Myndir

19. febrúar 2008

Vid fengum myndavelina aftur fyrir nokkrum stundum. Erum buin ad setja inn myndir fra Jaisalmer, ulfaldasafariinu, Bikaner og Karni Mata (rottumusterinu). Vid hvetjum lesendur til ad skoda myndirnar i numerudu myndasofnunum i hlidarreininni haegra megin a sidunni, thar eru myndirnar nefnilega i timarod.

Vid fljugum til Kathmandu i fyrramalid. Oskid okkur godrar ferdar.

Kvedjur,

-Otto og Kristin11 ummæli við „Myndir“

 1. Ólöf ritaði:

  Þvílík rottuógeð. Var ég ekki búin að biðja um að roottumyndirnar væru sér? Forvitnin varð óttanum yfirsterkari, svo ég hafði það af að skoða myndirnar, með öðru auganu.
  Góða ferð til Nepal. Mamma í Huldugilinu

 2. Unnar bróðir ritaði:

  Skemmtileg getraun Ottó minn,
  enn að hugsa hvaða lag þetta er :)

 3. Unnar bróðir ritaði:

  Mamma veit hvaða lag þetta er,
  hún er búin að syngja það fyrir
  mig en veit ekki hvað það heitir. ;)

 4. Sara frænka ritaði:

  Góða ferð elskurnar, ég varla þori að skoða rottumyndirnar en er að tala í mig kjark. Bið að heilsa munkunum í Nepal og vonandi fáið þið andann yfir ykkur.

  Kossar og knús úr 108 RVK

 5. Unnar bróðir ritaði:

  Búin að fatta þetta, stefið úr Indiana Jones. :)

 6. Dísa amma ritaði:

  Flott úlvaldalestin,en ekki sýndist mér vera mjög lífvænlegt þarna í eyðimörkinni. Rotturnar voru líklega betur aldar þarna í musterinu heldur en í fjárhúskrónum á Ytri-Vík fyrir margt löngu.
  Þið eigið allar okkar bestu ferðakveðjur.
  Farið bara alltaf varlega.
  Amma og afi í Sólvallagötunni

 7. Guðrún Ólafsdóttir ritaði:

  Hæ ferðalangar.
  Gaman að fylgjast með ferðasögunni og skoða myndirnar. Sérstaklega vegna þess að 1996 fórum við í viku ferð frá Delhi og þetta vekur gamlar minningar.
  Góða ferð áfram.
  Gunna og Sigfús

 8. Hrönn frænka ritaði:

  Þvílík ævintýraför! Myndirnar úr eyðimörkinni, mér var ýmist kalt eða heitt við að horfa á þær –sannkölluð útlega, eldað yfir hlóðum, maturinn,ekki sérlega lystugur eða þannig sko!
  Já rotturnar drottinn minn—það má með sanni segja að mannskepnan finni sér ýmislegt til dundurs! Þær voru gírugar yfir grautardallinum. ojoj Ég velti því fyrir mér hvort þið hafið þurft að vera á sokkunum inn í rottumusterinu og láta skítuga smitberana troðast á tánum á ykkur? Engu að síður ævintýri. Þá fannst mér kindurnar —eða voru þetta geitur býsna myndarlegar sú í leigaranum sló öllu við.

  Gangi ykkur áfram allt í haginn. Ég bíð spennt eftir sögum frá Nepal. Góðar kveðjur úr Hjallanum

 9. Eyþór ingi ritaði:

  Góða ferð :D

 10. Fred Scott ritaði:

  Sæl skötuhjú, gott að heyra að þið eruð heil í Kathmandú. Ljóti þrjóturinn þessi sem stal af ykkur myndavélinni, vona að samviskan kvelji hans sálartetur um aldur og æfi. Gangi ykkur vel í fjallgöngu og flúðasiglingum og forðist skæruliða og aðra sem hamast við að bjarga heiminum, hvort sem er með byssum eða guðs orði. Héðan af skerinu er allt gott að frétta, Villi er að skríða undan feld að hyggst taka við borgarstjórastólnum að ári. Íslensku bönkunum er spáð gjaldþroti til hægri og vinstri og nú fer hver að verða síðastur að koma sínu sparifé fyrir í erlendum bönkum. Össur ráðhera tók æði í næturbloggi sínu og úthúðaði Gísla Marteini á svívirðilegan og persónulegan hátt, menn velta fyrir sér á hvaða næturfóðri ráðherrann er. Þetta fer að verða vandræðalegt fyrir Samfylkinguna. Bestu kveðjur, Fred Scott.

 11. Júlíus ritaði:

  Komið sæl mínir kæru vinir!

  Long time no see - eins og þar segir. Ég biðst afsökunar á litlum skrifum af minni hálfu, en það kemur til af óviðráðanlegum orsökum; ég var í stóru prófi 19. feb (gekk mjög vel) og er síðan þá búinn að skemmta mér ægilega (of) vel… hóst hóst…

  En nú tekur daglegt líf við á ný og lesningar uppáhalds bloggsíðu minnar byrja aftur. Óskaplega gaman að lesa um ævintýri ykkar og hlakka til að heyra meira. Það liggur við að færslurnar séu ekki nógu langar (þótt langar séu) því það er svo gaman að lesa/öfunda/gleðjast yfir frásögnum ykkar.

  Mig hreinlega langar núna til Indlands, það hefur mig aldrei langað áður. Ég er viss um að Katmandú og Nepal verður ótrúlegt.

  Góða ferð áfram elsku dúllurnar mínar og góðir straumar frá mér til ykkar beggja, hvert sem leiðin liggur … (háfleygur og væminn - það er ég í hnotskurn)