Vid komum seint ad kvoldi til Udaipur sem hefur a ser ord fyrir romantiskt andrumsloft. Vid gistum a gistiheimili herra Soni og konu hans. Sennilega thau kruttlegustu hjon sem vid hofum fyrirhitt og leggja allt sitt i hotelreksturinn thratt fyrir afar takmarkada heyrn og enskukunnattu. Eftir dvolina hja theim kunnum vid nu ad thvo okkur upp ur fotu. Eitthvad sem vid sennilega thurfum ad gera oftar sidar meir.

Fyrsta daginn litum vid inn a eitt af stoltum baejarins: Borgarhollina (e. City Palace). Aegilega flott hybili med endalausum speglasolum. Thessu var natturulega buid ad breyta i safn og var agaett sem slikt. Thad flottasta vid Udaipur er vatnid sem borgin umlykur til halfs. Uti a vatninu byggdi einhver konungur sumarholl einhverntiman a atjandu oldinni. A theirri tuttugustu var thvi sidan breytt i luxushotel og thad er eins og herlegheitin fljoti a vatninu eins og sja a einhverjum myndum a myndasidunni okkar. Hotelid heitir Vatnahollin (e. Lake Palace) og var notud sem tokustadur i Bond myndinni Octopussy. Madur er thrafaldlega minntur a thessi tengsl Udaipur vid vestraena menningu enda er myndin synd a annarri hverri bullu i borginni thegar kvolda tekur.

Tha rombudum vid inn a matreidslunamskeid sem er med thvi skemmtilegra sem vid  hofum gert i ferdinni. Thad var afar frodlegt ad atta sig a ollum thessum kryddtegundum sem their nota herna Indverjarnir. Vid satum namskeidid med halfkleinulegu bresku pari (sem hetu Andrew og Harriet) og hressri eldri konu af sama thjodflokki. Thad sem okkur finnst hvad merkilegast vid indverska matargerd er thad ad their virdast geta geta gert prydilegan mat ur thvi sem heitir heima a froni medlaeti. Adalretturinn er semsagt hvorki kjot ne fiskur eins og tidkast heima heldur graenmeti af einni eda morgum sortum. Indland er sannkallad gosenland graenmetisaetunnar enda leyfir truin litid sem ekkert kjotat. Tho thykir okkur undarleg su tilhneiging ad eydileggja metinn med thvi a kaffaera hraefnisbragdid i svo sterkum kryddum ad kjafturinn a manni bokstaflega logar. Vid hofum tha kenningu ad thetta se arfleid fra gamalli tid thegar hraefnid var kannski ekki eins gott og thad er i dag og thvi kaefdu menn obragdid med kryddi.

Eitthvert siddegid leigdum vid okkur hjolabat og sigldum ut a vatnid. Vid mattum ekki sigla naer Vatnahollinni en sem nam 50 metum svo skitugur almuginn fari nu orugglega ekki ad gera sig heimakominn i efri byggdum. Siglingin var hin mesta slokun, ef fra er talid pulid vid ad knya batinn. Vid lentum ekki i sjavarhaska.

Thad punketradi a rutuskrattanum a leidinni til Jodhpur. En thad var ekkert sem ekki matti redda enda vid ollu bunir thessi Indverjar. Eftir thvi sem vid holdum lengra inn i landid aesast ae meir Rickshaw-okumennirnir og reyna ad draga okkur a sitt hotel eda vina sinna. Vid reynum thvi ad hafa thann vana a ad vera buin ad panta hotel adur en komid er til borgarinnar. Vid hofdum blessunarlega gert thad i thetta skiptid og gistum a Shinghvis’s Haveli djupt inni i gamla hluta baejarins. Sa hluti borgarinnar er blamaladur. Fyrir thvi eru tvaer astaedur. Blar er litur yfir stettarinnar (Brahmin) og svo fordast skorkvikindin blaa litinn.

Jodhpur er fyrst og fremst fraeg fyrir thennan blaa lit og svo virkid sem stendur a haed fyrir ofan borgina. Thad heitir Mehrangarh og er thad glaesilegasta sem undirritud hafa sed. Thvi hefur verid breytt i safn um sogu konungsaettarinnar og virkisins sjalfs sem er merkileg. Honnudum safnsins tokast afar vel upp og thotti okkur gridargaman ad rolta thar um himinhaa borgarmura og glaesilega flurud heimkynni hinna haerra settu.

I Jodhpur fengum vid thann besta Lassi sem vid hofum bragdad um dagana (tho su drykkja hafi bara hafist her a Indlandi). Lassi er einhverskonar jogurtdrykkur og eru afar misjafnir eftir stodum. Thessi smakkadist eins og vanilluskyr fra KEA theytt saman vid og thynnt med rjoma, sykri og saffrani. Med afbrigdum prydilegt. Skammt fra thessari bullu (sem skipar svipadan sess thar eins og isbudin Brynja a Akureyri) var eggjakokubulla. Sa hefur buid til eggjakokur i 33 ar og hefur aldrei haft meira ad gera en einmitt nu eftir ad Lonely Planet auglysti agaeti hans og segist brjota 1500 egg a dag. Vid brogdudum a godgaetinu og thotti hann eiga fyllilega skilid thad hros sem hann hefur hlotid.

Sidasta kvoldid lentum vid i skemmtilegu atviki. Vid vorum a heimleid eftir kvoldmatinn og tha festist Rickshaw-okumennid i hopi folks sem dansar vid dundrandi trumbuslatt og syngjandi ludra. Vid spyrjumst fyrir og faum thaer upplysingar ad um se ad raeda fylgdarlid brudguma a leid i teiti sem haldid er tveimur dogum fyrir brudkaupid sjalft. Thad stendur heima thvi mitt i thvogunni tronir madur i spariklaednadi a hestbaki. Vid vekjum ad sjalfsogdu mikla athygli sokum litaraftsins og vilja their olmir fa okkur med i dansinn. Vid latum til leidast og donsum nidur gotur gamla hluta Jodhpur med brjaludum Indverjum a leid til veislunnar. Their kenndu Otto hefdbundinn Rajasthan dans sem virkar einhvern veginn svona: Tveir eda fleiri karlmenn lyfta haegri faeti og lata tha snertast rett fyrir ofan okklann. Their thurfa thvi ad standa gegnt hver odrum eda mynda hring seu their fleiri. Med fotinn ut i loftid lyfta menn hondum og veifa theim af miklum mod og latast sem their seu ad skrufa ljosaperu ur perustaedi sem hangir i loftinu. Tha taka allir til vid ad hoppa (helst i takt vid tonlistina) og hropa og kalla af gledi og aesingi. Akaflega skemmtilegt. Kristin fekk ekki minni athygli thvi hun fekk greitt fyrir ad hrista skankana duglega milli thess sem their hropudu: “You dance too good, you dance too good!”. Their slogust um dans vid hana og vildu ekki trua thvi a Otto vaeri kaerastinn hennar. Okkur leid nu half kjanalega thegar i veisluna var komid og fannst vid halfgerdar bodflennur (enda bara turistar sem voru dregnir med af aestum veislugestum fyrir thad eitt ad vera hvitir). En engu ad sidur var thad mjog skemmtilegt ad fa sma innsyn in thad hvernig brudkaup fer fram a Indlandi. Kristin var dregin bakvid tjold og fekk ad hitta brudina. Og thar sat hun blessud, nokkru yngri en Kristin, i sinum finasta Sari med hring a hverjum fingri og hverri ta og titradi thannig ad thad hringladi i ollu dotinu.

Nu erum vid i Jaisalmer og holdum ut i eydimorkina a baki ulfalda i fyrramalid. Thangad til naest, bestu kvedjur heim.

-Otto og Kristin

E.s: Settum inn myndir og thaetti vaent um ad fa ad vita hverjir lesa siduna.

Rolegt i Pushkar

26. janúar 2008

Pushkar er rolegur litill baer. Thar bua um 15.000 manns, sem er ivid minna en a Akureyri. Hingad koma lika pilagrimar og ferdamenn i thusundatali a ari hverju en Pushkar er heilagur baer sem byggist upp i kringum heilagt vatn. Hinduar trua thvi ad vatnid hafi komid ur lotusblomi sem Brahma setti a jordina. Holdum lika ad osku Ghandi hafi verid dreift i thad. Andrumsloftid her i baenum er lika mun rolegra en annars stadar sem vid hofum komid, enda mettast thad af hassreyk thegar kvolda tekur. I Pushkar eru otal vestraenir rastafarar med skitalokka sem koma til fyrirheitna landsins.

Vid komum ad kvoldi til. Otto var ad fa i magann og var i mikilli thorf fyrir ad komast a klosett. VId hofdum ekki bokad gistingu svo ad vid thutum inn a annad gistihusid sem hafdi laust plass fyrir okkur. Thad var ekki fyrr en seinna sem vid attudum okkur a thvi ad klosettid laeki! Vid skiptum thvi i miklum flyti morguninn eftir enda gat drengurinn ekki lengi verid klosettlaus. Thegar lida tok a daginn for nu ad thettast i afturendanum a Otto en tha for ad losna um a hinum baenum. Fyrsti dagurinn okkar i Pushkar var thvi vart i frasogur faerandi.

Otto komst i kynni vid ungan strak sem trommar a hverju kvoldi fyrir solina adur en hun gengur til vidar og svo litid eitt fyrir tunglid. Thess a milli er baenatimi. Hann trommar a aevagamlar trommur hedan ur heradinu. Thaer heita Nagara. Thetta eru nokkur hundrud ara gomul samskiptataeki en eftir ad sveitasiminn og sidar langlinusimar komust i gagnid breyttist hlutverk theirra. Hinn ungi trymbill (sem var tho nokkru eldri en Otto) platadi hann i trommutima. Otto likadi thetta lika svisvona baerilega og dreif Kristinu med ser naesta dag. Strakurinn sagdi okkur fraegdarsogur af pabba sinum, sem er vinsaell vidhafnartrommari vida um heradid. (Ad sjalfsogdu faeddust their inn i starfid). Fadirinn, sem ansar nafninu Nathu Lal Solinkey, er thvi alderi heima hja ser heldur a stodugum theytingi ut um hvippinn og hvappinn. Hann vann ser thad meira ad segja eitt sinn til fraegdar ad leika inn a plotu med hipparokkurunum i The Greatful Dead.

Svo sitjum vid tharna i tima hja honum og skyndilega hoppar sjalfur snillingurinn inn. Hann rekur soninn i burtu og spyr hvort okkur se sama tho hann taki vid timanum. Svo nemum vid hja meistaranum. Seinna um daginn spilum vid med honum fyrir solina og tunglid. Thad var dalitid serstok upplifun ad tromma fyrir framan thetta fallega vatn. Langar ad benda a myndband af meistaranum a YouTube thar sem hann trommar med vestraenum slagverksleikara. Thad ma nalgast her en ef tengillinn virkar ekki er slodin: http://youtube.com/watch?v=gUTSV7o0JKo.

Vid forum i eitt musteri sem er merkilegt fyrir thaer sakir ad thar er Brahma dyrkadur, sem er vist ekki algengt. Mikid er um presta her i baenum sem reyna ad plata turhesta til ad gefa fleiri thusund Rupiur til fataekra. Tha eru their dregnir nidur ad vatninu, latnir herma eitthvad eftir prestunum og svo rukka their fyrir. Thetta musteri var a rikisvegum og thvi laust vid allt svona svindl - eda svo heldum vid. Thegar vid vorum buin ad skoda musterid vorum vid leidd nidur ad vatninu. Med halfum hug forum vid ad fyrirmaelum theirra en their sogdu thad naudsynlegt ad fleygja einhverjum blomum a vatnid eftir ad hafa skodad musterid. Thegar nidur a vatnsbakkann var komid var okkur stiad i sundur, en thad var ad theirra sogn betra fyrir karmad. Vid forum svo sitt i hvort hornid og thuldum einhverja vitleysu upp eftir theim (hraedd vid annad, thvi ekki vill madur syna sidum theirra ovirdingu) en svo kom ad thvi ad vid vorum krafinn um aur fyrir. I upphafi var okkur tjad ad allt vaeri fritt en vid spurdum margsinnis. Their sogdu ad peningurinn rynni i musterin og til fataeklingana. Their voru ekkert serlega truverdugir i ledurskonum sinum og finum klaednadi thar sem their toludu um vesaeldom fataeklingana og thrastogludust a thvi a their hognudust ekkert a thessu. I einhverju hugsunarleysi anafnadi Otto sinum presti 300 rupiur(450 ISK). Kristin hafdi veitt thvi athygli ad onnur por fengu ad gera thetta saman og thvi foru ad renna a hana tvaer grimur. Hun reifst thvi vid sinn prest og thegar hun komst ad thvi hversu mikinn pening their hofdu nu undir hondum var henni nog bodid. Hun krafdist tess ad fa tha aftur enda hefdu their logid ad okkur og prettad. Aumingjans mennirnir hrokkludust undan, hropudu: “Bad karma, bad karma! We dont want your angry money.” Hraeddir vid ad reyta gudina til reidi. Thetta var svona kornid sem fyllti maelinn, enda stodugt verid ad rugla i manni og reka mann afram i ad gera allskyns hluti. Thetta var svo augljoslega svindl ad vid gatum ekki hugsad okkur ad gefa svona mikinn pening i thetta. En vid skildum tho eftir 100 rupiur, kannski fylgdi theim slaemt karma, hver veit?

Annars eru Indverjar frekar uppteknir af thvi ad hafa gott karma (ad minnsta kosti i ordi). Their eru lika afar uppteknir af heppni og vid hofum hitt 3 menn hingad til sem kalla sig “Lucky”. Skemmtilegt nafn.

Fundum veitingastad sem bar hid al-indverska nafn: Pink Floyd Cafe. Otto var ad sjalfsogdu himinlifandi og vid fengum okkur smasnarl thar. Um kvoldid roltum vid svo uppa haed fyrir ofan baeinn og freistudum thess ad horfa a solsetrid. Thad vildi tho ekki betur til en svo ad skyin langadi ad kikja a leiki mannanna thetta siddegi, svo ur vard bara agaetis labbitur og gott utsyni yfir baeinn.

Rajastan buar hafa longum verid taldir herskair. I gamla daga voru their svo herskair ad their voldu frekar daudann en osigur, vid hofum lesid margar thess hattar sogur. Vid hofum hinsvegar ekki ordid vor vid thessa arasargirni ad odru leyti en hja betlarabornum! Ef ad madur gefur theim ekki pening eda sukkuladi taka thau upp stein og gera sig likleg til ad gryta mann, enda hlaupa i fangid a okkur og thvaelast fyrir loppunum a manni. Vid vitum ekki alveg hvernig best er ad bregdast vid, enda ekki akjosanlegt ad fa hnullung i hofudid. Kristin hefur nad ad halda theim fra ser med gribbustaelum hingad til…

Annars erum vid komin til Udaipur (komum i gaer). Faerum ykkur fregnir thadan seinna. Settum lika inn myndir fra Pushkar.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin

Jaipur

24. janúar 2008

Renndum inn i Jaipur, hofudstad Rajastan herads fyrir rettri viku sidan. Hingad til var Indland fyrir okkur tomt flatlendi en nu saum vid loks vid dalitilar haedir og hola. Fyrsta daginn tokum vid i sma rolt um okkar nanasta nagreni og inn i Bleika baeinn (elsta hluta Jaipur) sem er ekki bleikur. Vid urdum threytt a havadanum og areitinu og leigdum okkur Rickshaw. Bilstjoranum stefndum vid upp i virki sem tronir a kletti sem skagar fram i baeinn. Vid saum sko ekki eftir thvi, enda utsynid frabaert og enginn til ad angra okkur. Virkid heitir Nahargarh og adal hluti thess (kvennaburid) Tiger Fort. Thar geymdi eitt sinn konungur hinar niu eiginkonur sinar i thaulhugsadri holl. Hver theirra hafdi sinar eigin vistarverur, sem voru allar nakvaemlega eins, nema ad rymi eftirlaetiskonunnar var nokkru staerra en hinna. Hverju rymi var deilt upp i sumarholl og vetrarholl. Sumarhollin sem er a efri haedinni er thaklaus svo konungur gaeti stundad sin Amorsbrogd undir solinni. A nedri haedinni var svo eldhus, bad, svefnherbergi fyrir eina eiginkonu og thjonustustulkur hennar og svo vetrarhollin, en tha var frygdarbedid undir thaki. Thad snidugasta var ad hann gat gengid millum theirra ad vild an thess ad hinar taekju eftir thvi. Vid letum leidsogumann segja okkur fra thessu ollu saman. Skemmtilegastar thottu okkur myndskreytingarnar kringum skeidvellina, en thad voru afar vel faldar Kama Sutra myndir sem syndu ymislegt theim sem kunnu ad ryna i taer. Svo roltum vid um virkid, sem er heljarsmid og dadumst ad utsyninu yfir baeinn, fjarri skarkalanum.

Tha tokum vid dag i ad skoda gamla baeinn almennilega. Hann er afgirtur og snyrtilega skipt nidur i gotur og thvergotur. Jaipur er fyrst og fremst thekkt fyrir silfurskart og silkisaum, enda ma thar finna mygrut af budum sem hondla med og framleida svoleidis fineri. Her er thvi urvalid mest og verdid best hvad thetta vardar. Gamla hlutanum er lika skipt upp i svaedi, eftir thvi hvar er verslad med hvada vorur (klaednadur, eldhusahold, matur, skartgripir, o.s.frv.). Vid vorum her um bil halfnud med thennan runt okkar thegar okkur stoppar madur sem vill na af okkur tali. Hann velti thvi fyrir ser hvers vegna ferdamenn strunsudu um gotur fra einum stad yfir til thess naesta og gaefu mannlifinu litinn sem engan gaum. Hann komst dalitid gafulega ad ordi og vakti thannig athygli okkar svo vid settumst med honum nidur, spjolludum og sotrudum indverskt te, chai (sem er disaett med mikilli mjolk). Vid hofum tho alltaf varann a thvi her hangir alltaf eitthvad a spytunni. Vid sem vorum sannarlega ordinn verulega threytt a: “Excuse me, Sir!” og “Yes, madam!” og a stundum othaegilegri hjalpsemi Indverja, skildum eftir thetta adeins betur af hverju hlutirnir eru eins og their eru og reynum nu ad horfa a mannlifid i rettara ljosi. Thessi agaeti herra er leidsogumadur a vegum konungsins (sambaerilegt vid thad ad vinna hja rikinu) og thvi ekki til ad pretta okkur. Hann syndi okkur svo handverks-verksmidju, thar sem menn prentudu a silki og fleira.

I Jaipur var nyafstadin flugdrekahatid og enn leifdi greinilega af henni thvi sja matti hundrudi flugdreka svifa yfir borginni. Thennan dag var onnur hatid i gangi, einhver muslima-hatid og til ad verda ekki undir i kradakinu for leidsogumadurinn med okkur heim til kunningja sins sem er listamadur. Hann er af yfirstettinni og er aedstistrumpur listamanna i Jaipur og a thvi heljarinnar hus med alls lags musterum og thesskonar doti. Hann faeddist ad sjalfsogdu inn i thad starf eins og allir Indverjar faedast inn i akvednar stettir. Hann er ogurlega flinkur, baedi med pensilinn og flugdreka en hann syndi okkur listir sinar a badum svidum. Vid eyddum med honum drjugri stund og hofdum ogurlega gaman af. Daginn eftir afredum vid ad thiggja leidsogn hja leidsogumanninum um einhvern heilagan apadal, sem er skammt fra Jaipur og annad virki, enn staerra en hid fyrra.

Dalurinn var talsvert ahugaverdari en thetta virki (tho thar hafi verid ad finna tha staerstu fallbyssu sem undirritud hafa sed). I botni dalsins voru musteri tileinkud opum og apagudinum med helgu vatni thar sem folk laugadi sig akaft. Thar var lika allt morandi af eldraudum aparossum sem hafa thad fint innan pilagrimana (sem baeta karmad sitt med thvi ad gefa theim ad borda) og forvitna turhesta (sem finnst gaman ad sja tha borda). Thar var lika fullt af kum og renglulegum hundum sem thrifast efalitid betur thar i botni dalsins en a ruslahaugunum i storborgunum. Horfdum lika upp a nokkra hressa gervipresta kveikja ser i pipu (sem innihelt eitthvad annad en venjulegt tobak), svo thad er kannski ekki skrytid ad their fai uppljomanir a stad sem thessum seu svona pipureykingar daglegt braud. Eftir turinn forum vid rakleitt ut a stoppistod og tokum eitilharda rutu til Pushkar.

I rutunni settist vid hlidina a okkur Indverji sem sagdist hafa komid til Islands. Reyndar hafa thonokkrir reynt ad ljuga thvi ad okkur i von um frekari samskipti en thessi laug ekki. Hann hafdi meira ad segja komid til Akureyrar sem kokkur a skemmtiferdaskipi en hann var nu a heimleid i fri. Svona er heimurinn litill.

Taeknin er byrjud ad strida okkur, enn sem oftar. Vid segjum thvi fra Pushkar a morgun (vonandi). Leggjum af stad til Udaipur i fyrramalid og verdum thar naestu thrjar naetur.

Vid settum inn myndir fra Jaipur, kaerar kvedjur heim.

-Otto og Kristin.

Apar a leid til Agra

17. janúar 2008

Eftir niu daga dvol i Indlandi erum vid farin ad atta okkur betur a landi og thjod. Indland er land thversagna, med afbrigdum orokrett land. Thad er ekki haegt ad skilgreina Indland. Indland er rikt og fataekt, vinsamlegt og grimmt, fallegt og ljott en samt bara skitugt. Aldrei hreint. Indland er land sem audvelt er ad da eina stundina og hata tha naestu.

Vid erum lika farin ad atta okkur betur a thvi aliti sem heimamenn hafa a okkur, hvitum vesturlandabuum. Vid erum nu thegar buin ad segja fra thvi ad vid vekjum mikla athygli hvert sem vid forum. Vid veltum thvi mikid fyrir okkur hvort ad astaedan fyrir thessari athygli se forvitni, hjalpsemi, hugsanleg grodavon, addaun, fjandskapur, otti eda ofund. Vid hofum komist ad theirri nidurstodu ad sennilega er eitthvad til i thessu ollu saman, thad fer eftir kynslod, stodu i samfelaginu og einstaklingnum sjalfum. Best vaeri ad vera fluga a vegg og fylgjast med mannlifinu. Vid eigum erfitt med ad venjast thessu gridarlega areiti.

Her er mikid starad. Stundum finnst okkur ad vid hljotum ad hafa gleymt fotunum heima og ad auki latid tattuvera allan likamann med forljotu tribalmynstri. Yfirleitt reynir madur ad hunsa storurnar en thegar thradurinn styttist litum vid hvasst til baka. Thad ber einstaka sinnum arangur (serstaklega hja Otto) og mennirnir horfa i adra att. Kristin aetlar reyndar ad reyna ad haetta thessu thar sem hun las i dag ad einu konurnar, fyrir utan thaer vestraenu, sem horfa til baka a Indlandi eru vaendiskonur. Thad er i raun eina leidin til ad greina vaendiskonu fra venjulegri konu, thaer horfa a moti thegar karlmenn gefa theim auga. Konur eru aldar upp i thvi ad vera hogvaerar, vinnusamar og undirgefnar korlunum.

Sidasta thridjudag notudum vid i snuninga i Delhi. Vid thurftum ad bjarga vegabrefsmalum fyrir Mongoliu og Russland og fleira thvi tengt. Vid forum i islenska sendiradid i Delhi og hittum thar Priyonku Gupta, ritara islenska sendiherrans. Priyanka er hord gella og aetlar ad adstoda okkur vardandi aritanirnar. Thad aetti allt ad fara vel. Vid vorum gjorsamlega buin a likama og sal um kvoldid eftir theytinginn. Delhi er mengadasta borg i heimi og vid fundum sannarlega fyrir thvi. Vid ferdudumst um i opnum richshaw-kerrum og thegar astandid var sem verst hofdum vid klut fyrir vitunum. Svifryk a Akureyri hvad…

Skemmtilegasta atvikid i Delhi var thegar vid lagum i makindum uppi i rumi um kvoldid og inn a okkur ruddist indversk kona sem hafdi farid herbergjavillt. Thvilikan skelfingarsvip hofum vid aldrei adur sed og vid gatum hlegid ad thessu gegnum threytuna.

Vid vorum mjog fegin ad sleppa fra Delhi med rutu a leid til Agra. Vid satum i threngstu rutu sem vid hofum sed og erum med marbletti a hnjanum thvi til sonnunar. Svo sannarlega ekki gerd fyrir vestraena rassa. Thad tok okkur sex tima ad aka vegalengd sem samsvarar theirri fra Akureyri til Husavikur. Thratt fyrir ad rutan hafi verid ordin full a thridju stoppistod helt rutubilsstjorinn afram ad garga “agragragragragragra” a hverjum einustu umferdarljosum sem vid stoppudum a. Ekki nog med thad, heldur fylltist rutan thessutan af solumonnum sem reyndu ad selja okkur penna, avexti og annan varning. Ef vid hefdum, thratt fyrir allan hamaganginn, nad ad festa blund komu bilstjorar sitheytandi bilflautur i veg fyrir thann moguleika. Svo virdist sem okumenn seu her i keppni um leidinlegustu bilflautuna. Sma typpakeppni, sa sem er med havaerstu og folskustu bilflautuna vinnur og kemst hradast afram.

A midri leid stoppudum vid i Stadarskala Indlands. Thar gatum vid kastad af okkur vatni og teygt ur krepptum limum. Ad sjalfsogdu fengum vid ekki frid tharna langt fra mannabyggdum thvi thar kom adsvifandi madur med tvo apaketti i bandi. Hann kynnti okkur fyrir aparossunum og allt i einu stokk annar theirra a Kristinu og for ad leita ad lusum. Liklegra er tho ad hann hafi skilid nokkrar lys eftir heldur en fjarlaegt thaer. Thetta var samt mjog saetur api sem vid lekum vid i sma stund (eins og sja ma a myndum). Thegar vid litum upp attudum vid okkur a thvi ad i raun vorum vid aparnir en ferdafelagar okkar hofdu hopast i kringum okkur og heldu afram ad horfa tho aparnir vaeru longu farnir.

Agra er skemmtilegur baer. Hann er mjog litrikur og thar ferdast allir a somu gotunum, menn og dyr. Reyndar sjaum vid alltaf meira og meira af husdyrum a leid okkar fra thettbylisins ys. Kyr ganga ad sjalfsogdu um lika i Delhi. Thratt fyrir ad thaer hafi alltaf forgang i umferdinni bua thaer vid ryran kost. Thaer sjast adallega a beit i ruslahaugum. Ruslid festist i meltingarfaerum theirra og thaer deyja haegum og kvalarfullum dauda. Tha er nu betur farid med thaer i Fagranesi thar sem hann Sigurdur Oli leikur fyrir thaer romonsur a gitarinn sinn. Auk thess sem beljur standa a beit i ruslinu ma sja geitur, kindur, svin og asna vada skitinn upp i okkla og drekka skolp. I Agra eru lika margir apar og vid komumst i kynni vid nokkra sem attu heima uppi a thakinu a gistiheimilinu okkar. Storskemmtileg kvikyndi og gaman ad fylgjast med theim. Thad virtust tho ekki allir sammala um agaeti apakattanna thvi ad nagrannar okkar veifudu kustskoftum og loftbyssum til ad hrekja tha a brott! Kannski ekkert gaman ad hafa apa a svolunum hja ser…

Adal addrattarafl Agra er ad sjalfsogdu Taj Mahal. Thad er otruleg upplifun ad ganga um gardinn i kringum Taj og fara inn i grafhysid glaesilega. Myndir segja meira en morg ord, enda tokum vid thaer mymargar. Fyrir tha sem ekki vita let Shah Jahan keisari, reisa uppahaldskonu sinni Mumtaz Mahal grafhysid. Hun lest af barnsforum thegar hun faeddi fjortanda barn theirra og sagt er ad Shah Jahan hafi ordid grahaerdur af sorg a einni nottu. Hlytur ad hafa verid frabaer gella! A medan vid roltum i haegdum okkar og virtum fyrir okkur otrulega fegurd Taj Mahal kalladi indversk fjolskylda a okkur og bentu a myndavelina sina. Okkur fannst audvitad sjalfsagt ad taka mynd af theim. En a daginn kom ad vid vorum myndefnid og skiptust fjolskyldumedlimirnir a ad stilla ser upp vid hlid okkar. Thvi midur tokst theim bara ad taka eina mynd a myndavelina okkar og thvi vantar myndina thar sem Otto skekur hondina a fjolskyldufodurnum og Kristin brosir mot modurinni. Serstakt.

Alla jafna er Agra mjog rolegur baer (allavega talsvert rolegri en gengur og gerist). Thannig var thad allavega thegar vid komum og forum…

Eina kvoldstund, einu sinni a ari er einhvers manns (sem vid vitum ekki hver var) minnst i Agra. Tha er haldin hatid sem fer thannig fram: Seriur og glitbordar eru hengdir omarkvisst a milli husa og folk hopast ut a gotur, serstaklega born og konur. Ad auki eru risahatalarar hengdir a thrja ljosastaura med fimm metra millibili. Ur hverju thessara hatalaraknippa berst havaerasta ohljodatonlist sem vid hofum nokkurn timan heyrt. Athugid ad mismunandi log barust ur hverju knippi. Annars var ekki mikid um ad vera. Vid vorum svo heppin ad vera i Agra einmitt thennan dag og med thessa hatalarastaedu i gotunni fyrir utan gistiheimilid okkar. Tonlistin var svo hatt stillt ad vid thurftum ad oskra hvort a annad inni a hotelherbergi. Thid getid imyndad ykkur fognudinn sem braust ut hja okkur thegar vid frettum ad ofognudurinn staedi til fjogur um nottina.

Adur en vid logdumst til svefns gengum vid tho einn hring i hverfinu til ad ga ad thvi hvort thad vaeri ekki orugglega eitthvad almennilegt um ad vera. Thad var tha sem vid attudum okkur a thvi ad hatidin vaeri bara thessir thrir staurar. Madur baudst til ad taka okkur einn hring i hjola-rickshaw en vid forum fljott ur honum thegar vid attudum okkur a thvi ad aumingja madurinn red ekkert vid ad draga okkur. Vid borgudum honum vel thar sem vid vorkenndum honum svo. Tha hopudust ad okkur krakkar sem vildu sukkuladi, pening, myndatokur eda thad nyjasta; eiginhandaaritanir! Thad tok okkur nokkra stund ad skilja hvad their vildu en ju, Kristin skrifadi nafnid sitt ad lokum i litla lofa og uppskar mikla gledi. Gledilegast var tho thegar rafmagninu slo skyndilega ut i allri borginni. Thad var kaerkomin fimm minutna hvild fyrir eyrun.

Eftir ad hafa sofid agaetlega, thokk se eyrnatoppum, forum vid med rutu til Jaipur. Thessi ruta var mun rymri en su fyrri og ekki haegt ad kvarta yfir neinu. Vid sjaum thad alltaf betur og betur ad vid erum komin ut i sveit, vid maetum ulfoldum sem draga a eftir ser kerrur a vegunum og horfum a litla sveitabaei ut um gluggann. Einnig saum vid risastora mursteinaframleidslu ur rutunni i dag thar sem meginthorri starfsfolksins voru born.

Vid stoppudum einu sinni a leidinni til ad kasta af okkur vatni i holu bak vid hladinn grjotvegg og pontudum okkur yndislega godan og sodalegan skyndibita. Naan braud med smjori og eitthvad gums med. Vid erum eiginlega haett ad kippa okkur upp vid thad, en tho er alltaf serstakt thegar born girda nidur um sig thar sem thau standa til ad gera tharfir sinar. Ef thau thurfa ad gera stort fylgja maedurnar a eftir theim og skola thau med koldu vatni thangad til thau fara ad grenja. Ja vid possum hvar vid stigum nidur faeti og ekki hafa ahyggjur, handgelid er ekki sparad a svona stundum!

Annars eru matarvenjur okkar odum ad breytast. Indverjar eru brjaladir i kjukling og vid gaetum bordad hann i hvert mal ef vid kaerdum okkur um. Nu er Kristin haett ad kaera sig um thad i bili og liggja thrjar astaedur thar ad baki. Fuglaflensan hefur gert vart vid sig i Indlandi a ny, reyndar ekki nalaegt okkur. Hun fekk kjuklingarett i Agra thar sem fuglinn var eiginlega hrar og kugadist thessi oskop. Thad tok svo steininn ur thegar vid gengum throngar gotur Agra og forum framhja slaturhusi. Thar var kjuklingur snuinn ur halslidnum og Kristin var vitni ad mordinu. Fyrir tha sem ekki vita er hun lika med fuglafobiu og lyktin af heitu kjotinu (ovarid fyrir sol, ryki og skolpi sem lak fyrir utan kofann), hljodin i deyjandi kjuklingnum og eftirlifandi rytjulegur fidurfenadurinn gerdu utslagid. Kristin er ordin graenmetisaeta thangad til vid forum hedan. Enda ur miklu ad velja her fyrir graenmetisaetur.

Nu erum vid semsagt i Jaipur og segjum fra theirri borg i naestu faerslu. Myndir fra Delhi eru komnar inn i Delhi-albumid. Vid bendum ykkur a ad yta a albumin (set) til ad skoda myndirnar, tha koma thaer i timarod. Vid stefnum a ad gera album fyrir hvern stad sem vid stoppum a og i lok hverrar faerslu segjum vid fra thvi hvar ma finna nyjar myndir. Tolvan her er svo haeg ad vid latum Delhi myndirnar naegja i bili.

Ast og kossar,

-Otto og Kristin

E.s. Takk fyrir sludrid um daginn Dagny! Svona frettamolar eru vel thegnir thar sem vid nennum ekkert alltaf ad hanga a mbl thegar vid komumst i tolvu…

(19/1): Settum inn nokkrar myndir i Agra-albumid. Tolvurnar eru tregar og vonandi getum vid komid klarad ad setja inn restina a morgun eda hinn.

Fregnir fra Delhi

14. janúar 2008

Hallo ho. Nu sitjum vid i kjallaranum a Hotel Perfect i sodahverfinu Karol Bagh i Delhi. Her vid hlid okkar hrytur madur hastofum, sem buid var um a dynu.

Aetlum ad rekja hvad hefur a daga okkar drifid sidan sidast.

Fyrst ber ad nefna thrjoskupukann sem hljop i mig (Kristinu) thegar eg las athugasemdina fra Helga fraenda a laugardaginn var. Hann yjadi ad thvi ad vid vaerum ad spreda i faedi og vaerum of hraedd vid mat heimamanna. Eg tosadi vesalings Otto thvi a naestu bullu sem vid saum og lesa matti ur vidbrogdum eigenda og gesta ad thangad hefdi aldrei stigid inn turhestur. Vid pontudum bragdgodan kjuklingarett i sterkara laginu (eins og allt herna) og naan braud. Thetta atum vid eins og herforingjar med gudsgofflunum og vard ekki meint af. Thjonar og gestir hofdu mjog gaman af thvi ad fylgjast med adforum okkar og hlogu datt. Sidan tha hofum vid etid thad sem hendi er naest. Saman borgudum vid 100 ISK fyrir maltidina, svona til ad thad komi fram!

Seinasta daginn i Bombay roltum vid um borgina, skodudum Hlidid ad Indlandi (e. Gateway of India) og gengum strondina. Thegar vid gengum ut af hotelinu um morguninn vatt ser ad okkur myndarkona og reyndi ad na sambandi vid okkur. Vid erum ordin forhert og von thvi ad baegja fra okkur areiti en hun skar sig ur hvad klaedaburd vardadi. Kom i ljos ad hun var ad vinna ad Bollywood mynd en vid hofdum ordid vitni ad tokum a einni slikri daginn adur. Hun vildi olm fa okkur til ad leika smahlutverk i myndinni, en thad thykir vist flott ad hafa hvita vesturlandabua i bakgrunni. Eg hafdi reyndar lesid rett adur ad thad thykir mikil heppni ad fa slikt bod. Vid vorum upp med okkur en vorum ad fara med lest til Delhi daginn eftir svo thad gekk ekki upp. Vid erum hinsvegar med nafnspjaldid hennar…

I stadinn fyrir ad leika i Bollywood mynd forum vid ad sja eina slika. Su heitir “Welcome” og er nu uppahaldsmynd okkar beggja. Hun hafdi allt sem god mynd tharf til ad bera og meira til. Mafiuforingja, falleg fljod, heita gaura, humor i haesta gaedaflokki, otrulegan soguthrad (svo otrulegan ad vid misstum thradinn i hlei), toff enskuslettur, bilaeltingaleiki, undarlegar hljodbrellur og hvita aukaleikara. Thetta var virkilega vondud mynd og oll vinnsla til fyrirmyndar. Thad sem helst greindi thessa fra vestraenum dellumyndum var thegar allir brustu skyndilega i song og donsudu eins og MTV stjornur. En adur en herlegheitin byrjudu thurftum vid ad risa ur saetum og hlusta a indverska thjodsonginn med indverska fanann blaktandi a breidtjaldinu. Thad eina sem komst ad i hugum okkar var ad vid maettum alls ekki hlaegja og sem betur fer var dimmt i bioinu svo audveldara var ad fela nidurbaeld brosin.

Um hadegisbil daginn eftir tekkudum vid okkur ut af hotelinu goda. Um leid og eg vaknadi thakkadi eg minu saela fyrir ad hafa haft thessa dvol af an thess ad vera raend. (Thad ma segja svona eftir a pabbi og mamma). Allar thrjar naeturnar hofdum vid heyrt i manni hosta akaft og kasta upp thess a milli. Eg hafdi spurt hotelstarfsmanninn hvort ad einhver liti til med manninum i naesta herbergi en hann yppti bara oxlum. Thad var ekki fyrr en seinasta daginn sem eg attadi mig a ad madurinn bjo i ruslaportinu bak vid badherbergid okkar. Thad var thungur steinn i maganum a okkur thennan morguninn.

Eftir ad vid tekkudum okkur ut forum vid a Mumbai Central (lestarstod) og akvadum ad bida thar i nokkra tima eftir lestinni, frekar en ad spranga um med bakpokana i hitanum. Thad var mjog fint, vid nadum ad lesa og skoda fjorugt mannlifid a stodinni. Vid ferdudumst a fyrsta farrymi og hofdum thvi adgang ad serstokum bidstofum. Vid komumst tho ad thvi ad bidstofurnar fyrir fyrsta farrymi voru kynskiptar. Thannig ad thad thykir greinilega luxus ad geta borgad sig fra konunum. Thad var mikill munur a bidstofunum tveimur, su sem merkt var konunum var engu skarri en bidstofa annars farrymis a medan karlarnir satu i ledri og reyktu vindla, innan um malverk og mahony-bord.

A jardhaedinni var stor bidsalur fyrir thridja farrymis farthega, thar sem einnig voru solubasar og veitingastadir. Ad islenskra sid skelltum vid okkur a McDonalds adur en lestin kom. (Thad var reyndar i hallaeri, vorum svo svong). Vid leitudum akaft ad venjulegum BigMac a matsedlinum en fundum natturulega ekkert nema graenmetis og kjuklingaborgara. Thad tok okkur otrulega langa stund ad atta okkur a ad audvitad bjoda Indverjar ekki upp a nautahamborgara! Eg (Kristin) for nidur ad kaupa vatn og settist nidur til ad horfa i kringum mig. Thar var mikid af bornum. Thad er alltaf skemmtilegast ad sja vidbrogdin hja theim thegar thau sja mann, hvitan og storan. Svo yndislega forvitin og hreinskilin. Ein stulka stod fyrir framan mig, heilsadi mer og hlo hastofum. Eg tok tha upp myndavelina og gerdi mig liklega til ad taka mynd af henni. A augabragdi hafdi safnast i kringum mig stor barnahopur sem var aestur i ad lata mynda sig. Einn strakur helt a litla brodur sinum, orugglega svona 9 manada gomlum. Sa litli leit a mig, nedri vorin byrjadi ad titra og svo orgadi hann af hraedslu. Thvilikt skrimsli sem eg er! Thad endadi med thvi ad eg tok nokkrar myndir af theim en thegar thad hofdu safnast 40 manns i kringum mig akvad eg ad lata mig hverfa.

I lestinni satum vid a bas med thremur ungum og eiturhressum “sikhum” og mjog ljufum vini theirra. Gud sikha segir theim (skv. thessum hressu gaurum) ad their megi hvorki skerda har sitt ne skegg. Their eiga ad vera algjorlega natturulegir, sem likastir gudi sinum og hvorum odrum. Samkvaemt gudi theirra eiga their hvorki ad reykja ne drekka, tho ekki hafi their farid eftir thvi sidara i thessari ferd. Their blondudu gedi vid okkur og viskii i vatn. Thad fannst Otto osidur, en hann thadi tho glas. Eg fekk mitt viski i koki. Vid letum stadar numid eftir eitt til tvo glos en their letu engan bilbug a ser finna og voru ordnir blindfullir adur en langt um leid. Their voru storskemmtilegir, tjah, kannski fram ad akvednum timapunkti thegar threytan tok ad siga a mannskapinn. I efstu kojunni svaf afar serlundadur Astrali. Thegar klukkan var ad nalgast midnaetti slokkti hann ljosid. Thad likadi adalpartyljoninu ekki og lestarklefinn titradi af spenningi thegar sa astralski hellti ser yfir sikhana. “Fuckin good sikhs you are, drinking alchohol all night. Why don’t you light up a cigarette as well?”. Obbobbobb, tharna hitti hann a vidkvaeman blett thvi Indverjarnir vissu ad their voru ad gera rangt. Sem betur fer skakkadi lestarstarfsmadur leikinn og skipadi ollum i sinar kojur. Thegar vid voknudum eftir othaegilega og frekar svefnlitla nott var ekki hatt risid a okkar monnum. Baedi var um ad kenna timburmonnum og svo skiptust Astralinn og Indverjarnir a eitrudum augngotum. Vandraedalegt! Thratt fyrir allt var thetta mjog laerdomsrik ferd og piltarnir voru mjog almennilegir vid okkur. Theim fannst vid agalega vitlaus og sau algjorlega um okkur, pontudu handa okkur godgaeti og fraeddu okkur um tru sina og sidi. Vid getum vel hugsad okkur ad ferdast meira med lestum her eftir.

Eftir sex daga i Indlandi erum vid adeins farin ad laera a brellurnar sem turistar eru beittir. Vid hofdum lesid ad thad er serlega vinsaelt ad plata turista i Delhi svo vid stigum ur lestinni med horkusvip og uppskarum eftir thvi. Vid komumst upp a hotel fyrir thridjunginn af thvi verdi sem fyrstu menn budu. Ja Magni, thad er “special price for you my friend” menning herna. Auk thess vorum vid svo threytt og pirrud thegar vid komum upp a hotel ad vid leyfdum mottokukonunni ekki ad komast upp med neitt mudur. Hun aetladi ad senda okkur a eitthvad annad hotel, eflaust dyrara og verra. (Julius, ertu ekki stoltur?) Her i Delhi er mun kaldara en i Mumbai, nu koma flispeysurnar og ullarnaerfotin ser vel. Her klaedist folk lika odruvisi og vida ma sja vardelda a gangstettum thegar kvolda tekur.

Vid fleygdum okkur upp i thaegilegt rumid um leid og vid stigum faeti inn i herbergid. Eftir langthradan djupsvefn i nokkra tima hofumst vid handa vid ad skipuleggja naesta manud. Thad er ad komast mynd a ferdaaaetlunina (haha, heimska lyklabord) og er hun svona:

Agra, Jaipur, Ranthambhore thjodgardurinn, Puhskar, Udaipur, Jodpur, Jaisalmer, Bikaner, Nawalgarh og svo aftur til Delhi.

Thetta segir ykkur kannski ekki mikid en allt eru thetta baeir i Rajastan heradi, a nordvestur Indlandi. Thessi leid myndar fallegan hring og liklega tekur thessi ferd manud eda svo. Thetta er birt med fyrirvara um breytingar. A morgun aetlum vid ad undirbua ferdina betur, senda passana okkar fra islenska sendiradinu i Delhi til ad fa vegabrefsaritun inn i Mongoliu og snuast. Oskid okkur gods gengis!

-Kristin Helga og Otto

E.s. Vid settum fleiri myndir i Bombay albumid og bjuggum til fataeklegt Delhi album.

E.e.s. Thad er rett hja Sverri Pali ad helst myndi madur vilja setja inn hljodupptokur og senda lykt gegnum netid til ad geta lyst thessu almennilega.

Mumbai (Bombay)

11. janúar 2008

Bombay er otruleg borg. Vid hofum nu ekki sed nema 0,02% hennar (en samt sed helling finnst okkur). Indverjar eru lika indaelisfolk. Upp til hopa afar hjalplegir, ekki ognandi a neinn hatt. Rosalega ytnir thegar their reyna ad pranga einhverju inn a mann en yfirhofud mjog almennilegt folk. Vid erum i mesta turistahverfinu en her er samt eitthvad um betlara. Vid hofum sed rosalega eymd og orbirgd thannig ad madur skammast sin fyrir sjalfan sig. Her betla lika hundarnir, milli thess sem their liggja eins og hravidi um gotur og gangvegi. Vid finnum lika fyrir thvi hvad haegt er ad gera ef madur a naega peninga. Vid gaetum keypt allt sem hugurinn girnist mera ad segja barn, en thad er hraedilegt ad svo se.

Umferdarmenningin her er ser kapituli ut af fyrir sig. thar gilda frumskogarlogmalin, en einhvern veginn samt komast samt allir leidar sinnar. Flauturnar eru feiknamikid brukadar og a tidum ma sja allt upp i fimm radir af bilum a 3ja til 4urra akreina vegi. Afar serstakt. Tha spurdi eg einn leigubilstjorann ut i tidni umferdarslysa en hann sor fyrir sart ad thau vaeru fatid. Vid erum farin ad fylgja fordaemi innfaeddra og hlaupum yfir gotur thegar faeri gefst.

Af okkur er tha fyrst er fra thvi ad segja ad vid erum komin a nytt hotel. Hotel Venus sem er vid adalpranggotuna (Colaba Cosway) i turhestahverfinu i Mumbai. Med theim skiptum var skitastadallinn laekkadur allverulega. Thad er tho allt i lagi, erum enn i ollum vestraenum luxus (heitt vatn, almennilegt klosett, loftkaeling etc.) en okkur skilst a tveimur astrolskum konum sem vid hittum i dag ad su saela se buin. A moti okkur tok innfaeddur sem gegnir vestraena nafninu John. Hann taladi mikid um “My Boss” sem er vist adalmadurinn i hverfinu og baudst til ad redda hverju thvi sem vid oskudum. Og thegar eg thvertok fyrir thad ad vilja hassid sem hann baud vard hann half vandraedalegur.

Vid hofum hingad til sloppid vid thad ad fa i magann, enda hofum vid fylgt Lonely Planet i theim efnum. Vid verdum kannski aevintyragjarnari hvad matinn vardar thegar fram i saekir. En forgangsrodunin er: Fyrst menningin, svo maturinn. Vid hofum thannig bordad uti eins og hefdarfolk a hverju kvoldi, en thannig er a.m.k. komid fram vid mann a finum stodum. Thratt fyrir ad vera skitug og sveitt i stuttbuxum og bol. En maturinn kostar natturulega ekki rass i bala. Vid t.a.m. borgudum 2300 RS (1500 kr.) fyrir svakalega finan kjukling og shouffle hussins (sem bragdadist eins og hrisgrjonagrautur) i eftirrett. Vid tippum lika allt of mikid midad vid venju, en thjonarnir brosa hringinn thegar vid sennilega tvofoldum dagslaunin theirra med thvi ad gefa theim 300 kronur.

Fyrsta daginn okkar her, roltum vid ut eftir solsetur til ad skoda okkar nanasta nagrenni. Vid vorum svona halft i hvoru ad leita okkur ad drykkjarhaefu vatni (thad er fundid og er talsvert betra en floskuvatnid sem faest i Lundunum) og korti af borginni. Tha gengur upp ad okkur feitlaginn, eldri madur, med grasprengt har og skegg og bydst til ad adstoda okkur. Hann baud af ser godan thokka og taladi betri ensku en flestir svo vid thadum bodid. Vid komumst ad thvi ad honum var gefid nafnid Raj (lesid Radj) og er leigubilstjori sem rekur fyrirtaekid Raj Travels. Hann let okkur fa nafnspjald og baudst til a bruna med okkur um borgina. Vid afredum svo i dag a hringja i hann og hann ok okkur um borgina thvera og endilanga. Hann syndi okkur Sjavarsiduna (e. Marine Drive), Ghandi safnid her i borg (sem er afar merkilegt), einhverja almenningsgarda, Jania-musteri (sem eg kem ad sidar), a posthusid (vid sendum pakka heim) og svo reddadi hann fyrir okkur lestarmidum til Dehli og for med okkur i glaesifatabud. Thessi madur er semsagt frabaer gaur og vid erum med numerid hans ef thu ert a leid til Bombay. Thad kemur mynd af honum med okkur a myndasiduna.

I Jania-musterinu hittum vid fyrir ungan mann (Amish) sem akvad ad vid thrju vaerum bestu vinir. Hann er sjalfur Janiatruar og var greinilega i thvi ad leidbeina turhestum um musterid og skyra ut grundvallaratridi truarinnar fyrir theim. Janiatruarmenn deyda ekki nokkra lifandi veru, their ganga meira ad segja med klut fyrir vitunum til ad deyda ekki skordyr sem hugsanlega gaetu flogid ofan i kok. Hakakrossinn (sem Hitler gaf heldur adra merkingu i hinum vestraena heimi) er ad eg held upprunalega ur Janiatru. Allavega, hann Amish akvad semsagt ad vid vaerum nyju bestu vinir hans og statadi sig af tengslum vid folk ur okkar heimshluta. Okkur leist agaetlega a hann til ad byrja med en svo thegar hann vildi olmur hitta okkur aftur, fa postfong og tilheyrandi breyttist alit okkar.

I glaesifatabudinni sem Raj syndi okkur, keyptum vid indverskan fineriisklaednad. Thad er tho ekki adalmalid heldur voktu tilburdir solumannanna meiri ahuga. I thessari bud, sem er mjog fin, vinna kannski 30 manns a tveimur haedum. Og thegar vid gengum inn flyktust their ad okkur til ad adstoda vid kaupin. Thegar mest var snerust einir sex kringum minn hvita rass medan eg gerdi upp hug minn. Thetta er svona nanast allsstadar. Idulega er ser madur i thvi ad opna hurdina fyrir mann. Einn setur varninginn i poka og enn annar afgreidir mann. Tha eru otaldir their sem syna manni um budina. Og thvilikir solumenn! Odru eins hef eg aldrei kynnst.

Nu aetla eg (Kristin) adeins ad baeta vid. Otto getur nefnilega ekki sjalfur sagt fra thvi hvad hann er fyndinn thegar hann talar med indverskum hreim vid Indverjana. (Svona eins og Abu i Simpsons). Thetta byrjadi sem grin adur en vid flugum hingad en svo komumst vid ad thvi ad their skilja thennan hreim miklu betur en thann islenska! Eg er thvi yfirleitt i nidurbaeldum hlaturskrampa thegar Otto tjair sig vid menn. Thad er ju hann sem ser ad mestu leyti um samskiptin vid heimamenn, thvi eg er bara kona. Vid akvadum ad Otto yrdi med peningavoldin thar sem thad er augljoslega aetlast til ad hann sjai um oll vidskipti. Svo er idulega spurt “and for the lady?” thegar vid forum ut ad borda, eg er ekki einu sinni spurd. Thad tekur tima ad venjast thessu, ad halda ser saman. Svo vorkenni eg aumingja Otto sem tharf ad taka allan hitann og thungann a sig medan eg er eins og puntudukka vid hlidina a honum.

Annad sem olli hlaturskasti: Otto var ad panta herbergi a nyja hotelinu i gegnum sima. Thegar kom ad thvi ad gefa upp nafnid sitt tok skemmtunin vid. Svona heyrdi eg thetta: Yes, it’s Otto. No, Otto - O-T-T-O. No, “T”. Yes, “T”, like in… like in… like in Tiger!

Haha, tigrinn thinn Otto. Eg veinadi.

Vid hofum ekkert brunnid, thvi veldur liklega mengunarskyid sem vofir her yfir ollu. Thad verdur samt nokkud heitt her a daginn.

Nog i bili, nu verdum vid ad fa okkur i gogginn. Vid afsokum myndaleysid, thad er ekki haegt ad setja inn myndir a thessu netkaffihusi. Vid reynum ad finna annad i kvold eda a morgun.

Naest: A sunnudaginn tokum vid lest til Delhi. Ferdin su tekur 16 klukkustundir en vid verdum med svefnbedda. Eftir ad vid komum thangad er allt oljost…

Kaerar kvedjur heim til allra, fra okkur badum,

-Kristin Helga og Otto

Sveitt stemning

9. janúar 2008

Ja, thad er svo sannarlega sveitt stemning her a internetkaffinu i Fort hverfinu, Mumbai. Hedan er helst i frettum ad vid erum gedveikt hvit, feit, stor, blaeyg og ljoshaerd. Folk snyr sig nanast ur halslidnum til ad virda thessar furduskepnur betur fyrir ser.

Ferdin gekk agaetlega, vid fengum tho stresskast lifs okkar thegar kom i ljos ad onefndur adili gleymdi flugmidunum. Eftir thriggja tima hlaup reddadist tho allt, tho taept staedi. Thessi hlaup voru kannski bara til hins betra, thvi vid steinrotudumst i atta tima i velinni. Einhverra hluta vegna sleppum vid i gegnum allt oryggiseftirlit, thad kann ad tengjast utliti okkar…

Til ad gera langa sogu stutta letum vid visvitandi snuda okkur eftir ad vid lentum a Indlandi, en komumst loks i svituna a thriggja stjornu hoteli. Vid nenntum ekki ad prutta fyrsta daginn. Indaelis leigubilsstjori keyrdi okkur a hotelid en ferdin tok einn og halfan tima. Hann var mikid ad reyna ad spjalla en vid skildum thvi midur svona thridja hvert ord sem hann sagdi. Hann heimtadi svo mikid tips af okkur adur en vid forum ur bilnum (reyndar bara 200 kronur).

Menningarsjokkid sem allir voru bunir ad vara okkur vid siadist haegt og rolega inn medan vid keyrdum framhja otal hreysum. Fataekrahverfin her eru gridarlega stor og eg (Kristin) a mjog erfitt med mig thegar ungar konur med smaborn maena a mig. Thad kemur likast til faum a ovart. Hinsvegar er eg ad thjalfa mig i “camel” adferdinni og “queen Elizabeth” adferdinni, pabbi veit hvad eg meina.

Erum ad spa i ad koma okkur ut og finna haettulitinn veitingastad. Hingad til hofum vid bara bordad orkustangir sem vid keyptum a Heathrow. Hofdum vit a thvi thratt fyrir stressid. Thad verdur spennandi ad sja hvernig fyrsta indverska maltidin fer i okkur…

-Kristin Helga

E.s. Thad er otrulega gaman ad sja hversu margir skoda siduna og gledja okkur med athugasemdum.

E.e.s. Thad koma myndir naest.

Afgangurinn af London

8. janúar 2008

Ymislegt hefur gengid a sidan vid skrifudum sidast. Hefst nu upptalningin!

Vid forum a veitingastadinn Fifteen sem Jamie Oliver a og rekur. Thetta var jolagjofin okkar i ar asamt leikhusferdinni. Maturinn thar var hreint hnossgaeti, gridarlega gott og mikid. Til ad hita mann upp fyrir atokin fengum vid a bordid platta med Foccachia-braudi, fjorum tegundum af salami-pylsu, graenar olivur af bestu sort og dressingu a braudid. Tha var komid ad for-forrettinum. Eg (Otto) fekk feiknagodan mozzarellaost med mandarinum, graenfodri og oliudressingu. Afar skemmtileg samsetning og atti allt einkar vel saman. Kristin fekk nauta-carpaccio. Thad besta sem vid hofum smakkad, med olivum, larperu og salati, svoleidis silkimjukt. Slaer ad minnsta kosti ut tha sem faest a La Vita e Bella a Akureyri. I forrett fekk eg Cappellacci, ogurlega gott, hnetu-, chili-, sitronugums pakkad inn i pasta. Kristin fekk Tagliatelle med ragu og einhverskonar osta-tomatsosu. I adalrett fekk Kristin Saebassa (e. Sea bass), feitan fisk sem minnti um margt a steinbit en var tho talsvert thettari i ser. Hann var framreiddur steiktur a linsubaunabedi med mascarpone osti, kartofluskifum og stokkri parmaskinku. Eg fekk aftur a moti lamb sem sprangadi eitt sinn um Elwy dalinn i Wales. Thad jarmadi til min a baunabedi med spinat-rosmarin dressingu. Adur en vid fengum eftirrettinn fengum vid ofbodslega gott og friskandi sitronuhlaup, med pecanhnetukurli og rjomaostafinerii efst. Ad lokum fekk eg mer osta, einn franskan og annan italskan. Med thvi fekk eg kex, aprikosusultu, dodlu og peru. Kristin fekk ser a hinn boginn almennilegan eftirrett: Panna Cotta. Ogurlegan karamellufromas med pecan hnetum, perum og biscotti. Rett adur en eftirretturinn var borinn fram fengum vid lika sms fra henni Eddu okkar, svo vid gatum skalad fyrir litlu dullunni. Til hamingju Edda og Halldor Svavar! Sem sagt - alveg hreint sisvona lika serdeilis prydilegt allt saman. Ahugasamir geta skodad matsedilinn a thessari sidu.

Fyrr um daginn roltum vid nidur i Hyde Park, heyrdum hrop og koll og gengum a hljodid. A Horni raedumannsins (e. Speakers Corner) saum vid mann raeda hefdir, tru, umskurd og fleira ahugavert. Honum var augsynilega mjog heitt i hamsi enda satu/stodu nokkrir aheyrendur og svorudu honum fullum halsi. Fyrir framan hann sat ansi godur Breti sem rak allar rokleysurnar ofan i ofsamanninn. Tha forum vid hringferd med Lundunarauganu i frabaeru skyggni svo vel sast yfir alla borgina. Vid skodudum lika Madamme Tussaud’s (vaxmyndasafnid) sem er eitt skemmtilegasta safn sem undirritud hafa skodad. Ahugasamir lesendur geta skodad myndsiduna og fundid myndir af thessu ollu saman.

I gaer afredum vid ad skoda menntabaeinn Cambridge sem liggur her nokkra kilometra nordur af London. Eg kom reyndar thangad med X-bekknum i februar 2007 og aetladi thvi aldeilis ad redda farmidum thangad vandraedalaust. Ad sjalfsogdu teymdu eg og mitt gototta minni aumingja Kristinu um borgina thvera og endilanga en fyrir rest hafdist thetta tho. Vid tokum lest fra King’s Cross brautarstodinni. Thegar vid vorum nybuin ad kaupa mida stodum vid og stordum a einhvern skja og reyndum ad atta okkur a thvi hvenaer og hvadan lesin faeri. Fyrir nedan skjainn var hafdi verid merktur inngangurinn a brautarpall 9 og 3/4 sem lesendur Harry Potter bokanna aettu ad thekkja, en thadan tok Harry lestina i skolann sinn. Kemur tha ekki upp ad okkur pinulitil, fullordin, japonsk kona i Sherlock Holmes frakka og med hatt. Hun sviptir af ser yfirhofninni og stendur tha thar a litfogrum japonskum Kimono med thartilgerdan tofrasprota i hendi og bidur Kristinu um ad taka mynd af ser vid brautarpall 9 og 3/4. Dalitid skondid.

Allavega, vid tokum lestina til skolabaejarins mikla og vonudum ad finna fotspor Russells, Wittgensteins, Newtons og kannski hjolfor eftir Hawking til ad feta i. Vid roltum um og skodudum svaedid og alla flottustu og fraegustu skolana: King’s College, St. John’s College og ad sjalfsogdu hinn vidfraega Trinity College. Vid fylltumst andagift og erum i thann veginn ad leysa lifsgatuna. Vid latum ykkur vita thegar vid hofum svarid.

Annars erum vid klar i slaginn, buin ad pakka ollu nidur og bidum thess ad taka flugid fra Heathrow i kvold aleidis til Mumbai. Jibbijei.

Oskid okkur godrar ferdar til fyrirheitna landsins.

Yfir og ut.

Es: Arnar eda Nina eda einhver sem notar Flickr-myndasidu hvernig radar madur myndunum upp a sidunni, thaer koma allar i svo undarlegri rod.

-Otto (med innskotum og kvedjum fra Kristinu).

Ferdin ut og sma af London

6. janúar 2008

Vid risum arla morguns ur fletinu hja Soru fraenku i borginni og kunnum theim hjuum bestu thakkir fyrir hysinguna. Her um bil fullbuin geystumst vid til Keflavikur med foreldra mina i framsaetinu. Vid tekkudum okkur inn, kvoddum og stodum svo ein. Tha var komid ad thvi.

Vid keyptum eitthvad smotteri i frihofninni og hoppudum upp i vel. Thegar vid hofdum tyllt okkur nidur kemur askvadandi kona med ungan dreng. Thau maedginin hofdu greinilega verid svo oheppin ad lenda sitt i hvorri saetarodinni og sa stutti var audsynilega ekki fus til ad sitja svo langt fra modur sinni. Modirin, sem var med afbrigdum havaer for nu ad bidja Petur og Pal um ad skipta saetum thannig ad thau gaetu nu setid hlid vid hlid. A endanum hrokkladist einhver aumingjans Breti ur saeti sinu. Tha sat strakurinn vid hlidina a Kristinu og hinum megin vid ganginn var mamman. Manninum sem sat nu vid hlid hennar var greinilega litid gefid um thennan nyja sessunaut enda for afar mikid fyrir henni. Tha tekur hun til vid ad utskyra fyrir drengnum hvad oll ljosin i loftinu thyddu svo allir i velinni heyrdu greinilega utskyringar konunnar. Og tha keyrdi um thverbak thegar hun trekk ofan i hvad greip fram i fyrir flugfreyjunni til ad utskyra a islensku (vid flugum med British Airways) fyrir syninum hvad hun vaeri nu ad segja. Thad var einstaklega pinlegt thvi vesalings flugfreyjan var i seilingarfjarlaegd fra okkur og matti hafa sig alla vid til ad restin af flugvelinni fengi nu orugglega retta leidbeiningu. Svo gekk thetta svona allt flugid, sem var ad odru leyti prydilegt. Ykkur til frodleiks flaug velin i 9 km haed yfir sjo og geystist um himininn a um 750 km hrada a klst.

Hotelid okkar heitir Mina House Hotel, og er stadsett i Bayswater i London. Stadsetningin er mjog fin, i thriggja minutna gongufaeri fra Paddington lestarstodinni. Starfsfolkid er mjog almennilegt. Herbergid sjalft er lika allt i lagi nema hvad ad seint a kvoldin byrja aegilegar drunur beint fyrir ofan okkur. Vid hofum ekki enn komist ad thvi hver thad er sem ridur husum svo seint a kvoldin og fram undir morgun. (Innskot fra Kristinu: Hotelid er ogedslega skitugt).

Vid lentum i dalitlu veseni med nedanjardarlestarkerfid her i borg, eg meira ad segja let loka a mig rennihurdinni. En thetta er allt ad koma, bratt verdum vid eins og innfaeddir (svona rett adur en vid holdum afram).

Vid toltum fram og til baka a Oxford straeti i gaer og keyptum heilt apotek fyrir ferdina. Vid gatum ekki stadist freistinguna og kiktum lika i nokkrar bokabudir. Enda agaett ad hafa lesefni i ferdinni… Thad var mannmergd, enda utsolur i gangi. I gaerkvoldi saum vid Konung ljonanna i Lyceum leikhusinu. Thad er aedisleg syning i alla stadi. Og otrulegt ad sja hvad leikhusbrellurnar eru flottar. Nuna erum vid a leidinni ad turhestast um London, aetlum ad fara i Lundunaraugad og sja stora Ben. I kvold eigum vid svo pantad bord hja Jamie vini okkar Oliver. Hvad vid gerum svo a morgun verdur spennandi ad sja, hoho. Vid baettum vid nokkrum myndum ur ferdalaginu og fra London a myndasiduna.

Meira sidar! Kaerar kvedjur heim. (Thad vaeri gaman ad sja hverjir hugsa til okkar og skoda siduna…)

-Otto og Kristin.