Bangkok, Helsinki

3. júní 2008

Vid dvoldum a Hat Khom strondinni nordaustan megin a Koh Pha-Ngan hja Sjavarsyn strandkofum (e. Ocean View Bungalows), maelum eindregid med thvi. Thau voru reyndar ad loka og fara i sumarfri og af thvi tilefni budu thau gestum sinum og starfsmonnum i grillveislu a strondinni vid hlidina. Gaman gaman. Vid tokum svo ferjuna til Surat Thani, gistum thar eina nott a glaesihoteli med sundlaug og tokum svo flug til Bangkok morguninn eftir.

I thetta skiptid forum vid og skodudum okkur um a nokkrum ahugaverdum stodum i Bangkok (en fyrri heimsoknin var heldur stutt fyrir svoleidis pjatt). Vid skodudum konungshollina og Wat Phew musterid sem standa innan somu mura. Otrulegur fjoldi Tailendinga (og reyndar annarra landa lika) hafa tekid ser thad sem starfa ad villa um fyrir ferdalongum. Mymargir vilja hjalpa manni ad komast leidar sinnar komist their ad thvi hvert forinni er heitid er sa stadur nanast undantekningarlaust lokadur i dag og heppilegra vaeri nu fyrir mann ef madur leyfdi theim nu ad teyma sig i nokkrar vel valdar verslanir. Tuk-tuk bilstjorarnir eru a svipadri linu og vilja their nanast allir fa mann med ser i budarferd, thvi their vita svo sannarlega hvar allar bestu og flottustu verslanirnar er ad finna. Ad sjalfsogdu fa their riflega greitt fra verslunareigendum kaupi grandalaus ferdalangur randyrt goss i versluninni. En konungshollin og Wat Phew musterid voru glaesilegir stadir. A musterissvaedinu var krokkt af byggingum, nanast allar gulli slegnar en rymra var um konungshollina skreytta myndum af sjalfum konginum. I odru musteri skammt fra, Wat Pho, la risastor gylltur Buddha i makindum sinum. Thad er merkilegt hvad hann Siddharta Gautama hefur misst kyneinkenni sin i gegnum tidina og er nu ordinn half kynlaus blessadur. En hann var engu ad sidur glaesilegur med perluskreyttar taer. Svo for hann ad rigna allhressilega og vid leitudum skjols hja otal gylltum buddhastyttum a medan ovedrid gekk yfir.

Vid kiktum a Chatuchak helgarmarkadinn i Bangkok. Thar var krokkt af folki. Thar matti finna allt fra lifandi rottum og kaninum til fatnadar ymiskonar og misnytilegra minjagripa. Vid keyptum nu ekki mikid en nutum thess theim mun meir ad skoda mannlifid. Vilji madur versla af alvoru i Bangkok eru margar thar nutimalegar verslanamidstodvar flestar vid eda nalaegt Siam torgi. Su skemmtilegasta heitir MBK og er eiginlega risastor pruttmarkadur undir thaki med 2.500 smaverslunum. Vid skodudum lika hus Jims nokkurs Thompson sem kom tailensku silki a vestraena markadi skommu eftir seinna strid.

Tailenski konungurinn er dyrkadur eins og gud og fyrir nokkru sidan thegar thaverandi forsaetiradherra thotti gera sig fullbreidan gagnvart konginum var hann hrakinn af landi brott. Forsaetisradherra, sem thykir verulega spilltur a enn sina studningsmenn a Tailandi sem vilja hann aftur. En konungssinnar motmaela thvi reglulega likt og vid urdum vitni ad einhver eftirmiddaginn. Tha var slegid upp politiskri skemmtidagskra a einni af umferdarthyngstu gotum baejarins og folk klaeddist gulu til ad syna studning sinn i verki (en gulur er litur tailenska konungsins). Tharna rikti halfgerd karnival stemmning og heilu fjolskyldurnar maettu til ad hlyda a.

Sidasta kvoldid okkar i Bangkok tokum vid lyftuna upp 61. haed a einn af nokkrum thakborum Bangkok. Thar satum vid, drukkum randyra kokteila og dadumst ad borginni sem er sannarlega glaesileg ur lofti. Vid smelltum af myndum svo thid lesendur godir getid dadst lika.

Vid tokum svo flugid nordur a boginn og lentum a flugvellinum i Helsinki seinnipart dags. Daginn eftir tokum vid svo ferjuna afram til Stokkholms. Thennan eina dag skodudum vid okkur um i midborg Helsinki og bordudum steiktan lax og kirsuber a markadnum vid hofnina. Helsinki er falleg borg sem vid aetlum ad skoda betur seinna. I ferjunni voru tomar fyllibyttur a eftirlaunaaldri. Thessar ferdir eru visst mjog vinsaelar hja eldra folki i Finnlandi og Svithjod sem tekur ferjuna fram og til baka til thess eins ad skemmta ser um bord. Og thad kann sko ad taka a thvi, thvi um leid og komid er inn i ferjuna er legid i bleyti thar til menn thola ekki meir. Fra Stokkholmi tokum vid svo lest til Uppsala.

Thad breyttist margt vid komuna til Nordurlandanna fra thvi sem var i Bangkok. Loftid kolnadi, rakinn hvarf og verdlagid snarhaekkadi. Skyndilega kostadi vatnsflaska 250 ISK en ekki 20 ISK. Mikil vidbrigdi fyrir okkur enda haettum vid okkur ekki heim alveg strax heldur erum her i skandinaviskri adlogun hja fodurbrodur Kristinar og konu hans her i Uppsala. Segjum nanar fra thvi sidar.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin8 ummæli við „Bangkok, Helsinki“

 1. Sigga Ásta ritaði:

  Jæja, þið nálgist:) hvenær komið þið svo til Akureyrar? þið virðist ætla að halda því leyndu hér á síðunni svo ég er eiginlega að hugsa um að hringja bara í Ólöfu og ganga frá þessu:)

  Hlakka til að sjá ykkur!!

 2. Kristján Einarsson ritaði:

  Áfram

 3. RaggaÝr ritaði:

  vúhú.. aðeins ein og hálf vika í að við sjáumst.

 4. Arna Mekkín ritaði:

  Hæ elskur,
  vá hvað það verður gaman að sjá ykkur eftir bara viku! en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið of dugleg að lesa en guð myndirnar ykkar segja meira en þúsund orð! ég fékk bara í magann við að skoða!
  en já.. vika í þetta og hlakka til að knúsa ykkur!

 5. Thea ritaði:

  hæ, tòk smá myndamarathon hérna, hlakka til ad sjá ykkur um næstu helgi!

 6. Magni Þór ritaði:

  Velkomin til Evrópu :)

 7. Sigga Ásta ritaði:

  Jæja Ólöf ljóstraði upp leyndarmálinu svo það mun ekki líða langur tími þangað til ég verð komin í Huldugilið:)
  Hlakka ofur mikið til að hitta ykkur!!

 8. Margret ritaði:

  Sæl og velkomin a nalægar slodir. Oh hvad lifid er dasamlega einfalt tegar madur tekur myndir af spadomskulu a leidinni nidur i bæ… Fyndid ad eg hafi verid fastakunni i somu seven eleven a Khaosan, keipti tar nestle blaberjajogurt og turt braud i morgunmat og einu sinni bacardi breezer med rosa rom bragdi, 5,8% (ekki i morgunmat). Veit ekki hvort tid prufudud eitthvad af somu gædavorum. Og ja tad voru lika allir i gulu tegar vid vorum i thailandi. en vid sjaumst ef til vill i sumar. eg verd a sinum stad a eddunni von bradar. kvedja margret