Vid komum til Chengdu, hofudbols Sichuan herads fyrripart dags og tokum thvi rolega eftir ferdalagid. Okkar fyrsta eiginlega verk i Chengdu var ad skoda pandabirni. Pandabirnir eru sennilega kruttlegustu en jafnframt klaufalegustu dyr sem undirritudud hafa augum litid. Natturan aetti i raun longu ad hafa utrymt theim en af einhverjum voldum hefur thad reynst henni um megn. Nu a thessum sidustu og verstu timum hefur theim faekkad jafnt og thett. Su faekkun stafar ad mestu af agangi manna a bambusskogi, en bambus er eina faeda dyranna. Ekki nog med ad their eti ekkert annad (heldur deyja ella) thvi their eta einungis 20% plontunnar og eyda thvi lunganum ur deginum i at og svefn thvi their hafa ekki orku i annad. Ennfremur nenna their ekki ad stunda kynlif svo sifellt faerri hunar faedast a hverju ari. A attunda aratugnum letu kinversk stjornvold undan thrystingi althjodasamfelagsins um ad vernda og staekka stofninn og komu a laggirnar raektunarbui rett fyrir utan Chengdu. Sidan tha hafa fleiri slik sprottid upp. Enn sem komid er hefur engum pandabjornum verid sleppt lausum ut i natturuna en kinverskum stjornvoldum thykja birnirnir fin vinagjof til annarra landa. Vid gerdum okkur semsagt ferd i thetta raektunarbu sem er hid glaesilegasta og skodudum birnina sem kutveltust hver um annan thveran. Vid smelltum af sem od vaerum en bjornunum er eiginlega best lyst a mynd.

Sichuan herad er thekkt fyrir fleira en pandabirni. Thar a medal er Sichuan-operan. Vid skelltum okkur thvi aftur i operuna og vonudum ad thessi syning yrdi nu skarri en syrusyningin sem vid saum i Beijing (sem best hefdi verid notid a ofskynjunarlyfjum). Syningin samanstod af nokkrum styttri atridum og i henni hoppudu menn og skoppudu, spudu eldi, heldu bordum a lofti og rokkudu allhressilega a kinverska fidlu. Vid skemmtum okkur konunglega. Hapunktur kvoldsins var tho sennilega thegar vid nadum ad gera okkur skiljanleg a einhverri afdankadri skandinavisku vid Finna sem voru okkur samferda a syninguna. Vissum ekki ad vid aettum thetta til.

I Sichuan eru menn einnig thekktir fyrir heitan pott (e. hotpot). Tha er eldunarhella a midju bordinu. A helluna pantar thu pott med sodi, haegt er ad fa missterk kjot- og fiskisod. Vid pontudum eldheitt sod (vid voldum samt thad mildasta) fullt af chilipipar og annarri pipartegund sem kennd er vid heradid. I midjum pottinum var annar minni og i honum malladi litill fiskur (sem var sennilega farid ad sla litillega i) og fullt af graenmeti. Vid voldum svo nautakjot, graenmeti og nudlur en letum skemmda og ferska kyrmaga og annan innmat eiga sig. Thetta var borid ferskt a bordid til okkar og svo eldudum vid thetta sjalf i pottinum med sodinu. Thegar maturinn er klar er honum dyft ofan i sesamoliu, koriander og hvitlauk til ad deyfa rotsterkt chilibragdid. Thetta var gridarlega gott og gaman tho Kristinu hafi tekist ad sletta chilipipar i augad a ser - tvisvar.

Eftir Chengdu forum vid Le Shan smabaejar med einn turhestasegul: 71 metra hatt Buddhalikneski sem hoggid var ut i klettavegg vid armot Minjiang, Dadu og Qingyi anna a attundu old. Likneskid var byggt i theirri von ad Buddha myndi roa snarpa arstrauma sem hrelltu sjomenn vid armotin. Thegar lokid hafdi verid vid vinnuna kom i ljos ad grjotid sem hoggid hafdi verid ur klettinum og oltid ut i ana hafdi i raun breytt straumum arinnar og road tha. Heimamenn halda thvi tho statt og stodugt fram ad thad se hinn mikli Buddha sem hafi thessi ahrif. Hann er oneitanlega mikilfenglegur enda engin smasmidi. Vid roltum i kringum kauda i hitanum, fengum nokkur moskitobit og fylgdumst med fiskimonnum dytta ad batum eda veidarfaerum i thorpi skammt fra.

Nu var forinni heitid til Chongqing thadan sem vid hugdumst taka bat nidur Yangtze-anna. Vid akvadum ad fara ekki thriggja daga randyra turhestaferd heldur keyptum okkur mida med farthegabati. Thetta var langt ferdalag. Klukkan sex um morguninn logdum vid af stad en thurftum ad taka rutu ad batalaeginu. Thad tok sinn tima. Um hadegisbilid var ytt ur vor og vid akvadum ad hlamma okkur ekki i saetin heldu stodum i dyragaettinni og fylgdumst med arbokkunum lida hja. Utsynid var frabaert og serstaklega thegar vid sigldum gegnum gljufrin thrju. Vid lentum svo fimm og halfum tima sidar vid Taipingxi rett fyrir ofan staerstu vatnsaflsvirkjun i heimi. Vid aetludum ad skoda hana en vildum ekki greida litlar 5.000 ISK fyrir ad fa ad gapa framan a mannvirkid svo vid heldum afram til Yichang. Vid hofdum keypt ferdina a farfuglaheimilinu okkar i Chongqing. Thar med i pakkanum var rutumidi afram fra Yichang til Wuhan. A moti okkur i Yichang atti ad taka madur med rutumidana en ad sjalfsogdu gekk thad ekki eftir. Thad kostadi nokkur simtol og has raddbond ad fa rutumidana i hendurnar. Vid komumst svo loks upp a gistiheimili i Wuhan laust eftir midnaetti og svafum vel og lengi fram a naesta dag.

Vid keyptum okkur lestarmida hedan fra Wuhan afram til Guilin i fyrradag og forum a morgun. Her er ekkert ad sja eda gera svo vid hofum bara legid i leti, lesid, etid, skitid og sofid.

Bidjum fyrir bestu kvedjur i baeinn,

-Otto og Kristin10 ummæli við „Af pandabjornum, geysistorum Buddha og batsferd nidur Yangtze“

 1. Kristján Einarsson ritaði:

  Leiðilegt að þið sáuð ekki stífluna.

  -The Three Gorges Dam
  Provides power for all cities on this continent
  City more likely to generate Great Engineer.-

  Byggi hana alltaf.
  Ég veit hvað þér finnst leiðinlegt þegar ég tala um Civ við þig Kristín.

 2. Unnar bróðir ritaði:

  Já Ottó minn þú ert alltaf jafn töff en þú máttir alveg sleppa þessari vömb sem þú settir á þig :)

 3. Fred Scott ritaði:

  Gott að heyra frá ykkur, magnaðar þessar værukæru Pöndur, eru þær til í mórauðu líka ?
  Spennandi réttur þessi “heiti pottur”, mikil athöfn að borða svona mat. Erfitt að átta sig á hvernig kínverjarnir náðu að höggva til svona gríðarlega stóran Buddha ! Hálslón er líklega eins og andapollur miðað við þriggja gljúfra lónið, mörg þorpin sem hvíla þarna í votri gröf. Hér er allt við það sama, krónan flöktir eins og óreglulegt hjartalínurit hjá terminal sjúklingi og ríkisstjórnin hamast við að bera sig vel. Kveðja, Fred Scott.

 4. Fjola ritaði:

  Heil og sæl. Góð lesning frá ykkur að vanda. Ég veit ekki hvort ég var hrifnari af hinum ofurkrúttlegu pandabjörnum eða the giant buddha. Hér blása vorvindar glaðir og sólin skín og skín. Langþráð vor. Bíð eftir næsta bloggi. Kv. að austan

 5. Sara frænka ritaði:

  Allt að fara til fjandans hér, lögreglan notaði táragas gegn viltum vörubílstjórum og mótmælendum. Ég man ekki til þess að táragas hafi verið notað áður síðan landinn mótmælti Nato inngögnu um miðja síðustu öld. Allavega er vorið handan við hornið, finn það á lyktinni. Í kvöld kveðjum við veturinn í 108 með því að bjóða hjallanum í mat. Ætla hafa léttsteiktan aspas í soya/skarlottulaukssósu, grillaðan soya- hvítlauks- og engifermarineraðan kjúkling, með grilluðum sætum kartöflum og salati og að lokum ís, fersk jarðaber og súkkulaði/nóa kroppsósu. Eigum við að ræða þetta e-ð frekar?
  Kyss, knús og gleðilegt sumar elskurnar.

 6. Fjola ritaði:

  Elsku Ottó frændi minn og Kristín takk fyrir pandabjörninn á kortinu. Kær kv. frá Helga Hrafni. Ps Við á Selásnum sendum sumarkveðjur og hlökkum til að fá ykkur heim í kjölfarið á farfuglunum.

 7. Hrabba ritaði:

  Hæhæ, það er algjör snilld að lesa þetta hjá ykkur. Greinilega margt spennandi sem gerist hjá ykkur.

  Hlakka til að sjá þig aftur í sumar Kristín.

  Kv. hrabba;)

 8. Álfhildur ritaði:

  Sæl skötuhjú og takk fyrir kortið
  Halldóra er mikið búin að knúsa myndina af Pandabirninum og tala um “listín” (Kristín) og Ottó við Sindra
  Héðan er allt gott að frétta, enda styttist í sumarið - og ykkur ;o)

  Kv, Álfhildur

 9. Magni Þór ritaði:

  ég þakka kærlega fyrir póstkortið frá Kína :) Það var notalegt að sjá hranfasparkið þitt aftur Ottó minn:) Gangi ykkur allt í haginn.

  kveðjur að norðan

 10. Ellen ritaði:

  Já, takk æðislega fyrir póstkortið! Fannst alveg merkilegt hvað það hefur tekið stuttan tíma að skila sér á áfangastað…
  Get ekki beðið eftir að hitta ykkur sem og alla þann 16.júní!