Vid vorum a badum attum um hvort vid aettum ad fara til Nepal eda hreinlega bara sleppa thvi i thessari yfirreid okkar um Asiulondin. Vid lasum i okkur hraedslu vid ferdalog um landid a opinberum vefsidum utanrikisraduneyta nagrannathjoda okkar sem lystu sprengingum og ofbeldi. Svo fer ad styttast i fyrstu kosningarnar i aratug sem verda haldnar eftir ruman manud - og eins daemin sanna hitnar monnum aedi oft i hamsi a thannig stundum. Vid holdum ad verid se ad kjosa i rikisstjorn og um stjornarskra. Undirbuningur kosninganna hefur ekki verid vandalaus thvi ad i tvigang hefur theim verid frestad vegna osaettis. En nu virdast saettir hafa nadst og af kosningunum verdur. Vid hofum rynt i blodin her i Nepal og spjallad litid eitt vid einn og einn vel valinn innfaeddan um thessi mal en thau eru aedi flokin. Nepalir hafa thurft ad thola ymislegt i gegnum tidina og thad sest vel a ibuum landsins sem eru hardir af ser og bera virdingu fyrir sjalfum ser og odrum. Flokkur Maoista er valdamikill og skerdir reglulega lifskjor landans til ad na fram einhverju af barattumalum sinum. Nu sidast er thad bensinskortur og hefur thad mikil ahrif a samgongur her i Nepal. Menn bida i rodum fram a naetur eftir eldsneytisdropa en ad sjalfsogdu er hann margfalt dyrari en vanalega i svona hallaerum. Vid lasum ad einhversstadar var sjukrahusi lokad thvi Maoistar sokudu laeknana um ad vera drifnir afram af “ameriskum imperialisma” eins og their ordudu thad. I kjolfarid dou flestir sjuklingana thvi meirihluti theirra hafdi ekki efni a ad lata flytja sig annad. Ennfremur thurfa Nepalir ad thola sjo klukkustunda rafmagnsleysi dag hvern. Thad vaeri gaman ad sja hvernig svoleidis gengi i islensku samfelagi. En nog af politik.

Vid lentum i Kathmandu 20. februar sidastlidinn og adhofdumst ekkert af viti. Ordin threytt a storborgarlifinu og menguninni eftir dvolina i Delhi vildum vid komast ut a land sem fyrst. Vid tokum rutu til Pokhara sem er naest staersti baerinn i Nepal. Vid vorum baedi half slopp med eitthvad skrattans lungnakvef og kverkaskit eftir ad hafa andad ad okkur ohoflegu magni koltviildis a gotum Delhi. Vid risum upp a thridja degi og heldum upp i fjollin thar sem stefnan var tekin a Poon Hill en thadan er vist ogurlega gott utsyni yfir fjollin her i kring. Vid roltum af stad i skogi voxnu fjalllendi, maettum klyfjudum osnum og enn klyfjadri monnum. Thad er otrulegt hvad menn bera her a baki ser fleiri kilometra, t.d. maettum vid einum med heljarinnar blikkskap a bakinu. En ekki hafdi lungnakvefid sagt skilid vid Kristinu og vid uppgonguna aesti thad upp i astmanum. Vid afredum thvi ad snua vid og fundum okkur nattstad i litlu thorpi. Leidsogumadurinn okkar (Bednidhi) var afar hjalplegur og i sameiningu akvadum vid ad dvelja i stadinn i fjallathorpinu Astam. Hann hafdi alist thar upp og vid gatum gist hja foreldrum hans i godu yfirlaeti.

Morguninn eftir fengum vid bil til ad aka okkur aleidis i fjallathorpid Astam, en eins og gefur ad skilja komst billinn ekki alla leid thratt fyrir einbeittan vilja bilstjorans. Vid roltum upp a toppinn a fjallinu i 1600 metrum og fundum thar 250 manna thorp med blomlegum hveiti- og sinnepsokrum, fallegum leirklaeddum husum, baulandi buffaloum og otrulegu utsyni yfir nokkra haestu tinda heimsins. Vid hittum hjonin (sem eru a sjotugsaldri) og fengum uthlutad herbergi med moldargolfi a efri haedinni. Husfreyjan eldadi handa okkur mat: mauksodin, vidbrunnin hrisgrjon; salt, kalt og sodid spinat og svo hellti hun daal bhat i skal (bragdsterk linsubaunasupa). Tha vissum vid ekki ad vid aettum eftir ad fa thetta a.m.k. atta sinnum a theim fimm dogum sem vid dvoldum hja theim. Stundum bragdbaettu thau herlegheitin med volgri kuamjolk og i eitt skiptid grautudu thau thessu ollu saman saman med krumlunum og slengdu a diskana okkar. Thad kom tho fyrir ad spinatinu var skipt ut fyrir blomkal og kartoflur (en tha hofdu farid fram skipti vid nagrannana fyrr um daginn). Af thvi ad thad voru gestir i heimsokn (sem hofdu efni a kjoti) roltum vid i budina einn daginn. Thar valdi leidsogumadurinn feitustu haenuna og svo thrommudum vid thrju og haenan (sem var kyrfilega klemmd i hondum Bednidhi) heim a leid. Thar var henni slatrad uppa gamla matann, hun reytt og lappir og haus hoggin af. Okkar kenning er su ad tha hafi haenan verid soxud nidur i gullas med beinum, skinni og innyflum, skellt i pott og latin malla i tvo thrja tima. Thetta var i fyrsta skiptid sem vid brogdudum seigt haensnakjot. Kristin var tho ekki svo heppin ad fa kjot, thvi meira var af skinni og beinum a hennar diski en annarra. Bednidhi skynjadi misskiptinguna og gaf Kristinu besta bitann sinn: halsinn. Nammi namm. Daginn eftir vard uppi fotur og fit i thorpinu en tha stod til ad slatra buffalabelju. Heimilisfolkid vildi nu gera betur vid gestina og Bednidhi fullvissadi okkur um ad i thetta skiptid yrdi kjotid laust vid skinn og bein. Hann skellti ser i rodina og svo seinna um daginn fengum vid olseigt og spikfeitt buffalagullas med engu medlaeti. Thad matti tho svaela einum og einum bita en vid vonum ad thorpskotturinn finni thad sem vid toldum oaett og losudum okkur pent vid ut i runna. Vid vorum thvi fegin ad hafa keypt einhver orkustykki, rusinur, sukkuladi og kex fyrir aaetlada gonguferd.

Hostinn i Kristinu skelfdi thau gomlu og vildu thau allt fyrir hana gera. A thessum orfau dogum drakk hun (og Otto reyndar lika) a annan tug litra af fersku mintu- og kamillutei, medfram thvi sem hun var latin tyggja raetur og lauf sem attu ad sefa hostann. Thad var tho barnaleikur midad vid gufubodin sem hun var skikkud i. Tha var hun latin anda ad ser heitri vatnsgufu og ber hun thess enn merki a raudu nefinu og svidnum augabrunum. En ad sjalfsogdu var thetta allt saman hid agaetasta og dvolin hja theim hjuum afar slakandi og hugguleg. Thad var meira ad segja hengirum a verondinni!

Medan a dvol okkar stod fengum vid goda innsyn i lifsins vanagang. Folk tekur daginn snemma, ris rumlega sex, mjolkar kuna, safnar fodri handa kunni, hluir ad okrunum, vokvar jurtir og blom og eldar svo matinn. Thau stunda sjalfsthurftarbuskap svo ad matsedillinn breytist med arstidunum, en ekki fra degi til dags. Thorpsbuar hjalpast ad vid lifid, menn skipta a graenmeti, adstoda nagrannann vid husbyggingar og bjoda i mat thegar kjot er i bodi (turistanna). Fyrir theim snyst lifid um jordina og thad sem hun gefur af ser. Thad sast best i samraedum vid husbondann sem spurdi forvitinn um hvad vaeri nu raektad a Islandi, hvort bujardir vaeru godar og hvort allir hefdu nog ad bita og brenna. Thegar Otto sagdi ad undanfarin sumur hefdi hann roid til fiskjar sagdi kall a sinni furdugodu ensku: “Ah, so when new leaves come on trees, you fish?” Lifid snyst ekki um dagsetningar eda alika tolusetningar heldur um thad hvernig natturan hagar ser a olikum timum. Kallinn spjalladi heilmikid vid okkur en hann hafdi verid kennari i taepan aldarfjordung og kennt ensku, felags- og raunvisindi i nalaegu thorpi. Hann var lika ologlegur innflytjandi i Thyskalandi fyrir aratugum sidan eitthvert sinnid thegar astandid var ekki sem best heima i Nepal. Hann gat thvi slegid um sig med frosum a bord vid: “Danke schon”, “Ein bischen” og ”Bitte schon”. Kerla var ekki eins malgefin og eina enskan sem hun kunni var: “Rice?” og “Morning”. Otto for svo i stuttar gonguferdir um nanustu nagrannabaei og kynntist mannlifinu enn betur.

Vid forum einu sinni i sturtu medan vid dvoldum hja theim og thad kostadi heljar umstang. Vatn var hitad a eldi i storum potti, thvi var svo hellt i fotu sem ur la slanga sem leiddi i krana inni i kamarnum. Thetta var ein su besta sturta sem vid hofum fengid - enda kaerkomin hreinsun eftir nokkra sturtulausa gongudaga.

Hann Bednidhi sagdi okkur undan og ofan af umhverfisataki sem hann leidir. Fyrir rumu ari sidan fekk hann sig fullsaddann af umhirduleysi samlanda sinna og turista sem henda plasti og umbudum ut um allar trissur. Hann for thvi ad flokka rusl og gengur nu asamt felogum sinum i skola i grennd vid Pokhara og kennir bornum ad ganga vel um natturuna. Thetta er vissulega tharft framtak a thessum sidustu og verstu timum en thetta er vist ekki forgangsatridi hja rikisstjorninni og harmar hann thad mjog. Hann aetlar thvi ad berjast fyrir umhverfid i Nepal. Vid gatum fraett hann um grodurhusaahrifin, vetni, frekari upplysingar um endurvinnsluadferdir og fleira thvitengt. Alltaf gaman ad hitta sanna hugsjonarmenn.

Sem fyrr eigum vid i basli med myndirnar en vid hormum thad mjog ad hafa ekkert nyrra ad syna ykkur en bradum thriggja vikna gamlar myndir. Svo virdist sem einhver brandur hafi hlaupid i minniskortid og vid getum thvi ekki hladid fjallamyndunum inn a netid. Vid gatum sett inn orfaar myndir fra Kathmandu en sidan ekki soguna meir. Vid aetlum ad reyna hvad vid getum en lofum engu um thad hvort vid getum birt myndirnar strax eda hvort thad verdi ad bida betri tima. Vid vonum ad vid getum sett inn myndir ur thjodgardinum vandraedalaust en thangad er forinni heitid i fyrramalid.

Bestu kvedjur og sma sakn til allra,

-Otto og Kristin12 ummæli við „I nepolsku fjallathorpi“

 1. Júlíus ritaði:

  Halló halló

  bið að heilsa bændum og búfénaði

  það er hin besta skemmtan að lesa um ykkur

  Farið að öllu með gát

 2. anita ritaði:

  en hvað ég öfunda ykkur!
  ég sit alltaf og læt mig dreyma meðan ég les um ævintýrin ykkar!

  hafið það gott og skemmtið ykkur vel

 3. Unnar bróðir ritaði:

  Jæja litlu Nepalhjón. Það er líka margt að gerast
  hér heima. Ég og mamma erum búin að herða okkur
  í skíðadæminu. Við erum búin að losa okkur við
  nánast allt skíðadraslið okkar og kaupa nýtt :)
  Ég fékk mér skíðaklossa (Head) og hjálm og mamma
  keypti sér skíði (Fisher)

  Nú styttist óðum í afmælið mitt sem er 14 mars. Sama
  dag er árshátíðin. Við verðum með eithvað sem heitir
  gettu betur eða jettu hnetur eða jettu betur
  eða bara eitthvað :)

  Eyþór er nú á leið upp í þrjár milljónir í Bandinu hans Bubba. Þannig að ekki er fátt
  að gerast hér en í Nepal ;) bæbæ nepalhjón.

 4. dagný ritaði:

  girnilegar matarsögur.
  krúttin ykkar.

  það verður gaman að fá ykkur heim!

 5. Fred Scott ritaði:

  Sæl skötuhjú, gott að heyra frá ykkur, farið nú varlega og gætið heilsunnar í þunna loftinu. Frábær þessi gömlu hjón og sonurinn. Sá gamli hefur lagst í víking og herjað á Evrópu! Magnað. Gaman að heyra af samhjálp þorpsbúa, minnir á afskekktar íslenskar sveitir hér fyrir margt löngu. Vonandi tekst ykkur að koma fleiri myndum á netið. Hér er allt í góðu, búið að fara í eina vélsleðaferð með Axel. Góð ferð um skógargötur í lausasnjó, rjúpa; mús og fálki á ferð. Hér er efnahags-krísa, fasteignaviðskipti eru í lágmarki, bankarnir í megrun og útlánastoppi og viðskiptajöfrar vilja henda krónunni og taka upp evru eða svissneska franka! Gengið er að síga og titringur í samfélaginu. Loðnan týndist um daginn og ráðherra stöðvaði veiðar og fyrirskipaði dauðaleit. Loðnan fannst og nú er úthlutað kvóta til hægri og vinstri og verkuð hrogn fram í rauðan dauðann, sannkölluð síldarstemming. Óli frá Bessastöðum skreytir Búnaðarþing og talar fjálglega um mikilvægi sáttmála bænda og þjóðar um matvælaframleiðslu og -öryggi, virðist í algjöru tómarúmi um órofa samninga um mjólkur- og lambakjötskvóta í marga mannsaldra. Flautaþyrill! Á sama tíma er Samfylkingin að míga utan í Evrópubanda-lagið og opna á aukinn innflutning landbúnaðar-afurða. Jæja, best að hætta þessu tauti og drífa sig í seinni gjöfina, ærnar farnar að jarma, bestu kveðjur, Fred.

 6. Góa ritaði:

  Sæl skötuhjú!

  Leitt með kvefpestina, en gaman að heyra frá ykkur. Ég eins og fleiri læt mig dreyma um að ég sé með ykkur, ímyndunaraflið er á fullu og ég hverf inn í lesturinn og strákarnir kvarta meðan ég er að lesa, þ.e. ná engu sambandi við mömmu sína, enda hún stödd í Nepölsku fjallaþorpi, hehe.
  Hér er búið að vera kalt, nægur snjór og við minnst 3x í viku á skíðum í fjallinu. Þess á milli skjótast strákarnir á fimleikaæfingar. Annars bara allt hið besta að frétta af okkur.
  Hafið það gott í framhaldinu og hlakka til að lesa næstu færslu.

  Kv. Góa.

 7. Magni Þór ritaði:

  Sæl verið þið elskurnar :) Það er gríðarlega stoltur Gettu betur þjálfari sem ritar þessi orð, en í gær komst MA í úrslit Gettu betur þegar þau lögðu MH 25-24 í æsispennandi keppni. Það er ekki laust við að unirrtitaður hafi tryllst af fögnuði og átt þátt í að brjóta ein tvö sæti í Vetrargarðinum ;)

  Vona að þið hafið það sem allra best.

  Bið að heilsa :D

  Magni Þór

 8. Úlla Árdal ritaði:

  Hæ hæ! :)

  Þetta var ótrúlega skemmtileg og heillandi frásögn! Ég er dáleidd, mig langar til Nepal..

  Hafið það gott elskurnar.. :)

 9. Sigga Ásta ritaði:

  Úff. Hef ekki getað fylgst með ykkur í smá tíma svo nú var ég alveg í maraþon lesningu:) Sakna ykkar meira en aldrei fyrr því nú er ég á Akureyri í góðu yfirlæti hjá móður og ´þá er skrítið að hafa ykkur ekki. Er hér í vettvangsnámi og er að kenna litlum gríslingum sem soga úr mér alla orku:)

  Farið vel með ykkur elsku vinir og passið myndavélina:)

 10. Helga Schiöth (amma) ritaði:

  Takk fyrir kortid fra Nepal, eg var mjög glod yfir thvi. Takk lika fyrir kort fra Indlandi sem tok 1 manud en thetta kort tok bara halfan manud. Vid höfum thad gott a islandi, thad er gott vedur og litill snjor.

  Kaer kvedja

  Helga Schioth (amma) igegnum Helga i Svithjod

 11. Guðni ritaði:

  Ég hugsa ítrekað til ykkar. Farið ykkur ekki að voða. Allavega ekki meira en Geir.

 12. Vala Schioth ritaði:

  Góðu ferðalangar! Ég mátti til með að kvitta fyrir frábærar frásagnir af ferðalaginu. Gangi ykkur allt í haginn - þið verðið reynslunni ríkari þegar heim kemur - slæmt að geta ekki sent ykkur fjallagrös í glímunni við kvefið!
  Kveðja frá Rifkelsst.
  Vala frænka