Hong Kong og Macau

5. maí 2008

Hong Kong er allt odruvisi en Kina. Borgin og nanasta nagrenni hennar var bresk nylenda thangad til arsins 1997 og hafdi tha verid undir breskum hael i riflega 150 ar - eda fra thvi ad Bretar hernamu hana i Opiumstridinu fyrra. Hong Kong er thvi half bresk og half kinversk. Hun er miklum mun nutimalegri en afgangurinn af Kina, ad Shanghai undanskilinni. Throngar goturnar a adal fjarmala- og verslunarsvaedinu a Hong Kong eyju minna mjog a goturnar i London. Vid upplifdum okkur hornreka i lorfunum okkar thegar vid thrommudum medal allra jakkafataklaeddu mannanna og kvennanna sem theyttust milli skyjakljufanna med simann raudgloandi a eyranu. Og ennfremur thegar vid gegnum medal framhja budargluggum med thar sem flottustu, finustu og sannarlega randyrustu tiskumerkin stilltu ut. Hong Kong er lika mjog hrein borg. Himinhaar fjarsektir liggja vid thvi ad skyrpingum eda thvi ad henda rusli framhja ruslatunnunni. Svo eru reykingar bannadar vidast hvar okkur til mikillar anaegju eftir svaeluna i Kina.

Vid attum tho ekki samastad a eyjunni sjalfri heldur a meginlandinu hinum megin vid sundid. Thad svaedi nefnist Kowloon og er ollu althydlegra tho svo Gucci, Louis Vuitton og Versace auglysi i gluggum theim megin lika. Vid bjuggum reyndar i ljotustu byggingunni a svaedinu. Thvilikt hreysi hafdi hvorugt okkar a aevinni sed. Risastort nidurnitt greni a 17 haedum. The Chungking Mansions. A jardhaedinni er verslunarsvaedi med allra handa bullum sem hondla med odyrar eftirlikingar af simum, urum , DVD myndum, fotum og fleiru. Aberandi i rekstri thessarra solubasa eru Indverjar, Pakistanar, Arabar og Nigeriumenn auk stoku Kinverja. Ofan a allt koma thangad bakpokaferdalangar hvadanaeva ad ur heiminum og falast eftir herbergi a einu af theim oendalega morgu mis gedslegu hotelum sem thar ma finna. Fjolmenningin skapar undarlegt andrumsloft hladid tortryggni. Lyftan i byggingunni var alltaf trodfull og pinlegar lyftuferdirnar virtust taka heila eilifd, serstaklega thegar klikkadi Bretinn gargadi a Nigeribuana. Vid komum til Hong Kong a manudeginum i sidustu viku eftir ljufa dvol i Yangshuo. Vid hofdum verid svo forsjal ad panta svefnplass. Thegar vid vorum ad leita fyrir okkur fannst okkur gistingin i Hong Kong svo dyr midad vid thad sem a undan var gengid ad vid akvadum ad gista i koju med odrum ferdalongum (en thad er odyrara en ad leigja eitt herbergi undir okkur tvo). Vid hefdum betur sleppt fyrirhyggjunni thvi til stod ad hola okkur nidur i sitt hvort herbergid a sitt hvorri haedinni svo vid sogdum skilid vid kauda og fundum okkur skokassa a taeplega 3.000 ISK nottina. Hann var tho hreinn svo vid kvortudum ekki. Fyrir klaufaskap thurftum vid ad skipta um hotel og fundum annad enn minna. Klosettid var svo litid ad vid thurftum ad sitja thad thvert til ad athafna okkur. Su sem rak hotelid var flott kelling sem kalladi sig “Mama” og sagdi “Meeerci” oft a dag. Okkur grunar tho ad hun hafi leikid tveimur skjoldum og hylmt yfir einhvers konar smygl med hotelrekstrinum. Throngir gangarnir voru alltaf trodfullir af vandlega fragengnum pinklum og pokum af ollum staerdum og gerdum. Hver veit hvad leynist i theim?

Vid aetludum ad finna eitthvad smotteri i budum thvi Hong Kong er friverslunarsvaedi og sennilega odyrasti stadurinn i heiminum til ad kaupa tolvur og taeknidot. Okkur langadi i adra og staerri linsu a myndavelina sem vid keyptum i Kathmandu. Vid attum ekki i vandraedum med thad og keyptum eina sem ser i gegnum holt og moa. Undum okkur svo eitthvert kvoldid vid thad ad taka myndir af marsbuum, svo oflug er hun. Okkur til gamans litum vid inn i eina og eina merkjabudina og hneysludumst a omerkilegum hversdagstutlum sem kostudu feiri tugi thusunda. Kristin sa fallega appelsinugula gollu i Louis Vuitton, varla thykkari en pappir, a rett rumar 100.000 ISK. Hver slaer hendinni vid sliku kostabodi?

I Hong Kong er margt ad sja. Eitt af thvi sem allir thurfa ad gera er ad taka Fjallageitina (e. Peak Tram) upp a Viktoriu tindinn sem er haesti punktur Hong Kong eyju. Fjallageitin skridur eftir slakkanum upp a tindinn og thegar mest varir hallar lestin 45 gradur. Ofan af tindinum faer madur gott utsyni yfir borgina ef ekki er thoka (eins og var thetta kvoldid sem vid forum upp). A hverju kvoldi klukkan atta er sett i gang fimmtan minutna ljosasyning thar sem oll staerstu hahysin a Hong Kong eyju blikka og senda ut i loftid graena leysigeilsa i takt vid dynjandi midi-musik. Vid saum thessa syningu baedi ofanfra af tindinum og svo fra Kowloon, hverfinu hinum megin sundsins.

Svo gerdumst vid menningarleg og forum a sofn. Vid forum baedi a visindasafn og geimvisindasafn. Thad var ogurlega gaman enda stor hluti beggja safnanna gagnvirkur og Otto thurfti ad sjalfsogdu a reyna sem flest. Svo skodudum vid listaverk af ollum sortum a thartilgerdu safni.

I fyrra skiptid sem vid reyndum vid tvo sidarnefndu sofnin voru thau lokud. A sveimi voru tugir, ef ekki hundrudir logreglumanna en vid nanari eftirgrennslan komumst vid ad thvi ad sjalfur Olympiueldurinn var vaentanlegur til Hong Kong. Bruka atti svaedid kringum sofnin undir athofnina og svo skyldi hlaupid um baeinn. Ad sjalfsogdu letum vid okkur ekki vanta thegar eldurinn thaut framhja hreysinu sem vid gistum. Vid vorum a besta stad og horfdum a brjalada Kinverja hropa slagord til heidurs Kina og eldi fridar og kaerleika. Engin voru uppthotin og ur einum glugganum i naerliggjandi storhysi veifadi madur skilabodunum: “Tibet is part of China”. Heldur annar filingur her en annars stadar i heiminum. Vid thetta tilefni voru gefin ut frimerki med Olympiueldinum i Hong Kong. Ad morgni hlaupdags thurftum vid a posthusid til ad senda heim svefnpoka, flispeysur og ullarfot sem nota atti i Siberiu, thvi ekki er thorf fyrir slikar vetrarflikur a Tailandi. Fyrir misganing vorum vid maett litlu fyrir opnun en thar var tha saman kominn hopur folks sem beid spennt eftir nyju frimerkjunum. Thad var aldeilis teiti i theirri rod.

Tho enginn hafi motmaelt komu Olympiueldsins naer kommunisk ritskodun ekki til Hong Kong. Vid saum meira ad segja eintak af bok Jung Chang: Mao, the Unknown Story, en baedi hofundurinn og bokin hafa nu verid gerd utlaeg ur Kina. Einhver hafdi lika hengt upp a almannfaeri veggspjald sem beina atti sjonum manns ad mannrettindabrotum Kinverja gegn theim sem idka Falun Gong. Margir muna eflaust eftir thvi thegar fylgjendur Falun Gong idkudu leikfimi sina fyrir fyrrverandi forseta Kina thegar hann kom i heimsokn til Islands fyrir orfaum arum. Their voru natturulega umsvifalaust fjarlaegdir med logregluvaldi enda storhaettulegar leikfimiaefingar sem folkid stundadi.

Vid tokum svo ferju yfir til Macau, Las Vegas austursins. Macau er lika sjalfstjornarsvaedi og thar ma stunda fjarhaettuspil. Kinverjar eru mikid fyrir ad spila fjarhaettuspil. Vid hofum sed til theirra i almenningsgordum thar sem unglingsstelpur jafnt sem gamlir karlar spila med peninga. Tho verdur ad fara laumulega ad thessu thvi ha vidurlog liggja vid thvi naist madur vid tha idju. Fyrir nokkrum arum sidan var storu spilavitunum i Las Vegas leyft ad opna spilaviti i Macau og til marks um spilabrjalaedi Kinverja, tha skilar hvert spilabord i Macau tifalt meiri hagnadi en spilabord i Las Vegas.

Macau er gomul portugolsk nylenda og litur baerinn med kirkjurustum og steinlogdum gotum i Sudur-evropskum stil meira ut fyrir ad vera a Portugal en i Kina. Vid undum okkur thar einn dag og endudum hann sjalfsogdu a ad kikja i spilaviti. Vid skelltum okkur a barinn og drukkum i okkur kjark. Heilsudum svo upp a gjaldkerann og keyptum spilapeninga og hlommudum okkur vid rullettubord. Thegar mest vardi attum vid naestum threfalt thad fe sem vid keyptum i bankanum en gloprudum thvi svo nidur. Vid gengum ut med somu upphaed og vid komum inn med en thetta var engu ad sidur storskemmtilegt.

Vid tokum svo flugid med Air Asia og lentum i Bangkok a Tailandi um hadegisbilid i dag. Her er hiti og vid erum sveitt. Vid aetlum ad eyda afmaelisdeginum Ottos (6. mai) her i Bangkok en a hinn daginn holdum vid sudur a boginn a paradisareyjar i Tailandsfloa.

Bestu kvedjur heim til Islands,

-Otto og Kristin Helga.

E.s. Myndir fra Hong Kong og Macau koma vonandi inn a morgun.21 ummæli við „Hong Kong og Macau“

 1. Júlíus ritaði:

  “Fjolmenningin skapar undarlegt andrumsloft hladid tortryggni.” Þetta er nýja uppáhalds setningin mín. Áður var það setning ólympíuleikanna.

  Gaman að vera svona fyrstur að skrifa komment. ég verð að vera snöggur áður en einhver annar verður á undan mér…

 2. Júlíus ritaði:

  Jess maður. Það gekk.

  eníveis ég bið að heilsa ollum fiskunum þegar (ekki ef) þið farið að kafa í tælandi. Ég mæli með að þið gerist “ómenningarleg” og farið í bíó í thailandi, og standið upp fyrir kónginum áður en myndin byrjar.

  Sjáumst

 3. Kristin og Otto ritaði:

  Julius, lagmenning er lika menning.

  Erum a leidinni i bio…

 4. Fjola ritaði:

  Elsku Ottó. Það er dálítið spes að senda afmæliskveðjur til Bangkok - gerum það hér með Til hamingju og eigðu góðan dag. Kv. Fjóla, Jón og Helgi Hrafn

 5. Hildigunnur ritaði:

  Hann á afmæl’í daaaaaag, hann á afmæl’íí daaaaag, hann á afmæl’ann Hrottó….. Hann á afmæl’ííí daaaaaaag.
  Vei vei vei. Húrra og ég veit ekki hvað og hvað.
  Það er erfiðara að skrifa afmælissönginn í komment en að syngja hann í símann. Svekk.
  Vonandi gerið þið eitthvað menningarlegt og uppbyggilegt í dag (svona til tilbreytingar, sófakartöflurnar ykkar! :) )
  Kær kveðja, Gildih.

 6. Sara frænka ritaði:

  Innilega til hamingju með afmælið í dag. Vonandi verður dagurinn góður í Bangkok og þið gerið ykkur e-ð eftirminnilegt í tilefni dagsins. Sara og co.

 7. Fred Scott ritaði:

  Til hamingju með daginn, Ottó. Macau hlýtur að vera stórkostlegur kokteill, Portugal í Kína, frábært !
  Líst vel á linsuna sem þið keyptuð, þessa sem sér í gegnum holt og hæðir og fyrir horn. Vorið er að sýna sig hér á skerinu, reyndar talsverður snjór í fjöllum, spái að þið komist í vélsleðaferð þegar þið skilið ykkur heim úr hitanum á Tailandi hinu góða; Kaldbakur og Fjörður, kveðja, Fred Scott.

 8. Magni Þór ritaði:

  Til hamingju með 20 árin kallinn minn! :D
  Vona að þið hafið það sem allra, allra best.
  Ég er kominn í sumarfrí og veit ekkert hvað ég á að gera… kann ekki að vera í sumarfríi í maí!

  Kveðjur að norðan.

 9. Hinrik Símonarson ritaði:

  Blessður gammli
  Til hamingju með daginn og vona að tuttugasta árið verði sem best.
  Og hvað helduru, helduru að maður sé ekki að fara til Danaveldis í skóla þannig við verðum ekki saman í HÍ. Þú kemur bara í master út.
  Kærar kveðjur frá Dalvík
  Hinrik

 10. Sigga Ásta ritaði:

  Til hamingju með daginn Tói minn:) Vonandi eigið þið glaðan dag fjarri ættingjum og vinum.. Láttu nú Kristínu gera eitthvað skemmtilegt fyrir þig.. kannski er hún til í að hrista slaufurnar í tilefni dagsins;)

 11. Bryndís Björnsdóttir ritaði:

  Sæll Ottó minn og Kristín
  Til hamingju með afmælið, bara kominn á þrítugsaldurinn :o )
  Mikið er gaman að fylgjast með ferðalaginu ykkar, þetta er stórkostleg lífsreynsla fyrir ykkur…… gangi ykkur vel og passið ykkur á því sem þarf að passa sig á.
  Kveðja frá Dalvík
  Bryndís og fjölskylda

 12. Unnar bróðir ritaði:

  Til hamingju með afmæliðið Ottó minn og til hamingju með Ottó Kristín mín

  Skrifa við næsta blogg skötuhjú :)

 13. Amma Dísa ritaði:

  Ég á eftir að lesa síðustu færsluna ykkar.
  Ætla að ná því að senda innilegar afmæliskveðjur
  til þín Ottó minn áður en dagurinn er allur-og með óskum um að allt gangi ykkur í hag.
  Amma og afi Hrís.

 14. Guðleif &co ritaði:

  Til hamingju með daginn Ottó, takk fyrir fínt pandapóstkort frá Kína.
  bestu ferðakveðjur og hlakka til að sjá ykkur
  Guðleif & co

 15. RaggaÝr ritaði:

  Ottó til hamingju með daginn í gær.
  ég komst ekki á netið í gær þegar ég ætlaði að senda þér afmæliskveðjuna.
  vonandi hafið þið það annars bara gott.

 16. Álfhildur ritaði:

  Til hamingju með daginn í gær Ottó - ég á svo óþekk börn að ég komst ekki á netið í gær, en þarf ekki að segja ykkur frá því, þið hafið nú kynnst því og eigið eftir að kynnast því enn betur þegar þið komið heim hahahahaha ;) :D

 17. anita ritaði:

  ég var að enda við að horfa á mynd um tíbet og dalai lama. fór svo inn á bloggið ykkar og hélt áfram að lesa um það. fyndið.
  en ég vona að þið hafið það gott í taílandi og hafið skemmt ykkur vel í hong kong, sem er ofarlega á want-to-go-to listanum mínum ;)

  sjáumst 16. júní!

 18. Unnar bróðir ritaði:

  Var þetta biðsalur eða bíósalur með öllu þessu fóki þarna :)
  En allavegana ég er að fara í fermingu hjá Kristínu syystir
  Ýmirs.

  Ps. Ég var í annari feringaveislu í gær ;)

 19. Edda ritaði:

  krúttusmúttuhjónin ykkar! en hvað það er skemmtilegt að lesa bloggið ykkar..mér finnst ég vera uppfull af fróðleik eftir hvern lestur:) og til hamingju með afmælið tói minn….en ertu ekki bara 16 ára? getur ekki verið deginum eldri. Er orðin gleymin húsfrú..en takk enn og aftur fyrir kortið:) svo gaman að fá kort ..eins gott að hormónarnir eru farnir að róa sig, hefði annars auðveldlega tárast yfir krúttneskjunni í ykkur.

 20. Björn Ingi ritaði:

  Sæll frændi!

  Gaman að kíkja á síðuna hjá ykkur og fylgjast með ferðalagi ykkar.

  Kveðja.
  Bjössi og Eygló.

 21. Guðni ritaði:

  Senduð þið ullarfötin heim þegar þið voruð að koma í mesta hitann? Vitið þið ekki að besta lausnin við ofhitnun er að klæða hana af sér? Bara skella sér í nógu þykka ull og hugsa kaldar hugsanir, ekkert meira svalandi.

  Bestu kveðjur frá Íslandi, ríkistjórnin sem og landið allt bíða ykkar með óþreyju.