Vid lentum i sol og sumaryl i Bangkok 5. mai s.l. Tokum flugvallarrutuna beint adalferdalangasvaedi borgarinnar, Th Khao San, og fundum okkur samastad. Thetta turhestahverfi er eins og oll onnur turhestahverfi: Beggja vegna gotunnar eru gotusalarnir i rodum sem hondla med allrahanda varning, mis gaefulegir gististadir og veitingahusin oll med sama “vestraena” matsedilinn i bland vid eitthvad innlent. A afmaelisdeginum hans Ottos (6. mai) gerdum vid okkur dagamun og saum aevintyrahasarmyndina Forbodna koungsveldid (e. The Forbidden Kingdom). Vid hofdum ekki farid a biomynd i haa herrans tid, sidast i Bombay fyrir lidlega fjorum manudum. Vid fludum inn i loftkaeldan nytisku biosalinn yfir heitasta tima dagsins med kryddpopp i annarri hendinni og gervi-koladyrkk i hinni. En adur en herlegheitin byrjudu risum vid ur saetum fyrir tailenska thjodsongnum sem hljomadi med stuttri mynd um agaeti konungs og syndi hve truir landsmenn eru honum. Vid fylltumst lotningu og fellum a kne. En ad Forbodna konungsveldinu. Adalhlutverkin voru i hondum Hong Kong-Fu hasarhetjanna Jackie Chan og Jet Li. Myndin var hin besta skemmtan og tha ekki sist fyrir arfaslakan leik Jackie Chan tho hann sannarlega kynni ad sla (og sparka) fra ser med miklum tilthrifum. Vid kaeldum okkur enn meira nidur i isbud heimsins: Haagen Dazs. Seinni hluta dags slokudum vid a i almenningsgardi en gleymdum tho ekki a standa upp thegar thjodsongurinn hljomadi i hatolurum vitt og breitt um borgina a slaginu sex. Vid endudum svo daginn a prydilegum tailenskum mat med enn betra hvitvini a huggulegum veitingastad.

Thad er tvennt sem gripur augu ferdalanga a Tailandi. Annars vegar er thad gengdarlaus konungsdyrkunin. I Bangkok eru myndir af konungi og/eda drottnigu a hverju einasta gotuhorni. Eftir einni gotunni sem vid okum sem farthegar i Tuk-tuk bil stodu risastorar myndir af kallinum a ymsum skeidum aevi sinnar rammadar inn i dropalagada, gyllta, glitrandi bauta. Svo ekki se minnst a myndina sem synd er a undan hverri kvikmynd sem synd er i tailensku kvikmyndahusi. Tha skal gaeta thess ad leggja ekki nafn konungs vid hegoma ellegar a madur a haettu himinhaar fjarsektir og jafnvel fangavist. Hitt sem kemur utlendingum spanskt fyrir sjonir eru stelpustrakarnir (e. ladyboys) svokolludu. Thad heyrir svosem ekki til tidinda ad strakar klaedist kvenmannsfotum eda ad menn gangist undir kynskiptiadgerdir og lati breyta ser i konu, en thad sem er serstakt her a Tailandi er hversu algengt thetta er. Samfelag stelpustraka a Tailandi mjog stort og jafnvel svo stort ad stundum er talad um thridja kynid.

Vid hofdum verid forsjal og pantad flug med flugfelaginu Air Asia til Surat Thani thadan sem vid tokum svo ferju til Koh Pha-Ngan. Eyjan su er alraemd fyrir tryllt svallteiti sem haldin eru undir fullu tungli. Thangad maeta hordustu teitisgeggjarar heimsins og djamma bokstaflega fra ser allt vit. Vid aetludum tho ekki ad sletta ur kaufunum a Koh Pha-Ngan, heldur slaka a, med sol, sandi og einstaka bjor. Ad sjalfsogdu tokst okkur ad thefa uppi matreidslunamskeid. Okkur fannst maturinn jafnvel betri en a hinum namseidunum tveimur sem vid sottum i Kina og a Indlandi. Hver veit nema heppnir lesendur fai ad gaeda ser tailensku a naestu misserum. Dregid verdur ur innsendum beidnum stuttu eftir heimkomuna.

Lifid her er ekki flokid. Erfidustu akvardanirnar snuast um hvar i oskopunum eigi ad snaeda naest thegar hungrid saekir ad, hvort madur eigi nu ad liggja a strondinni eda busla i sjonum, hvada kokteill verdi fyrir valinu i thetta skiptid - eda hvort madur eigi kannski bara ad fa ser bjor.
Vid faerdum okkur svo um eyju, til Koh Tao thvi thar aetludum vid ad saekja namskeid i kofun. Okkur var meinud thatttaka thvi vid erum baedi med astma svo thad verdur bara ad bida betri tima. Thess i stad forum vid i snorkl-ferd. Vedrid var nu ekki beisid morguninn sem vid logdum af stad en her hefur rignt dalitid undanfarna daga. (Frodir menn segja thad eftirkost fellibylsins i Burma.) Ekki thad ad sma rigning hafi truflad okkur i snorklinu, sjorinn er vist rennblautur fyrir. Nedansjavar rignir bara loftbolum upp. Fyrir okkur opnadist nyr heimur marglitra fiska og koralrifja. Okkur leid halfpartinn sem vid vaerum ad busla i risastoru fiskaburi med allskonar fallegum fiskum og hakorlum. Vid sigldum umhverfis eyjuna og hentum okkur i hlandvolgan, graenblaan saeinn nokkrum sinnum. I algleyminu uggdum vid ekki ad okkur og brunnum all svakalega i lumskri solinni. Allan timann snerum vid natturulega somu hlidinni ad solinni sem fekk i stadinn fallega raudan lit. Vid hofum sidan sofid a maganum og makad a okkur honum Aloe Vera sem flytir fyrir batanum.

Skadbrunnin pokkudum vid aftur ofan i bakpokann og tokum ferjuna til baka aftur a Koh Pha-Ngan. Grasid er ju alltaf graenna hinum megin. Thar fundum vid afskekkta strond med orfaum strandkofum og veitingaborum og unum nu hag okkar vel i skugganum vid lestur godra boka. Bruninn er allur ad koma til og sennilega haettum vid okkur aftur a strondina a morgun i fyrsta skiptid i nokkra daga. Tha verdur sko aldeilis tekid a thvi en nu hofum vid fjarfest i steikingaroliu til ad virkja brunkuna thessa sidustu daga okkar her i paradis.

Bestu kvedjur af strondinni,

-Otto og Kristin.12 ummæli við „Bangkok og solbadseyjur austan Siam-skagans“

 1. Ellen ritaði:

  Bara rétt að kvitta fyrir innlitið. Skrapp á Ak seinustu helgi með stelpunum og vorum svo rosalega heppnar að fá gistingu heima hjá þér Kristín, eins og þú kannski veist, vaknaði með Lödu til fóta hjá mér það var rosa notalegt;) veit ekki hvort að öllum hefði líkað það enda sáu sumir til þess að það væri alveg örugglega lokað inn til þeirra!
  En hvernig væri svo að þið mynduð sýna snilli ykkar eftir öll þessi matreiðslunámskeið í kringum júbeleringuna, yrði gaman að fá að bragða á nokkrum réttum…

 2. Unnar bróðir ritaði:

  Þetta var verulega girnilegur ís sem þú og Kristín fenguð
  ykkur fúllt að ég gat ekki fengið svona en þetta er mikklu betra en brinjuísin á Akureyri ég sé það bara á ísnum sem þið fenguð ykkur :) það virkar ekkert að vera með sólarvörn í þessu snorkli ég þurfti að bera aftur og aftur á mig eftir snorklið á Króatíu en ég varð sem betur fer ekki sólbrendur þar eins og þið þarna á Thailandi.

  Eins gott að þið Kristín fóruð ekki í þessi heljarinnar spilavíti í Macau. En ef ég þekki ykkur rétt þá eruð þið ekkert í því bulli :) bæbæ snorklarar.

 3. Fred Scott ritaði:

  Sæl rauðskjöldóttu skötuhjú, snorkl og köfun er ævintýri, gott að þið eruð að ná ykkur eftir brunann. Athygliverð þessi persónudýrkun á konungnum í Taílandi, kanski ættum við að taka um þennan sið gagnvart Dorit og Óla á Bessatöðum ! Nei, varla. Matreiðslunámskeiðin ykkar lofa góðu, endalaus veisla þegar þið komið heim. Passið ykkur á hákörlum og brenninetlum, kveðja Fred Scott.

 4. Hrund ritaði:

  Hæjj, guð veit hvað það er langt síðan ég ætlaði að vera búin að skrifa hérna inn. Takk kærlega fyrir póstkortið, það skilaði sér…þó að blessaða jólakortið hafi nú ekki gert það. Ég fyrirgef það þó allt saman;)
  Þessu hrikalega spennandi og eflaust óendanlega skemmtilega ævintýri ykkar fer nú að verða lokið! Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með ykkur og enn ótrúlegra að næstum hálft ár sé að verða liðið frá brottför!!! Allavegana trúi ég ekki öðru en að ykkur finnist það!
  Hafið það bara sem allra best þarna í sólinni, hún er nú farin að gægjast svona annaðslagið hér heima, þó ég óski þess nú ekki svona þegar prófin fara að hellast yfir mann:/
  Heyrumst og sjáumst þegar þið komið…
  Kveðja, Hrund:)

 5. Sólveig Edda ritaði:

  Alltaf gaman að lesa um ykkar stórfenglegu ævitýri. Tek undir það með Ellen að hafa matarboð í kringum 16.jún, ég mæti;)Þakka kærlega fyrir afnotin af herberginu þínu Kristín fyrir tveimur helgum, það var alveg sérdeilis prýðileg gisting. Lada var hins vegar ekkert í uppáhaldi hjá mér, kemur kannski ekki á óvart en ég er þó stolt af mér að hafa þorað að pissa með hana inni á baði (eiginlega bara af þvi ég þorði ekki að snerta hana til að koma henni út)en hvað um það. Njótið tímans sem þið eigið eftir og farið svo að drífa ykkur heim:) kv.Sólveig

 6. Fred Scott ritaði:

  Sæl skötuhjú og velkomin til okkar heimshluta og njótið dagsins vel í Helsinki. Hlustið vel á fallegasta mál í heimi, Finnlands sænskuna.
  Bestu kveðjur, Fred Scott.

 7. Magni Þór ritaði:

  Vóó eruð þið farin að nálgast??? Sæææmilegt :D

 8. Arnar Ómarsson ritaði:

  Ottó veistu hvað!! “[he] enrolled in Camberwell art school in South London in 1964 before forming his first band in 1965″ Þetta stendur í wikipediagreininni um Syd Barrett. Þetta er semsagt skólinn sem ég er að fara í..! sama skóla og Syd Barrett. Ég vissi að þú ert líklega sá sem skilur mig best þegar ég segi: “VÁ HVAÐ ÞAÐ ER GEÐVEIKT!”

 9. Arnar Ómarsson ritaði:

  ég var ekki búinn að lesa færsluna þegar ég skirfaði síðasta komment. En þetta hef ég að segja:

  Ég á ekki til orð.

  “Vid aetludum tho ekki ad sletta ur kaufunum a Koh Pha-Ngan, heldur slaka a, med sol, sandi og einstaka bjor.” hvað er að ykkur? Þarna eru þið stödd í hallargarði dionýsusar og fáið ykkur einstaka bjór..

  og

  “[…] og unum nu hag okkar vel i skugganum vid lestur godra boka” Þið voruð á fallegri strönd, nokkrir kofar og svo barir…! haha ég vissi að ég hefði átt að koma með. Passa að þið djammið þegar það er viðeigandi

 10. Kristin Helga ritaði:

  Arnar minn… Madur setur nu ekki allt a netid sko! Svo erum vid ad spara okkur fyrir Freyjulund.

 11. Sigga Ásta ritaði:

  Jæja hættið nú þessari vitleysu og komið heim!! Mig vantar ykkur til Akureyrar að leika við mig:) (sjálfselsk?)

 12. Fred Scott ritaði:

  Takk fyrir myndirnar, gaman að sjá vorið í Helsinki. Nú vantar bara myndir frá Stokkhólmi og frá garðvinnunni í Uppsala, kv. Fred.