Rolegt i Pushkar

26. janúar 2008

Pushkar er rolegur litill baer. Thar bua um 15.000 manns, sem er ivid minna en a Akureyri. Hingad koma lika pilagrimar og ferdamenn i thusundatali a ari hverju en Pushkar er heilagur baer sem byggist upp i kringum heilagt vatn. Hinduar trua thvi ad vatnid hafi komid ur lotusblomi sem Brahma setti a jordina. Holdum lika ad osku Ghandi hafi verid dreift i thad. Andrumsloftid her i baenum er lika mun rolegra en annars stadar sem vid hofum komid, enda mettast thad af hassreyk thegar kvolda tekur. I Pushkar eru otal vestraenir rastafarar med skitalokka sem koma til fyrirheitna landsins.

Vid komum ad kvoldi til. Otto var ad fa i magann og var i mikilli thorf fyrir ad komast a klosett. VId hofdum ekki bokad gistingu svo ad vid thutum inn a annad gistihusid sem hafdi laust plass fyrir okkur. Thad var ekki fyrr en seinna sem vid attudum okkur a thvi ad klosettid laeki! Vid skiptum thvi i miklum flyti morguninn eftir enda gat drengurinn ekki lengi verid klosettlaus. Thegar lida tok a daginn for nu ad thettast i afturendanum a Otto en tha for ad losna um a hinum baenum. Fyrsti dagurinn okkar i Pushkar var thvi vart i frasogur faerandi.

Otto komst i kynni vid ungan strak sem trommar a hverju kvoldi fyrir solina adur en hun gengur til vidar og svo litid eitt fyrir tunglid. Thess a milli er baenatimi. Hann trommar a aevagamlar trommur hedan ur heradinu. Thaer heita Nagara. Thetta eru nokkur hundrud ara gomul samskiptataeki en eftir ad sveitasiminn og sidar langlinusimar komust i gagnid breyttist hlutverk theirra. Hinn ungi trymbill (sem var tho nokkru eldri en Otto) platadi hann i trommutima. Otto likadi thetta lika svisvona baerilega og dreif Kristinu med ser naesta dag. Strakurinn sagdi okkur fraegdarsogur af pabba sinum, sem er vinsaell vidhafnartrommari vida um heradid. (Ad sjalfsogdu faeddust their inn i starfid). Fadirinn, sem ansar nafninu Nathu Lal Solinkey, er thvi alderi heima hja ser heldur a stodugum theytingi ut um hvippinn og hvappinn. Hann vann ser thad meira ad segja eitt sinn til fraegdar ad leika inn a plotu med hipparokkurunum i The Greatful Dead.

Svo sitjum vid tharna i tima hja honum og skyndilega hoppar sjalfur snillingurinn inn. Hann rekur soninn i burtu og spyr hvort okkur se sama tho hann taki vid timanum. Svo nemum vid hja meistaranum. Seinna um daginn spilum vid med honum fyrir solina og tunglid. Thad var dalitid serstok upplifun ad tromma fyrir framan thetta fallega vatn. Langar ad benda a myndband af meistaranum a YouTube thar sem hann trommar med vestraenum slagverksleikara. Thad ma nalgast her en ef tengillinn virkar ekki er slodin: http://youtube.com/watch?v=gUTSV7o0JKo.

Vid forum i eitt musteri sem er merkilegt fyrir thaer sakir ad thar er Brahma dyrkadur, sem er vist ekki algengt. Mikid er um presta her i baenum sem reyna ad plata turhesta til ad gefa fleiri thusund Rupiur til fataekra. Tha eru their dregnir nidur ad vatninu, latnir herma eitthvad eftir prestunum og svo rukka their fyrir. Thetta musteri var a rikisvegum og thvi laust vid allt svona svindl - eda svo heldum vid. Thegar vid vorum buin ad skoda musterid vorum vid leidd nidur ad vatninu. Med halfum hug forum vid ad fyrirmaelum theirra en their sogdu thad naudsynlegt ad fleygja einhverjum blomum a vatnid eftir ad hafa skodad musterid. Thegar nidur a vatnsbakkann var komid var okkur stiad i sundur, en thad var ad theirra sogn betra fyrir karmad. Vid forum svo sitt i hvort hornid og thuldum einhverja vitleysu upp eftir theim (hraedd vid annad, thvi ekki vill madur syna sidum theirra ovirdingu) en svo kom ad thvi ad vid vorum krafinn um aur fyrir. I upphafi var okkur tjad ad allt vaeri fritt en vid spurdum margsinnis. Their sogdu ad peningurinn rynni i musterin og til fataeklingana. Their voru ekkert serlega truverdugir i ledurskonum sinum og finum klaednadi thar sem their toludu um vesaeldom fataeklingana og thrastogludust a thvi a their hognudust ekkert a thessu. I einhverju hugsunarleysi anafnadi Otto sinum presti 300 rupiur(450 ISK). Kristin hafdi veitt thvi athygli ad onnur por fengu ad gera thetta saman og thvi foru ad renna a hana tvaer grimur. Hun reifst thvi vid sinn prest og thegar hun komst ad thvi hversu mikinn pening their hofdu nu undir hondum var henni nog bodid. Hun krafdist tess ad fa tha aftur enda hefdu their logid ad okkur og prettad. Aumingjans mennirnir hrokkludust undan, hropudu: “Bad karma, bad karma! We dont want your angry money.” Hraeddir vid ad reyta gudina til reidi. Thetta var svona kornid sem fyllti maelinn, enda stodugt verid ad rugla i manni og reka mann afram i ad gera allskyns hluti. Thetta var svo augljoslega svindl ad vid gatum ekki hugsad okkur ad gefa svona mikinn pening i thetta. En vid skildum tho eftir 100 rupiur, kannski fylgdi theim slaemt karma, hver veit?

Annars eru Indverjar frekar uppteknir af thvi ad hafa gott karma (ad minnsta kosti i ordi). Their eru lika afar uppteknir af heppni og vid hofum hitt 3 menn hingad til sem kalla sig “Lucky”. Skemmtilegt nafn.

Fundum veitingastad sem bar hid al-indverska nafn: Pink Floyd Cafe. Otto var ad sjalfsogdu himinlifandi og vid fengum okkur smasnarl thar. Um kvoldid roltum vid svo uppa haed fyrir ofan baeinn og freistudum thess ad horfa a solsetrid. Thad vildi tho ekki betur til en svo ad skyin langadi ad kikja a leiki mannanna thetta siddegi, svo ur vard bara agaetis labbitur og gott utsyni yfir baeinn.

Rajastan buar hafa longum verid taldir herskair. I gamla daga voru their svo herskair ad their voldu frekar daudann en osigur, vid hofum lesid margar thess hattar sogur. Vid hofum hinsvegar ekki ordid vor vid thessa arasargirni ad odru leyti en hja betlarabornum! Ef ad madur gefur theim ekki pening eda sukkuladi taka thau upp stein og gera sig likleg til ad gryta mann, enda hlaupa i fangid a okkur og thvaelast fyrir loppunum a manni. Vid vitum ekki alveg hvernig best er ad bregdast vid, enda ekki akjosanlegt ad fa hnullung i hofudid. Kristin hefur nad ad halda theim fra ser med gribbustaelum hingad til…

Annars erum vid komin til Udaipur (komum i gaer). Faerum ykkur fregnir thadan seinna. Settum lika inn myndir fra Pushkar.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin8 ummæli við „Rolegt i Pushkar“

 1. Magni Þór ritaði:

  Ekki vildi ég vera svindpresturinn sem varð fyrir barðinu á Kristínu :) Um að gera að láta þá ekki komast upp með neitt múður :)

 2. Þórdís ritaði:

  Hæ hæ, vá það hlýtur að vera rosalega gaman hjá ykkur. Það er rosalega gaman að lesa þetta og skoða myndirnar. En Kristín ég vildi bara benda þér á það að það er kennari í skólanum sem fór til Afríku og borðaði bara grænmeti af sömu ástæðu og þú, og hún varð alveg rosalega veik. Ég skil þig alveg að þér finnst þetta ógeð en þú verður að vara þig. En alla vega gangi ykkur rosalega vel, ég held áfram að lesa og skoða yndirnar.
  Bestu kveðjur
  Þórdís:):):)

 3. Sigga Ásta ritaði:

  Ákveðni borgar sig:) passið ykkur á því að fá ekki stein í höfuðið:)

 4. Fred Scott ritaði:

  Sæl Kristín Helga og Ottó. Grenilegt að “aflátsbréf” eru víða til sölu !
  Kveðja, Fred

 5. Halldór Rasskell ritaði:

  Datt nú bara í huga að láta ykkur vita að ég hef annað augað á ykkur!
  þetta er algjör snilld!

 6. Unnar bróðir ritaði:

  Jæja þetta er búið að vera algjör snilld hjá ykkur
  en hef ekki meira að segja í bili krúsídúllurnar
  mínar kv.

  UB :) ;)

 7. Imba ritaði:

  Hæhæ
  Rakst inn á síðuna ykkar á bloggrúntinum. Vissi ekki af henni, en héðan í frá er ég fastagestur. Rosalega gaman að fá fréttir af ykkur;) Vona að þið hafið það sem allra best ;)
  Imba Heiðdal

 8. ajlbtbldju ritaði:

  Wow, cool man, big thanks! http://vaxhiehpaqufm.com