Shanghai

27. mars 2008

Shanghai er nutimaborg. Hun er midstod vidskipta i Kina og vegna thess hefur hun blomstrad undangengin ar. Borgin ber velgengninni skyr merki og spretta skyjakljufarnir upp eins og gorkulur (sem spretta vist afar hratt og dreifa frjoum um vidan voll). Thegar kvolda tekur kviknar svo a ljosunum sem skreyta thessar himinhau byggingar og helstu verslunargotur. Fyrir okkur voru mikil vidbrigdi ad koma ur oreidu i Nepal og algjorri oreidu a Indlandi og inn i afar vel skipulagda heimsborg. Umferdin rennur mjog vel enda eru umferdarthyngstu gatnamotin mislaeg a allt ad fimm haedum. (Gisli Marteinn vaeri anaegdur med thetta!) Borgin er lika mjog vestraen. Her eru McDonalds, Starbucks og Haagen Dazs a hverju gotuhorni. Oll flottustu tiskumerkin fylla budargluggana enda er alika dyrt ad versla fot og adra fylgihluti eins og heima a Islandi. Shanghai hefur lengi verid audug borg. Hun var og er adal hafnarborg Kina og fyrir vikid hefur thar lengi gaett erlendra ahrifa, tha serstaklega breskra og franskra. A fyrri hluta tuttugustu aldar byggdist thar upp blomlegt vidskiptalif og var hun a timbili ein staersta midtod vidskipta i heiminum. Thegar kommunistarnir komust til valda 1949 hvarf af henni glansinn. Fyrir u.th.b. tuttugu arum sidan for grasid ad graenka og nu spretta blomin sem aldrei fyrr.

Blomin spretta en bornum borgarinnar faekkar thvi foreldrar mega bara eignast eitt barn, eins og annarsstadar i Kina. Vid tokum gloggt eftir thessu thvi vida saum vid thriggja manna fjolskyldur. Vid maettum tho einstaka foreldrum sem dottid hofdu i lukkupottinn og spokudu sig med tviburum. Eitthvad er tho haegt ad kaupa sig i kringum thessar reglur en annars liggja haar fjarsektir vid aukabarni.

Thad er talsvert erfidara ad tja sig uppa enska tungu her heldur en a Indlandi og i Nepal. Their fau sem tala einhverja ensku eru a stundum oskiljanlegir thegar their babbla hana med sterkum kinverskum hreim. Kinverjar eru mjog hljodvilltir i thessu framandi tungumali og rugla serstaklega saman R-i og L-i. Thannig reyna gotusalar ad selja okkur: “Maps in Engrish!”, “Plada bags!” og einn gotusalinn aetladi meira ad segja ad selja okkur forlata Lorex ur. Her i Kina er lika flest a kinversku t.d. matsedlar a veitingahusum. Oft eru ensku thydingarnar a matsedlunum jafn oskiljanlegar. A einum stadnum freistadi okkar ad panta “Personal convinient towel with onion” svona bara til ad sja hvad vid fengjum. Vid fjarfestum i frasa-bok og med hjalp hennar getum vid nu uppfyllt grunntharfir okkar og komist a klosett og gert okkur skiljanleg a veitingahusum a kinversku.

Dagarnir i Shanghai voru rolegir. Vid roltum mikid um midborgina sem byggist i kringum adalverslunargotuna Nanjing Dong Lu og svo The Bund sem er gata sem teygir sig medfram Huangpu-anni sem rennur gegnum borgina. A Bund-inu standa margar fallegustu byggingar Shanghai. Flestar theirra voru reistar snemma a sidustu old og bera glaesilegri fortid skyrt vitni. Thar var gaman ad thramma fram og til baka og virda fyrir ser fjarmalahverfid a Pudong hinum megin arinnar. Haesta byggingin i Shanghai stendur thar, thad er Perluturninn (e. Oriental Pearl Tower) svokalladi sem teygir sig 457 metra upp i loftid. Hann dregur nafn sitt af thremur kulum sem skreyta mastrid. Efsti hluti hans er sjonvarpssendir. Einn eftirmiddaginn tokum vid vagn undir ana fra Bund-inu og yfir a Pudong. Vid keyptum okkur mida upp i turninn og virtum fyrir okkur utsynid yfir borgina en haesti utsynispallurinn stendur i 350 metra haed. Vid bordudum fineriismat a veitingastad sem snyst um mastrid i 267 metra haed. Thad var glaesilegt ad horfa ofan a oll hahysin og alla byggingarkranana sem eru naestum fleiri en husin.

Utsynid versnar svo ekki thegar kvolda tekur og eitthvert kvoldid forum vid i siglingu a Huangpu-anni. Tha hafdi madur fallega upplystar nylendubyggingar a adra hondina og framurstefnulega neonljosum prydda skyjakljufa a hina hondina. Afar glaesilegt. Thessu verdur vart lyst med ordum svo vid bendum lesendum a ad skoda myndirnar.

Vid akvadum ad vera menningarleg og fara a safn. Thad var i sjalfu ser litid um thad ad segja nema ad safnid var mjog fint og thar matti sja marga fallega muni fra ymsum timum.

I elsta hluta baejarins eru hinir svokolludu Yu gardar. Thetta er heillandi svaedi med byggingum i kinverskum stil. I midju er hid serstaka Huxingting tehus. Thad stendur uti i midju vatni og ad thvi liggja bryr sitt hvoru megin vid husid. Bryrnar eru um margt serstakar thvi thaer “sikk-sakka”. Thaer eru svo ur gardi gerdar thvi illir andar geta ekki farid fyrir horn og komast thvi ekki ut i tehusid. Ad sjalfsogdu fengum vid okkur te sem reitt var fram a hefdbundinn hatt. Okkur thotti sa hattur heldur undarlegur thvi stulkan sem thjonadi okkur hellti meirihlutanum af teinu nidur. Thetta var mikid sullumbull en teid var gott og vid drukkum allavega fimm bolla hvort thvi hun var dugleg vid ad fylla a. Thetta kostadi margar klosettferdir naestu stundirnar.

I Shanghai hittum vid lika fyrsta Islendinginn sidan vid logdum af stad 4da januar. Vid frettum af Birgi nokkrum i gegnum vinafolk vinafolks og maeltum okkur mot. Hann var hinn mesti hofdingi og baud okkur ut ad borda a prydis veitingastad. Birgir hefur buid i Shanghai i fjogur ar og fraeddi okkur um lifid i Kina.

Okkur thotti surt i broti ad fa ekki paskaegg. Vid leitudum thvi ad aetu sukkuladi. I einni verslunargotunni rombudum vid inn i saelkerabud sem seldi allskonar gummeladi. Vid voldum af kostgaefni fjora konfektmola til ad vita nu hvad vid aettum ad kaupa. Vid vorum snogg ad snua vid thegar stulkukindin vildi litlar 500 ISK fyrir herlegheitin. Okkur til mikillar armaedu var verdlagid a sukkuladi annars stadar i borginni svipad. Vid forum thvi a Haagen Dazs og fengum okkur gomsaeta isretti sem komu i stad paskaeggjanna thetta arid.

Fastir lidir eins og venjulega: Vid eigum i einhverju basli med hluta af myndunum fra Shanghai. Holdum ad gamla myndavelakortid hafi nu formlega gefid upp ondina. Myndunum ma tho bjarga og vonandi birtast thaer her fyrir 9da juni. 

Nu erum vid komin til Beijing eftir stutta vidkomu i Nanjing. Thad er kominn hattatimi og vid thurfum ad vakna snemma til ad skoda likid af Mao formanni i fyrramalid svo pistlar um fyrrum og nuverandi hofudborgir Kina koma naest.

Kvedjur heim,

-Otto og Kristin.8 ummæli við „Shanghai“

 1. Sara frænka ritaði:

  Sælar elskurnar.
  Mér fannst páskaeggið í ár líta vel út sem og nýja umgjörðin Ottó. Gaman að sjá myndir frá þeim stöðum í Shanghæ sem ég sjálf hef heimsótt eins og tehúsiðm göngugötuna og fjármálahverfið. Ýtir óneytanlega undir gamlar ferðaminningar. Þið vitið væntanlega að það er ekki til einn kínverji sbr. myndin á lestarstöðinni.
  Peking á ekki eftir að svíkja ykkur. Augu Maos, torgið ógleymanlega, forboðna borgin sem tekur 2 daga að skoða, stóra National safnið sem er andspænis þinghúsinu, sumarhöllin, kínamúrinn og silkimarkaðurinn við sendiráðshverfið. Ég læt hugann taka mig til baka!!!
  Mér fannst merkilegt við þinghúsið að það skuli vera til þinghús yfir höfuð þegar einungis er boðið upp á einn stjórnmálaflokk og sæti fyrir á sjöunda hundrað þingmanna.En svona er nú lýð - ræðið í Kína. Tutu elskurnar og haldið áfram að njóta lífsins.
  saknaðarkveðjur úr gluggaveðrinu í 108

 2. Fred Scott ritaði:

  Gott að heyra frá ykkur og takk fyrir myndirnar. Flott þessi tunnu brú, kínverskur varíant af íslenska kláfnum ? Þið takið ykkur vel út með þessi glæsilegu gleraugu, nú vantar bara klæðskerasaumuðu silkifötin ! Hér er allt við það sama, krónan hrunin og verðbólgan stokkin af stað, bændur fengu 15% hækkun á mjólkurverð vegna hækkana á aðföngum og aukins fjármagnskostnaðar. Nú á almenningur að greiða fyrir offjárfestingar og óráðsíu í landbúnaði ! Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir gögnum á síðasta Búnaðarþingi vegna hagsmunapots Bændasamtakanna, þar sem Óli bóndi á Bessastöðum var aðal skrautfjöðrin.
  Bestu kveðjur af klakanum og farið nú varlega í Kínalandi, kv. Fred.

 3. Júlíus ritaði:

  gaman

 4. Helga E. Schiöth ritaði:

  Sæl Kristín og Ottó:

  Við fengum heimsókn frá Helga Birgi og Tatjönu um páskana, farið á sleða, í bátsferð og á skíði. Einnig keyrðu þau með mér upp í Mývatnssveit og á Hvalasafnið á Húsavík og fleira.
  Mér líður ágætlega, labba mikið um bæinn eins og venjulega, er í leikfimi og heimsótti Siggu Schiöth með Helga um páskana. Hún er ekki nógu heilsuhraust, þarf að fá blóðgjafir.
  Bið að heilsa, vona að ykkur líði vel.

  Kveðjur, Amma Helga Schiöth

 5. Fjola ritaði:

  Heil og sæl. Takk fyrir skemmtilegu pistlana ykkar. Ég gef uppáhalds trénu hennar Kristínar líka mitt atkvæði -ótrúlega fallegt, eiginlega eins og ævintýratré. Flottar myndir frá Shanghai - sér í lagi nætur/kvöld myndirnar. Hálfgerður bylur hér og snjó kyngir niður - Langt í vorið. En hvernig er það fer ekki að hlýna almennilega á ykkar slóðum? Kærar kveðjur frá Egilsstöðum

 6. Eyjólfur ritaði:

  Ég fékk páskaegg! það er ekki nói siríus í shanghai.. hvað ætlið þið að segja núna? ég er ekkert bitur :) þetta eru glæsilegar myndir. ég bið að heilsa mao

 7. Rúna Rófa ritaði:

  Sæl
  Á Íslandi eru endalaus mótmæli við Kínverska sendiráðið. Samkæmt fréttum Rúv á sunnudagsmorguninn er hungursneið í Kína vegna rottufaralds (sennilega þó ekki í Shanghai).
  Efnahagskerfi þjóðarinnar er að hruni komið, reynið bara að njóta lífsins meðan það er hægt. Er það ekki of langsótt að kenna Óla grís og bændum um klúður Geira og Sollu?
  Kveðja frá Keldudal

 8. Sigga Ásta ritaði:

  Ég skemmti mér ekki bara konunglega við lesturinn heldur læri ég alltaf eitthvað nýtt. Ánægð með þá stefnu ykkar að skrifa alltaf eitthvað um sögu lands og þjóðar:)

  Hlakka til að fá ykkur heim!