Vid lentum i Sauraha seinnipart dags. Sauraha er smabaer utan konunglega thjodgardsins i Chitwan-heradi (e. Royal Chitwan national park). Baerinn byggist nanast einvordungu upp i kringum ferdamennsku sem thar er adalatvinnuvegurinn. Eftir einu gotu baejarins (sem teygir sig nidur ad Karni-anni sem adskilur thjodgardinn fra ofridudu svaedi) standa i rodum ferdaskrifstofur sem skipuleggja alls konar fila- og jeppaferdir, gonguferdir um gardinn og fuglaskodun, svo eitthvad se nefnt. Gardurinn er heljar flaemi, breidir ur ser yfir 930 ferkilometra. Vid vorum tiltolulega heppinn thvi gististadurinn okkar (sem var frekar kofathyrping en hotel) stod rett vid ana og thvi baedi stutt yfir hana og inn i skoginn og svo var notalegt ad tylla ser nidur a arbakkanum thegar faeri gafst eda til ad horfa a solsetrid. Dvolin thar var med hreinum agaetum, nema hvad maturinn (sem vid borgudum fyrirfram) var med afbrigdum olystugur.

Stuttu eftir ad vid komum vorum vid leidd um thorpid, inn a tvo sofn og framhja filum sem stodu rigbundnir vid volduga staura. Thad var upplifun ad sja fil i fyrsta sinnid, enda engar smaskepnur. Vid einn basinn stod modir med unga og eins og flest ungdyr vilja thau leika. Blessunarlega var unginn bundinn thvi sa leikur hafdi sennilega endad med oskopum, thratt fyrir ungan aldur vega their morg hundrud kilo. Kvoldinu tokum vid svo rolega en morguninn eftir risum vid snemma og rerum nidur Karni-ana a kano, skodudum fuglalifid og natturuna. Vid stigum a land nokkru nedar og gengum i fylgd tveggja vanra herramanna gegnum frumskoginn. Thad var aevintyri likast ad ganga um tre og runna og gras sem vex manni upp fyrir hofud og hlusta a frumskogarhljodin: Garg i fuglum og opum, gnaudid i vindinum sem baerir grodurinn og marrid undan fotum manns sjalfs. Heillandi. Vid urdum tho ekki vor vid mikid lif. Saum einn krokodil, nokkra aparassa, fugla og hjort. Vid hofdum lesid hraedslusogur af folki sem ordid hafdi fyrir arasum tigrisdyra og nashyrninga og vorum thvi dulitid smeyk. En eins og svo oft adur henda slik slys thegar folk fer ekki eftir fyrirmaelum. Leidsogumadurinn okkar sem var augsynilega eldri en tvaevetur i thessum efnum, hafdi einu sinni lent i vandraedum med ohlydinn ljosmyndara sem vildi olmur na myndum af brjaludum nashyrningum. Hann eydi vist afgangnum af dvol sinni i Nepal a bradadeild sjukrahuss i Kathmandu.

Seinni partinn var komid ad thvi sem vid hofdum svo bedid eftir: Filasafari. Vid hofdum reynt ad gera okkur i hugarlund hvernig madur aetti nu ad klongrast a bak a thessum risaskepnum. Blessunarlega hofdu heimamenn sed fyrir thvi vandamali enda vanir ad eiga vid lofthraedda turista. Vid thurftum thvi litid annad ad gera en ganga upp stiga upp a trepall og svo af pallinum upp a filinn sem hlyddi og stod kjur medan hvitu og blaeygdu turhestarnir priludu ofan i thartilgerda korfu sem stod efst a baki hans. Vid vorum svo heppin ad fa ad vera ein i korfu en vanalega er fjorum trodid oni. Svo voggudum vid af stad asamt fleiri filum. Filamadurinn (e. elephant driver) okkar for sinar eign leidir og od med okkur burtu fra hopnum inn i skoginn. Vid saum apa og pafugl i fullri reisn sem hristi fjadraskufinn af miklum thokka. Hann od svo afram og fann filahopinn aftur thar sem hann umkringdi nokkra nashyrninga. Thaer skepnur virdast fra forsogulegum tima. Steingra hudin pokast utan a theim og verkar sem brynja vaeru onnur dyr svo fifldjorf ad radast a einn slikan. Hornid skagar svo upp ur tryninu en thau eru vinsael mulin og sniffud i Kina. Thau eiga vist ad auka kynhvotina thvi nashyrningar taka vist allt ad thrja tima i thess konar athafnir. I heildina saum vid sjo nashyrninga og vorum vist afar heppin. Filamadurinn okkar vedradist allur upp thegar hann sa ad thad stefndi i goda ferd og vid eltum aumingjans modur med kalf - sem var greinilega ekki par hrifin af thessum felagsskap. Vid heldum thvi til baka sael med goda ferd og myndavel fulla af dyralifsmyndum (sem vid getum sennilega thvi midur ekki hladid inn fyrr en vid komum til Shanghai). Vid skemmtum okkur svo vel a filsbaki ad vid afredum ad panta adra slika ferd tveimur dogum sidar. Su var reyndar ekki alveg eins god. I thetta skiptid voggudum vid um rjodrin med Itala og haefilega aestum Japana. (Japanir eru ser kapituli thegar kemur ad thvi ad skilgreina ferdamenn. Their eru frummyndin af ferdamanni. Hvert sem thu ferd eru Japanir mestu turhestarnir a svaedinu med allar staerstu myndavelarnar, alla ljotustu hattana, solgleraugun, mittistoskur af adur othekktri staerdargradu og svo sest yfirleitt greinilega ad their hafa verslad i mestu turhestabudunum. I ofanalag virdist sem annar hver vinni ad heimildamyndagerd um eigid lif veifandi myndbandsupptokuvelum framan i naerstadda og sjalfa sig.) Filamadurinn var heldur ekki eins akafur en engu ad sidur saum vid fleiri nashyrninga og fengum betri mynd af mokunardansi og hljodum pafugla, sem eru i hopi glaesilegri fugla jardarinnar.

Thessu filastandi okkar var tho ekki alfarid lokid thvi enn var eftir ferd i filaraektunarstod orfaa kilometra fra thorpinu. Vid saum thar nokkurra daga gamla fila sem voru serlega kruttlegir og svo nokkud eldri fila sem thadu hja okkur kokur. Innanhuss matti svo finna texta um filaraektunina, liffraedi fila og fleira sem folki er hugleikid a svona stad. Skemmtilegast thotti okkur ad lesa yfir thaer skipanir sem filamennirnir kalla a filana. Thar var tildaemis ein sem legst svona ut a utlensku: “Knock down tree”. Eitthvert hadegid fengum vid lika ad bada fil, eda svo heldum vid. I godri tru var okkur hjalpad upp a bert filsbak, sem undir stjorn filamannsins od ut i a. Sem betur fer var heitt i vedri og sol skein i heidi, thvi ad gefinni skipun tok fillinn ad hrista sig allann og skekja. Fillinn sa var nu engin smaskepna og sveiflurnar eftir thvi svo vid tokum flugid ut i a. Ovidbuinn svona buslugangi missti Otto gleraugun sin i anna. Hann let thad tho ekki a sig fa og priladi halfblindur aftur upp a filinn til thess eins ad lata hrista sig af a nyjan leik. Kristin let ser naegja ad taka tvaer salibunur, od svo i land og tok i stadinn myndir af Otto sem rembdist hvad mest hann matti vid ad halda ser a baki i thessari otemjureid. Thetta var hin besta skemmtan tho vid hofum ekki fengid ad skrubba filinn okkar, eins og folkid vid hlidina gerdi vid sinn.
Ad sidustu forum vid svo i jeppasafari. Kosturinn vid thau er ad tha komumst vid dypra inn i skoginn en ella. Vid hossudumst i fjora tima um gridarfallegt umhverfid og thratt fyrir litid dyralif (nokkra krokodila, einn nashyrning og tugi pafugla) nutum vid thess ad bruna um skoginn. Djupt inni i skoginum er starfraekt krokodilaraektunarstod sem var nu ekkert serlega ahugaverd, en ollu ahugaverdara thotti okkur tigrisdyrid sem er girt af i buri nalaegt stodinni. Thad virtist tho ottalega einmanalegt greyid thar sem thad rafadi um i reidileysi. Modir thess var mannaeta og a timabili var ottast ad thetta yrdi thannig lika. Reynt hefur verid ad sleppa thvi ut i natturuna en illa gengid. Nokkud er um ad dyrin i skoginum verdi folki ad bana og tha adallega heimamonnum sem saekja i thad sem skogurinn gefur af ser. Okkur skildist ad ekki vaeri langt sidan ad nashyrningur banadi konu sem var ad safna grasi sem notad er i hustok.

Utan thess sem vid hofum nu talid upp forum i fuglaskodun (sem var nu ekki upp a marga fiska), a safn um lifshaetti Tharu-folksins sem byggir thetta svaedi (thad tok okkur tuttugu minutur ad lesa alla texta safnsins vel og gaumgaefa munina) og svo eitt kvoldid forum vid a einhverskonar menningarsyningu (e. cultureshow) thar sem Tharu-karlmenn rassakostudust um svidid. Thegar vid gengum inn i salinn, sem var i einhverju husi uti i bae, hofdum vid villst inn a skolaskemmtun hja grunnskolanum a Kopaskeri. En svo var ei. Syningin var skemmtileg. Mennirnir skoku sig alla og hristu i takt vid trumbur. Hapunkti kvoldsins var nad thegar inn a svidid steig madur i pafuglsbuningi og steig mokunardansinn. Feikna gaman. Undir lokin var gestum bodid ad stiga dansinn med heimamonnum en vid vorum natturulega adeins of svol fyrir svoleidis fiflagang.

Ekki voru tho allir eins feimnir vid ad syna danskunstir og leikraena haefileika eins og hallaerispakkid vid. Einn daginn thegar litid var um frumskogarferdir urdum vid vitni ad upptoku tonlistarmyndbands sem verid var ad vinna fyrir einhverja sjonvarpsstodina. Soguthradurinn var sigildur, ungur madur reyndi ad heilla idilfagra blomaros, en blomarosin er ekki eins afjad i drenginn. Vesalings drengurinn (sem sa vart ut ur augum fyrir andlitsfarda og svortum axlarsidum flaksandi lokkunum) tjadi angist sina, vonir og langanir i song og dansi. Hann naut fulltingis flokks glitklaeddra dansara sem skorti ekkert nema samhaefingu og haefileika til dansa. Adalsoguhetjan sjalf var heldur ekki afbrigdilega faer dansari - eiginlega bara afbrigdilega lelegur - en hann baetti thad upp otrulegum thokka og likamstjaningu. Stulkan var klaedd ad vestraenum sid, i hvitt, of stutt pils, folbleikar sokkabuxur med aberandi storu lykkjufalli, helst til of litinn hvitan bol med gylltu geimfluri, ithrottasokka og -sko og gullband um sig midja. Draumur hvers karlmanns. Snotin su var upptekin af thvi ad hanga med vinkonum sinum (sem voru alika kjanalegar til fara og hun sjalf), vera yfirgengilega svol og hunsa hinn velgirta myndarmann sem gret sig svefn yfir geislandi fegurd hennar. Adur dansadi hann fyrir astina - nu dansar hann til ad gleyma. Thegar lida tok daginn for leikstjorinn ad missa harid (en tokur gengu sennilega ekki eins vel og hann hafdi vonast til) og okkur virtist sem blomarosin hefdi naelt ser i danshofundinn. Vid vorum reyndar ekki vidstodd allan daginn en vid nadum frabaerum myndum sem birtast vonandi innan farra daga og segja meira en thusund ord.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin7 ummæli við „Konunglegi thjodgardurinn i Chitwan“

 1. Júlíus Júlíusson ritaði:

  Hæ Ottó og Kristín.
  Ég má til með að þakk fyrir skemmtilega og áhugaverða pistla ég bíð spenntur eftir nýju efni……Það er ekki laust við að öfundin sé til staðar hjá manni. Þetta er magnað hjá ykkur….Ottó þú ert náttúrulega duglegur að bjóða heimsbyggðinni í frían mat í heimabyggðinni þinni :)

  Kær Kveðja Júlli ….bíð spenntur eftir meira stöffi

 2. Góa ritaði:

  Hæ, enn og aftur.
  Já fílarnir eru frábær dýr, maður getur lettilega heillast af þeim. Ég gerði það allavegna þegar ég var í Thailandi á sýnum tíma.
  Verst með gleraugun Otto, fundust þau?, eða ertu ennþá hálfblindur, það væri nú synd að vera það, það sem eftir er ferðar.
  Bestu kveðjur frá Akureyrinni.

 3. Gunna Lár ritaði:

  Sæl hjónaleysi!
  MA-ingar stóðu sig vel í Gettu betur í kvöld, en urðu þó að játa sig sigraða í bráðabana.
  Ekki góðar fréttir í kvöld frá Nepal og Indlandi, vegna sjálfstæðisbaráttu Tíbeta. Farið varlega.
  Kveðja frá Keldudal,
  G.

 4. Fred Scott ritaði:

  Gaman að heyra frá ykkur, ótrúlegt fílaævintýri, vonandi eigið þið mynd af Ottó í fögrum boga af fílsbaki í ána. Líklega betra að þessar skepnur troði manni ekki um tær ! Dularful og torkennileg hljóð djúpt innan úr frumskógi hljóta að vera sterk upplifun. Hér eru við það sama, krónan fellur hratt, bankarnir nauðhemla, almenningur kaupir bíla og kampavín eftir sem áður (tregðulögmálið), ráðherra og bankamenn hamast við að sannfæra heiminn um að hér sé allt í góðu gengi og allir vona að brotlendingin verði mjúk og þægileg ! Lítur vel út með skíða- og sleðaferðir um páskana og síðan þarf að huga að hrygningafiski á leið inn Eyjafjörð, vantar hrogn og lifur í heimilishaldið. Svartfuglinn gaf sig lítið í vetur og ekkert fékkst úr hreindýralóttóinu í ár. Hugsanlega verður róið á ný mið, þ.e. selveiðar, höfrungur og einn og annar hvalur. Farið varlega og endilega komið fleiri myndum inn á bloggið, kveðja, Fred.

 5. Júlíus ritaði:

  hæ elsku dúllurnar mínar.

  þið hljótið að vera orðin þreytt á öllum sem segja ykkur hvað þetta er frábært hjá ykkur…

  en ég ætla nú ekki að vera fyrstur til að breyta því - því það á svo einstaklega vel við!

  mússímússí

 6. Eyjólfur ritaði:

  Glettileg lýsing á myndbandinu. Ég vona að þessi fílarússíbani hafi verið skemmtilegri en vatnsrennibrautagarðurinn í Búlgaríu.

 7. Unnar bróðir ritaði:

  Hæ hæ litlu kínaferðalaangar.
  Þakka ykkur YNNILEGA, YNNILEGA, YNNILEGA fyrir
  Olympus myndavélina sem þið gáfuð mér í afælisgjöf :)

  Þessi hundur þanna sem var á öllum brókunum
  eða hvað sem þetta var sem hann lá á væri kanski ekki í hefð Rímu og Fyðlu hundana sem Sara og Gummi eiga.

  Sjáumst eftir 2vo mánuði 3jár vikur kv. Unnar og fjölskilda :)