Indland er algjor russibanareid fyrir oll skilningarvitin. Thad sem fyrir augu ber er eitthvad alveg nytt. Vid sjaum rikidaemi og fataekt, konur i litfogrum sari-klaedum klofa yfir ruslahauga og betlara og glaesilegar byggingar gnaefa yfir fataektarhreysin. Hlustirnar fyllast af hropum akafra solumanna, helgisong hindu-presta, hundsgelti, eymdartoni betlaranna, havaerum bilflautum sem theyttar eru vid minnsta tilefni og svo natturulega eftirfarandi frosum sem vid heyrdum areidanlega thusund sinnum: “Hello sir/Excuse me Madam. Can I help you? No? Where are you from? Ah, Iceland… Very cold, yes? Madam! Sir!” Og svo natturulega lyktin. Staek blanda af svita, skolpi (enda liggja raesin ofanjardar), kryddi, reykelsi, hlandi, brennisteini, eldsneyti, brennandi rusli og saetri lykt af djupsteiktu gotugodgaeti. Bragdlaukarnir fengust vid allar thessar missterku kryddblondur, sem annad hvort svida tunguna eda eru svo margslungnar ad vid berum vart skynbragd a helming theirra kryddtegunda sem thar ma finna.

Su hugmynd sem vid hofdum um Indland og Indverja er dalitid frabrugdin theirri hugmynd sem vid hofum nu, eftir manadar ferdalag. Thad sem kom okkur einna mest a ovart var hversu orugg okkur fannst vid vera. Tho areitid hafi vissulega verid yfirthyrmandi a stundum eru Indverjar fridarins menn og er erfitt ad sja fyrir ser Indverja beita hnefunum.

Vid vorum natturlega gestir i theirra landi og okkur ber thvi ad virda tha sidi og venjur sem their vidhafa. Vid getum tho ekki horft framhja thvi ad mannrettindi eru vida thverbrotin og sumir indverskir sidir og venjur hamla thvi ad nokkud se unnt ad adhafast i theim malum. Fyrst viljum vid koma adeins nidur a stodu kvenna. Mestallt thad sem vid tinum til her a ekki vid a hja efri stettum og i “vestraenni” borgum eins og Delhi og Bombay. Enn thykir miklum mun betra ad eignast strak en stulku. Mymargar omsjarstodvar eru starfraektar vida um Indland svo verdandi foreldrar geti akvedid hvort eyda eigi fostrinu eda ekki. I fataekari herudum thar sem folk hefur hvorki efni a fostureydingum ne omskodunum eru stulkuborn myrt stuttu eftir faedingu. Ad medaltali eru um 900 stulkur a hverja 1000 drengi og i theim herudum sem verst eru sett eru faerri en 800 stulkur a hverja 1000 drengi. Se hart i bui eru tharfir drengsins idulega teknar fram yfir baedi hvad vardar adbunad heima fyrir og menntun. A theim svaedum thar sem konur eru verst settar er theim gert ad huka innandyra og sja um heimilisstorfin og er oheimilt ad stiga ut fyrir hussins dyr. I Rajasthan-heradi (thar sem vid ferdudumst um) var ekki oalgengt ad sja konur sem huldu allt andlit sitt. Ein astaeda thess ad stulkur thykja verri kostur er ad thegar foreldrar gifta stulkuna ad heiman tharf ad greida med theim riflegan heimanmund. A stundum thegar eiginmanninum og fjolskyldu hans thykir skorid hafa verid vid nogl thegar kom ad greidslu heimanmundar lenda thaer osjaldan i “eldhusslysum”. Margar deyja af brunasarum, odrum er vart hugad lif en thaer sem lifa thykja ekki lengur heppilegt kvonfang og tha getur madurinn gifst aftur. Arid 2006 voru um 8000 daudsfoll rakin til onogs heimanmundar. Thaer tolur eru sennilega talsvert haerri og fjoldi theirra kvenna se tharf ad thola einhverskonar ofbeldi sokum thessa er areidanlega margfold danartidnin.

Thegar vid vorum i Jodhpur rombudum vid inn i kryddbud thar sem vid keyptum forlata saffran sem var reyndar nappad af opruttnum starfsmonnum postthjonustu thar i bae. Stulkan sem seldi okkur saffranid var a aldri vid okkur og hun asamt systrum sinum sex og modur raku nu thessa kryddverslun ad fodur theirra latnum. Hann hafdi stofnad thessa kryddverslun sem thykir su finasta i Jodhpur. Eftir ad fadir theirra lest og thaer toku vid rekstrinum hefur maett theim gridarlegt motlaeti. Ymsum brogdum hefur verid beitt til ad koma theim a kupuna og upplifa thaer mikla andud i sinn gard, meira ad segja af halfu annarra kvenna. Reynt er ad herma eftir budarnafninu og adrir sem hondla med krydd nota eins pakkningar um voruna til thess eins ad villa um fyrir kunnanum. I eitt skiptid var meira ad segja gengid svo langt ad skrufad var fyrir vatnid inn i husid til theirra. Ekki er haegt ad kaera og treysta a lagalegu hlidina thvi menn eru bunir ad muta monnum i bak og fyrir til ad koma i veg fyrir slik othaegindi. Thessi bellibrogd hafa tekid sinn toll af rekstrinum en loksins nuna er ad raetast ur vidskiptunum. Thad thykir argasta hneisa ad fyrirtaekid skuli eingongu rekid af konum.

Vid fengum lika a tilfinninguna ad Indverjar og tha serstaklega karlpeningurinn hafi dalitid brenglada mynd af sidferdi vestraenna kvenna. Enda eru theirra kynni af theim einna helst gegnum MTv og Baywatch. Kristin reyndar slapp vel thvi Otto var med i for en thurfi oft ad sviga a throngum gotum undan korlum sem gengu augsynilega viljandi beint framan a hana. Samtalid thar sem einhver indverskur herra reynir vid vinkonu okkar Steinunni gegnum MSN-id hennar Kristinar er kannski dalitid fyndin birtingarmynd thessa en lysir samt agaetlega vidhorfinu. Thad ma finna i athugasemd vid tharsidustu faerslu.

Enn er stettskiptingin rik i Indverjum tho buid se ad afnema hana med logum. Verst er komid fyrir betlurunum sem sitja a botninum. Their eru eiginlega ekki hluti af stettakerfinu heldur standa their utan thess og eru ogildir samfelagsthegnar. I lestinni fra Bombay til Delhi spjalladi Kristin vid einn klefafelaga okkar sem var Indverji. Talid barst ad menntun og Kristin spurdi hvort oll indversk born faeru i skola svaradi hann jatandi. “Lika betlarabornin?” spurdi Kristin. “Nei, ad sjalfsogdu ekki” svaradi hann til. Betlararnir teljast semsagt ekki med thegar talad er um Indverja og thessi madur virtist hinn vaensti og meira ad segja tiltolulega nutimalegur i hugsun.

Thad kom okkur a ovart hvad vid saum marga her a Indlandi an utlima. Seinna komumst vid ad thvi ad their sem lenda i slysi og eiga ekki pening fyrir laekniskostnadi missa utliminn. Handleggs- eda fotbrot hja theim verr settu thydir thannig einum handlegg eda fotlegg faerra. I Bombay saum vid mann sem var utlimalaus, bukurinn la a trebretti sem felagar hans yttu afram. Thessum midaldalaekningaradferdum er beitt i landi thar sem laeknavisindin eru nogu langt a veg komin til ad skilja ad siamstvibura med sameiginleg liffaeri og utlimi.

Burtsed fra thessu var ferd okkar um Indland hreint frabaer og gaman ad fa innsyn i menningu sem er rosalega frabrugdin okkar eigin.

Nu erum vid vid komin til Nepal, dvoldum i Kathmandu i nokkra daga og skipulogdum aframhaldid. Nu erum vid komin til Pokhara sem er 177.000 manna baer, 15 km nordvestur af Kathmandu. Hedan er utsyni yfir Annapurna-fjallahringinn (thegar ekki er skyjad). Vid aetlum i sex daga gonguferd her um nanasta nagrennid i von um ad fa betra utsyni yfir nokkur af haestu fjollum heims (sem eru i Annapurna). I framhaldinu forum vid a gumbati nidur einhverja laekjarspraenuna her i Nepal og endum aevintyrid i Chitwan-thjodgardi theirra Nepala thar sem vid bindum vonir vid ad sja tigrisdyr og nashyrninga af filsbaki.

Ad endingu koma her nokkrar stadreyndir ur GPS-taekinu hans Ottos. A ollum vidkomustodum setur Otto inn punkt i taekid og getur thannig buid til leidir og sed hversu langt vid hofum ferdast. Fra thvi ad vid logdum af stad fra heimilum okkar thann 2. jan og thangad til nuna hofum lagt ad baki taeplega 13.600 km. Ad sjalfsogdu er thessi tala eitthvad minni en rauntalan thvi GPS-taekid reiknar vegalengdir i loftlinu. Sennilega er rett tala einhversstadar milli 15 og 16 thusund km. Fra hotelinu okkar i her i Pokhara eru 7716 km heim i Holaveg (Otto) og 7712 km heim i Huldugil (Kristin). Nu erum vid stodd a 28°12′26,1″ Nordlaegrar breiddar og 83°57′33,8″ Austlaegrar lengdar og erum 801 m yfir sjavarmali. Her ris solin 24 minutur yfir 6 ad morgni dags og sest thegar klukkuna vantar 10 minutur i 6 ad kvoldi. Klukkan her i Nepal er 5 timum og 45 minutum a undan klukkunni heima a Islandi. Svona er nu heimurinn skemmtilegur!

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin 

E.s. Opruttinn adili nappadi myndavelinni okkar i Kathmandu. Dalitid kaldhaedid i ljosi thess ad vid vorum nybuin ad endurheimta hana. Vid keyptum okkur nyja og glaesilega vel, Canon EOS 400D. Myndirnar ur fjallgongunni verda thvi flottar sem aldrei fyrr. (Ad thvi gefnu ad velinni verdi ekki stolid a leidinni…)8 ummæli við „Eftir Indland og framhaldid i Nepal“

 1. Kristján Einarsson ritaði:

  Pokhara er 198 km nordvestur af Kathmandu held ég.
  En ekki rífst ég við GPS-inn hans Ottós.

  En leiðinleg athugasemd. Bæ

 2. Magni Þór ritaði:

  ég var að átta mig á því hvað þið eruð geðveikt langt í burtu! Ja hérna hér!

  Bestu kveðjur.

 3. SigrúnBen ritaði:

  Get ekki staðist það að skrifa athugasemd þar sem mér fannst þetta blogg svo áhugavert að mér tókst að lesa þetta allt (gerist ekki oft)!

  Gaman að heyra hvað þetta er frábært ferðalag hjá ykkur! Haldið áfram að skemmta ykkur vel!

  Kveðja úr kuldaun á AK!

 4. Fjóla frænka ritaði:

  Las innblásinn fyrirlesturinn um indverska menningu og hugsunarhátt af miklum áhuga. Hlakka til að heyra um upplifunina af því að standa undir hæstu tindum heims. Þið eruð sniðug og snjöll að hafa planað þetta ferðalag og lukkunnar pamfílar að fá að njóta. Farið alltaf varlega. Kærar kv. að austan

 5. Axel Aage ritaði:

  Andskotans. Tapaðist þá minniskort með myndum á þegar myndavélinni var stolið?

  Annars bið ég bara að heilsa.

 6. Dísa amma ritaði:

  Vorum að lesa síðustu færsluna núna. Ja þvílíkt æfintýralíf. Það hefði alveg mátt segja mér að þið væruð ennþá lengra í burtu miðað við um 400 km. til Rvk. Haldið fast um myndavélina og gætið ykkar vel.
  Kærar kv.úr Sólvallagötunni

 7. Júlíus ritaði:

  haha en leiðinlegt komment kristján

  og ekki er mitt skárra

  segið: नमस्ते frá mér.

 8. Eyjólfur ritaði:

  Heil og sæl

  Ég hef ekki fylgst reglulega með þessu bloggi, en hefur oft verið hugsað til ykkar og reyndi svo eftir bestu getu í dag að muna eftir jólakortinu frá þér Ottó minn, sem ég átti líka eftir að þakka þér fyrir. Fann þessa síðu eftir stutta google leit og hef eytt dágóðri stund af deginum í dag í að lesa allar færslur og allar athugasemdir. Þvílík snilld, tígrisdýr af fílsbaki. Er plan A að kíkja upp á Everest? :)

  Óska ykkur áframhaldandi góðrar skemmtunar og verið bara nógu tortryggin :)

  Bestu kveðjur,
  Eyjólfur

  E.s. Hittingurinn á Gamlárs fór ekki eins og ætlað var.