja frá fróni þar sem stórhríð skekur skerið í dag, allt ófært og flug liggur niðri.
  Ætli ég eyði svo ekki næsta tíma í að skoða allar myndirnar. ;)