Shanghai

27. mars 2008

Shanghai er nutimaborg. Hun er midstod vidskipta i Kina og vegna thess hefur hun blomstrad undangengin ar. Borgin ber velgengninni skyr merki og spretta skyjakljufarnir upp eins og gorkulur (sem spretta vist afar hratt og dreifa frjoum um vidan voll). Thegar kvolda tekur kviknar svo a ljosunum sem skreyta thessar himinhau byggingar og helstu verslunargotur. Fyrir okkur voru mikil vidbrigdi ad koma ur oreidu i Nepal og algjorri oreidu a Indlandi og inn i afar vel skipulagda heimsborg. Umferdin rennur mjog vel enda eru umferdarthyngstu gatnamotin mislaeg a allt ad fimm haedum. (Gisli Marteinn vaeri anaegdur med thetta!) Borgin er lika mjog vestraen. Her eru McDonalds, Starbucks og Haagen Dazs a hverju gotuhorni. Oll flottustu tiskumerkin fylla budargluggana enda er alika dyrt ad versla fot og adra fylgihluti eins og heima a Islandi. Shanghai hefur lengi verid audug borg. Hun var og er adal hafnarborg Kina og fyrir vikid hefur thar lengi gaett erlendra ahrifa, tha serstaklega breskra og franskra. A fyrri hluta tuttugustu aldar byggdist thar upp blomlegt vidskiptalif og var hun a timbili ein staersta midtod vidskipta i heiminum. Thegar kommunistarnir komust til valda 1949 hvarf af henni glansinn. Fyrir u.th.b. tuttugu arum sidan for grasid ad graenka og nu spretta blomin sem aldrei fyrr.

Blomin spretta en bornum borgarinnar faekkar thvi foreldrar mega bara eignast eitt barn, eins og annarsstadar i Kina. Vid tokum gloggt eftir thessu thvi vida saum vid thriggja manna fjolskyldur. Vid maettum tho einstaka foreldrum sem dottid hofdu i lukkupottinn og spokudu sig med tviburum. Eitthvad er tho haegt ad kaupa sig i kringum thessar reglur en annars liggja haar fjarsektir vid aukabarni.

Thad er talsvert erfidara ad tja sig uppa enska tungu her heldur en a Indlandi og i Nepal. Their fau sem tala einhverja ensku eru a stundum oskiljanlegir thegar their babbla hana med sterkum kinverskum hreim. Kinverjar eru mjog hljodvilltir i thessu framandi tungumali og rugla serstaklega saman R-i og L-i. Thannig reyna gotusalar ad selja okkur: “Maps in Engrish!”, “Plada bags!” og einn gotusalinn aetladi meira ad segja ad selja okkur forlata Lorex ur. Her i Kina er lika flest a kinversku t.d. matsedlar a veitingahusum. Oft eru ensku thydingarnar a matsedlunum jafn oskiljanlegar. A einum stadnum freistadi okkar ad panta “Personal convinient towel with onion” svona bara til ad sja hvad vid fengjum. Vid fjarfestum i frasa-bok og med hjalp hennar getum vid nu uppfyllt grunntharfir okkar og komist a klosett og gert okkur skiljanleg a veitingahusum a kinversku.

Dagarnir i Shanghai voru rolegir. Vid roltum mikid um midborgina sem byggist i kringum adalverslunargotuna Nanjing Dong Lu og svo The Bund sem er gata sem teygir sig medfram Huangpu-anni sem rennur gegnum borgina. A Bund-inu standa margar fallegustu byggingar Shanghai. Flestar theirra voru reistar snemma a sidustu old og bera glaesilegri fortid skyrt vitni. Thar var gaman ad thramma fram og til baka og virda fyrir ser fjarmalahverfid a Pudong hinum megin arinnar. Haesta byggingin i Shanghai stendur thar, thad er Perluturninn (e. Oriental Pearl Tower) svokalladi sem teygir sig 457 metra upp i loftid. Hann dregur nafn sitt af thremur kulum sem skreyta mastrid. Efsti hluti hans er sjonvarpssendir. Einn eftirmiddaginn tokum vid vagn undir ana fra Bund-inu og yfir a Pudong. Vid keyptum okkur mida upp i turninn og virtum fyrir okkur utsynid yfir borgina en haesti utsynispallurinn stendur i 350 metra haed. Vid bordudum fineriismat a veitingastad sem snyst um mastrid i 267 metra haed. Thad var glaesilegt ad horfa ofan a oll hahysin og alla byggingarkranana sem eru naestum fleiri en husin.

Utsynid versnar svo ekki thegar kvolda tekur og eitthvert kvoldid forum vid i siglingu a Huangpu-anni. Tha hafdi madur fallega upplystar nylendubyggingar a adra hondina og framurstefnulega neonljosum prydda skyjakljufa a hina hondina. Afar glaesilegt. Thessu verdur vart lyst med ordum svo vid bendum lesendum a ad skoda myndirnar.

Vid akvadum ad vera menningarleg og fara a safn. Thad var i sjalfu ser litid um thad ad segja nema ad safnid var mjog fint og thar matti sja marga fallega muni fra ymsum timum.

I elsta hluta baejarins eru hinir svokolludu Yu gardar. Thetta er heillandi svaedi med byggingum i kinverskum stil. I midju er hid serstaka Huxingting tehus. Thad stendur uti i midju vatni og ad thvi liggja bryr sitt hvoru megin vid husid. Bryrnar eru um margt serstakar thvi thaer “sikk-sakka”. Thaer eru svo ur gardi gerdar thvi illir andar geta ekki farid fyrir horn og komast thvi ekki ut i tehusid. Ad sjalfsogdu fengum vid okkur te sem reitt var fram a hefdbundinn hatt. Okkur thotti sa hattur heldur undarlegur thvi stulkan sem thjonadi okkur hellti meirihlutanum af teinu nidur. Thetta var mikid sullumbull en teid var gott og vid drukkum allavega fimm bolla hvort thvi hun var dugleg vid ad fylla a. Thetta kostadi margar klosettferdir naestu stundirnar.

I Shanghai hittum vid lika fyrsta Islendinginn sidan vid logdum af stad 4da januar. Vid frettum af Birgi nokkrum i gegnum vinafolk vinafolks og maeltum okkur mot. Hann var hinn mesti hofdingi og baud okkur ut ad borda a prydis veitingastad. Birgir hefur buid i Shanghai i fjogur ar og fraeddi okkur um lifid i Kina.

Okkur thotti surt i broti ad fa ekki paskaegg. Vid leitudum thvi ad aetu sukkuladi. I einni verslunargotunni rombudum vid inn i saelkerabud sem seldi allskonar gummeladi. Vid voldum af kostgaefni fjora konfektmola til ad vita nu hvad vid aettum ad kaupa. Vid vorum snogg ad snua vid thegar stulkukindin vildi litlar 500 ISK fyrir herlegheitin. Okkur til mikillar armaedu var verdlagid a sukkuladi annars stadar i borginni svipad. Vid forum thvi a Haagen Dazs og fengum okkur gomsaeta isretti sem komu i stad paskaeggjanna thetta arid.

Fastir lidir eins og venjulega: Vid eigum i einhverju basli med hluta af myndunum fra Shanghai. Holdum ad gamla myndavelakortid hafi nu formlega gefid upp ondina. Myndunum ma tho bjarga og vonandi birtast thaer her fyrir 9da juni. 

Nu erum vid komin til Beijing eftir stutta vidkomu i Nanjing. Thad er kominn hattatimi og vid thurfum ad vakna snemma til ad skoda likid af Mao formanni i fyrramalid svo pistlar um fyrrum og nuverandi hofudborgir Kina koma naest.

Kvedjur heim,

-Otto og Kristin.

Vid komum aftur til Kathmandu seinni part dags. Tekkudum okkur inn a sama hotel og sidast og tokum thvi rolega. Vid thurftum ad brasa dalitid. Kaupa og senda heim og vid pontudum flug til Shanghai i Kina thann 15. mars.

Vid keyptum lika mida i utsynisflug yfir Himalaya-fjollin. Okkur var gert ad vakna eldsnemma fyrir utsynisflugid en vid attum ferd med fyrstu vel, stundarfjordung i sjo. Arla morguns brunudum vid upp a flugvoll. Vid vissum ekki vid hveju matti buast en attum nu ekki von a ad innanlandsflugvollurinn i staerstu borg Nepal liti ut eins og fremur sodaleg utgafa af flugvellinum a Saudarkroki fyrir tiu arum sidan. Oryggisgaesla natturulega litil sem engin og tha serstaklega ekki ef thu ert hvitur, havaxinn og ljoshaerdur. Menn eru ekkert ad stressa sig neitt serlega a oryggismalum her i Nepal. (Sem daemi ma nefna ad thegar vid flugum inn til Kathmandu fra Delhi, skorti okkur aur til ad greida fyrir vegabrefsaritunina. Okkur var thvi hleypt framhja ollum oryggishlidum (sem var slokkt a) og oryggisvordum (sem svafu a verdinum) og ut ur flugstodinni i hradbanka sem stod fyrir utan. Afar ovanalegt, en mjog thaegilegt fyrir heidarlegt folk.) En nog um thad. Thennan morguninn var lelegt skyggni til fjallaskodunar og thvi var fluginu aflyst thann daginn. Hafandi bedid i fjora tima a vellinum, oetin og illa sofin thotti okkur half surt i broti ad thurfa ad hverfa fra en vid afredum ad reyna aftur naesta morgun. Aftur risum vid. Nu attum vid ad fara i loftid half atta. Vid bidum og bidum en loksins laust fyrir hadegi hofudum vid okkur til flugs. Og thvilikt utsyni. Ad sja thessa haestu tinda heimsins snaevi thakta. Hreint magnad. Vitum nu ekki hvort upplifunin skilar ser i myndunum en vid sjaum sko ekki eftir klukkutimunum sem foru i bidina eftir thessu.

Nu fer ad lida ad kosningum og eitt sinnid rombudum vid a kosningaskemmtan Maoista. Thar voru til solu myndir af Marx, Engels, Lenin, Stalin og Mao formanni. Alls stadar bloktu raudir fanar sem skortudu hamri og sigd. Vida um baei ma sja veggjakrot med arodri Maoista og til marks um menningarmuninn saum vid hakakrossinn einhversstadar maladann vid hlid hamarsins og sigdarinnar en Hinduar alita hakakrossinn takn gaefu.

Vid skodudum okkur um a tveimur merkisstodum i Kathmandu, Durbar torgi og i Apamusterinu svokallada. Durbar torg hefur i gegnum tidina verid vettvangum ataka i sogu Nepal. Nu sidast voru haldin thar motmaeli gegn medferd Kinverja a Tibetbuum nokkrum dogum eftir ad vid forum, fjoldi manns var handtekinn. A torginu eru musteri i tugatali. Thar er akaflega gaman ad setjast nidur i troppum eins theirra og virda fyrir ser mannlifid. Solumenn hondla med allt fra odyru skrani og minjagripum upp i ferskt graenmeti og kjotvoru sem liggur i solinni og rykinu. Vid saum somu kjotbitana dag eftir dag og horfdum a tha graenka medan graenmetid missti lit. Svo er otrulegt ad sja menn bera a bakinu hluti sem eru margfalt staerri en their sjalfir. Apamusterid stendur a haed fyrir ofan Kathmandu. Mest aberandi byggingin er svokollud stupa (einskonar turn). Thangad saekja Buddistar og thvi er thar mikid um flottamenn fra Tibet. Thegar vid roltum thangad voru atokin i Lhasa ad byrja. Upphaflega aetludum vid til Kina gegnum Tibet, en haettum vid baedi vegna thess hversu dyrt er ad komast thangad og vegna thess ad vid fengjum ekki ad sja thad sem vid vildum heldur thyrftum vid ad elta hopa med leyfi vottud af kinverskum stjornvoldum. Vid erum afar satt vid tha akvordun nu.

Nepal er algjort aevintyraland og folkid sem thad byggir upp til hopa afar indaelt. Andrumsloftid thar er miklum mun rolegra en a Indlandi enda eru Nepalir kurteisari og heidarlegri vid turista. Margir gerdu stolpagrin ad Indverjum og toludu um hversu litla virdingu their baeru fyrir ferdamonnum.

Um hadegi 15. mars forum vid i loftid a leid til Shanghai. Vid thurftum ad millilenda tvisvar (i Lhasa i Tibet og Chengdu i Kina) en var sagt ad i baedi skiptin maettum vid bara bida i velinni. Svo var ad sjalfsogdu ekki og a badum stodum vorum vid drifin ut ur velinni, inn i nokkur oryggistekk og ut aftur i velina. Stud. Vid lentum thvi seint i Shanghai, stuttu fyrir midnaetti ad stadartima (klukkan her er atta timum a undan Greenwitch tima) og vorum aldeilis fegin thvi ad komast upp i rum her i Shanghai.

Naesta morgun drifum vid okkur i russneska sendiradid thvi okkur vantadi enntha vegabrefsaritun inn i Russland. Vid gatum ekki sott um heima a Islandi adur en vid logdum af stad thvi of langt var thar til vid aetludum yfir landamaerin. A moti okkur tok russneskur durgur, sem sagdi bara “Njet!” og “Da” og umladi eitthvad og benti thess a milli. Til ad gera langa sogu stutta var umsokn okkar hafnad. Russnesk stjornvold voru svo almennileg ad breyta reglugerdum rett adur en vid logdum af stad i ferdina, svo nu thurfum vid Islendingar ad saekja um aritun i einhverju Schengen-landinu. Vid blesum thvi lestarferdina miklu gegnum Russland og Mongoliu af. Thess i stad aetlum vid i solina og sumarylinn i Tailandi og gefa okkur godan tima i Kina. Viku af mai hyggjumst vid fljuga til Tailands og flatmaga i paradis i sudurhlutanum svona rett adur en vid komum heim i islenska sumarid. Thar sem upphaflega planid var ad fara fra St. Petursborg til Helsinki og thadan til Stokkholms og eyda tima hja Helga fraenda Kristinar i Uppsala hofdum vid bokad tilbodsflug fra Stokkholmi til Islands 9. juni. Vid fljugum thvi sennilega fra Tailandi til Finnlands i lok mai (thvi thad er odyrara ad fljuga til Finnlands en Svithjodar). Vid stoppum tha litid eitt i Helsinki adur en vid tokum ferjuna yfir sundid til Stokkholms. Thessi hringferd okkar um heiminn er thvi eiginlega engin hringferd lengur en thad er allt i lagi.

Bestu kvedjur i baeinn,

-Otto og Kristin.

E.s. Okkur langar i paskaegg.

E.e.s. Vid thurfum ad koma thvi a framfaeri hvad maedur okkar hugsa vel hver um sinn unga. Fyrir bondadaginn fekk Otto post fra modur sinni og thar var m.a. aminning til Kristinar Helgu um ad muna eftir bondadeginum sem vaeri bradum. Fyrir konudaginn fekk Otto samskonar aminningu fra tengdamodur sinni um ad gera nu vel vid hana Kristinu a konudaginn. Vid gleymdum badum dogunum.

E.e.e.s. Otto um erfidleika unglingsaranna: “Thetta er bara eins og Britney sagdi: Not yet a woman, not a girl yet!”.

Myndir

16. mars 2008

Vid lentum i Shanghai i gaer. Her er ofurnet og nadum thvi ad hlada inn myndum sem vid tokum a sidustu thremur-fjorum vikum.

Njotid.

-Kristin Helga og Otto

Vid lentum i Sauraha seinnipart dags. Sauraha er smabaer utan konunglega thjodgardsins i Chitwan-heradi (e. Royal Chitwan national park). Baerinn byggist nanast einvordungu upp i kringum ferdamennsku sem thar er adalatvinnuvegurinn. Eftir einu gotu baejarins (sem teygir sig nidur ad Karni-anni sem adskilur thjodgardinn fra ofridudu svaedi) standa i rodum ferdaskrifstofur sem skipuleggja alls konar fila- og jeppaferdir, gonguferdir um gardinn og fuglaskodun, svo eitthvad se nefnt. Gardurinn er heljar flaemi, breidir ur ser yfir 930 ferkilometra. Vid vorum tiltolulega heppinn thvi gististadurinn okkar (sem var frekar kofathyrping en hotel) stod rett vid ana og thvi baedi stutt yfir hana og inn i skoginn og svo var notalegt ad tylla ser nidur a arbakkanum thegar faeri gafst eda til ad horfa a solsetrid. Dvolin thar var med hreinum agaetum, nema hvad maturinn (sem vid borgudum fyrirfram) var med afbrigdum olystugur.

Stuttu eftir ad vid komum vorum vid leidd um thorpid, inn a tvo sofn og framhja filum sem stodu rigbundnir vid volduga staura. Thad var upplifun ad sja fil i fyrsta sinnid, enda engar smaskepnur. Vid einn basinn stod modir med unga og eins og flest ungdyr vilja thau leika. Blessunarlega var unginn bundinn thvi sa leikur hafdi sennilega endad med oskopum, thratt fyrir ungan aldur vega their morg hundrud kilo. Kvoldinu tokum vid svo rolega en morguninn eftir risum vid snemma og rerum nidur Karni-ana a kano, skodudum fuglalifid og natturuna. Vid stigum a land nokkru nedar og gengum i fylgd tveggja vanra herramanna gegnum frumskoginn. Thad var aevintyri likast ad ganga um tre og runna og gras sem vex manni upp fyrir hofud og hlusta a frumskogarhljodin: Garg i fuglum og opum, gnaudid i vindinum sem baerir grodurinn og marrid undan fotum manns sjalfs. Heillandi. Vid urdum tho ekki vor vid mikid lif. Saum einn krokodil, nokkra aparassa, fugla og hjort. Vid hofdum lesid hraedslusogur af folki sem ordid hafdi fyrir arasum tigrisdyra og nashyrninga og vorum thvi dulitid smeyk. En eins og svo oft adur henda slik slys thegar folk fer ekki eftir fyrirmaelum. Leidsogumadurinn okkar sem var augsynilega eldri en tvaevetur i thessum efnum, hafdi einu sinni lent i vandraedum med ohlydinn ljosmyndara sem vildi olmur na myndum af brjaludum nashyrningum. Hann eydi vist afgangnum af dvol sinni i Nepal a bradadeild sjukrahuss i Kathmandu.

Seinni partinn var komid ad thvi sem vid hofdum svo bedid eftir: Filasafari. Vid hofdum reynt ad gera okkur i hugarlund hvernig madur aetti nu ad klongrast a bak a thessum risaskepnum. Blessunarlega hofdu heimamenn sed fyrir thvi vandamali enda vanir ad eiga vid lofthraedda turista. Vid thurftum thvi litid annad ad gera en ganga upp stiga upp a trepall og svo af pallinum upp a filinn sem hlyddi og stod kjur medan hvitu og blaeygdu turhestarnir priludu ofan i thartilgerda korfu sem stod efst a baki hans. Vid vorum svo heppin ad fa ad vera ein i korfu en vanalega er fjorum trodid oni. Svo voggudum vid af stad asamt fleiri filum. Filamadurinn (e. elephant driver) okkar for sinar eign leidir og od med okkur burtu fra hopnum inn i skoginn. Vid saum apa og pafugl i fullri reisn sem hristi fjadraskufinn af miklum thokka. Hann od svo afram og fann filahopinn aftur thar sem hann umkringdi nokkra nashyrninga. Thaer skepnur virdast fra forsogulegum tima. Steingra hudin pokast utan a theim og verkar sem brynja vaeru onnur dyr svo fifldjorf ad radast a einn slikan. Hornid skagar svo upp ur tryninu en thau eru vinsael mulin og sniffud i Kina. Thau eiga vist ad auka kynhvotina thvi nashyrningar taka vist allt ad thrja tima i thess konar athafnir. I heildina saum vid sjo nashyrninga og vorum vist afar heppin. Filamadurinn okkar vedradist allur upp thegar hann sa ad thad stefndi i goda ferd og vid eltum aumingjans modur med kalf - sem var greinilega ekki par hrifin af thessum felagsskap. Vid heldum thvi til baka sael med goda ferd og myndavel fulla af dyralifsmyndum (sem vid getum sennilega thvi midur ekki hladid inn fyrr en vid komum til Shanghai). Vid skemmtum okkur svo vel a filsbaki ad vid afredum ad panta adra slika ferd tveimur dogum sidar. Su var reyndar ekki alveg eins god. I thetta skiptid voggudum vid um rjodrin med Itala og haefilega aestum Japana. (Japanir eru ser kapituli thegar kemur ad thvi ad skilgreina ferdamenn. Their eru frummyndin af ferdamanni. Hvert sem thu ferd eru Japanir mestu turhestarnir a svaedinu med allar staerstu myndavelarnar, alla ljotustu hattana, solgleraugun, mittistoskur af adur othekktri staerdargradu og svo sest yfirleitt greinilega ad their hafa verslad i mestu turhestabudunum. I ofanalag virdist sem annar hver vinni ad heimildamyndagerd um eigid lif veifandi myndbandsupptokuvelum framan i naerstadda og sjalfa sig.) Filamadurinn var heldur ekki eins akafur en engu ad sidur saum vid fleiri nashyrninga og fengum betri mynd af mokunardansi og hljodum pafugla, sem eru i hopi glaesilegri fugla jardarinnar.

Thessu filastandi okkar var tho ekki alfarid lokid thvi enn var eftir ferd i filaraektunarstod orfaa kilometra fra thorpinu. Vid saum thar nokkurra daga gamla fila sem voru serlega kruttlegir og svo nokkud eldri fila sem thadu hja okkur kokur. Innanhuss matti svo finna texta um filaraektunina, liffraedi fila og fleira sem folki er hugleikid a svona stad. Skemmtilegast thotti okkur ad lesa yfir thaer skipanir sem filamennirnir kalla a filana. Thar var tildaemis ein sem legst svona ut a utlensku: “Knock down tree”. Eitthvert hadegid fengum vid lika ad bada fil, eda svo heldum vid. I godri tru var okkur hjalpad upp a bert filsbak, sem undir stjorn filamannsins od ut i a. Sem betur fer var heitt i vedri og sol skein i heidi, thvi ad gefinni skipun tok fillinn ad hrista sig allann og skekja. Fillinn sa var nu engin smaskepna og sveiflurnar eftir thvi svo vid tokum flugid ut i a. Ovidbuinn svona buslugangi missti Otto gleraugun sin i anna. Hann let thad tho ekki a sig fa og priladi halfblindur aftur upp a filinn til thess eins ad lata hrista sig af a nyjan leik. Kristin let ser naegja ad taka tvaer salibunur, od svo i land og tok i stadinn myndir af Otto sem rembdist hvad mest hann matti vid ad halda ser a baki i thessari otemjureid. Thetta var hin besta skemmtan tho vid hofum ekki fengid ad skrubba filinn okkar, eins og folkid vid hlidina gerdi vid sinn.
Ad sidustu forum vid svo i jeppasafari. Kosturinn vid thau er ad tha komumst vid dypra inn i skoginn en ella. Vid hossudumst i fjora tima um gridarfallegt umhverfid og thratt fyrir litid dyralif (nokkra krokodila, einn nashyrning og tugi pafugla) nutum vid thess ad bruna um skoginn. Djupt inni i skoginum er starfraekt krokodilaraektunarstod sem var nu ekkert serlega ahugaverd, en ollu ahugaverdara thotti okkur tigrisdyrid sem er girt af i buri nalaegt stodinni. Thad virtist tho ottalega einmanalegt greyid thar sem thad rafadi um i reidileysi. Modir thess var mannaeta og a timabili var ottast ad thetta yrdi thannig lika. Reynt hefur verid ad sleppa thvi ut i natturuna en illa gengid. Nokkud er um ad dyrin i skoginum verdi folki ad bana og tha adallega heimamonnum sem saekja i thad sem skogurinn gefur af ser. Okkur skildist ad ekki vaeri langt sidan ad nashyrningur banadi konu sem var ad safna grasi sem notad er i hustok.

Utan thess sem vid hofum nu talid upp forum i fuglaskodun (sem var nu ekki upp a marga fiska), a safn um lifshaetti Tharu-folksins sem byggir thetta svaedi (thad tok okkur tuttugu minutur ad lesa alla texta safnsins vel og gaumgaefa munina) og svo eitt kvoldid forum vid a einhverskonar menningarsyningu (e. cultureshow) thar sem Tharu-karlmenn rassakostudust um svidid. Thegar vid gengum inn i salinn, sem var i einhverju husi uti i bae, hofdum vid villst inn a skolaskemmtun hja grunnskolanum a Kopaskeri. En svo var ei. Syningin var skemmtileg. Mennirnir skoku sig alla og hristu i takt vid trumbur. Hapunkti kvoldsins var nad thegar inn a svidid steig madur i pafuglsbuningi og steig mokunardansinn. Feikna gaman. Undir lokin var gestum bodid ad stiga dansinn med heimamonnum en vid vorum natturulega adeins of svol fyrir svoleidis fiflagang.

Ekki voru tho allir eins feimnir vid ad syna danskunstir og leikraena haefileika eins og hallaerispakkid vid. Einn daginn thegar litid var um frumskogarferdir urdum vid vitni ad upptoku tonlistarmyndbands sem verid var ad vinna fyrir einhverja sjonvarpsstodina. Soguthradurinn var sigildur, ungur madur reyndi ad heilla idilfagra blomaros, en blomarosin er ekki eins afjad i drenginn. Vesalings drengurinn (sem sa vart ut ur augum fyrir andlitsfarda og svortum axlarsidum flaksandi lokkunum) tjadi angist sina, vonir og langanir i song og dansi. Hann naut fulltingis flokks glitklaeddra dansara sem skorti ekkert nema samhaefingu og haefileika til dansa. Adalsoguhetjan sjalf var heldur ekki afbrigdilega faer dansari - eiginlega bara afbrigdilega lelegur - en hann baetti thad upp otrulegum thokka og likamstjaningu. Stulkan var klaedd ad vestraenum sid, i hvitt, of stutt pils, folbleikar sokkabuxur med aberandi storu lykkjufalli, helst til of litinn hvitan bol med gylltu geimfluri, ithrottasokka og -sko og gullband um sig midja. Draumur hvers karlmanns. Snotin su var upptekin af thvi ad hanga med vinkonum sinum (sem voru alika kjanalegar til fara og hun sjalf), vera yfirgengilega svol og hunsa hinn velgirta myndarmann sem gret sig svefn yfir geislandi fegurd hennar. Adur dansadi hann fyrir astina - nu dansar hann til ad gleyma. Thegar lida tok daginn for leikstjorinn ad missa harid (en tokur gengu sennilega ekki eins vel og hann hafdi vonast til) og okkur virtist sem blomarosin hefdi naelt ser i danshofundinn. Vid vorum reyndar ekki vidstodd allan daginn en vid nadum frabaerum myndum sem birtast vonandi innan farra daga og segja meira en thusund ord.

Bestu kvedjur,

-Otto og Kristin

Vid vorum a badum attum um hvort vid aettum ad fara til Nepal eda hreinlega bara sleppa thvi i thessari yfirreid okkar um Asiulondin. Vid lasum i okkur hraedslu vid ferdalog um landid a opinberum vefsidum utanrikisraduneyta nagrannathjoda okkar sem lystu sprengingum og ofbeldi. Svo fer ad styttast i fyrstu kosningarnar i aratug sem verda haldnar eftir ruman manud - og eins daemin sanna hitnar monnum aedi oft i hamsi a thannig stundum. Vid holdum ad verid se ad kjosa i rikisstjorn og um stjornarskra. Undirbuningur kosninganna hefur ekki verid vandalaus thvi ad i tvigang hefur theim verid frestad vegna osaettis. En nu virdast saettir hafa nadst og af kosningunum verdur. Vid hofum rynt i blodin her i Nepal og spjallad litid eitt vid einn og einn vel valinn innfaeddan um thessi mal en thau eru aedi flokin. Nepalir hafa thurft ad thola ymislegt i gegnum tidina og thad sest vel a ibuum landsins sem eru hardir af ser og bera virdingu fyrir sjalfum ser og odrum. Flokkur Maoista er valdamikill og skerdir reglulega lifskjor landans til ad na fram einhverju af barattumalum sinum. Nu sidast er thad bensinskortur og hefur thad mikil ahrif a samgongur her i Nepal. Menn bida i rodum fram a naetur eftir eldsneytisdropa en ad sjalfsogdu er hann margfalt dyrari en vanalega i svona hallaerum. Vid lasum ad einhversstadar var sjukrahusi lokad thvi Maoistar sokudu laeknana um ad vera drifnir afram af “ameriskum imperialisma” eins og their ordudu thad. I kjolfarid dou flestir sjuklingana thvi meirihluti theirra hafdi ekki efni a ad lata flytja sig annad. Ennfremur thurfa Nepalir ad thola sjo klukkustunda rafmagnsleysi dag hvern. Thad vaeri gaman ad sja hvernig svoleidis gengi i islensku samfelagi. En nog af politik.

Vid lentum i Kathmandu 20. februar sidastlidinn og adhofdumst ekkert af viti. Ordin threytt a storborgarlifinu og menguninni eftir dvolina i Delhi vildum vid komast ut a land sem fyrst. Vid tokum rutu til Pokhara sem er naest staersti baerinn i Nepal. Vid vorum baedi half slopp med eitthvad skrattans lungnakvef og kverkaskit eftir ad hafa andad ad okkur ohoflegu magni koltviildis a gotum Delhi. Vid risum upp a thridja degi og heldum upp i fjollin thar sem stefnan var tekin a Poon Hill en thadan er vist ogurlega gott utsyni yfir fjollin her i kring. Vid roltum af stad i skogi voxnu fjalllendi, maettum klyfjudum osnum og enn klyfjadri monnum. Thad er otrulegt hvad menn bera her a baki ser fleiri kilometra, t.d. maettum vid einum med heljarinnar blikkskap a bakinu. En ekki hafdi lungnakvefid sagt skilid vid Kristinu og vid uppgonguna aesti thad upp i astmanum. Vid afredum thvi ad snua vid og fundum okkur nattstad i litlu thorpi. Leidsogumadurinn okkar (Bednidhi) var afar hjalplegur og i sameiningu akvadum vid ad dvelja i stadinn i fjallathorpinu Astam. Hann hafdi alist thar upp og vid gatum gist hja foreldrum hans i godu yfirlaeti.

Morguninn eftir fengum vid bil til ad aka okkur aleidis i fjallathorpid Astam, en eins og gefur ad skilja komst billinn ekki alla leid thratt fyrir einbeittan vilja bilstjorans. Vid roltum upp a toppinn a fjallinu i 1600 metrum og fundum thar 250 manna thorp med blomlegum hveiti- og sinnepsokrum, fallegum leirklaeddum husum, baulandi buffaloum og otrulegu utsyni yfir nokkra haestu tinda heimsins. Vid hittum hjonin (sem eru a sjotugsaldri) og fengum uthlutad herbergi med moldargolfi a efri haedinni. Husfreyjan eldadi handa okkur mat: mauksodin, vidbrunnin hrisgrjon; salt, kalt og sodid spinat og svo hellti hun daal bhat i skal (bragdsterk linsubaunasupa). Tha vissum vid ekki ad vid aettum eftir ad fa thetta a.m.k. atta sinnum a theim fimm dogum sem vid dvoldum hja theim. Stundum bragdbaettu thau herlegheitin med volgri kuamjolk og i eitt skiptid grautudu thau thessu ollu saman saman med krumlunum og slengdu a diskana okkar. Thad kom tho fyrir ad spinatinu var skipt ut fyrir blomkal og kartoflur (en tha hofdu farid fram skipti vid nagrannana fyrr um daginn). Af thvi ad thad voru gestir i heimsokn (sem hofdu efni a kjoti) roltum vid i budina einn daginn. Thar valdi leidsogumadurinn feitustu haenuna og svo thrommudum vid thrju og haenan (sem var kyrfilega klemmd i hondum Bednidhi) heim a leid. Thar var henni slatrad uppa gamla matann, hun reytt og lappir og haus hoggin af. Okkar kenning er su ad tha hafi haenan verid soxud nidur i gullas med beinum, skinni og innyflum, skellt i pott og latin malla i tvo thrja tima. Thetta var i fyrsta skiptid sem vid brogdudum seigt haensnakjot. Kristin var tho ekki svo heppin ad fa kjot, thvi meira var af skinni og beinum a hennar diski en annarra. Bednidhi skynjadi misskiptinguna og gaf Kristinu besta bitann sinn: halsinn. Nammi namm. Daginn eftir vard uppi fotur og fit i thorpinu en tha stod til ad slatra buffalabelju. Heimilisfolkid vildi nu gera betur vid gestina og Bednidhi fullvissadi okkur um ad i thetta skiptid yrdi kjotid laust vid skinn og bein. Hann skellti ser i rodina og svo seinna um daginn fengum vid olseigt og spikfeitt buffalagullas med engu medlaeti. Thad matti tho svaela einum og einum bita en vid vonum ad thorpskotturinn finni thad sem vid toldum oaett og losudum okkur pent vid ut i runna. Vid vorum thvi fegin ad hafa keypt einhver orkustykki, rusinur, sukkuladi og kex fyrir aaetlada gonguferd.

Hostinn i Kristinu skelfdi thau gomlu og vildu thau allt fyrir hana gera. A thessum orfau dogum drakk hun (og Otto reyndar lika) a annan tug litra af fersku mintu- og kamillutei, medfram thvi sem hun var latin tyggja raetur og lauf sem attu ad sefa hostann. Thad var tho barnaleikur midad vid gufubodin sem hun var skikkud i. Tha var hun latin anda ad ser heitri vatnsgufu og ber hun thess enn merki a raudu nefinu og svidnum augabrunum. En ad sjalfsogdu var thetta allt saman hid agaetasta og dvolin hja theim hjuum afar slakandi og hugguleg. Thad var meira ad segja hengirum a verondinni!

Medan a dvol okkar stod fengum vid goda innsyn i lifsins vanagang. Folk tekur daginn snemma, ris rumlega sex, mjolkar kuna, safnar fodri handa kunni, hluir ad okrunum, vokvar jurtir og blom og eldar svo matinn. Thau stunda sjalfsthurftarbuskap svo ad matsedillinn breytist med arstidunum, en ekki fra degi til dags. Thorpsbuar hjalpast ad vid lifid, menn skipta a graenmeti, adstoda nagrannann vid husbyggingar og bjoda i mat thegar kjot er i bodi (turistanna). Fyrir theim snyst lifid um jordina og thad sem hun gefur af ser. Thad sast best i samraedum vid husbondann sem spurdi forvitinn um hvad vaeri nu raektad a Islandi, hvort bujardir vaeru godar og hvort allir hefdu nog ad bita og brenna. Thegar Otto sagdi ad undanfarin sumur hefdi hann roid til fiskjar sagdi kall a sinni furdugodu ensku: “Ah, so when new leaves come on trees, you fish?” Lifid snyst ekki um dagsetningar eda alika tolusetningar heldur um thad hvernig natturan hagar ser a olikum timum. Kallinn spjalladi heilmikid vid okkur en hann hafdi verid kennari i taepan aldarfjordung og kennt ensku, felags- og raunvisindi i nalaegu thorpi. Hann var lika ologlegur innflytjandi i Thyskalandi fyrir aratugum sidan eitthvert sinnid thegar astandid var ekki sem best heima i Nepal. Hann gat thvi slegid um sig med frosum a bord vid: “Danke schon”, “Ein bischen” og ”Bitte schon”. Kerla var ekki eins malgefin og eina enskan sem hun kunni var: “Rice?” og “Morning”. Otto for svo i stuttar gonguferdir um nanustu nagrannabaei og kynntist mannlifinu enn betur.

Vid forum einu sinni i sturtu medan vid dvoldum hja theim og thad kostadi heljar umstang. Vatn var hitad a eldi i storum potti, thvi var svo hellt i fotu sem ur la slanga sem leiddi i krana inni i kamarnum. Thetta var ein su besta sturta sem vid hofum fengid - enda kaerkomin hreinsun eftir nokkra sturtulausa gongudaga.

Hann Bednidhi sagdi okkur undan og ofan af umhverfisataki sem hann leidir. Fyrir rumu ari sidan fekk hann sig fullsaddann af umhirduleysi samlanda sinna og turista sem henda plasti og umbudum ut um allar trissur. Hann for thvi ad flokka rusl og gengur nu asamt felogum sinum i skola i grennd vid Pokhara og kennir bornum ad ganga vel um natturuna. Thetta er vissulega tharft framtak a thessum sidustu og verstu timum en thetta er vist ekki forgangsatridi hja rikisstjorninni og harmar hann thad mjog. Hann aetlar thvi ad berjast fyrir umhverfid i Nepal. Vid gatum fraett hann um grodurhusaahrifin, vetni, frekari upplysingar um endurvinnsluadferdir og fleira thvitengt. Alltaf gaman ad hitta sanna hugsjonarmenn.

Sem fyrr eigum vid i basli med myndirnar en vid hormum thad mjog ad hafa ekkert nyrra ad syna ykkur en bradum thriggja vikna gamlar myndir. Svo virdist sem einhver brandur hafi hlaupid i minniskortid og vid getum thvi ekki hladid fjallamyndunum inn a netid. Vid gatum sett inn orfaar myndir fra Kathmandu en sidan ekki soguna meir. Vid aetlum ad reyna hvad vid getum en lofum engu um thad hvort vid getum birt myndirnar strax eda hvort thad verdi ad bida betri tima. Vid vonum ad vid getum sett inn myndir ur thjodgardinum vandraedalaust en thangad er forinni heitid i fyrramalid.

Bestu kvedjur og sma sakn til allra,

-Otto og Kristin