Vid komumst vid illan leik til Bikaner eins og vid greindum fra i sidustu faerslu. Fyrsta daginn aetludum vid (asamt Toni og Dan) ad skoda okkur um i baenum. Vid thrommudum gladbeitt og vongod aleidis en komumst fljott ad raun um ad thetta var talsvert lengra en vid heldum. Vid vorum svo heppin ad godlegur eldri madur stodvadi jeppann sinn og baud okkur fjorum far nidur i midbae. Vid komumst fljott ad raun um ad thetta var sjalfur Camel Man. Hann var frumkvodull i ferdamannabisness i Bikaner og rekur nu gistiheimili og ser um safariferdir. Thessutan heldur hann uti vefsetrinu camelman.com. Vid vorum afar hissa thegar hann hleypti okkur ut nalaegt midbaenum an thess ad krefjast nokkurs af okkur (en thad er ekki indverskra sidur). Bikaner er ljotur baer og leidinlegur. Grar og gugginn, rykugur Vid entumst thvi ekki lengi a vappi um gotur baejarins og afredum ad vid skyldum hafa samband vid Camel Man og bidja hann um a keyra okkur um a jeppanum sinum og sina okkur nanasta nagrenni baejarins.

Og thad vard ur. Vid maettum a hladid hja honum snemma morguns. Forinni var fyrst heitid i musteri yfirfullt af helgum rottum og tha a rikisrekinn ulfaldabugard (e. Camel breeding farm). Vid brunudum i jeppanum eftir misgodum mismalbikudum vegum og eftir klukkustundar akstur eda svo komum vid ad musterinu. Musterid ber nafnid Karni Mata sem var Hindu-gydjan Ganga endurfaedd. Sonur Karni Mata let einhverra hluta vegna lifid og modirin fekk einhvern gudinn til ad endurvekja hann. Hann endurfaeddist sem rotta. Tha er thvi truad ad allir afkomendur Karni Mata endurfaedist sem rottur. Um 600 fjolskyldur rekja aettir sinar til Karni Mata og thaer venja komur sinar i musterid og lita eftir med latnum aettingjum sinum. Margt finna mennirnir ser misgafulegt til dundurs. Rotturnar lifa godu lifi thar i musterinu. Thaer eru matadar a saetindum og mjolk og holdafarid eftir thvi. Vid skemmtum okkur konunglega innan um rotturnar - skolaus ad sjalfsogdu, annad er oleyfilegt. Sum okkar tindu thess i stad til thykkustu sokkana sem fundust i pokunum. Thaer skutust fyrir og yfir lappirnar a manni i hundradatali. En thad thykir vist serlega gott thoknist rottu ad hlaupa yfir faetur mann, og eg tala nu ekki um ad staldra thar litid eitt vid eins og ein theirra gerdi a Kristinu. Thetta var allt saman mjog serstakt og ahugavert. Musterid ad vanda glaesilegt, skorid ut i marmara. Sennilega flottasta hus sem byggt hefur verid til handa nagdyrum a jordinni. A bakaleidinni komum vid vid a ulfaldabugardinum. Fylgdumst med nyfaeddum ulfoldum skjogra um og hlyddum a romantisk mokunarhljod karldyranna.

Vid aetludum naest til Nawalgarh (litils baejar a leidinni til Delhi) og vorum svo heppin ad sjalfur Camel Man var a leidinni til Delhi og gat thvi skilad okkur i nalaegt thorp og thadan gaetum vid tekid rutu. Leidir skildu med okkur og Bretunum en theirra leid la nordar en okkar. Ur thorpinu skroltum vid i yfirfullri rikisrutu sidustu metrana. Vid attum pantad plass a flottasta hotelinu i Nawalgarh, Apani Dhani. Apani Dhani er meira en bara hotel. Thetta er litill sjalfbaer fjolskyldurekinn bugardur. Thau flokka rusl, raekta allt graenmeti sjalf, nota solarrafhlodur til ad anna orkuthorf heimilisins og gististadarins og mida ad thvi ad vardveita menningu stadarins. Okkur vard titt hugsad til Gittu og Stebba Gisla medan vid dvoldum i Apani Dhani. Tharna hittum vid fyrir fyrstu alvoru hugsjonamennina a manadarlangri for okkar um Indland. Andrumsloftid thar var med afbrigdum roandi og maturinn listagodur. Vid sottum namskeid i taulitun og forum a annad matreidslunamskeid. Svo skemmtilega vildi til ad konan sem vid sottum med matreidslunamskeidid i Udaipur, var a thessum sama stad tharna i Nawalgarh og a sjalfsogdu sat hun thessi namskeid med okkur lika. Vid gistum i litilli huttu ur leir med strathaki og undum okkur vid lestur og slokudum a adur en vid heldum afram i gedveikina i Delhi.

En svo kom ad thvi, saelan tok enda. Vid stodum frammi fyrir thvi ad hristast i sundur med Indverja i fanginu i sex tima rutuferd til Delhi eda leigja bil med belgiskum hjonum. Ordin helst til of thaegindavon eftir dvolina a bugardinum voldum vid seinni kostinn. Vid lentum reyndar i dalitid hressilegri umferdarteppu og bilstjorinn okkar aetladi nu aldeilis ad redda thessu. Su Bjarmalandsfor bilstjorans lengdi ferdina um thrja klukkutima en hann, kominn vel af fyrirhugadri leid, thurfti ad spyrja til vegar a.m.k tiu sinnum. Einhverju sinni thegar farid var ad styttast i annan endan a ferdinni og okkur farid ad lengja eftir hotelherbergi spurdum vid hann hversu langt vaeri til Delhi. “Half hour to three hours.” svaradi felaginn spekingslega. Ekki mikid a thvi ad graeda. Sem betur fer voru ferdafelagar okkar skemmtilegir svo thessir thrir timar til eda fra skiptu ekki ollu mali.

Nu erum vid i Delhi. Erum komin med vegabrefsaritun til Mongoliu en russneska sendiradid vildi ekkert fyrir okkur gera. Vid reddum thvi i Kina. Erum buin ad panta flug til Kathmandu thann 20. feb n.k. Okkur tokst ad gleyma myndavelinni med ollum myndunum ur ulfaldasafariinu, Bikaner og Nawalgarh i bilnum fra Nawalgarh en thad blessast. Hinir saenskthenkjandi Indverjar a sjalfbaera bugardinum, aetla ad senda hana med folki sem er a leid til Delhi. Vid faum hana ekki a morgun heldur hinn en thurfum sennilega ad geyma ad setja inn myndir thangad vid komum til Nepal. En vid erum thvi midur ekki med neinar myndir fram Delhi, enda ekki mikid ad sja her i mengudustu borg i heimi.

Bestu kvedjur heim,

-Otto og Kristin3 ummæli við „Rottur og saenskthenkjandi Indverjar“

 1. Olga ritaði:

  Sæl heimshornaflakkarar, takk fyrir póstkortið. Við fylgjumst vel með ferðum ykkar hér á Fróni. Reisubók Ottós og Kristínar er í “favorites” í tölvunni :)
  langaði að segja ykkur að nú er gettu betur komið á fullt í sjónvarpinu og mikið auglýst. Getiði hver sést tryllast af fagnaðarlátum í þokkalegri nærmynd í auglýsingunni…jújú það er hann Ottó :)

  Hafið það gott, Hjallinn biður að heilsa

 2. Sigga Ásta ritaði:

  Þú heppin, Kristín!! að rottan skuli stoppa svona á fætinum á þér:) alltaf gaman að lesa.

  Ekkert merkilegt svosum að frétta héðan af fróni. Ég og Kristján ætluðum í göngutúr í gær og fá okkur ís. Það varð ekkert úr því og í staðinn klippti ég hann:) HAHA það er mjög fyndið!!

 3. Fred Scott ritaði:

  Jahérna Kristín Helga, hún mamma þín væri líklega ekki tilbúin að skoða rottumusterið ! Hvernig er með gps tækið ? Er ekki málið að sækja gps punkt á áfangastað á netið og slá punktinn inn í gps tækið og fara síðan í “GO too” funksjón og þá er kominn þessi fíni stefnuviti fyrir villta innfædda bílstjóra ! Hvaða þvergirðingsháttur er þetta á okkar góðu rússnesku vinum í austri, vilja þeir ekki afgreiða vísum og sýna ríki Putins. Gott að vísað til Mongólíu er í höfn, munið að vitja um graðhestinn hans Guðna á sléttum Mongólíu. Vonandi skilar myndavélin sér, alltaf gaman að fá myndir inn á síðuna. Farið varlega og munið að sýna heimamönnum virðingu og empatíu, bestu kveðjur, Fred.