Indland er algjor russibanareid fyrir oll skilningarvitin. Thad sem fyrir augu ber er eitthvad alveg nytt. Vid sjaum rikidaemi og fataekt, konur i litfogrum sari-klaedum klofa yfir ruslahauga og betlara og glaesilegar byggingar gnaefa yfir fataektarhreysin. Hlustirnar fyllast af hropum akafra solumanna, helgisong hindu-presta, hundsgelti, eymdartoni betlaranna, havaerum bilflautum sem theyttar eru vid minnsta tilefni og svo natturulega eftirfarandi frosum sem vid heyrdum areidanlega thusund sinnum: “Hello sir/Excuse me Madam. Can I help you? No? Where are you from? Ah, Iceland… Very cold, yes? Madam! Sir!” Og svo natturulega lyktin. Staek blanda af svita, skolpi (enda liggja raesin ofanjardar), kryddi, reykelsi, hlandi, brennisteini, eldsneyti, brennandi rusli og saetri lykt af djupsteiktu gotugodgaeti. Bragdlaukarnir fengust vid allar thessar missterku kryddblondur, sem annad hvort svida tunguna eda eru svo margslungnar ad vid berum vart skynbragd a helming theirra kryddtegunda sem thar ma finna.

Su hugmynd sem vid hofdum um Indland og Indverja er dalitid frabrugdin theirri hugmynd sem vid hofum nu, eftir manadar ferdalag. Thad sem kom okkur einna mest a ovart var hversu orugg okkur fannst vid vera. Tho areitid hafi vissulega verid yfirthyrmandi a stundum eru Indverjar fridarins menn og er erfitt ad sja fyrir ser Indverja beita hnefunum.

Vid vorum natturlega gestir i theirra landi og okkur ber thvi ad virda tha sidi og venjur sem their vidhafa. Vid getum tho ekki horft framhja thvi ad mannrettindi eru vida thverbrotin og sumir indverskir sidir og venjur hamla thvi ad nokkud se unnt ad adhafast i theim malum. Fyrst viljum vid koma adeins nidur a stodu kvenna. Mestallt thad sem vid tinum til her a ekki vid a hja efri stettum og i “vestraenni” borgum eins og Delhi og Bombay. Enn thykir miklum mun betra ad eignast strak en stulku. Mymargar omsjarstodvar eru starfraektar vida um Indland svo verdandi foreldrar geti akvedid hvort eyda eigi fostrinu eda ekki. I fataekari herudum thar sem folk hefur hvorki efni a fostureydingum ne omskodunum eru stulkuborn myrt stuttu eftir faedingu. Ad medaltali eru um 900 stulkur a hverja 1000 drengi og i theim herudum sem verst eru sett eru faerri en 800 stulkur a hverja 1000 drengi. Se hart i bui eru tharfir drengsins idulega teknar fram yfir baedi hvad vardar adbunad heima fyrir og menntun. A theim svaedum thar sem konur eru verst settar er theim gert ad huka innandyra og sja um heimilisstorfin og er oheimilt ad stiga ut fyrir hussins dyr. I Rajasthan-heradi (thar sem vid ferdudumst um) var ekki oalgengt ad sja konur sem huldu allt andlit sitt. Ein astaeda thess ad stulkur thykja verri kostur er ad thegar foreldrar gifta stulkuna ad heiman tharf ad greida med theim riflegan heimanmund. A stundum thegar eiginmanninum og fjolskyldu hans thykir skorid hafa verid vid nogl thegar kom ad greidslu heimanmundar lenda thaer osjaldan i “eldhusslysum”. Margar deyja af brunasarum, odrum er vart hugad lif en thaer sem lifa thykja ekki lengur heppilegt kvonfang og tha getur madurinn gifst aftur. Arid 2006 voru um 8000 daudsfoll rakin til onogs heimanmundar. Thaer tolur eru sennilega talsvert haerri og fjoldi theirra kvenna se tharf ad thola einhverskonar ofbeldi sokum thessa er areidanlega margfold danartidnin.

Thegar vid vorum i Jodhpur rombudum vid inn i kryddbud thar sem vid keyptum forlata saffran sem var reyndar nappad af opruttnum starfsmonnum postthjonustu thar i bae. Stulkan sem seldi okkur saffranid var a aldri vid okkur og hun asamt systrum sinum sex og modur raku nu thessa kryddverslun ad fodur theirra latnum. Hann hafdi stofnad thessa kryddverslun sem thykir su finasta i Jodhpur. Eftir ad fadir theirra lest og thaer toku vid rekstrinum hefur maett theim gridarlegt motlaeti. Ymsum brogdum hefur verid beitt til ad koma theim a kupuna og upplifa thaer mikla andud i sinn gard, meira ad segja af halfu annarra kvenna. Reynt er ad herma eftir budarnafninu og adrir sem hondla med krydd nota eins pakkningar um voruna til thess eins ad villa um fyrir kunnanum. I eitt skiptid var meira ad segja gengid svo langt ad skrufad var fyrir vatnid inn i husid til theirra. Ekki er haegt ad kaera og treysta a lagalegu hlidina thvi menn eru bunir ad muta monnum i bak og fyrir til ad koma i veg fyrir slik othaegindi. Thessi bellibrogd hafa tekid sinn toll af rekstrinum en loksins nuna er ad raetast ur vidskiptunum. Thad thykir argasta hneisa ad fyrirtaekid skuli eingongu rekid af konum.

Vid fengum lika a tilfinninguna ad Indverjar og tha serstaklega karlpeningurinn hafi dalitid brenglada mynd af sidferdi vestraenna kvenna. Enda eru theirra kynni af theim einna helst gegnum MTv og Baywatch. Kristin reyndar slapp vel thvi Otto var med i for en thurfi oft ad sviga a throngum gotum undan korlum sem gengu augsynilega viljandi beint framan a hana. Samtalid thar sem einhver indverskur herra reynir vid vinkonu okkar Steinunni gegnum MSN-id hennar Kristinar er kannski dalitid fyndin birtingarmynd thessa en lysir samt agaetlega vidhorfinu. Thad ma finna i athugasemd vid tharsidustu faerslu.

Enn er stettskiptingin rik i Indverjum tho buid se ad afnema hana med logum. Verst er komid fyrir betlurunum sem sitja a botninum. Their eru eiginlega ekki hluti af stettakerfinu heldur standa their utan thess og eru ogildir samfelagsthegnar. I lestinni fra Bombay til Delhi spjalladi Kristin vid einn klefafelaga okkar sem var Indverji. Talid barst ad menntun og Kristin spurdi hvort oll indversk born faeru i skola svaradi hann jatandi. “Lika betlarabornin?” spurdi Kristin. “Nei, ad sjalfsogdu ekki” svaradi hann til. Betlararnir teljast semsagt ekki med thegar talad er um Indverja og thessi madur virtist hinn vaensti og meira ad segja tiltolulega nutimalegur i hugsun.

Thad kom okkur a ovart hvad vid saum marga her a Indlandi an utlima. Seinna komumst vid ad thvi ad their sem lenda i slysi og eiga ekki pening fyrir laekniskostnadi missa utliminn. Handleggs- eda fotbrot hja theim verr settu thydir thannig einum handlegg eda fotlegg faerra. I Bombay saum vid mann sem var utlimalaus, bukurinn la a trebretti sem felagar hans yttu afram. Thessum midaldalaekningaradferdum er beitt i landi thar sem laeknavisindin eru nogu langt a veg komin til ad skilja ad siamstvibura med sameiginleg liffaeri og utlimi.

Burtsed fra thessu var ferd okkar um Indland hreint frabaer og gaman ad fa innsyn i menningu sem er rosalega frabrugdin okkar eigin.

Nu erum vid vid komin til Nepal, dvoldum i Kathmandu i nokkra daga og skipulogdum aframhaldid. Nu erum vid komin til Pokhara sem er 177.000 manna baer, 15 km nordvestur af Kathmandu. Hedan er utsyni yfir Annapurna-fjallahringinn (thegar ekki er skyjad). Vid aetlum i sex daga gonguferd her um nanasta nagrennid i von um ad fa betra utsyni yfir nokkur af haestu fjollum heims (sem eru i Annapurna). I framhaldinu forum vid a gumbati nidur einhverja laekjarspraenuna her i Nepal og endum aevintyrid i Chitwan-thjodgardi theirra Nepala thar sem vid bindum vonir vid ad sja tigrisdyr og nashyrninga af filsbaki.

Ad endingu koma her nokkrar stadreyndir ur GPS-taekinu hans Ottos. A ollum vidkomustodum setur Otto inn punkt i taekid og getur thannig buid til leidir og sed hversu langt vid hofum ferdast. Fra thvi ad vid logdum af stad fra heimilum okkar thann 2. jan og thangad til nuna hofum lagt ad baki taeplega 13.600 km. Ad sjalfsogdu er thessi tala eitthvad minni en rauntalan thvi GPS-taekid reiknar vegalengdir i loftlinu. Sennilega er rett tala einhversstadar milli 15 og 16 thusund km. Fra hotelinu okkar i her i Pokhara eru 7716 km heim i Holaveg (Otto) og 7712 km heim i Huldugil (Kristin). Nu erum vid stodd a 28°12′26,1″ Nordlaegrar breiddar og 83°57′33,8″ Austlaegrar lengdar og erum 801 m yfir sjavarmali. Her ris solin 24 minutur yfir 6 ad morgni dags og sest thegar klukkuna vantar 10 minutur i 6 ad kvoldi. Klukkan her i Nepal er 5 timum og 45 minutum a undan klukkunni heima a Islandi. Svona er nu heimurinn skemmtilegur!

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin 

E.s. Opruttinn adili nappadi myndavelinni okkar i Kathmandu. Dalitid kaldhaedid i ljosi thess ad vid vorum nybuin ad endurheimta hana. Vid keyptum okkur nyja og glaesilega vel, Canon EOS 400D. Myndirnar ur fjallgongunni verda thvi flottar sem aldrei fyrr. (Ad thvi gefnu ad velinni verdi ekki stolid a leidinni…)

Myndir

19. febrúar 2008

Vid fengum myndavelina aftur fyrir nokkrum stundum. Erum buin ad setja inn myndir fra Jaisalmer, ulfaldasafariinu, Bikaner og Karni Mata (rottumusterinu). Vid hvetjum lesendur til ad skoda myndirnar i numerudu myndasofnunum i hlidarreininni haegra megin a sidunni, thar eru myndirnar nefnilega i timarod.

Vid fljugum til Kathmandu i fyrramalid. Oskid okkur godrar ferdar.

Kvedjur,

-Otto og Kristin

Vid komumst vid illan leik til Bikaner eins og vid greindum fra i sidustu faerslu. Fyrsta daginn aetludum vid (asamt Toni og Dan) ad skoda okkur um i baenum. Vid thrommudum gladbeitt og vongod aleidis en komumst fljott ad raun um ad thetta var talsvert lengra en vid heldum. Vid vorum svo heppin ad godlegur eldri madur stodvadi jeppann sinn og baud okkur fjorum far nidur i midbae. Vid komumst fljott ad raun um ad thetta var sjalfur Camel Man. Hann var frumkvodull i ferdamannabisness i Bikaner og rekur nu gistiheimili og ser um safariferdir. Thessutan heldur hann uti vefsetrinu camelman.com. Vid vorum afar hissa thegar hann hleypti okkur ut nalaegt midbaenum an thess ad krefjast nokkurs af okkur (en thad er ekki indverskra sidur). Bikaner er ljotur baer og leidinlegur. Grar og gugginn, rykugur Vid entumst thvi ekki lengi a vappi um gotur baejarins og afredum ad vid skyldum hafa samband vid Camel Man og bidja hann um a keyra okkur um a jeppanum sinum og sina okkur nanasta nagrenni baejarins.

Og thad vard ur. Vid maettum a hladid hja honum snemma morguns. Forinni var fyrst heitid i musteri yfirfullt af helgum rottum og tha a rikisrekinn ulfaldabugard (e. Camel breeding farm). Vid brunudum i jeppanum eftir misgodum mismalbikudum vegum og eftir klukkustundar akstur eda svo komum vid ad musterinu. Musterid ber nafnid Karni Mata sem var Hindu-gydjan Ganga endurfaedd. Sonur Karni Mata let einhverra hluta vegna lifid og modirin fekk einhvern gudinn til ad endurvekja hann. Hann endurfaeddist sem rotta. Tha er thvi truad ad allir afkomendur Karni Mata endurfaedist sem rottur. Um 600 fjolskyldur rekja aettir sinar til Karni Mata og thaer venja komur sinar i musterid og lita eftir med latnum aettingjum sinum. Margt finna mennirnir ser misgafulegt til dundurs. Rotturnar lifa godu lifi thar i musterinu. Thaer eru matadar a saetindum og mjolk og holdafarid eftir thvi. Vid skemmtum okkur konunglega innan um rotturnar - skolaus ad sjalfsogdu, annad er oleyfilegt. Sum okkar tindu thess i stad til thykkustu sokkana sem fundust i pokunum. Thaer skutust fyrir og yfir lappirnar a manni i hundradatali. En thad thykir vist serlega gott thoknist rottu ad hlaupa yfir faetur mann, og eg tala nu ekki um ad staldra thar litid eitt vid eins og ein theirra gerdi a Kristinu. Thetta var allt saman mjog serstakt og ahugavert. Musterid ad vanda glaesilegt, skorid ut i marmara. Sennilega flottasta hus sem byggt hefur verid til handa nagdyrum a jordinni. A bakaleidinni komum vid vid a ulfaldabugardinum. Fylgdumst med nyfaeddum ulfoldum skjogra um og hlyddum a romantisk mokunarhljod karldyranna.

Vid aetludum naest til Nawalgarh (litils baejar a leidinni til Delhi) og vorum svo heppin ad sjalfur Camel Man var a leidinni til Delhi og gat thvi skilad okkur i nalaegt thorp og thadan gaetum vid tekid rutu. Leidir skildu med okkur og Bretunum en theirra leid la nordar en okkar. Ur thorpinu skroltum vid i yfirfullri rikisrutu sidustu metrana. Vid attum pantad plass a flottasta hotelinu i Nawalgarh, Apani Dhani. Apani Dhani er meira en bara hotel. Thetta er litill sjalfbaer fjolskyldurekinn bugardur. Thau flokka rusl, raekta allt graenmeti sjalf, nota solarrafhlodur til ad anna orkuthorf heimilisins og gististadarins og mida ad thvi ad vardveita menningu stadarins. Okkur vard titt hugsad til Gittu og Stebba Gisla medan vid dvoldum i Apani Dhani. Tharna hittum vid fyrir fyrstu alvoru hugsjonamennina a manadarlangri for okkar um Indland. Andrumsloftid thar var med afbrigdum roandi og maturinn listagodur. Vid sottum namskeid i taulitun og forum a annad matreidslunamskeid. Svo skemmtilega vildi til ad konan sem vid sottum med matreidslunamskeidid i Udaipur, var a thessum sama stad tharna i Nawalgarh og a sjalfsogdu sat hun thessi namskeid med okkur lika. Vid gistum i litilli huttu ur leir med strathaki og undum okkur vid lestur og slokudum a adur en vid heldum afram i gedveikina i Delhi.

En svo kom ad thvi, saelan tok enda. Vid stodum frammi fyrir thvi ad hristast i sundur med Indverja i fanginu i sex tima rutuferd til Delhi eda leigja bil med belgiskum hjonum. Ordin helst til of thaegindavon eftir dvolina a bugardinum voldum vid seinni kostinn. Vid lentum reyndar i dalitid hressilegri umferdarteppu og bilstjorinn okkar aetladi nu aldeilis ad redda thessu. Su Bjarmalandsfor bilstjorans lengdi ferdina um thrja klukkutima en hann, kominn vel af fyrirhugadri leid, thurfti ad spyrja til vegar a.m.k tiu sinnum. Einhverju sinni thegar farid var ad styttast i annan endan a ferdinni og okkur farid ad lengja eftir hotelherbergi spurdum vid hann hversu langt vaeri til Delhi. “Half hour to three hours.” svaradi felaginn spekingslega. Ekki mikid a thvi ad graeda. Sem betur fer voru ferdafelagar okkar skemmtilegir svo thessir thrir timar til eda fra skiptu ekki ollu mali.

Nu erum vid i Delhi. Erum komin med vegabrefsaritun til Mongoliu en russneska sendiradid vildi ekkert fyrir okkur gera. Vid reddum thvi i Kina. Erum buin ad panta flug til Kathmandu thann 20. feb n.k. Okkur tokst ad gleyma myndavelinni med ollum myndunum ur ulfaldasafariinu, Bikaner og Nawalgarh i bilnum fra Nawalgarh en thad blessast. Hinir saenskthenkjandi Indverjar a sjalfbaera bugardinum, aetla ad senda hana med folki sem er a leid til Delhi. Vid faum hana ekki a morgun heldur hinn en thurfum sennilega ad geyma ad setja inn myndir thangad vid komum til Nepal. En vid erum thvi midur ekki med neinar myndir fram Delhi, enda ekki mikid ad sja her i mengudustu borg i heimi.

Bestu kvedjur heim,

-Otto og Kristin

Ulfaldasafari og rutuhavari

10. febrúar 2008

Vid bidjumst velvirdingar a langri bid eftir fregnum hedan ur austrinu. Regluleg timabundin rafmagnasleysi her a Indlandi eiga thar hlut ad mali sem og annriki okkar.

Vid gistum i virkinu i Jaisalmer. Jaisalmer er kollud gullna borgin thvi virkid (sem er heljarsmid) er byggt ur sandsteini sem ljaer thvi gullinn blae i solarljosinu. Gullna borgin liggur reyndar undir skemmdum thvi lagnakerfi thess er aevafornt og annar ekki lengur theim fjolda sem thar byr nu. I stad thess ad baeta kerfid i samraemi vid fjolda ibua og vatnsnotkun thrysta menn ollu thvi vatni sem their thurfa (120 litrar a ibua a dag) gegnum ursergengid lagnakerfi. Thvi springa leidslur og vatn flaedir um undirstodur virkisins. Og dropinn holar sandsteininn. Undanfarin ar hafa thrjar storar byggingar hrunid. Langfaestum heimamonnum er kunnugt um astand borgarvirkisins og thvi er utlit fyrir ad hun hrynji til grunna adur en langt um lidur.

Vid hofum litid annad um dvol okkar i Jaisalmer ad segja nema hvad ad Kristin steig i kuadellu (sem liggja vida fyrir fotum manns) og tha skeit dufa a hausinn a henni. Drullugaman i Jaisalmer!

Tha ad ulfaldasafariinu (eda flugeldasafariinu eins og Kristin kalladi thad oft fyrir misganing). Vid hittum ferdafelaga okkar um morguninn. Oll voru thau bresk. Tveir strakar (Andy og Richard) sem hofdu nylokid haskolanami og stulka og drengur (Toni og Dan) a okkar aldri sem eru a leid i haskola. Oll huggdumst vid ferdast um heiminn i riflega fimm manudi og nadum vel saman enda a svipadri bylgjulengd.

Vid hossudumst 30 km ut i eydimorkina i jeppa og thar bidu okkar thrir leidsogumenn og sjo fretandi kameldyr (thessi sem hafa einn fituhnud a bakinu). Nu var ekki aftur snuid. A bak thessara risavoxnu skepna skyldum vid! Thau voru vel tamin og lagu kyrr medan vid klofudum upp a breitt bak theirra. Svo thurfti madur ad halda thettingsfast um hnakkinn thegar tivolitaekjunum thoknadist ad risa a faetur ellegar hefdu thau theytt manni mannhaed nidur a melinn. Tha heldum vid af stad, mis taugaveiklud en hlaejandi tho. Eydimorkin su er tho olik theirri hugmynd sem madur hefur um eydimerkur. Thessi var meiri melur med stoku trjam og kaktusum.

Kristin Helga var serstaklega heppin thvi farkostur hennar gaf fra ser mokunarhljod mjog reglulega alla dagana. Karlkyns kameldyr kalla a hitt kynid med thvi ad blasa ut flipa i munnvikinu sem lekur ut ur trantinum a theim og likja thannig eftir eigin kynfaerum. Med thessu framkalla their hljod sem likja ma vid ad vatn sjodi djupt ofan i kokinu a theim. Thessar adfarir thottu okkur bradfyndnar og Kristin gat avallt thekkt sinn farskjota a hljodinu.

Fyrsti vidkomustadur okkar var thorp (tvo hus). Abuendur voru augsynilega turistavanir thvi their voru med alla frasana a hreinu: “One pen?”, “Ten rupee?”, “Cigarette?”, “One photo?”. Hafandi neitad theim um thetta bentu thau a allt lauslegt og vildu ymist profa eda hirda solgleraugu, ur, hofudfot og toskur. Dan losadi okkur undan okinu og rulladi handa theim sigarettu. Vid hlupum svo brott og hossudumst lengi vel i steikjandi hitanum. A vegi okkar urdu ernir, hvirfilbyljir, hraegammar, rullujurtir, dadyr, geitur, kaktusar og einstaka smali med rolluhop. Thegar degi var tekid ad halla og rassar farnir ad sarna komum vid ad gullnum sandoldum og hofdum vid thar nattstad. Vid priludum uppa oldurnar og horfdum a solarlagid. Leidsogumennirnir eldudu agaetan mat og vid undum okkur vid vardeldinn fram a kvold og sofnudum svo undir bjortum stjornunum, fjarri borgarljosunum.

Morguninn eftir voknudum vid med rigningu i andlitid. Ekki alveg thad sem vid bjuggumst vid i eydimorkinni. Vedrid thennan daginn (og lika reyndar thann naesta) var hryssingslegt. Flokkurinn helt thvi half hnipinn af stad a kameldyrunum. Kvoldid adur hafdi Toni kvartad i leidsogumennina yfir kjotleysi. Thad gladnadi aldeilis yfir theim og their sogdust geta keypt geit og slatrad. Okkur fannst thetta ad sjalfsogdu afar spennandi. Thegar lida tok a daginn  leitudum vid skjols i forgardi bonda nokkurs sem seldi okkur bjor til ad skola geitinni nidur seinna um daginn. Hun stod rigbundin vid tre og vissi ekki hvada orlog bidu hennar. Til ad auka a dramatikina nefndum vid hana Gudnyju en Bretarnir kolludu hana thvi ofrumlega nafni Bloodbath. Hun fekk sidar ad kenna a flugbeittum vasahnifi Ottos (besta saxinu sem vol var a) sem lek fimlega i hondum eins leidsogumannsins. Vid jopludum svo a olseigu geitarkjoti i indverskri sosu en possudum okkur a ad tina svort harin ur kassunni adur en hun ratadi upp i munn. Vid grunum tho leidsagnarana sterklega um ad hafa stungid undan bestu bitunum thvi skyndilega birtust sveitungar bondans i mikla atveislu. Thegar lida tok a kvoldid kveiktum vid eld og undum okkur vid spil og barum saman glymskratta (e. iPod).

Eftir svefnlitla og iskalda nott hossudumst vid sidasta spolinn i ollum okkar hlyjustu fotum. Sumir sveipudu sig svefnpoka - slikur var kuldinn. Thegar vid bordudum sidasta hadegisverdinn okkar var solin farin ad glenna sig litid eitt. Seinnipartinn okum vid svo med jeppanum aftur inn i baeinn og vorum thvi afar fegin ad komast undir kalda sturtuna.

Thegar vid komumst ad thvi hvernig skipuleggjendur safariferdanna fara med leidsogumennina reiddumst vid. Their eru uti i eydimorkinni med misskemmtilega ferdamenn tuttugu daga i manudi. Their ganga mestalla leidina, sja alveg um skepnurnar, elda mat ofan i svanga ferdalanga og breida meira ad segja yfir tha fyrir svefninn. Their eru stodugt a tanum thvi fai their eina kvortun verda their reknir umsvifalaust. Fyrir thetta fa their 1500 INR a manudi sem samsvarar 2600 ISK. Til hotelsins borgum vid 2000 INR fyrir safarid. Maturinn kostar thar af 150 INR og ulfaldaleiga milli 500 og 600 INR. Restin rennur til hotelrekanda. Skitablesar. Thegar vid attudum okkur a thvi hvernig hlutunum er hattad gafum vid theim riflegt thjorfe og vasaljos til ad leita kameldyranna i nattmyrkrinu. Vid erum ad velta fyrir okkur ad koma a fot stettarfelagi kamelleidsogumanna.

Vid tokum dag i ad jafna okkur a rasssaerinu, forum i nudd og hofdum thad huggulegt. Leidir skildu vid Andy og Richard en vid afredum ad verda Dan og Toni samferda til Bikaner. Um midjan thridjudaginn sidasta heldum vid af stad med rutu aleidis til Bikaner. Su rutuferd rennur okkur seint ur minni. Thegar rokkrid var skollid a og um klukkustundar akstur var eftir til Bikaner maettum vid trukki. Bilstjorinn okkar thurfti ad sveigja fra og endasentist milli vegarhelminga i thrigang adur en hann nadi rutunni a rettan kjol. I sidasta skiptid vorum vid thess fullviss ad rutan myndi velta. Slikur var hamagangurinn ad styrisbunadurinn gekk ur lagi og vid mattum bida i naerri tvaer klukkustundir eftir annarri rutu. Su var mun minni en eins og Indverjum einum er lagid trodu their ser inn hver um annan thveran. Vid vesturlandabuarnir, saettum okkur ekki vid thennan sardinuhatt, serstaklega vegna thess ad their vildu setja farangurinn okkar upp a rututhakid. Eftir sma karp fengum vid ad sitja frammi i hja bilstjoranum med farangrinum okkar. Vid satum thar sex og tho throngt vaeri a thingi var thad samt skarra en aftur i rutu. Frammi i saum vid glogglega af hverju slys sem thessi henda her i landi. Bilstjorinn gerdi nanast allt nema ad horfa fram a veginn. Hann thurfti ad tala vid farthega aftur i rutu, ad hraekja oft ut um gluggann, skipta titt um hljodsnaeldur, maula snakk og virda sjalfan sig fyrir ser i baksynisspeglinum. Vid vorum threytt og pirrud thegar vid loks logdumst til svefns a gististadnum okkar i Bikaner.

Nuna erum vid i Nawalgarh. I naestu faerslu greinum vid fra dvol okkar her og i Bikaner, en tha verdum vid komin til Delhi. Vid sjaum okkur ekki faert ad hlada inn videigandi myndum i thetta skiptid en vonandi koma thaer a morgun eda hinn. Thid getid thvi farid ad hlakka til ad sja okkur a ulfaldabaki i eydimorkinni.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin