Vid komum seint ad kvoldi til Udaipur sem hefur a ser ord fyrir romantiskt andrumsloft. Vid gistum a gistiheimili herra Soni og konu hans. Sennilega thau kruttlegustu hjon sem vid hofum fyrirhitt og leggja allt sitt i hotelreksturinn thratt fyrir afar takmarkada heyrn og enskukunnattu. Eftir dvolina hja theim kunnum vid nu ad thvo okkur upp ur fotu. Eitthvad sem vid sennilega thurfum ad gera oftar sidar meir.

Fyrsta daginn litum vid inn a eitt af stoltum baejarins: Borgarhollina (e. City Palace). Aegilega flott hybili med endalausum speglasolum. Thessu var natturulega buid ad breyta i safn og var agaett sem slikt. Thad flottasta vid Udaipur er vatnid sem borgin umlykur til halfs. Uti a vatninu byggdi einhver konungur sumarholl einhverntiman a atjandu oldinni. A theirri tuttugustu var thvi sidan breytt i luxushotel og thad er eins og herlegheitin fljoti a vatninu eins og sja a einhverjum myndum a myndasidunni okkar. Hotelid heitir Vatnahollin (e. Lake Palace) og var notud sem tokustadur i Bond myndinni Octopussy. Madur er thrafaldlega minntur a thessi tengsl Udaipur vid vestraena menningu enda er myndin synd a annarri hverri bullu i borginni thegar kvolda tekur.

Tha rombudum vid inn a matreidslunamskeid sem er med thvi skemmtilegra sem vid  hofum gert i ferdinni. Thad var afar frodlegt ad atta sig a ollum thessum kryddtegundum sem their nota herna Indverjarnir. Vid satum namskeidid med halfkleinulegu bresku pari (sem hetu Andrew og Harriet) og hressri eldri konu af sama thjodflokki. Thad sem okkur finnst hvad merkilegast vid indverska matargerd er thad ad their virdast geta geta gert prydilegan mat ur thvi sem heitir heima a froni medlaeti. Adalretturinn er semsagt hvorki kjot ne fiskur eins og tidkast heima heldur graenmeti af einni eda morgum sortum. Indland er sannkallad gosenland graenmetisaetunnar enda leyfir truin litid sem ekkert kjotat. Tho thykir okkur undarleg su tilhneiging ad eydileggja metinn med thvi a kaffaera hraefnisbragdid i svo sterkum kryddum ad kjafturinn a manni bokstaflega logar. Vid hofum tha kenningu ad thetta se arfleid fra gamalli tid thegar hraefnid var kannski ekki eins gott og thad er i dag og thvi kaefdu menn obragdid med kryddi.

Eitthvert siddegid leigdum vid okkur hjolabat og sigldum ut a vatnid. Vid mattum ekki sigla naer Vatnahollinni en sem nam 50 metum svo skitugur almuginn fari nu orugglega ekki ad gera sig heimakominn i efri byggdum. Siglingin var hin mesta slokun, ef fra er talid pulid vid ad knya batinn. Vid lentum ekki i sjavarhaska.

Thad punketradi a rutuskrattanum a leidinni til Jodhpur. En thad var ekkert sem ekki matti redda enda vid ollu bunir thessi Indverjar. Eftir thvi sem vid holdum lengra inn i landid aesast ae meir Rickshaw-okumennirnir og reyna ad draga okkur a sitt hotel eda vina sinna. Vid reynum thvi ad hafa thann vana a ad vera buin ad panta hotel adur en komid er til borgarinnar. Vid hofdum blessunarlega gert thad i thetta skiptid og gistum a Shinghvis’s Haveli djupt inni i gamla hluta baejarins. Sa hluti borgarinnar er blamaladur. Fyrir thvi eru tvaer astaedur. Blar er litur yfir stettarinnar (Brahmin) og svo fordast skorkvikindin blaa litinn.

Jodhpur er fyrst og fremst fraeg fyrir thennan blaa lit og svo virkid sem stendur a haed fyrir ofan borgina. Thad heitir Mehrangarh og er thad glaesilegasta sem undirritud hafa sed. Thvi hefur verid breytt i safn um sogu konungsaettarinnar og virkisins sjalfs sem er merkileg. Honnudum safnsins tokast afar vel upp og thotti okkur gridargaman ad rolta thar um himinhaa borgarmura og glaesilega flurud heimkynni hinna haerra settu.

I Jodhpur fengum vid thann besta Lassi sem vid hofum bragdad um dagana (tho su drykkja hafi bara hafist her a Indlandi). Lassi er einhverskonar jogurtdrykkur og eru afar misjafnir eftir stodum. Thessi smakkadist eins og vanilluskyr fra KEA theytt saman vid og thynnt med rjoma, sykri og saffrani. Med afbrigdum prydilegt. Skammt fra thessari bullu (sem skipar svipadan sess thar eins og isbudin Brynja a Akureyri) var eggjakokubulla. Sa hefur buid til eggjakokur i 33 ar og hefur aldrei haft meira ad gera en einmitt nu eftir ad Lonely Planet auglysti agaeti hans og segist brjota 1500 egg a dag. Vid brogdudum a godgaetinu og thotti hann eiga fyllilega skilid thad hros sem hann hefur hlotid.

Sidasta kvoldid lentum vid i skemmtilegu atviki. Vid vorum a heimleid eftir kvoldmatinn og tha festist Rickshaw-okumennid i hopi folks sem dansar vid dundrandi trumbuslatt og syngjandi ludra. Vid spyrjumst fyrir og faum thaer upplysingar ad um se ad raeda fylgdarlid brudguma a leid i teiti sem haldid er tveimur dogum fyrir brudkaupid sjalft. Thad stendur heima thvi mitt i thvogunni tronir madur i spariklaednadi a hestbaki. Vid vekjum ad sjalfsogdu mikla athygli sokum litaraftsins og vilja their olmir fa okkur med i dansinn. Vid latum til leidast og donsum nidur gotur gamla hluta Jodhpur med brjaludum Indverjum a leid til veislunnar. Their kenndu Otto hefdbundinn Rajasthan dans sem virkar einhvern veginn svona: Tveir eda fleiri karlmenn lyfta haegri faeti og lata tha snertast rett fyrir ofan okklann. Their thurfa thvi ad standa gegnt hver odrum eda mynda hring seu their fleiri. Med fotinn ut i loftid lyfta menn hondum og veifa theim af miklum mod og latast sem their seu ad skrufa ljosaperu ur perustaedi sem hangir i loftinu. Tha taka allir til vid ad hoppa (helst i takt vid tonlistina) og hropa og kalla af gledi og aesingi. Akaflega skemmtilegt. Kristin fekk ekki minni athygli thvi hun fekk greitt fyrir ad hrista skankana duglega milli thess sem their hropudu: “You dance too good, you dance too good!”. Their slogust um dans vid hana og vildu ekki trua thvi a Otto vaeri kaerastinn hennar. Okkur leid nu half kjanalega thegar i veisluna var komid og fannst vid halfgerdar bodflennur (enda bara turistar sem voru dregnir med af aestum veislugestum fyrir thad eitt ad vera hvitir). En engu ad sidur var thad mjog skemmtilegt ad fa sma innsyn in thad hvernig brudkaup fer fram a Indlandi. Kristin var dregin bakvid tjold og fekk ad hitta brudina. Og thar sat hun blessud, nokkru yngri en Kristin, i sinum finasta Sari med hring a hverjum fingri og hverri ta og titradi thannig ad thad hringladi i ollu dotinu.

Nu erum vid i Jaisalmer og holdum ut i eydimorkina a baki ulfalda i fyrramalid. Thangad til naest, bestu kvedjur heim.

-Otto og Kristin

E.s: Settum inn myndir og thaetti vaent um ad fa ad vita hverjir lesa siduna.32 ummæli við „Udaipur og Jodhpur (blaa borgin)“

 1. anita ritaði:

  ohh.. ég er græn af öfund!! sé að þið eruð að skemmta ykkur svakalega vel! hafið það sem allra best..
  annars takið þið ykkur svakalega vel út með apana á hausnum ;)

 2. Valdís ritaði:

  Ég fylgist alltaf með því hvað þið eruð að brasa:) Það er alveg ótrúlegt hvað þið eruð dugleg og heppin að lenda inn í hinum ýmsu ævintýrum..

 3. Unnar bróðir ritaði:

  Eruð þið ekki búin að vera nóg í kringum fallbyssur núna dúvurnar mínar hehe :)
  En hér kemur spurning og hún er: Hvað heitir
  þessi búdda sem þú gafst mér og hvers
  vegna heita þeir á hann? komdu endilega með svar við þessu við næsta blogg Kv.

 4. dagný ritaði:

  ok vó.
  súperfréttir.
  britt my friend hefur verið svipt sjálfræði!
  hitt er allt frekar old news. stormur, ný borgarstjórn, pólitíkin að fara til fjandans.
  eeee. angelina jolie ólétt… það er nýjasta. og gwen stephani. eða hvernig sem það er skrifað.

  skemmtilegt að lesa frá ykkur eins og alltaf.
  fariði varlega í eyðimörkinni. ekki láta hrægamma éta ykkur, fyrir alla muni.

  íslenskir og kaldir kossar á ykkar fögru kinnar.
  dagný.

 5. Magni Þór ritaði:

  Það sem ég gæfi ekki fyrir að hafa séð Ottó stíga þennan dans :D Þið verðið að kenna mér hann við tækifæri :)

  Kveðjur úr stórhríðinni og 40 cm jafnföllnum snjó.

 6. Erla, dyggur lesandi og meðlætisæta ritaði:

  Ég les, mér til afar mikils gamans! Myndi alveg þiggja smá exótík sjálf, fjarri frostbitnu Reykjavík, en það er líka mjög gaman að sjá smá með ykkar glöggu augum.

  Knúskveðjur og gangi ykkur allt í haginn,

  Erla

 7. Stella Víðis ritaði:

  Hæhæ ég skoða síðuna ykkar nánast daglega enda er ég að hugsa um að skella mér til Asíu vonandi bráðlega. Virðist vera mjög skemmtilegt hjá ykkur:)
  Hafiði það gott og haldiði áfram að vera svona dugleg að blogga:)

 8. Elsa Rós ritaði:

  Hey ég skoða reglulega, eins og þið vitið og hef mjög gaman af ;)

 9. Fred Scott ritaði:

  Hér sé guð! Frábært að lenda í indversku brúðkaupi, læra að elda indverskan mat, berja trommur heimamanna og kynnast indverskri speki. Vantar bara myndskeið af ykkur í dansinum. Passið ykkur á að úlfaldar eiga til að berja og bíta og nóttin er löng og köld í eyðimörkinni. Hér er stórhríð og allt að fara á kaf í sjó og kominn herfilegur vélsleða- skjálfti í annars dagfarsprúða menn. Kveðja, Fred.
  PS. Bjarklind & Wallander vilja fá upplýsingar um kúlur og hleðslur í þessar indversku fallbyssur.

 10. Olga ritaði:

  Já Ottó minn það er spurning hvort þú slærð honum afa þínum við í dansinum? Mér finnst reyndar að þú verðir að taka hann í tíma þegar þú kemur heim. Annað kvöld verður fullt hús í Hjallanum, mikið að borða og drekka. Þú veist væntanlega hvert tilefnið er. Við skálum fyrir ykkur á úlvaldabaki í eyðimörkinni annað kvöld.

  Kossar og knús úr Hjallanum.
  Fariði varlega!

 11. Fred Scott ritaði:

  Takk fyrir sms-ið, að hugsa sér, verið að lóga geit í morgunmat í eyðimörkinni, kv. Fred

 12. Góa ritaði:

  Sæl Kristín og Otto!
  Frábært að heyra hvað það er gaman hjá ykkur. Maður upplifir þessa lesningu eiginlega sem þær Bollywood myndir sem maður hefur séð til þessa. Brúðkaupin og dansinn og það allt saman.
  Jú, jú, ég fylgist alltaf reglulega með ykkur og sendi kærar kveðjur úr Vesturgilinu og úr snjónum og frostinu. Hætti við að senda Ögra á skíðaæfingu í dag, það er lágmark -11°C frost upp í fjalli. Vildi ekki að kinnarnar á honum yrðu eftir í fjallinu, hehe.

  Kveðjur! Góa, Höddi, Ögri og Breki.

 13. Sigga Ásta ritaði:

  You dance too good? hehe.. Kristín mín varstu að hrista slaufurnar? En ég hef heyrt að maturinn sé svona mikið kryddaður því maður er fljótari að verða saddur af krydduðum mat og þarf því ekki jafn mikið af honum.. kenning sem ég vildi deila með ykkur:)

 14. Gunna Lár ritaði:

  Sæl hjónaleysi!
  Flott hjá ykkur. Hér á Fróni erum við í -13 gráðum og norðan byl, snjónum kyngir niður.
  Endilega ekki éta kjúklinga, sá á bbl.is að það á að drepa 700 þús stykki í Indlandi vegna fuglaflensunnar. Kveðja, frá Keldudal
  P.S. Krisín, það var bollukaffi hjá ömmu þinni í dag.

 15. Eva Schiöth ritaði:

  Vildi bara kvitta fyrir kíkkið…. ágætt að hlýja sér annars í þessum…. %/&()/&%$# kulda… við að lesa bloggið …. skemmtið ykkur vel…. Eva í fjárhúsum…

 16. Una Guðlaug ritaði:

  Vá, ekkert smá heppin að fá að upplifa svona brúðkaup! Það eru bara ævintýrin endalaust :o )

 17. arnamekkin ritaði:

  HÆ HÆ! ég les alltaf! :)

 18. arnamekkin ritaði:

  Hæ hæ, ég les alltaf! :)
  kiss og knús til ykkar beggja, nú ætla ég að skoða myndir! ;)

 19. Fríða Jóns á Skútustöðum ritaði:

  Sæl verið þið Kristín Helga og Ottó.
  Ég hitti þau Ólöfu og Alfreð hér um daginn og þau sögðu mér frá þessu ferðalagi og bloggi svo ég stenst ekki freistinguna að fylgjast svolítið með ykkur.
  Hef haft mjög gaman af skrifum ykkar og skemmtilegum lýsingum. Þetta er frábært ævintýri og ég óska ykkur alls hins besta á ferðum ykkar um Asíu og að þið komið heil og frísk til baka og svo sannarlega með mikla reynslu í pokahorninu.
  Ég reikna með að kíkja hérna inn annað slagið og reyni að kvitta af og til.
  Gangi ykkur vel.
  Fríða og fjölsk.á Skútustöðum (gömul skólasystir foreldra þinna Kristín).

 20. -GtA ritaði:

  ok, eg skal vidurkenna ad lesa oftast ekki… tymi thvi oftast ekki thar sem thad taeki of langan tima! Eg kys ad eyda peningunum frekar i ad hringja i Huldugil og tala vid frunna sem er ekkert hissa ad heyra i mer, skritin kona thar a ferd!

  Hun sagdi mer tho ad thid joppludud bara a geitakjoti a medan thid saetud a ulfaldabaki og teygudud kjuklinamjolk…

  Keep up the good work

 21. Snorri Páll ritaði:

  Ég les :)

 22. Siggi Óli ritaði:

  Ég er líka alltaf að lesa!!! gangi ykkur vel!!!

 23. Kristín Hanna ritaði:

  Sæl hjú

  Ég fylgist með. Kemur í stað fyrir ævintýra bókalestur :)

 24. SigrúnBen ritaði:

  Ég var bara að frétta af þessari síðu í vikunni (ég fylgist líka alltaf svo með því sem fólk er að segja við mig), en allavega gaman að lesa um þetta flakk ykkar! Verð að prófa þetta sjálf einhverntíman!

  Kveðja af klakanum!

 25. svp ritaði:

  Ég njósna af og til og konan við hliðina á mér á vinnustofunni er farin að aka sér út af fréttaleysi í einhverja daga :)

 26. Guðleif &co ritaði:

  Hæ og kærar þakkir fyrir póskortið, sem var næstum því mánuð á leiðinni, það kom í dag þann 8.feb, var skrifað 12. jan. Strákarnir höfðu mjög gaman af því, bestu kveðjur til Indlands
  Guðleif &co

 27. Valdimar G ritaði:

  Hef þjáðst af tölvuleysi undanfarið - geri mér grein fyrir því núna að það var m.a. vegna þess að þá gat ég ekki fylgst með reisubókinni.
  Gaman að lesa um brúðkaupið ykkar - ég meina þannig, sko, eða ekki…. já.

  MA vann FSu í fyrstu sjónvarpsviðureign Gettu betur í gærkveldi - æsispennandi viðureign og Konni alveg að fara á límingunum.

 28. Austfirðingar ritaði:

  Austfirðingar missa ekki úr dag. Fyrsta verkið eftir að kveikt hefur verið á tölvunni er að kíkja í reisubók. Er að reyna að ná sb. við Chitra því mér skilst að Nepal sé í farvatninu.
  Ástarkv. úr vetrarhörkunum fyrir austan.

 29. Silla ritaði:

  Sæll Ottó minn. Mátti til með að láta vita að ég kíkti á síðuna. Þetta er búið að vera mikið fjör hjá ykkur. Farið varlega. Kveðja úr vetrarríkinu á Norðurlandi.

 30. Unnar bróðir ritaði:

  Farið að hringja bráðlega.
  Vorum að kaupa okkur flakkara með 300 bíómyndum
  en ekki með með myndini 300.
  Íslenskar og enskar bíómyndir og þættir.

 31. Álfhildur ritaði:

  Sæl skötuhjú
  Hér er alltaf baðstofulestur af blogginu ykkar, ég les fyrir Sölva og mömmu og höfum við öll afar gaman af. Svo heyri ég náttúrulega í húsmóðurinni í Huldugilinu ef okkur er farið að lengja eftir fréttum. Fékk t.d. þær fréttir að þið hefuð verið að éta nýslátraða geit í eyðimörkinni eftir að hafa sofið undir berum himni - ævintýralegt - en eyðileggur alveg stemminguna að senda sms um það!! hahahaha :o ) aðeins of mikil tækni kannski
  En haldið áfram að njóta ykkar og passa upp á hvort annað ;o)
  Kv, Álfhildur

 32. Dísa amma ritaði:

  Lesum allt blogg frá ykkur hér á bæ.
  Ég reyni að sjá ykkur fyrir mér með æstum brúðkaupsgestum. Það hefur nú átt við þig Ottó minn að lenda á indversku matreiðslunámskeiði.
  Gætið ykkar vel. Ástarkveðjur úr norðrinu.