Yangshuo

29. apríl 2008

Wuhan var ekkert spennandi stadur nema hvad ad vid frettum af rosalega fjolmennum motmaelum fyrir utan franska verslanakedju. Their voru vist ad motmaela Frokkum og Sarkozy fyrir ad aetla ekki ad sitja setningarathofn Olympiuleikana i ar. Vid tokum naeturlest fra Wuhan til Guilin sem er borg i Guangxi-heradi. Vid komum arla morguns og tokum fyrstu rutu til Yangshuo. Stadurinn er adallega thekktur fyrir kalksteinsfjoll sem einkenna svaedid. Thad er aevintyri likast.

Vid brolludum sitthvad i Yandshuo. Forum i tvaer hjolaferdir ut ur baenum. I fyrra skiptid hjoludum vid ad kalksteinsstapa med gati a toppnum. Einhverjum fannst thad likjast tunglinu og thvi heitir stapinn Manahaed (e. Moon hill). Seinna skiptid hjoludum vid medfram Yulong-anni sem rennur um svaedid. Adum svo i fjallasal og spiludum rommy og fengum i magann af eplaati. Allt saman gridarlega fallegt, kyrrlatt og mikilfenglegt.

Svo skradum vid okkur i kinverskt matreidslunamskeid. Forum tvo morgna i rod. Fengum lods um markadinn thar sem matti kaupa allra handa kjot, fisk, graenmeti og avexti, krydd og svidna hunda. Eldudum svo agaeta retti uti i sveit sem vid reynum kannski ad leika eftir heima i eldhusinu.

Thetta voru kosiheit par exellens svo faerslan verdur bara stutt i thetta sinnid.

Bidjum fyrir kvedjur heim,

-Otto og Kristin8 ummæli við „Yangshuo“

 1. Sara frænka ritaði:

  Ummmm… ég fekk vatn í munninn yfir kræsingunum sem þið gerðuð á matreiðslunámskeiðinu. Þið megið fá eldhúsið mitt lánað með græjum og elda svona mat eins og sést á myndunum fyrir okkur Guðmund. Þetta leit agalega vel út hjá ykkur og ekki sakar að eiga réttu græjurnar en saxið er góð viðbót við hnífasettið ;)
  Allt í góðum gír í 108 nema svöl norðanáttin sem blæs vel í dag, ætti samt að segja sem minnst því fyrir norðan er sínu verra. Fallegar myndir af gróðurfjöllunum og gott að þið njótið lífsins á kaffihúsum þegar á ykkur rignir. Um að gera njóta lífsins áður en vestræna stressið tekur völdin við heimkomuna.

  kyss og knús

 2. RaggaÝr ritaði:

  takk fyrir kortið um daginn. pandabirnirnir eru voða sætir.
  hlakka til að vera boðið í mat á næsta vetri í kínverska rétti;)

 3. Góa ritaði:

  Sæl Kristín og Ottó!

  Takk kærlega fyrir kortið. Ögri og Breki voru yfir sig hrifnir af pandabjörnunum. Andrésar Andarleikarnir voru um helgina og tók Ögri þátt í þeim. Hann lenti i 5. sæti í stórsvigi sem er glæsilegt miðað við að hann var að byrja að æfa í vetur og það voru á milli 60 og 70 keppendur í hans flokki. Þannig að hann fékk pening og svo líka lítinn bikar fyrir að taka þátt í þrautabraut (allir fengu bikar þar). Hann var ekkert smá stoltur, enda mátti hann alveg vera það. Þið verið að sjá video og myndir þegar þið komið heim.
  Svo segi ég bara góða ferð áfram og gleðilegt sumar, þó að veðurguðirnir séu kannski ekki alveg á því að sumarið sé komið samkvæmt dagatalinu.
  Hlökkum til að sjá ykkur!

  Kv. Góa, Höddi, Ögri og Breki.

 4. Sunna ritaði:

  Hæ og takk fyrir kortið!
  Það eru komin 2 lömb, ég á þau. Ég er búin að ná 1. stigi á píanó. Þorri er að gera mig brjálaða. Eru hundar góðir á bragðið? Þarf ég að fela Kollu næst þegar þið komið í Keldudal?
  Vona að þið hafið það gott í Kína.
  Besta kveðja,
  Sunna
  P.S. Við erum á fullu að grafa holuna, erum komin hálfa leið til Kína.

 5. Fred Scott ritaði:

  Heil og sæl. Ævintýralegt þetta kalksteinaland, svona fallega danderað með gróðri. Mér líst vel á sérþekkingu ykkar í kínverskri matargerðarlist; ég skal skaffa hundana ef þið sjáið um eldamennskuna !
  Nú vill ríkisstjórnin innleiða í hvelli haug af ESB reglum sem m.a. opna fyrir frjálst flæði matvöru frá Evrópu og landbúnaður og þjónustugreinar við hann eru í uppnámi. Solla sér fyrir sér að ódýrt hvítt kjöt flæði inn og bæti efnahag almúgans. Landbúnaðarnefnd kallar eftir umsögnum um málið ekki seinna en strax. Það má segja að ríkisstjórnin noti sjokk aðferðarfræði til að keyra málið í gegn áður en bændaforystan nær áttum. Óþægilegum athugasemdum er svarað með því að það verði sett reglugerð um nánari útfærslu seinna meir.
  Bestu kveðjur og farið varlega í Hong Kong og spilavítum Macau, Fred Scott.

 6. Fríða Jóns á Skútustöðum ritaði:

  Sæl verið þið.
  Takk fyrir lofa okkur að sjá þessar undurfögru myndir frá Guangxi. Við vorum í Nanning í nokkra daga þegar við fengum eldri dóttur okkar. Þá fórum við í smá ferð í þorp nokkuð fyrir utan borgina og þá fengum við smá nasasjón af þessum fallegu toppum en ekkert eins fallegt og þetta. Guilin er einstaklega fallegt svæði og við eigum vonandi eftir að fara síðar og skoða það. Höfum alltaf gaman af að fylgjast með ferðum ykkar og höldum því áfram. Gangi ykkur allt sem best.
  Bestu kveðjur úr snjó og ís í Mývatnssveit.(Vorið er á næsta leiti, örugglega!)
  Fríða, Örnólfur og dætur.

 7. Hildigunnur ritaði:

  Hæ þið pöndur, gott að heyra af góðri stemningu þarna eystra. Farið nú að skottast heim bráðum svo ég geti kramað ykkur og kaffað.
  Hilsen !!

 8. Amma Dísa ritaði:

  Heil og sæl elskurnar.
  Ekki hefði ég neitt á móti því að smakka áþessum dýrindis réttum sem þið elduðuð á námskeiðinu
  allavega voru myndirnar flottar.
  Sérkennilegar stapamyndirnar,fallegt landslag.
  Það er nú líka fallegt að líta hér út um gluggann,
  blankalogn og sólin roðar vesturfjöllin sem að vísu eru ansi hvít ennþá. Veðurspáin er góð fyrir næstu daga,svo ég held að vorið sé komið.
  Gott að allt gengur vel hjá ykkur og að þið njótið þess sem fyrir augu og eyru ber. Bestu kveðjur úr Sólvallagötunni. Takk fyrir kortin.