Adur en vid heldum afram til Beijing akvadum vid ad stoppa i borginni Nanjing sem var hofudborg Kina af og til a fyrri hluta tuttugustu aldar thangad til kommunistar komust til valda 1949. Gloggir lesendur hafa sennilega veitt thvi athygli hversu lik borgarnofnin eru og ekki ad adstaedulausu thvi nan thydir sudur og bei nordur. Svo Nanjing og Beijing eru hofudborgirnar i sudri og nordri.

Nanjing er taeplega sex milljona borg en hefur thratt fyrir thad yfir ser rolegan smabaejarblae. Vid skodudum falleg hus i elsta hluta baejarins og risastort hlid (Zhonghua gate) sem er thvi sem naest thad eina sem er eftir af heljarinnar borgarmur sem eitt sinn umlukti borgina. Svo saum vid toff menn a svidi sem breikudu vid Rage Against The Machine. Vid nanari eftirgrennslan komumst vid ad thvi ad their voru ad auglysa bjor. Athyglivert. Fyrir ofan baeinn ris Fjolublaa fjall (e. Purple mountain) sem er harla undarlegt nafn thvi thad er thakid idagraenum trjam fra rotum upp a topp. Fjallid er vinsaelt utivistarsvaedi og horkutolin geta skokkad thar upp eftir hellulogdum stigum en vid akvadum ad taka stolalyftuna upp og rolta svo nidur. Annars stadar a fjallinu er lystigardur thar sem graenir fingur raekta rosir og beisla Bonsai-tre. Thar var lika ad finna svaedi med allrahanda brum sem gerdu manni miserfitt fyrir ad komast yfir a hinn bakkann. Otto for hamforum og profadi allar bryrnar. Svaka stud.

Vid thurftum ad gera okkur ferd a posthusid sem er nu ekki i frasogur faerandi nema fyrir thaer sakir ad a utleidinni stoppadi okkur kona med myndavel i annarri og frimerkjabok i hinni. Hun kvadst vera ad taka myndir fyrir dagblad og var ad skrifa frett um ny frimerki sem verid var ad gefa ut i tilefni Olympiuleikanna sem haldnir verda i Kina nu i agust. Hun vildi olm ad vid saetum fyrir a mynd med frimerkin. Ad sjalfsogdu urdum vid vid bon hennar. Svo thegar vid aetludum ad ganga burt spurdi hun: “Are you lovers?” Vid natturulega jattum thvi en thotti mjog fyndid hvernig stulkan kaus ad koma ordum ad thessu.

Adfaranott 25. mars tokum vid naeturlest aleidis til Beijing. Vid lentum um morguninn og komum okkur fyrir a farfuglaheimili. Thessi farfuglaheimili eru medlimir i althjodlegum samtokum farfuglaheimila fyrir unga ferdamenn (e. International youth hostel) og eru odyr midad vid adra gistingu her i Kina og hafa allt til alls. Andrumslofid i Beijing var mjog frabrugdid thvi sem var i Shanghai. Allt er i einhvernvegin i fastari skordum. Beijing hefur lika yfir ser eldri blae, med Forbodnu borgina, Torg hlids hins himneska fridar og fleiri sogufraega stadi.

Thad er afar serstakt ad vera her i Kina nu baedi fyrir Olympiuleikana og um og eftir uppthotin i Tibet. Kinverskir fjolmidlar klipptu a beina utsendingu fra tendrun Olympiueldsins um leid og tibetska fananum var flaggad. Their kusu ad fjalla ekki um malid i fjolmidlum en i stadinn las madur einhverja arodursvellu hladna dyrdarordum um sigur og sameiningu kinversku thjodarinnar. I tengslum vid motmaelin i Lhasa er stodugt raett vid og vitnad i kinverska netverja (sem koma fram undir dulnefnunum sem their notast vid i netheimum) og skrifad er um hatramma barattu theirra vid vestraena midla sem vilja thad eitt ad sverta mynd Kina i althjodasamfelaginu med folskum frettaflutningi. I einni klausunni var fullyrt ad allir vestraenir frettamidlar vaeru a moti Kina og kinverskum. Thessutan er blasin er upp hormung kinverskra fornarlamba sem oll med tolu uthropa motmaelendur ofbeldismenn og oeirdaseggi. Ein frettin sagdi af ahyggjufullum nema i Beijing sem hringdi heim i fjolskyldu sina i Lhasa til ad ganga ur skugga um ad allir vaeru heilir a hufi. Modirin svaradi og thad fyrsta sem hun atti ad hafa sagt vid taugaveiklada dottur sina var ad hun hefdi nu engar ahyggjur af thessu thvi hun vaeri thess fullviss ad rikisstjornin (NB. rikisstjornin) myndi taka thetta mal fostum tokum. Liklegt. Somu frettunum um thessi mal var slegid upp a forsidu marga daga i rod. Margar greinar voru birtar thar sem Dalai Lama var kalladur ofbeldisfullur gedsjuklingur sem hefdi aldrei gert neitt fyrir tibetsku thjodina. Thad er otrulegt hvernig haegt er ad ljuga ad heilli thjod. Vid lasum frettirnar i dagbladinu China Daily. Hvetjum ahugasama til ad vafra a vefsidu theirra.

Vid hofum dvol okkar i Beijing a leit ad skraddara verdugum i thad verk ad sauma a okkur glaumdress. Ad sjalfsogdu naegdi okkur teitisgeggjurunum ekki eitt a mann heldur morg. Ennfremur dugdi engin strigapoki i nyju klaedin keisarans heldur skyldi nu tina til thad finasta sem fyndist i rikinu. Vid budum thvi verkid ut, fengum morg tilbod og gaumgaefdum hvert og eitt. Sa sem verkid hlaut baud fram myksta silki og allrahanda kashmirklaedi a skikkanlegu verdi. Saumaskapurinn sjalfur tok svosem ekki langa stund en vid thurftum ad gera fjoldamargar ferdir til klaedskerans svo klaedin fellu nu rett ad likomum okkar. Nu erum vid i ollum husum haef. Jafnt i konunglegum hybilum bankastjoranna (sem vid saekjum mikid) sem og enn virdulegri husakynnum Haskola Islands. Klaedskerinn okkar var til husa a fatamarkadi a fimm haedum. Ad sjalfsogdu roltum vid thar um og keyptum thad sem hugurinn girntinst, eins og Islendinga er sidur thegar their leggjast i viking. Olikt thvi sem tidkast heima a froni thurftum vid ad prutta um hverja einustu spjor. Starfsmenn verslananna, sem selja allt fra buxum og peysum yfir i sko, belti, ur og fleira glingur, eru stulkur sem beita ollum brogdum til ad fa mann til ad greida sem haest verd. Thaer garga, sla, klipa og segja vidskiptavini sina setja sig a hausinn og jafnvel fjolskylduna alla a grafarbakkann ef vid reidum ekki fram meiri aur. Thegar thu hefur komid auga a voru sem thu girnist skaltu spyrja um verd. Verdid sem thaer setja upp er alla jafna svo faranlega hatt ad thu gaetir sennilega keypt allavega tvaer ekta utgafur af flikinni eda hlutnum, en allt sem finna matti a markadnum voru eftirlikingar af thekktum merkjum. Tha skaltu hrista hausinn, storhneyksladur og ganga a braut. Tha laekkar verdid allavega um helming med tilheyrandi hropum og sarsaukastunum fra afgreidslustulkunni. Ef ther likar verdid skaltu koma med motbod sem er ekki meira en fimmtungur af thvi sem hun setur upp i thad skiptid. Finnist ther verdid hinsvegar enn allt of hatt skaltu ganga i burtu thangad til verdid er ordid prutthaeft. Svo er bara ad prutta. Hja allra linustu afgreidslukonunum er nog ad halda sig vid verdid sem thu setur upp i fyrsta sinnid en hja theim sem eru litid eitt hardari skal fikra sig haegt og rolega upp a vid og ganga svo bara i burtu ef ekkert gengur. Agaetisrad er lika ad hota thvi ad versla hja naesta vid hlidina (sem bydur alla jafna upp a nakvaemlega somu vorur) og fellur tha verdid samstundis um a.m.k. 60-70%. Nidurstadan er su ad thu aettir aldrei ad borga meira fyrir voru en u.th.b. einn sjotta af thvi verdi sem afgreidslustulkurnar settu upp i fyrsta skiptid. Ad sjalfsogdu fundum vid okkur tilefni til ad skarta klaedunum finu og skelltum okkur a kinverska operu. Thetta var ein su surasta syning sem undirritud hafa sed. Personur og leikendur donsudu, breimudu eda gerdu baedi vid tonlist sem allra mestu syruhausar sjounda aratugarins hefdu stimplad havada. En ahugavert engu ad sidur.

Klaedakaupin voru tho ekki adalerindi okkar i Beijing heldur vildum vid skoda og kynnast ollu hinu sem hun hefur upp a ad bjoda. Fyrst ber ad nefna Torg hlids hins himneska fridar. Thad er staersta torg sinnar tegundar i heiminum. Torgid dregur nafn sitt af hinu sogufraega Hlidi hins himneska fridar sem er fordyri Forbodnu borgarinnar. Hlidid skreytir risastor andlitsmynd af Mao formanni. Tho vid vestraenir tengjum torgid helst vid studentamotmaelin 1989 thar sem kinverski herinn maladi torgid og nagrenni thess blodrautt, gegnir torgid veigamiklu hlutverki i lifi Kinverja. Thar fara fram hatidarhold a ollum staerstu tyllidogum Kinverja, thar er tekid a moti erlendum thjodarleidtogum og nu fyrir skemmstu hof Hu Jintao forseti kinverska lydveldisins hringferd Olympiueldsins um heimsbyggdina a torginu med mikilli vidhofn og oryggisgaeslu. A midju torginu stendur grafhysi Mao Zedong, mannsins sem leiddi menningarbyltinguna og kom a kommuniskri stjornskikkan i Kina 1949. Sed fra Hlidi hins himneska fridar stendur thinghusid vinstra megin vid torgid og Thjodminjasafn Kinverja haegra megin. Fremst a torginu er thjodfani Kinverja sem tronir efst i risastorri fanastong. Faninn er dreginn ad huni vid solris og tekinn nidur aftur vid solsetur a hverjum degi med mikilli vidhofn i baedi skiptin. Tha er torginu kringum fanann lokad og umferdin stodvud svo vardmadur geti gengid med thjodfanann yfir umferdarthunga gotu sem liggur milli Hlids hins himneska fridar og torgsins an thess ad verda fyrir bil. Milli thjodfanans og grafhysis Mao formanns ris sula til minningar um fallnar hetjur kinverska lydveldisins. Thetta er allt saman afar stort og mikilfenglegt og gaman ad rolta um torgid og fylgjast med folksfjoldanum.

Einn morguninn forum vid ad skoda Mao Zedong thar sem hann liggur vel smurdur i kristalskistu svo ungir sem aldnir geti barid thjodhetjuna augum. Adur en inn var haldid thurftum vid ad koma toskunum okkar fyrir i thartilaetladri geymslu og forum svo aftast i rodina. Kinverjar mega eiga thad ad their eru mjog godir i ad stjorna mannfjolda thannig ad rodin gekk hratt og orugglega fyrir sig. I Kina er engin rikistru (og reyndar mega trulausir einir ganga i Kommunistaflokkinn, eina stjornmalaflokk landsins) en dyrkun formannsins jadrar tho vid truarbrogd. I forsalnum tekur Mao sjalfur vid manni, sitjandi a stol, uthoggvinn i marmara. Fyrir utan er haegt ad kaupa blom til ad leggja ad fotum hans og thegar vid gengum inn la thar stor blomahruga. A eftir okkur i rodinni var kona med barn og baedi drogu thau sig ut ur rodinni, logdu blom ad fotum formannsins og buktudu sig og beygdu med lofana saman likt og i baen. Thad var hrikalegt ad sja hve einbeitt og tru thau virtust. Annad sem vakti athygli okkar var ad thegar inn var komid matti heyra saumnal detta. Kinverjar eru frekar haevaerir ad edlisfari en tharna inn heyrdist ekki meira en hosti i einstaka manni. Svo kom ad thvi. Og thar la hann, folbleikur undir hamri og sigd. Hann virtist ur vaxi, en aetli hudin verdi ekki thannig eftir 30 ara reglulega smurningu og geymslu i kaeli. Sagan segir reyndar ad eftir dauda hans hafi verid gerd af honum nakvaem eftirmynd ur vaxi og ad henni se lyft upp undir kristalinn thegar Mao sjalfur tharf a frekari umonnun ad halda en hinni daglegu smurningu. Leidinni gegnum grafhysid er vandlega gaett af vordum sem sja til thess ad enginn staldri of lengi vid i einu. Ad sjalfsogdu matti ekki taka myndir tharna inni. Adur en vid komumst ut undir bert loft gengum vid gegnum minjagripaverslun sem hondlar med alls konar Mao-varning. Nuna getum vid djammad med Mao-halsmen og bindisnaelu. Heyri vordur thig, hvort sem hann er einkennisklaeddur eda ekki, lasta Mao formann a Torgi hlids hins himneska fridar og svaedinu thar i kring ertu umsvifalaust hnepptur i vardhald og sennilega eitthvad meira. Mao Zedong er hetja i augum landsmanna og jafnvel meira en thad. Hann er dyrkadur a thann hatt sem truadir dyrka gudi og bornum er kennt ad virda hann fra unga aldri. Svona verda truarbrogdin til.

Kinverjar eta vist allt sem ad kjafti kemur og vid fengum ad kynnast thvi. Seinni partinn og fram a kvold lifnar vid hluti einnar af adalgotum baejarins thar sem solumenn selja godgaeti a spjotum vid basa sina. Thad var hin mesta skemmtan ad rolta fram og aftur eftir basarodinni. Allir basarnir eru eins og solumennirnir eru eins klaeddir i hvitu og raudu til ad kynda undir stemningunni. A basunum ma fa allt fra kjuklingi, lambakjoti, graenmeti, krabba, smahumri, avoxtum og einhverju sem vid erum von ad borda yfir i snakakjot, thusundfaetlur, sporddreka, saehesta, igulker, silkiorma og fleira mislystugt. Vid byrjudum rolega og keyptum okkur steikta kjuklingabita vafda inn i thunnar flatkokur med skarlottlauk og nudlur med deighududu djupsteiktu graenmeti. Tha smokkudum vid smokkfisk sem bragdadist hreint agaetlega en tokum feilspor a einhverju sem vid toldum vera kartoflur en reyndist vera hreint glutein. Thad endadi i ruslinu. Okkur var tha farid ad lengja i eitthvad framandi og brogdudum a snakakjoti. Sem var ekki sem verst. Ma kannski helst lysa sem einhverri blondu af smokkfiski og kjuklingi. Maelum med thvi. Nu vorum vid komin i stud og keyptum eitt spjot af lettsteiktum silkiormum. Their voru halfgerd drulla en aetir tho. Vid hofdum samt ekki lyst a ad klara spjotid og gloddum thess i stad svangan utigangsmann. Vid endudum svo a sykurhududum jardarberjum og kokossafa. Gridarlega gott og gaman.

Thad fer ekki fram hja neinum sem ekki er daufdumbur ad Olympiuleikarnir eru a naesta leiti og verda haldnir i Kina i ar. Budir med olympiuvarning eru a hverju horni i Beijing og vidar. I thessum budum ma fa allt fra einfoldum pennum og lyklakippum upp i randyra skartgripi og husgogn. Dyrasti hluturinn sem vid saum var postulinsvasi med einkennismerki Olympiuleikanna a litlar 49.500 CNY sem jafngilda 550.000 ISK. Ad sjalfsogdu keyptum vid einn slikan og sendum hann med sjoposti til Islands. I ollum frettum sem snuast um Olympiuleikana eru their og kinverska thjodin maerd eins og staerd forsidunnar leyfir. Auglysingar, teikimyndir med einkennisfigurum leikanna og thaettir sem utskyra hverja og eina ithrottagrein eru syndar a storum skjam og i almenningsfarartaekjum a ladi, i lofti og a legi. Thad verdur serstakt ad horfa a leikana heima a Islandi eftir ad hafa upplifad stemninguna i Beijing.

Fyrst um sinn ferdudumst vid um borgina med leigubilum thangad sem vid gatum ekki labbad en seinna komumst vid upp a lagid med nedanjardarlestarnar. I lestarvagnana er folki pakkad inn eins og sardinum i dos og a haannatimum eru menn i vinnu vid ad troda thvi inn i lestarnar og loka svo a eftir. I einni svoleidis lestarferd saum vid dalitid serstakt. Smafolkid i Beijing er idulega klaett i buxur med rifu a rassinum. Sennilega flytir thetta bornum fyrir thegar kemur ad thvi ad thau gera tharfir sinar. Thad er i sjalfu ser ekkert athugavert vid thad. Vid saum dreng sem var sennilega tveggja ara og helt i hond modur sinnar. Hann var i rasslausum ledurbuxum og ledurjakka i stil. I ofanalag var hann med sidan aflitadan topp og subbubleika bangsatosku a bakinu. Thad er ekki skrytid ad ae fleiri eigi i basli med sjalfsmyndina thegar their eldast.

Tvo daga heimsottum vid Forbodnu borgina. Hun var heimili keisarafjolskyldunnar og thjona hennar og heitir svo thvi almenningi var ekki hleypt inn i 500 ar en borgin var gerd ad safni 1924. Fordyri thess er likt og adur sagdi Hlid hins himneska fridar en handan thess taka vid fleiri misstor hlid sem skipta Forbodnu borginni nidur i svaedi. Staersta svaedid er handan Hlids hins fullkomna samhljoms (e. The Gate of Surpreme Harmony). Thar maetti skipulegga fotboltamot an nokkurra vandkvaeda, slikt er svaedid. Svo taka husin vid hvert af odru: Salur hins fullkoma samhljoms (e. The Hall of Surpreme Harmony), Salur hins vardveitta samhljoms (e. The Hall of Preserved Harmony), Holl hins himneska hreinleika (e. The Palace of Heavenly Purity) og vid vitum ekki hvad og hvad. Vid nennum ekki ad utlista thetta allt en ahugasamir geta smellt her til frekari frodleiks. I thessum heljarstoru husakynnum bjo keisarafjolskyldan a veturna en a sumrin flutti hun a ogn grodursaelli og huggulegri stad annarsstadar i Beijing, nefnilega Sumarhollina. Vid tokum lika tvo daga i ad skoda thann glaesilega stad. Sumarhollin stendur vid vatn og umhverfid er skogi vaxid. Byggingarnar thar gefa ekkert eftir i glaesileika sinum tho thaer seu heldur minni i umfangi en thaer staerstu i Forbodnu borginni. Svaedid hefur ad sjalfsogdu verid turhestavaett en er jafnframt vinsaelt utivistarsvaedi heimamanna. Her kemur fullordid folk (a eftirlaunaaldri) saman a morgnanna og idkar leikfimi (sem getur verid bradfyndid), sparkar a milli sin fjadurboltum a sama hatt og sumir sparka milli sin grjonaboltum heima a Islandi, fleygja svifdiskum, spila badminton og stunda adrar utandyraithrottir sem hinn almenni borgari idkar a sumrin. (Einhverskonar hreyfing virdist stor hluti af lifi margra. Einhvern morguninn thegar vid roltum nidur Wangfujing straeti (sem er adalverslunargatan) a leid okkar i nedanjardarlestina saum vid orugglega vel a niunda tug bankastarfsmanna idka einhverkonar morgunleikfimi i takt vid tonlist. Vid stoldrudum til ad fylgjast med en fordudum okkur thegar farid var ad iskra i Kristinu sem bardist vid hlaturinn. Thetta var afar skondid.) A svaedinu i og um Sumarhollina var ymislegt ad sja. Vid vorum t.d. svo heppin ad detta inn a tonleika hja ungum tonlistarmonnum sem fluttu thjodlega tonlist. Annar stadur i svipudum dur er Himnamusterid svokallada. Thar for keisarinn reglulega og faerdi fornir fyrir betri tid med blomum i haga. Sa stadur er lika vinsaelt utivistarsvaedi borgarbua og her hittast their og hlyda a gotulistamenn, spila Mahjong og/eda a venjuleg 52 spil. Vid fylgdumst goda stund med eiturhressum fjadurboltasnillingi um sjotugt taka yngri og spraekari menn fyrir nesid i theim leik.

Ef thad er einhver stadur i Kina sem ferdamadur thar i landi getur ekki sleppt ad heimsaekja tha hlytur thad ad vera Kinamurinn. Vid voknudum thvi snemma einn morguninn i leit ad rutu 919 sem gengur upp ad Kinamurnum. Eftir ad hafa fundid a.m.k. 6 rutur numer 919 og rekist a tvofalt fleira folk sem reyndi ad ljuga thvi ad okkur ad sin vaeri su rikisrekna fundum vid tha sem vid leitudum ad. Sa er nefnilega hatturinn a ad fjolmargir sja fyrir rutum upp ad Kinamurnum. Gallinn er bara sa ad i thessum skipulogdu ferdum er ekki stoppad i nema 90 minutur a murnum, klukkustund i grafreit keisara fra Ming-timabilinu og allavega tvaer klukkustundir i verslunum sem selja manni randyra Jadi-steina og kinversk lyf sem laekna eiga alla tha kvilla sem nofnum tjair ad nefna. Ferdalagid til og fra murnum tekur svo tvo tima. I stadinn fyrir svona fyluferd sem kostar hvituna ur augum manns borgudum vid slikkeri fyrir far med almenningsrutu upp ad murnum mikla. Vid stigum ut ur rutunni vid Badaling thar sem flestir ferdamenn skoda murinn. Og thar saum vid hann. Otrulegt mannvirki Kinamurinn. Ad medaltali er hann 7 metra har og alika breidur og hlykkjast hann eftir haestu hryggjum og haedum landslagsins. Hann er thvi a koflum alika brattur og brottustu hlidarnar. Okkur sem veitist hreint ekki audvelt ad klifa hann eigum erfitt med ad imynda okkur hvernig thad hefur verid ad vinna vid ad reisa murinn. Enda dou fjolmargir vid byggingu hans og voru likamar theirra nyttir sem efni i hann. Vid gengum hluta mursins og virtum fyrir okkur mannvirkid. Thad var otrulegt ad sja hvernig hann hverfur bak vid haestu fjoll i fjarskanum. Vid vorum lika mjog heppin med skyggni thratt fyrir sma blastur uppi a murnum. Thad er erfitt ad lysa thessu eitthvad betur svo vid bendum lesendum a myndirnar af murnum.

Nu erum vid i Pingyao litlum bae midja vegu milli Beijing og Xi’an thangad sem forinni er heitid naest.

Bestu kvedur fra 37 gradum, 12 minutum og 5 sekundum nordlaegrar breiddar og 112 gradum, 9 minutum og 5 sekundum austlaegrar lengdar.

-Otto og Kristin13 ummæli við „Hofudborgirnar i sudri og nordri“

 1. Ellen ritaði:

  Úff, hvað mig langar bara að vera enn að ferðast þegar ég les þetta hjá ykkur.
  Er hrædd um að ef við Gitta hefðum lent í að þurfa að prútta um einhver kaup eins og þið lýsið hérna þá hefðum við lent í miklum vandræðum, við vorum algjörir lúserar þegar kom að prútti og borguðum oftast allt allt of mikið fyrir það sem við vorum að kaupa, fannst við vera að styrkja gott málefni!

 2. Fred Scott ritaði:

  Komið sæl skötuhjú og takk fyrir skemmtilegan pistil og magnaðar myndir. Þetta er mikið ævintýri hjá ykkur. Mér líst vel á þessa heimaöflunarstefnu hjá Kínverjum varðandi skyndibitana, hin ýmsu skorkvikindi og annað úr næsta umhverfi. Þið komist kanski á námskeið í kínverskri matarlist ? Þið eruð glæsileg í nýju sparifötunum, til hamingju með þau. Íslenska krónan hefur rétt ofurlítið úr kútnum og vonandi tekst ríkisvaldinu að auka tiltrúna hægt og bítandi. Alls kyns hugmyndir eru á lofti um tengingu við evru eða jafnvel norska krónu. Á þingi er nú mikill bandormur um innleiðingu á alls kyns EB reglum um matvæli og eftirlit með þeim, opnað verður á meiri innflutning á matvælum, þ.á.m. hráu kjöti frá EB. Fórum þrír félagar í ágæta sleðaferð inn á Timburvalladal og þar var mikill púðursnjór í fallegu veðri í gær.
  Bestu kveðjur, Fred.

 3. Kristján Einarsson ritaði:

  Skemmtilegt

 4. Lena og Audur í vinnunni ritaði:

  halló halló :) skötuhjú æðislegir pistlar og myndir hjá ykkur:) frábært að fá kortin frá ykkur, haldid endilega áfram að vera svona dugleg að skrifa, vistfólkinu finnst svo gaman að fylgjast með ykkur og okkur auðvita líka:) farið vel með ykkur og gangi ykkur vel kærar kveðjur :)

  (þakka hamingjuóskirnar :) bumbubúi væntanlegur í ágúst, gengur rosavel hlakka til að sjá ykkur kv. Lena )

 5. RaggaÝr ritaði:

  sé að það er voðavoða gaman hjá ykkur:)
  Kristín þú átt svo eftir að segja söguna af því þegar þú misstir hendina næstum því.. bara svona minna þig á það. Ottó passaðu Kristínu!

 6. Ólöf ritaði:

  Hvað er þetta með hendina sem þú hefur ekki sagt mér Kristín Helga ???

  Það eru uppi hótanir um að hætta bloggi ef fáir kvitta.
  Passið hvort annað.

 7. Unnar bróðir ritaði:

  Ég veit um betri mat en silkiorma, það voru neflilea hammarar í matin.
  Það verður gott að fá ykkur heim.

  Ps.langar rosalega, rosalega, rosalega að
  vera með ykkur.

  Kv. Mamma, Unnar og pabbi :) :)

 8. Sara frænka ritaði:

  Gott að þið fenguð ykkur Pekingönd í Peking. Ef minnir svíkur mig ekki þá er þetta sami staðurinn og við borðuðum okkar pekingönd hérna um árið ef þetta besti og frægasti matsölustaðurinn í Peking sem býður upp á réttin fræga. Voru ekki graslaukur og sæt soja sósa með? Gott að ferðin sækist vel hjá ykkur í hitann og sólina. Iss það verður ekki amalegt að snorkla í Tælandi við hvítan sand og heitan sjó.
  Hilse frá 108 RVK

 9. Sigga Ásta ritaði:

  Tek Kristján á þetta og segi: Skemmtilegt!

 10. Unnar bróðir ritaði:

  Pakkin komin til skila með jakkafötununum og því öllu.
  :) :) :) :) :) :) :) :) :) bæbæ fína flotta fólk :)

 11. Unnar bróðir ritaði:

  Ps. Var leirherin vel vopnum búin?

 12. Magni Þór ritaði:

  mmm silkiormar

 13. Snægil ritaði:

  Hæ.
  Takk fyrir kortin æðislegt að fá að fylgjast með ykkur. :)
  Gangi ykkur vel á ferðalaginu og við munum halda áfram að fylgjast með.
  Kveðja frá íbúum og starfsfólki snægili 1.