Ulfaldasafari og rutuhavari

10. febrúar 2008

Vid bidjumst velvirdingar a langri bid eftir fregnum hedan ur austrinu. Regluleg timabundin rafmagnasleysi her a Indlandi eiga thar hlut ad mali sem og annriki okkar.

Vid gistum i virkinu i Jaisalmer. Jaisalmer er kollud gullna borgin thvi virkid (sem er heljarsmid) er byggt ur sandsteini sem ljaer thvi gullinn blae i solarljosinu. Gullna borgin liggur reyndar undir skemmdum thvi lagnakerfi thess er aevafornt og annar ekki lengur theim fjolda sem thar byr nu. I stad thess ad baeta kerfid i samraemi vid fjolda ibua og vatnsnotkun thrysta menn ollu thvi vatni sem their thurfa (120 litrar a ibua a dag) gegnum ursergengid lagnakerfi. Thvi springa leidslur og vatn flaedir um undirstodur virkisins. Og dropinn holar sandsteininn. Undanfarin ar hafa thrjar storar byggingar hrunid. Langfaestum heimamonnum er kunnugt um astand borgarvirkisins og thvi er utlit fyrir ad hun hrynji til grunna adur en langt um lidur.

Vid hofum litid annad um dvol okkar i Jaisalmer ad segja nema hvad ad Kristin steig i kuadellu (sem liggja vida fyrir fotum manns) og tha skeit dufa a hausinn a henni. Drullugaman i Jaisalmer!

Tha ad ulfaldasafariinu (eda flugeldasafariinu eins og Kristin kalladi thad oft fyrir misganing). Vid hittum ferdafelaga okkar um morguninn. Oll voru thau bresk. Tveir strakar (Andy og Richard) sem hofdu nylokid haskolanami og stulka og drengur (Toni og Dan) a okkar aldri sem eru a leid i haskola. Oll huggdumst vid ferdast um heiminn i riflega fimm manudi og nadum vel saman enda a svipadri bylgjulengd.

Vid hossudumst 30 km ut i eydimorkina i jeppa og thar bidu okkar thrir leidsogumenn og sjo fretandi kameldyr (thessi sem hafa einn fituhnud a bakinu). Nu var ekki aftur snuid. A bak thessara risavoxnu skepna skyldum vid! Thau voru vel tamin og lagu kyrr medan vid klofudum upp a breitt bak theirra. Svo thurfti madur ad halda thettingsfast um hnakkinn thegar tivolitaekjunum thoknadist ad risa a faetur ellegar hefdu thau theytt manni mannhaed nidur a melinn. Tha heldum vid af stad, mis taugaveiklud en hlaejandi tho. Eydimorkin su er tho olik theirri hugmynd sem madur hefur um eydimerkur. Thessi var meiri melur med stoku trjam og kaktusum.

Kristin Helga var serstaklega heppin thvi farkostur hennar gaf fra ser mokunarhljod mjog reglulega alla dagana. Karlkyns kameldyr kalla a hitt kynid med thvi ad blasa ut flipa i munnvikinu sem lekur ut ur trantinum a theim og likja thannig eftir eigin kynfaerum. Med thessu framkalla their hljod sem likja ma vid ad vatn sjodi djupt ofan i kokinu a theim. Thessar adfarir thottu okkur bradfyndnar og Kristin gat avallt thekkt sinn farskjota a hljodinu.

Fyrsti vidkomustadur okkar var thorp (tvo hus). Abuendur voru augsynilega turistavanir thvi their voru med alla frasana a hreinu: “One pen?”, “Ten rupee?”, “Cigarette?”, “One photo?”. Hafandi neitad theim um thetta bentu thau a allt lauslegt og vildu ymist profa eda hirda solgleraugu, ur, hofudfot og toskur. Dan losadi okkur undan okinu og rulladi handa theim sigarettu. Vid hlupum svo brott og hossudumst lengi vel i steikjandi hitanum. A vegi okkar urdu ernir, hvirfilbyljir, hraegammar, rullujurtir, dadyr, geitur, kaktusar og einstaka smali med rolluhop. Thegar degi var tekid ad halla og rassar farnir ad sarna komum vid ad gullnum sandoldum og hofdum vid thar nattstad. Vid priludum uppa oldurnar og horfdum a solarlagid. Leidsogumennirnir eldudu agaetan mat og vid undum okkur vid vardeldinn fram a kvold og sofnudum svo undir bjortum stjornunum, fjarri borgarljosunum.

Morguninn eftir voknudum vid med rigningu i andlitid. Ekki alveg thad sem vid bjuggumst vid i eydimorkinni. Vedrid thennan daginn (og lika reyndar thann naesta) var hryssingslegt. Flokkurinn helt thvi half hnipinn af stad a kameldyrunum. Kvoldid adur hafdi Toni kvartad i leidsogumennina yfir kjotleysi. Thad gladnadi aldeilis yfir theim og their sogdust geta keypt geit og slatrad. Okkur fannst thetta ad sjalfsogdu afar spennandi. Thegar lida tok a daginn  leitudum vid skjols i forgardi bonda nokkurs sem seldi okkur bjor til ad skola geitinni nidur seinna um daginn. Hun stod rigbundin vid tre og vissi ekki hvada orlog bidu hennar. Til ad auka a dramatikina nefndum vid hana Gudnyju en Bretarnir kolludu hana thvi ofrumlega nafni Bloodbath. Hun fekk sidar ad kenna a flugbeittum vasahnifi Ottos (besta saxinu sem vol var a) sem lek fimlega i hondum eins leidsogumannsins. Vid jopludum svo a olseigu geitarkjoti i indverskri sosu en possudum okkur a ad tina svort harin ur kassunni adur en hun ratadi upp i munn. Vid grunum tho leidsagnarana sterklega um ad hafa stungid undan bestu bitunum thvi skyndilega birtust sveitungar bondans i mikla atveislu. Thegar lida tok a kvoldid kveiktum vid eld og undum okkur vid spil og barum saman glymskratta (e. iPod).

Eftir svefnlitla og iskalda nott hossudumst vid sidasta spolinn i ollum okkar hlyjustu fotum. Sumir sveipudu sig svefnpoka - slikur var kuldinn. Thegar vid bordudum sidasta hadegisverdinn okkar var solin farin ad glenna sig litid eitt. Seinnipartinn okum vid svo med jeppanum aftur inn i baeinn og vorum thvi afar fegin ad komast undir kalda sturtuna.

Thegar vid komumst ad thvi hvernig skipuleggjendur safariferdanna fara med leidsogumennina reiddumst vid. Their eru uti i eydimorkinni med misskemmtilega ferdamenn tuttugu daga i manudi. Their ganga mestalla leidina, sja alveg um skepnurnar, elda mat ofan i svanga ferdalanga og breida meira ad segja yfir tha fyrir svefninn. Their eru stodugt a tanum thvi fai their eina kvortun verda their reknir umsvifalaust. Fyrir thetta fa their 1500 INR a manudi sem samsvarar 2600 ISK. Til hotelsins borgum vid 2000 INR fyrir safarid. Maturinn kostar thar af 150 INR og ulfaldaleiga milli 500 og 600 INR. Restin rennur til hotelrekanda. Skitablesar. Thegar vid attudum okkur a thvi hvernig hlutunum er hattad gafum vid theim riflegt thjorfe og vasaljos til ad leita kameldyranna i nattmyrkrinu. Vid erum ad velta fyrir okkur ad koma a fot stettarfelagi kamelleidsogumanna.

Vid tokum dag i ad jafna okkur a rasssaerinu, forum i nudd og hofdum thad huggulegt. Leidir skildu vid Andy og Richard en vid afredum ad verda Dan og Toni samferda til Bikaner. Um midjan thridjudaginn sidasta heldum vid af stad med rutu aleidis til Bikaner. Su rutuferd rennur okkur seint ur minni. Thegar rokkrid var skollid a og um klukkustundar akstur var eftir til Bikaner maettum vid trukki. Bilstjorinn okkar thurfti ad sveigja fra og endasentist milli vegarhelminga i thrigang adur en hann nadi rutunni a rettan kjol. I sidasta skiptid vorum vid thess fullviss ad rutan myndi velta. Slikur var hamagangurinn ad styrisbunadurinn gekk ur lagi og vid mattum bida i naerri tvaer klukkustundir eftir annarri rutu. Su var mun minni en eins og Indverjum einum er lagid trodu their ser inn hver um annan thveran. Vid vesturlandabuarnir, saettum okkur ekki vid thennan sardinuhatt, serstaklega vegna thess ad their vildu setja farangurinn okkar upp a rututhakid. Eftir sma karp fengum vid ad sitja frammi i hja bilstjoranum med farangrinum okkar. Vid satum thar sex og tho throngt vaeri a thingi var thad samt skarra en aftur i rutu. Frammi i saum vid glogglega af hverju slys sem thessi henda her i landi. Bilstjorinn gerdi nanast allt nema ad horfa fram a veginn. Hann thurfti ad tala vid farthega aftur i rutu, ad hraekja oft ut um gluggann, skipta titt um hljodsnaeldur, maula snakk og virda sjalfan sig fyrir ser i baksynisspeglinum. Vid vorum threytt og pirrud thegar vid loks logdumst til svefns a gististadnum okkar i Bikaner.

Nuna erum vid i Nawalgarh. I naestu faerslu greinum vid fra dvol okkar her og i Bikaner, en tha verdum vid komin til Delhi. Vid sjaum okkur ekki faert ad hlada inn videigandi myndum i thetta skiptid en vonandi koma thaer a morgun eda hinn. Thid getid thvi farid ad hlakka til ad sja okkur a ulfaldabaki i eydimorkinni.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin12 ummæli við „Ulfaldasafari og rutuhavari“

 1. Fred Scott ritaði:

  Gott að heyra frá ykkur, ljóta uppákoman með þessa “Sleitustaðarútu”. Þessi fýrar eru líklega forlagatrúar og skeyta lítt eða ekkert um að fara að umferðarreglum. Keyra kanski bara eftir minni og sögusögnum! Blessuð sé minning geitarinnar Guðnýjar, gott að þetta tók fljótt af með ofurvopni Ottomans, ég trúi ekki öðru en að hún hafi verið bragðgóð inn við beinið. Hér er vetur og talsverður trekkur, m.a trekkir um gamla góða Villa, hann er að íhuga stöðu sína eftir endalaust misminni í REI málinu. Farið vel með ykkur og bestu kveðjur, Fred.

 2. Góa ritaði:

  Hæ, hæ!

  Já það eru nú meiri ævintýrin sem þið lendið í. Þið bárust einmitt í tal á alsherjar afmælisveislu um helgina, er eiginlega búin að standa yfir í 3 daga, meira og minna. Jú, jú, Breki kallinn var að ná því að komast á skólaaldurinn, orðinn 6 ára kallinn.
  Sem sagt margir í veislunni sem öfunduðu ykkur af ferðalaginu og vildu slást í förina, ég þar með talin. Þetta væri sko alveg eitthvað fyrir mig.
  Gangi ykkur vel í framhaldinu og kveðjur úr Vesturgilinu.

 3. Kristján Einarsson ritaði:

  Gaman.

 4. Erla ritaði:

  Kósí… ég velti því fyrir mér hvort lífið bjóði í alvörunni uppá svona kósíheit, eða hvort þið séuð bara svona skemmtilegt sögufólk? má segja bæði?

 5. Ranna ritaði:

  Ég er góð í að leika kameldýr!! Youtube sannar það! Ég öfunda ykkur á að hafa farið í indverskt nudd…Hef einu sinni farið í svoleiðis og ég gleymi því aldrei…sjæse! Reyndar var það í Californiu þannig það var pínu svindl;)

 6. Steinunn ritaði:

  Eftirfarandi samræður áttu sér stað á msn rétt áðan:

  Kristín Helga says:
  hi
  Steinunn says:
  hej
  Steinunn says:
  hvað er að frétta frá Indlandi ?
  Kristín Helga says:
  indlandi jah
  Kristín Helga says:
  ur fried didnt sighn out
  Kristín Helga says:
  from this system in paharganj delhi
  Kristín Helga says:
  u speak german??
  Kristín Helga says:
  so here i was suddenly u becom online
  Steinunn says:
  hahaha
  Kristín Helga says:

  Steinunn says:
  I think she would like you to sign out from her msn please
  Kristín Helga says:
  yes how to do it??
  Kristín Helga says:
  u can mail me at kulvindersinghvirk2002@yahoo.co.in
  Kristín Helga says:

  Steinunn says:
  just go to the menu and sign out
  Kristín Helga says:

  Kristín Helga says:
  k
  Kristín Helga says:
  nice meeting u are u single???
  Steinunn says:
  nóbb
  Kristín Helga says:
  m 30 single here
  Kristín Helga says:
  ooops
  Steinunn says:
  og ef þetta ert þú Kristín, þá vil ég vita hvað þú varst að sniffa!
  Kristín Helga says:
  or come over to okut kulvinder s v,india,and enjoy some nice pics of my country
  Kristín Helga says:
  sniffaa??? wats that??
  Kristín Helga says:
  aa “orkut” to be precise
  Steinunn says:
  ok
  Kristín Helga says:
  i found the menu signin out.
  Kristín Helga says:

  Kristín Helga says:
  yummy.
  Steinunn says:
  congrats
  Steinunn says:
  well then sign out
  Kristín Helga says:
  in the menu i cant find sign out option i use yahoo….
  Kristín Helga says:
  there is action and edit and within it ,help..
  Steinunn says:
  its menu - file - sign out.
  Steinunn says:
  it’s no rocket science
  Kristín Helga says:
  in file there is only
  Kristín Helga says:
  ya
  Kristín Helga says:
  thjere is close in it..
  Kristín Helga says:
  no sighn out i swear

  Og svo var “Kristín Helga” offline.

  P.S. Þar sem kemur “Kristín Helga” og svo bara eyða, voru gærulegir broskallar.

  Bestu kveðjur og ósk um betri rútur (og betri rútubílstjóra),
  Steinunn Rögnvalds

 7. Magni Þór ritaði:

  hahaha frábært samtal :D Ef þið ætlið að setja á fót stéttasamtök kamelleiðsögumanna þarna úti er ég meira en tilbúinn að stofna systursamtök hérna heima á klakanum :)
  Hafið það sem best þarna úti

  PS
  Mamma ljómaði með nafnið á geitinni ;)

 8. Magni Þór ritaði:

  PSS: MA vann FSu 30-24 í Gettu betur og við erum því komin í undanúrslit :D

 9. Þórdís ritaði:

  GG hjá ykkur, hlýtur að hafa verið “sérstaklega gaman” í rútunni. Ég hef komið á bak úlfalda eða eitthvað svoleiðis á Kanarí (Fuertuventura) það er GG. Skemmtið ykkur ógeslega vel….:-):-)
  Þórdís

 10. RaggaÝr ritaði:

  hahaha.. Kristín mundu eftir að signa þig út af msn þegar þú notar þessar tölvur.

  hafið það gott
  knúsknús

 11. -GtA ritaði:

  Ég er abbó útí Steinunni, thetta virdist hafa verid frábaert samtal vid frábaeran gaur sem ég vil giftast;)

  Annars eru engir úlfaldar hér, bara saeljón (og gaurar sem líta út eins og saeljón)!

  kiss (oj)

 12. Guðni ritaði:

  Vá, þetta er besta samtal sem ég hef nokkurntíma lesið hahaha!

  Mig langar á úlfalda…