Fra Pingyao til Xi’an

13. apríl 2008

Vid afredum ad stoppa i Pingyao a leid okkar til Xi’an, litlum bae med merkilega sogu. Staerstan hluta Pingyao umlykur borgarmur og oll husin innan hans eru i gomlum kinverskum stil. Vid attum pantad plass a farfuglaheimili thar i bae. Starfsfolkinu hafdi tekist ad kludra nafninu Ottos en i bokhaldinu theirra het hann Otot. Thad tok smastund ad sannfaera starfsfolkid ad Otto og Otot vaeru einn og sami madurinn en thad hafdist fyrir rest. Kristinu likadi nafnid Otot svo vel ad hun stakk upp a thvi ad Otto skipti bara um nafn vid taekifaeri. Vid adhofdumst litid gafulegt i Pingyao enda luin eftir theytinginn i Beijing. Vid roltum medal gamalla husa og Kristin keypti handgerda kinasko en Otto fann enga naegilega stora a sina breidfaetur. Notalegt ad una ser vid lestur og postkortaskrif i svona fallegum bae.

Vid tokum svo rutu fra Pingyao afram til Xi’an. Xi’an a ser lika merkilega sogu en thad sem dregur flest ferdalanga thangad (og thar a medal okkur) er Terracotta leirherinn sem fannst fyrir tilviljun um midjan attunda aratuginn. Fyrir rumlega 2000 arum sidan let fyrsti keisarinn af Kina bua til her leirmanna og stridshesta til ad fylgja ser yfir moduna miklu. Hann let reisa theim thak yfir hofudid en timinn hefur sed um ad faera hermennina a kaf i jordina. Stuttu eftir ad herinn fannst hofst thvi mikil og skipulogd vinna vid ad grafa tha upp sem stendur enn. Nu er buid ad byggja yfir herlegheitin og turhestavaeda svo nu geta allir sem vilja komid og skodad einn merkilegasta og staersta fornleifafund sogunnar. Nu hafa verid grafnir upp orfa thusund hermanna og hesta en buist er vid ad undir moldinni leynist 7.000 hermenn, 130 hestvagnar med 520 hestum auk 150 riddaralidshesta. Alir hermennirnir eru i raunstaerd og engir tveir eru eins utlitandi. Upphaflega voru their allir fagurlega maladir og vel vopnum bunir. I dag hafa vopnin rotid ur hondum theirra og liturinn hefur madst af. Engu ad sidur er thetta otruleg sjon ad sja tha samankomna hundrudum saman i rodum og madur getur rett imyndad ser hversu glaesilegt thetta var. Thad maetti una ser longum stundum vid ad skoda smaatridin og bera hermennina saman. Keisarinn skikkadi til verksins 720.000 manns en auk hermannana let hann reisa ser einhverja tha glaesilegustu grof sem sogur fara af. Ad sjalfsogdu voru flestir theirra sem ekki letust vid thessa thraelkunarvinnu, drepnir til ad vardveita leyndarmalid um grofina og leirherinn. Nu er unnid hordum hondum vid ad grafa hana upp skammt fra thar sem herinn er stadstettur.

Kinverjar eru einstaklega godir i ad rukka inn i/a alla skapada og oskapada hluti. Sem daemi var ekki haegt ad komast inn a sofn og merkilega stadi i Pingyao nema madur fjarfesti i thriggja daga passa a taeplega 1500 ISK. Ekki var haegt ad borga inn a hvern stad fyrir sig (en their eru mjog mis ahugaverdir) og vid tymdum ekki ad borga svona mikinn pening til ad skoda tha tvo eda thrja stadi sem okkur thottu ahugaverdir. I Xi’an thurftum vid ad punga ut 450 ISK a mann til ad fa ad rolta borgarmurinn thar sem yfirleitt er ekki thverfotad fyrir solumonnum og -konum. Ennfremur gildir su regla alls stadar ad thegar thu yfirgefur svaedid tharftu ad kaupa thig aftur inn. Svo gaeta Kinverjar thess vandlega ad allir thurfi nu ad ganga fram hja solubasum sem selja minjagripi og glingur med myndum af thvi sem stadurinn hefur upp a ad bjoda. Their kunna thetta.

Vid letum okkur tho hafa thad ad reida fram mordfjar fyrir ad rolta a borgarmurnum. Reyndar migrigndi en vid letum thad nu ekki a okkur fa. Thad thyddi hreinlega faerri ferdamenn og enga solumenn. Vid lobbudum thangad til vid urdum blaut inn ad beini og fludum tha upp a hotel. Annar merkilegur stadur i baenum var Bjolluturninn (e. Bell tower) svokalladi. I flestollum kinverskum baejum og borgum var og er bjolluturn i midjum baenum. I theim hekk risastor bjalla sem hringt var vid solris. Svipadur turn er Trommuturninn (e. Drum tower) en thar voru bumbur bardar vid solsetur. I Bjolluturninum forum vid a stutta tonleika thar sem flutt var klassisk kinversk tonlist. Jibbijei!

Nu erum vid i Chengdu. I morgun forum vid adeins ut fyrir baein og skodudum pandabirni. Vid segjum betur fra thvi sidar.

Ad lokum aetlum vid ad birta lista yfir thann mat sem okkur langar ad borda thegar vid komum heim. Listanum er ad sjalfsogdu fyrst og fremst beint til foreldra okkar beggja (og ommu Stinu hennar Kristinar) en hinir geta skemmt ser vid lesturinn. Rettirnir eru ekki i neinni akvedinni rod.

 • Grillada bleikju med kartoflum og kaldri hvitlaukssosu.
 • Plokkfisk med stoppu ur saetum kartoflum.
 • Lasagne.
 • Franska sukkuladikoku med rjoma og jardaberjum.
 • Mjolkurgraut med rusinum, kanelsykri og slatri. (Kristin vaeri reyndar alveg til i mjolkurgraut med suru slatri, kanelsykri, saltkjoti, rofum og kartoflum uti…)
 • Steiktan thorsk med kartoflum og brakandi islensku graenmeti.
 • Kjotfarsbollur med kartoflum, brunni sosu, ORA baunum og rabbarbarasultu.
 • Almennilegan morgunverd: AB mjolk med rusinum, banonum og seriosi, gott braud, ost, kjotalegg, graenmeti, sultu, islenskan camembert ost, avexti, heimabakadar gerbollur med tunfisksalati og skinkuhorn. Og svo hafragraut hina morgnana.
 • Lambalaeri med ollu tiheyrandi.
 • Keldudalskaffi med ponnukokum, kleinum og rusinukokum.
 • Kjuklingasalat.
 • Skyr med blaberjum og rjoma.
 • Hreindyrasteik med tilheyrandi.
 • Hrossa- eda nautalund med berneaise sosu.

Bestu kvedjur ur austrinu,

-Otto og Kristin Helga

E.s. Vid erum baedi buin ad saekja um nam i Haskola Islands: Kristin i heimspeki og Otto i edlisfraedi.18 ummæli við „Fra Pingyao til Xi’an“

 1. Ólöf ritaði:

  Jahá, maður veit hvað verður að gera þegar þið komið heim! Hvernig verður með allan indverska matinn og Kínamatinn sem þið ætlið að elda kunnáttusamlega fyrir okkur??

 2. Unnar bróðir ritaði:

  Það fer þér bara vel alð heita Otot en ekki Ottó.
  Ég get neflilega verið pínu sammála Kristínu um þeta Otot en mér fynst Ottó fara þér betur :)

  Og viljið þiðeki bara skrifa aðeins lengri lista af mat því
  við vitum öll að það er gaman að hafa fólk í mat sem getur borðað :)

  kv. frá unnar og familíju.

  Ps. Og ég þakka fyrir að svara leirherjaspuninguni eða kvernig sem það er borið fram ;)

 3. mamma ritaði:

  Ég get vart orða bundist, mikið hljótið þið að vera orðin svöng í íslenskan heimilismat. Ég lofa því Ottó að pabbi þinn mun vinna á þessum lista eins og honum er unnt þegar þið eruð sest á bekkinn í H9, ég skal sjá um salat og sósu. Við hlökkum öll til.

 4. Ranna ritaði:

  Ég segi já við Otot. Eru kínverjarnir ekki að gefa ykkur a borða þarna? Íslenski maturinn er þó alltaf bestur!
  kv Ranna

 5. Sigga Ásta ritaði:

  Hehe ég sé að þið eruð búin að spá svolítið í þessum matarlista:) þegar ég kom til baka úr interrail var á mínum lista kjötbollur í brúnni sósu, fiskur (hvernig sem er) og undanrenna… lengri var ekki sá listi.. enda var ég bara í mánuð:) Hver veit nema ég pikki eitthvað af listanum og geri fyrir ykkur við tækifæri:) Verð kannski í bandi við Ólöfu og spyr hvernig þær mæður ætla að skipta þessu á milli sín:)

 6. Fred Scott ritaði:

  Heil og sæl. Magnþrunginn þessi Terracotta her, slær mann alveg flatann. Eins gott að abbast ekki mikið upp á þennan keisara, friður sé með honum. Skemmtilegar myndir. Vonandi fer Kínamaturinn sæmilega í ykkur. Hér er bíða allir spenntir að fá Indverskan og Kínverskan mat í öll mál, eldaðann af ykkur um leið og þið komið heim! Ég luma kanski á hreindýraketi og hnakkasteik af stórþorski þegar þið skilið ykkur heim í heiðardalinn. Bestu kveðjur, Fred.

 7. Magni Þór ritaði:

  Já Otot minn og Kristín, maður verður sársvangur af þessum lista! Ég skal með glöðu geði elda handa ykkur rétt sem ég fann upp núna um daginn og kallast “Núðluréttur fátæka mannsins” - a la Magni og samanstendur af 80 króna núðlum, salsasósu og eplum. Hann smakkast mun betur en hann hljómar og hann eða eitthvert afbrigði af honum er ég búinn að éta í kvöldmat undanfarna vikuna :)

  Bestu kveðjur úr eldhúsinu :)

 8. Kristján Einarsson ritaði:

  Ég gæti séð um súkkulaðikökuna. Bakaði eina bara í fyrragær, ansi fær.

  bæó

 9. Fríða, Örnólfur og dætur ritaði:

  Sæl verið þið ferðalangar.
  Frábærlega gaman að lesa bloggið ykkar. Ekki síst núna af ferðum ykkar í Kína og skoða myndirnar. Könnumst svo sannarlega við lýsingarnar af aðgangshörðu sölumönnunum. Það var ekki fyrr en eftir dálítinn tíma sem við gátum hugsað okkur að kaupa nokkurn skapaðan hlut af þeim. En í seinni ferðinni okkar til Kína vorum við farin að hafa dálítið gaman af þessu prútti. Farið vel með ykkur svo þið komist heil á húfi heim til Íslands og getið notið matarins á listanum ykkar!
  Gangi ykkur allt í haginn og við hlökkum til að lesa meira.
  Bestu kveðjur úr Mývatnssveit.
  Fríða, skólasystir Ólafar, og fjölskylda

 10. Elfa Björk í Snægili ritaði:

  Sæll og blessaður Ottó
  Skemmtilega löng færsla hjá þér les hana í betra tómi :-) Langaði bara að þakka fyrir póstkortin, við erum svo ánægð með að þú munir eftir okkur. Hvernig er annað hægt??
  Vertu alltaf velkominn í Snægilið í vinnu, heimsókn eða bara sem undirleikari :-)
  Áframhaldandi góða skemmtun
  Elfa Björk

 11. Sara frænka ritaði:

  Mér líst vel á matarlistann, þyrftum að skella okkur í H9 til að fá njóta hans, ykkar og selskaparins. Annars er komið vor hér í 108, graslaukurinn farin að spretta og sunnanvindar sveipa vangann. Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn og gefa ykkur grillaða nautasteik og tilbehör eða ítalska sælkeraréttinn, salat og hvítlauksbrauð.

  Tutu í sólina, hvíta sandinn og snorklið

  Sara og Co.

 12. RaggaÝr ritaði:

  eins og er, er ég hörmulegur kokkur og get eigilega bara eldað rétti sem í eru piparostur.
  en ég er alveg til í að koma í heimsókn þegar ólöf framreiðir gerbollur með túnfisksalati. híhí..
  hafið það gott

  knús

 13. Siggi Óli ritaði:

  Ég samþykki Otot, hljómar mjög virðulega jafnvel eins og skáldsagnapersóna. Ég skal bjóða fram nýveidda bleikju þegar þið komið heim!

 14. Júlíus ritaði:

  ég hef nú bara eitt að segja - og það á útlensku - um þennan lista ykkar um það sem þið viljið borða:
  “wouldn´t we all?”

  Með skagfirskri sveiflu,

  Dr. Hibbert

 15. svp ritaði:

  Já, það er svo sem í góðu lagi að langa í þennan mat, þó að hann sé ekki almennilega íslenskur nema plokkarinn, þorskurinn, skyrið, kjötfarsið og bleikjan. Ég sakna á listanum kjötsúpu, saltkjöts og bauna, KEA-bjúgna, og svo vantar hér hákarl og harðfisk, steikta lambalifur, soðinn þorsk með hrognum (gotu) og lifur, rauðmaga, og svo súrmat, að ógleymdum grjónagraut með slátri og sviðakjamma með rófustöppu. Þáværi sko byrjað að tala íslensku :D

  Gangi ykkur vel í stærsta ævintýri lífsins. A.m.k. til þessa. Og í kvöld er lokaslagurinn hjá Eyþóri. Svolítið hættulegt að flestir fjölmiðlar eru búnir að velja hann sigurvegara og það gæti unnið gegn honum í símakosningu. En Bubbi ræður þessu og við vitum aldrei neitt um símakosninguna.

 16. Unar bróðir ritaði:

  Eyþór vann eins og við efuðumst aldrei um en Ottó, hver á þetta litla græna svín í pokanum
  hvíta?

  Ég er pínu spenntur fyrir þannig dóti ;)

 17. Kristin Helga og Otto ritaði:

  Mikid er gaman ad lesa allar athugasemdirnar ykkar…

  Sigga, thu ert her med skikkud i Brynjurunt, thad verdur thitt hlutverk thegar vid komum heim!

  Unnar, vid keyptum thetta forlata svin af gotusolumanni i Shanghai. Thad er handa ther. Thvodu svinid med vatni og sapu, thurrkadu thad og fleygdu thvi svo af ollu afli i eldhusvegginn! Kvedja til mommu ;)

  Einn tveir og ny faersla!

 18. Ragnheiður Sigfúsdóttir ritaði:

  Sæl og blessuð Kristín Helga. Ég hef mjög gaman af að lesa bloggið ykkar þið gefið út ferðabók þegar þið komið heim það verður jólabókin í ár. Úr víðihlíð er allt gott að frétta og sumarfólksvinnulistinn hefur sjaldan litið betur út maður þarf ekki að hafa áhyggjur þó maður skreppi í smá sumarfrí. Ég óska ykkur alls góðs og góðrar skemmtunar á ferðum ykkar bestu kveðjur Ragnheiður