Vid komum aftur til Kathmandu seinni part dags. Tekkudum okkur inn a sama hotel og sidast og tokum thvi rolega. Vid thurftum ad brasa dalitid. Kaupa og senda heim og vid pontudum flug til Shanghai i Kina thann 15. mars.

Vid keyptum lika mida i utsynisflug yfir Himalaya-fjollin. Okkur var gert ad vakna eldsnemma fyrir utsynisflugid en vid attum ferd med fyrstu vel, stundarfjordung i sjo. Arla morguns brunudum vid upp a flugvoll. Vid vissum ekki vid hveju matti buast en attum nu ekki von a ad innanlandsflugvollurinn i staerstu borg Nepal liti ut eins og fremur sodaleg utgafa af flugvellinum a Saudarkroki fyrir tiu arum sidan. Oryggisgaesla natturulega litil sem engin og tha serstaklega ekki ef thu ert hvitur, havaxinn og ljoshaerdur. Menn eru ekkert ad stressa sig neitt serlega a oryggismalum her i Nepal. (Sem daemi ma nefna ad thegar vid flugum inn til Kathmandu fra Delhi, skorti okkur aur til ad greida fyrir vegabrefsaritunina. Okkur var thvi hleypt framhja ollum oryggishlidum (sem var slokkt a) og oryggisvordum (sem svafu a verdinum) og ut ur flugstodinni i hradbanka sem stod fyrir utan. Afar ovanalegt, en mjog thaegilegt fyrir heidarlegt folk.) En nog um thad. Thennan morguninn var lelegt skyggni til fjallaskodunar og thvi var fluginu aflyst thann daginn. Hafandi bedid i fjora tima a vellinum, oetin og illa sofin thotti okkur half surt i broti ad thurfa ad hverfa fra en vid afredum ad reyna aftur naesta morgun. Aftur risum vid. Nu attum vid ad fara i loftid half atta. Vid bidum og bidum en loksins laust fyrir hadegi hofudum vid okkur til flugs. Og thvilikt utsyni. Ad sja thessa haestu tinda heimsins snaevi thakta. Hreint magnad. Vitum nu ekki hvort upplifunin skilar ser i myndunum en vid sjaum sko ekki eftir klukkutimunum sem foru i bidina eftir thessu.

Nu fer ad lida ad kosningum og eitt sinnid rombudum vid a kosningaskemmtan Maoista. Thar voru til solu myndir af Marx, Engels, Lenin, Stalin og Mao formanni. Alls stadar bloktu raudir fanar sem skortudu hamri og sigd. Vida um baei ma sja veggjakrot med arodri Maoista og til marks um menningarmuninn saum vid hakakrossinn einhversstadar maladann vid hlid hamarsins og sigdarinnar en Hinduar alita hakakrossinn takn gaefu.

Vid skodudum okkur um a tveimur merkisstodum i Kathmandu, Durbar torgi og i Apamusterinu svokallada. Durbar torg hefur i gegnum tidina verid vettvangum ataka i sogu Nepal. Nu sidast voru haldin thar motmaeli gegn medferd Kinverja a Tibetbuum nokkrum dogum eftir ad vid forum, fjoldi manns var handtekinn. A torginu eru musteri i tugatali. Thar er akaflega gaman ad setjast nidur i troppum eins theirra og virda fyrir ser mannlifid. Solumenn hondla med allt fra odyru skrani og minjagripum upp i ferskt graenmeti og kjotvoru sem liggur i solinni og rykinu. Vid saum somu kjotbitana dag eftir dag og horfdum a tha graenka medan graenmetid missti lit. Svo er otrulegt ad sja menn bera a bakinu hluti sem eru margfalt staerri en their sjalfir. Apamusterid stendur a haed fyrir ofan Kathmandu. Mest aberandi byggingin er svokollud stupa (einskonar turn). Thangad saekja Buddistar og thvi er thar mikid um flottamenn fra Tibet. Thegar vid roltum thangad voru atokin i Lhasa ad byrja. Upphaflega aetludum vid til Kina gegnum Tibet, en haettum vid baedi vegna thess hversu dyrt er ad komast thangad og vegna thess ad vid fengjum ekki ad sja thad sem vid vildum heldur thyrftum vid ad elta hopa med leyfi vottud af kinverskum stjornvoldum. Vid erum afar satt vid tha akvordun nu.

Nepal er algjort aevintyraland og folkid sem thad byggir upp til hopa afar indaelt. Andrumsloftid thar er miklum mun rolegra en a Indlandi enda eru Nepalir kurteisari og heidarlegri vid turista. Margir gerdu stolpagrin ad Indverjum og toludu um hversu litla virdingu their baeru fyrir ferdamonnum.

Um hadegi 15. mars forum vid i loftid a leid til Shanghai. Vid thurftum ad millilenda tvisvar (i Lhasa i Tibet og Chengdu i Kina) en var sagt ad i baedi skiptin maettum vid bara bida i velinni. Svo var ad sjalfsogdu ekki og a badum stodum vorum vid drifin ut ur velinni, inn i nokkur oryggistekk og ut aftur i velina. Stud. Vid lentum thvi seint i Shanghai, stuttu fyrir midnaetti ad stadartima (klukkan her er atta timum a undan Greenwitch tima) og vorum aldeilis fegin thvi ad komast upp i rum her i Shanghai.

Naesta morgun drifum vid okkur i russneska sendiradid thvi okkur vantadi enntha vegabrefsaritun inn i Russland. Vid gatum ekki sott um heima a Islandi adur en vid logdum af stad thvi of langt var thar til vid aetludum yfir landamaerin. A moti okkur tok russneskur durgur, sem sagdi bara “Njet!” og “Da” og umladi eitthvad og benti thess a milli. Til ad gera langa sogu stutta var umsokn okkar hafnad. Russnesk stjornvold voru svo almennileg ad breyta reglugerdum rett adur en vid logdum af stad i ferdina, svo nu thurfum vid Islendingar ad saekja um aritun i einhverju Schengen-landinu. Vid blesum thvi lestarferdina miklu gegnum Russland og Mongoliu af. Thess i stad aetlum vid i solina og sumarylinn i Tailandi og gefa okkur godan tima i Kina. Viku af mai hyggjumst vid fljuga til Tailands og flatmaga i paradis i sudurhlutanum svona rett adur en vid komum heim i islenska sumarid. Thar sem upphaflega planid var ad fara fra St. Petursborg til Helsinki og thadan til Stokkholms og eyda tima hja Helga fraenda Kristinar i Uppsala hofdum vid bokad tilbodsflug fra Stokkholmi til Islands 9. juni. Vid fljugum thvi sennilega fra Tailandi til Finnlands i lok mai (thvi thad er odyrara ad fljuga til Finnlands en Svithjodar). Vid stoppum tha litid eitt i Helsinki adur en vid tokum ferjuna yfir sundid til Stokkholms. Thessi hringferd okkar um heiminn er thvi eiginlega engin hringferd lengur en thad er allt i lagi.

Bestu kvedjur i baeinn,

-Otto og Kristin.

E.s. Okkur langar i paskaegg.

E.e.s. Vid thurfum ad koma thvi a framfaeri hvad maedur okkar hugsa vel hver um sinn unga. Fyrir bondadaginn fekk Otto post fra modur sinni og thar var m.a. aminning til Kristinar Helgu um ad muna eftir bondadeginum sem vaeri bradum. Fyrir konudaginn fekk Otto samskonar aminningu fra tengdamodur sinni um ad gera nu vel vid hana Kristinu a konudaginn. Vid gleymdum badum dogunum.

E.e.e.s. Otto um erfidleika unglingsaranna: “Thetta er bara eins og Britney sagdi: Not yet a woman, not a girl yet!”.5 ummæli við „Burt fra Nepal og komin til Kina“

 1. Magni Þór ritaði:

  Leitt að heyra að þið komist ekki til Rússlands en ég held að það verði stórkostlegt að fara til Thailands.

  Gleðilega páska :)

 2. RaggaÝr ritaði:

  leiðilegt að þið getið ekki farið í síberíuhraðlestina þið sem voruð búin að hlakka svo til. það er frábært að þið gerið bara gott úr þessu og finnið eitthvað annað heitara til þess að gera:D guð hvað ég “meika” ekkert “sens”!

  Gleðilegt pásk

  kv. Ragnhildur Ýr

 3. Sólveig Edda ritaði:

  Sæl elskurnar, það er svo gaman að lesa bloggið ykkar og gott að heyra að það er allt í lagi með ykkur. Guð hvað ég hlakka samt til að fá ykkur heim og júbbilera þann 16.jún…aaaaaaaaaaaa það verður svooo gaman:D
  bestu kveðjur úr borg óttans

  Solli;)

 4. Júlíus ritaði:

  helló jú gæs!

  já ansi leiðinlegt með lestina í þetta skiptið, en ég held nú að þið eigið eftir fara í hana seinna. Þið takið bara smá lit í Thailandi - og svo getur Ottó breytt sér í lady-boy fyrir smáaura. Þá munu nú britney tilvitnanirnar koma sér vel…

  ég öfunda ykkur ekkert smá, og hlakka til að hitta ykkur aftur. Forn heilræði að lokum:

  Vits er þörf
  þeim er víða ratar,
  dælt er heima hvað.
  Að augabragði verður
  sá er ekki kann
  og með snotrum situr.

  Sá einn veit
  er víða ratar
  og hefir fjöld um farið,
  hverju geði
  stýrir gumna hver
  sá er vitandi er vits.

 5. Amma Dísa ritaði:

  Blessuð og sæl. Óttalegir leiðindadurgar þarna í
  Kína að vilja ekki árita fyrir ykkur. En það verður örugglega gott að flatmaga í sólinni á Tælandi eftir
  öll ferðalögin,fara yfir í huganum allt sem þið hafið upplifað og fá vonandi þokkalegan mat.
  Ástarkveðjur.Amma og afi. Hér er sól og fallegt veður núna.