Yangshuo

29. apríl 2008

Wuhan var ekkert spennandi stadur nema hvad ad vid frettum af rosalega fjolmennum motmaelum fyrir utan franska verslanakedju. Their voru vist ad motmaela Frokkum og Sarkozy fyrir ad aetla ekki ad sitja setningarathofn Olympiuleikana i ar. Vid tokum naeturlest fra Wuhan til Guilin sem er borg i Guangxi-heradi. Vid komum arla morguns og tokum fyrstu rutu til Yangshuo. Stadurinn er adallega thekktur fyrir kalksteinsfjoll sem einkenna svaedid. Thad er aevintyri likast.

Vid brolludum sitthvad i Yandshuo. Forum i tvaer hjolaferdir ut ur baenum. I fyrra skiptid hjoludum vid ad kalksteinsstapa med gati a toppnum. Einhverjum fannst thad likjast tunglinu og thvi heitir stapinn Manahaed (e. Moon hill). Seinna skiptid hjoludum vid medfram Yulong-anni sem rennur um svaedid. Adum svo i fjallasal og spiludum rommy og fengum i magann af eplaati. Allt saman gridarlega fallegt, kyrrlatt og mikilfenglegt.

Svo skradum vid okkur i kinverskt matreidslunamskeid. Forum tvo morgna i rod. Fengum lods um markadinn thar sem matti kaupa allra handa kjot, fisk, graenmeti og avexti, krydd og svidna hunda. Eldudum svo agaeta retti uti i sveit sem vid reynum kannski ad leika eftir heima i eldhusinu.

Thetta voru kosiheit par exellens svo faerslan verdur bara stutt i thetta sinnid.

Bidjum fyrir kvedjur heim,

-Otto og Kristin

Vid komum til Chengdu, hofudbols Sichuan herads fyrripart dags og tokum thvi rolega eftir ferdalagid. Okkar fyrsta eiginlega verk i Chengdu var ad skoda pandabirni. Pandabirnir eru sennilega kruttlegustu en jafnframt klaufalegustu dyr sem undirritudud hafa augum litid. Natturan aetti i raun longu ad hafa utrymt theim en af einhverjum voldum hefur thad reynst henni um megn. Nu a thessum sidustu og verstu timum hefur theim faekkad jafnt og thett. Su faekkun stafar ad mestu af agangi manna a bambusskogi, en bambus er eina faeda dyranna. Ekki nog med ad their eti ekkert annad (heldur deyja ella) thvi their eta einungis 20% plontunnar og eyda thvi lunganum ur deginum i at og svefn thvi their hafa ekki orku i annad. Ennfremur nenna their ekki ad stunda kynlif svo sifellt faerri hunar faedast a hverju ari. A attunda aratugnum letu kinversk stjornvold undan thrystingi althjodasamfelagsins um ad vernda og staekka stofninn og komu a laggirnar raektunarbui rett fyrir utan Chengdu. Sidan tha hafa fleiri slik sprottid upp. Enn sem komid er hefur engum pandabjornum verid sleppt lausum ut i natturuna en kinverskum stjornvoldum thykja birnirnir fin vinagjof til annarra landa. Vid gerdum okkur semsagt ferd i thetta raektunarbu sem er hid glaesilegasta og skodudum birnina sem kutveltust hver um annan thveran. Vid smelltum af sem od vaerum en bjornunum er eiginlega best lyst a mynd.

Sichuan herad er thekkt fyrir fleira en pandabirni. Thar a medal er Sichuan-operan. Vid skelltum okkur thvi aftur i operuna og vonudum ad thessi syning yrdi nu skarri en syrusyningin sem vid saum i Beijing (sem best hefdi verid notid a ofskynjunarlyfjum). Syningin samanstod af nokkrum styttri atridum og i henni hoppudu menn og skoppudu, spudu eldi, heldu bordum a lofti og rokkudu allhressilega a kinverska fidlu. Vid skemmtum okkur konunglega. Hapunktur kvoldsins var tho sennilega thegar vid nadum ad gera okkur skiljanleg a einhverri afdankadri skandinavisku vid Finna sem voru okkur samferda a syninguna. Vissum ekki ad vid aettum thetta til.

I Sichuan eru menn einnig thekktir fyrir heitan pott (e. hotpot). Tha er eldunarhella a midju bordinu. A helluna pantar thu pott med sodi, haegt er ad fa missterk kjot- og fiskisod. Vid pontudum eldheitt sod (vid voldum samt thad mildasta) fullt af chilipipar og annarri pipartegund sem kennd er vid heradid. I midjum pottinum var annar minni og i honum malladi litill fiskur (sem var sennilega farid ad sla litillega i) og fullt af graenmeti. Vid voldum svo nautakjot, graenmeti og nudlur en letum skemmda og ferska kyrmaga og annan innmat eiga sig. Thetta var borid ferskt a bordid til okkar og svo eldudum vid thetta sjalf i pottinum med sodinu. Thegar maturinn er klar er honum dyft ofan i sesamoliu, koriander og hvitlauk til ad deyfa rotsterkt chilibragdid. Thetta var gridarlega gott og gaman tho Kristinu hafi tekist ad sletta chilipipar i augad a ser - tvisvar.

Eftir Chengdu forum vid Le Shan smabaejar med einn turhestasegul: 71 metra hatt Buddhalikneski sem hoggid var ut i klettavegg vid armot Minjiang, Dadu og Qingyi anna a attundu old. Likneskid var byggt i theirri von ad Buddha myndi roa snarpa arstrauma sem hrelltu sjomenn vid armotin. Thegar lokid hafdi verid vid vinnuna kom i ljos ad grjotid sem hoggid hafdi verid ur klettinum og oltid ut i ana hafdi i raun breytt straumum arinnar og road tha. Heimamenn halda thvi tho statt og stodugt fram ad thad se hinn mikli Buddha sem hafi thessi ahrif. Hann er oneitanlega mikilfenglegur enda engin smasmidi. Vid roltum i kringum kauda i hitanum, fengum nokkur moskitobit og fylgdumst med fiskimonnum dytta ad batum eda veidarfaerum i thorpi skammt fra.

Nu var forinni heitid til Chongqing thadan sem vid hugdumst taka bat nidur Yangtze-anna. Vid akvadum ad fara ekki thriggja daga randyra turhestaferd heldur keyptum okkur mida med farthegabati. Thetta var langt ferdalag. Klukkan sex um morguninn logdum vid af stad en thurftum ad taka rutu ad batalaeginu. Thad tok sinn tima. Um hadegisbilid var ytt ur vor og vid akvadum ad hlamma okkur ekki i saetin heldu stodum i dyragaettinni og fylgdumst med arbokkunum lida hja. Utsynid var frabaert og serstaklega thegar vid sigldum gegnum gljufrin thrju. Vid lentum svo fimm og halfum tima sidar vid Taipingxi rett fyrir ofan staerstu vatnsaflsvirkjun i heimi. Vid aetludum ad skoda hana en vildum ekki greida litlar 5.000 ISK fyrir ad fa ad gapa framan a mannvirkid svo vid heldum afram til Yichang. Vid hofdum keypt ferdina a farfuglaheimilinu okkar i Chongqing. Thar med i pakkanum var rutumidi afram fra Yichang til Wuhan. A moti okkur i Yichang atti ad taka madur med rutumidana en ad sjalfsogdu gekk thad ekki eftir. Thad kostadi nokkur simtol og has raddbond ad fa rutumidana i hendurnar. Vid komumst svo loks upp a gistiheimili i Wuhan laust eftir midnaetti og svafum vel og lengi fram a naesta dag.

Vid keyptum okkur lestarmida hedan fra Wuhan afram til Guilin i fyrradag og forum a morgun. Her er ekkert ad sja eda gera svo vid hofum bara legid i leti, lesid, etid, skitid og sofid.

Bidjum fyrir bestu kvedjur i baeinn,

-Otto og Kristin

Fra Pingyao til Xi’an

13. apríl 2008

Vid afredum ad stoppa i Pingyao a leid okkar til Xi’an, litlum bae med merkilega sogu. Staerstan hluta Pingyao umlykur borgarmur og oll husin innan hans eru i gomlum kinverskum stil. Vid attum pantad plass a farfuglaheimili thar i bae. Starfsfolkinu hafdi tekist ad kludra nafninu Ottos en i bokhaldinu theirra het hann Otot. Thad tok smastund ad sannfaera starfsfolkid ad Otto og Otot vaeru einn og sami madurinn en thad hafdist fyrir rest. Kristinu likadi nafnid Otot svo vel ad hun stakk upp a thvi ad Otto skipti bara um nafn vid taekifaeri. Vid adhofdumst litid gafulegt i Pingyao enda luin eftir theytinginn i Beijing. Vid roltum medal gamalla husa og Kristin keypti handgerda kinasko en Otto fann enga naegilega stora a sina breidfaetur. Notalegt ad una ser vid lestur og postkortaskrif i svona fallegum bae.

Vid tokum svo rutu fra Pingyao afram til Xi’an. Xi’an a ser lika merkilega sogu en thad sem dregur flest ferdalanga thangad (og thar a medal okkur) er Terracotta leirherinn sem fannst fyrir tilviljun um midjan attunda aratuginn. Fyrir rumlega 2000 arum sidan let fyrsti keisarinn af Kina bua til her leirmanna og stridshesta til ad fylgja ser yfir moduna miklu. Hann let reisa theim thak yfir hofudid en timinn hefur sed um ad faera hermennina a kaf i jordina. Stuttu eftir ad herinn fannst hofst thvi mikil og skipulogd vinna vid ad grafa tha upp sem stendur enn. Nu er buid ad byggja yfir herlegheitin og turhestavaeda svo nu geta allir sem vilja komid og skodad einn merkilegasta og staersta fornleifafund sogunnar. Nu hafa verid grafnir upp orfa thusund hermanna og hesta en buist er vid ad undir moldinni leynist 7.000 hermenn, 130 hestvagnar med 520 hestum auk 150 riddaralidshesta. Alir hermennirnir eru i raunstaerd og engir tveir eru eins utlitandi. Upphaflega voru their allir fagurlega maladir og vel vopnum bunir. I dag hafa vopnin rotid ur hondum theirra og liturinn hefur madst af. Engu ad sidur er thetta otruleg sjon ad sja tha samankomna hundrudum saman i rodum og madur getur rett imyndad ser hversu glaesilegt thetta var. Thad maetti una ser longum stundum vid ad skoda smaatridin og bera hermennina saman. Keisarinn skikkadi til verksins 720.000 manns en auk hermannana let hann reisa ser einhverja tha glaesilegustu grof sem sogur fara af. Ad sjalfsogdu voru flestir theirra sem ekki letust vid thessa thraelkunarvinnu, drepnir til ad vardveita leyndarmalid um grofina og leirherinn. Nu er unnid hordum hondum vid ad grafa hana upp skammt fra thar sem herinn er stadstettur.

Kinverjar eru einstaklega godir i ad rukka inn i/a alla skapada og oskapada hluti. Sem daemi var ekki haegt ad komast inn a sofn og merkilega stadi i Pingyao nema madur fjarfesti i thriggja daga passa a taeplega 1500 ISK. Ekki var haegt ad borga inn a hvern stad fyrir sig (en their eru mjog mis ahugaverdir) og vid tymdum ekki ad borga svona mikinn pening til ad skoda tha tvo eda thrja stadi sem okkur thottu ahugaverdir. I Xi’an thurftum vid ad punga ut 450 ISK a mann til ad fa ad rolta borgarmurinn thar sem yfirleitt er ekki thverfotad fyrir solumonnum og -konum. Ennfremur gildir su regla alls stadar ad thegar thu yfirgefur svaedid tharftu ad kaupa thig aftur inn. Svo gaeta Kinverjar thess vandlega ad allir thurfi nu ad ganga fram hja solubasum sem selja minjagripi og glingur med myndum af thvi sem stadurinn hefur upp a ad bjoda. Their kunna thetta.

Vid letum okkur tho hafa thad ad reida fram mordfjar fyrir ad rolta a borgarmurnum. Reyndar migrigndi en vid letum thad nu ekki a okkur fa. Thad thyddi hreinlega faerri ferdamenn og enga solumenn. Vid lobbudum thangad til vid urdum blaut inn ad beini og fludum tha upp a hotel. Annar merkilegur stadur i baenum var Bjolluturninn (e. Bell tower) svokalladi. I flestollum kinverskum baejum og borgum var og er bjolluturn i midjum baenum. I theim hekk risastor bjalla sem hringt var vid solris. Svipadur turn er Trommuturninn (e. Drum tower) en thar voru bumbur bardar vid solsetur. I Bjolluturninum forum vid a stutta tonleika thar sem flutt var klassisk kinversk tonlist. Jibbijei!

Nu erum vid i Chengdu. I morgun forum vid adeins ut fyrir baein og skodudum pandabirni. Vid segjum betur fra thvi sidar.

Ad lokum aetlum vid ad birta lista yfir thann mat sem okkur langar ad borda thegar vid komum heim. Listanum er ad sjalfsogdu fyrst og fremst beint til foreldra okkar beggja (og ommu Stinu hennar Kristinar) en hinir geta skemmt ser vid lesturinn. Rettirnir eru ekki i neinni akvedinni rod.

 • Grillada bleikju med kartoflum og kaldri hvitlaukssosu.
 • Plokkfisk med stoppu ur saetum kartoflum.
 • Lasagne.
 • Franska sukkuladikoku med rjoma og jardaberjum.
 • Mjolkurgraut med rusinum, kanelsykri og slatri. (Kristin vaeri reyndar alveg til i mjolkurgraut med suru slatri, kanelsykri, saltkjoti, rofum og kartoflum uti…)
 • Steiktan thorsk med kartoflum og brakandi islensku graenmeti.
 • Kjotfarsbollur med kartoflum, brunni sosu, ORA baunum og rabbarbarasultu.
 • Almennilegan morgunverd: AB mjolk med rusinum, banonum og seriosi, gott braud, ost, kjotalegg, graenmeti, sultu, islenskan camembert ost, avexti, heimabakadar gerbollur med tunfisksalati og skinkuhorn. Og svo hafragraut hina morgnana.
 • Lambalaeri med ollu tiheyrandi.
 • Keldudalskaffi med ponnukokum, kleinum og rusinukokum.
 • Kjuklingasalat.
 • Skyr med blaberjum og rjoma.
 • Hreindyrasteik med tilheyrandi.
 • Hrossa- eda nautalund med berneaise sosu.

Bestu kvedjur ur austrinu,

-Otto og Kristin Helga

E.s. Vid erum baedi buin ad saekja um nam i Haskola Islands: Kristin i heimspeki og Otto i edlisfraedi.

Adur en vid heldum afram til Beijing akvadum vid ad stoppa i borginni Nanjing sem var hofudborg Kina af og til a fyrri hluta tuttugustu aldar thangad til kommunistar komust til valda 1949. Gloggir lesendur hafa sennilega veitt thvi athygli hversu lik borgarnofnin eru og ekki ad adstaedulausu thvi nan thydir sudur og bei nordur. Svo Nanjing og Beijing eru hofudborgirnar i sudri og nordri.

Nanjing er taeplega sex milljona borg en hefur thratt fyrir thad yfir ser rolegan smabaejarblae. Vid skodudum falleg hus i elsta hluta baejarins og risastort hlid (Zhonghua gate) sem er thvi sem naest thad eina sem er eftir af heljarinnar borgarmur sem eitt sinn umlukti borgina. Svo saum vid toff menn a svidi sem breikudu vid Rage Against The Machine. Vid nanari eftirgrennslan komumst vid ad thvi ad their voru ad auglysa bjor. Athyglivert. Fyrir ofan baeinn ris Fjolublaa fjall (e. Purple mountain) sem er harla undarlegt nafn thvi thad er thakid idagraenum trjam fra rotum upp a topp. Fjallid er vinsaelt utivistarsvaedi og horkutolin geta skokkad thar upp eftir hellulogdum stigum en vid akvadum ad taka stolalyftuna upp og rolta svo nidur. Annars stadar a fjallinu er lystigardur thar sem graenir fingur raekta rosir og beisla Bonsai-tre. Thar var lika ad finna svaedi med allrahanda brum sem gerdu manni miserfitt fyrir ad komast yfir a hinn bakkann. Otto for hamforum og profadi allar bryrnar. Svaka stud.

Vid thurftum ad gera okkur ferd a posthusid sem er nu ekki i frasogur faerandi nema fyrir thaer sakir ad a utleidinni stoppadi okkur kona med myndavel i annarri og frimerkjabok i hinni. Hun kvadst vera ad taka myndir fyrir dagblad og var ad skrifa frett um ny frimerki sem verid var ad gefa ut i tilefni Olympiuleikanna sem haldnir verda i Kina nu i agust. Hun vildi olm ad vid saetum fyrir a mynd med frimerkin. Ad sjalfsogdu urdum vid vid bon hennar. Svo thegar vid aetludum ad ganga burt spurdi hun: “Are you lovers?” Vid natturulega jattum thvi en thotti mjog fyndid hvernig stulkan kaus ad koma ordum ad thessu.

Adfaranott 25. mars tokum vid naeturlest aleidis til Beijing. Vid lentum um morguninn og komum okkur fyrir a farfuglaheimili. Thessi farfuglaheimili eru medlimir i althjodlegum samtokum farfuglaheimila fyrir unga ferdamenn (e. International youth hostel) og eru odyr midad vid adra gistingu her i Kina og hafa allt til alls. Andrumslofid i Beijing var mjog frabrugdid thvi sem var i Shanghai. Allt er i einhvernvegin i fastari skordum. Beijing hefur lika yfir ser eldri blae, med Forbodnu borgina, Torg hlids hins himneska fridar og fleiri sogufraega stadi.

Thad er afar serstakt ad vera her i Kina nu baedi fyrir Olympiuleikana og um og eftir uppthotin i Tibet. Kinverskir fjolmidlar klipptu a beina utsendingu fra tendrun Olympiueldsins um leid og tibetska fananum var flaggad. Their kusu ad fjalla ekki um malid i fjolmidlum en i stadinn las madur einhverja arodursvellu hladna dyrdarordum um sigur og sameiningu kinversku thjodarinnar. I tengslum vid motmaelin i Lhasa er stodugt raett vid og vitnad i kinverska netverja (sem koma fram undir dulnefnunum sem their notast vid i netheimum) og skrifad er um hatramma barattu theirra vid vestraena midla sem vilja thad eitt ad sverta mynd Kina i althjodasamfelaginu med folskum frettaflutningi. I einni klausunni var fullyrt ad allir vestraenir frettamidlar vaeru a moti Kina og kinverskum. Thessutan er blasin er upp hormung kinverskra fornarlamba sem oll med tolu uthropa motmaelendur ofbeldismenn og oeirdaseggi. Ein frettin sagdi af ahyggjufullum nema i Beijing sem hringdi heim i fjolskyldu sina i Lhasa til ad ganga ur skugga um ad allir vaeru heilir a hufi. Modirin svaradi og thad fyrsta sem hun atti ad hafa sagt vid taugaveiklada dottur sina var ad hun hefdi nu engar ahyggjur af thessu thvi hun vaeri thess fullviss ad rikisstjornin (NB. rikisstjornin) myndi taka thetta mal fostum tokum. Liklegt. Somu frettunum um thessi mal var slegid upp a forsidu marga daga i rod. Margar greinar voru birtar thar sem Dalai Lama var kalladur ofbeldisfullur gedsjuklingur sem hefdi aldrei gert neitt fyrir tibetsku thjodina. Thad er otrulegt hvernig haegt er ad ljuga ad heilli thjod. Vid lasum frettirnar i dagbladinu China Daily. Hvetjum ahugasama til ad vafra a vefsidu theirra.

Vid hofum dvol okkar i Beijing a leit ad skraddara verdugum i thad verk ad sauma a okkur glaumdress. Ad sjalfsogdu naegdi okkur teitisgeggjurunum ekki eitt a mann heldur morg. Ennfremur dugdi engin strigapoki i nyju klaedin keisarans heldur skyldi nu tina til thad finasta sem fyndist i rikinu. Vid budum thvi verkid ut, fengum morg tilbod og gaumgaefdum hvert og eitt. Sa sem verkid hlaut baud fram myksta silki og allrahanda kashmirklaedi a skikkanlegu verdi. Saumaskapurinn sjalfur tok svosem ekki langa stund en vid thurftum ad gera fjoldamargar ferdir til klaedskerans svo klaedin fellu nu rett ad likomum okkar. Nu erum vid i ollum husum haef. Jafnt i konunglegum hybilum bankastjoranna (sem vid saekjum mikid) sem og enn virdulegri husakynnum Haskola Islands. Klaedskerinn okkar var til husa a fatamarkadi a fimm haedum. Ad sjalfsogdu roltum vid thar um og keyptum thad sem hugurinn girntinst, eins og Islendinga er sidur thegar their leggjast i viking. Olikt thvi sem tidkast heima a froni thurftum vid ad prutta um hverja einustu spjor. Starfsmenn verslananna, sem selja allt fra buxum og peysum yfir i sko, belti, ur og fleira glingur, eru stulkur sem beita ollum brogdum til ad fa mann til ad greida sem haest verd. Thaer garga, sla, klipa og segja vidskiptavini sina setja sig a hausinn og jafnvel fjolskylduna alla a grafarbakkann ef vid reidum ekki fram meiri aur. Thegar thu hefur komid auga a voru sem thu girnist skaltu spyrja um verd. Verdid sem thaer setja upp er alla jafna svo faranlega hatt ad thu gaetir sennilega keypt allavega tvaer ekta utgafur af flikinni eda hlutnum, en allt sem finna matti a markadnum voru eftirlikingar af thekktum merkjum. Tha skaltu hrista hausinn, storhneyksladur og ganga a braut. Tha laekkar verdid allavega um helming med tilheyrandi hropum og sarsaukastunum fra afgreidslustulkunni. Ef ther likar verdid skaltu koma med motbod sem er ekki meira en fimmtungur af thvi sem hun setur upp i thad skiptid. Finnist ther verdid hinsvegar enn allt of hatt skaltu ganga i burtu thangad til verdid er ordid prutthaeft. Svo er bara ad prutta. Hja allra linustu afgreidslukonunum er nog ad halda sig vid verdid sem thu setur upp i fyrsta sinnid en hja theim sem eru litid eitt hardari skal fikra sig haegt og rolega upp a vid og ganga svo bara i burtu ef ekkert gengur. Agaetisrad er lika ad hota thvi ad versla hja naesta vid hlidina (sem bydur alla jafna upp a nakvaemlega somu vorur) og fellur tha verdid samstundis um a.m.k. 60-70%. Nidurstadan er su ad thu aettir aldrei ad borga meira fyrir voru en u.th.b. einn sjotta af thvi verdi sem afgreidslustulkurnar settu upp i fyrsta skiptid. Ad sjalfsogdu fundum vid okkur tilefni til ad skarta klaedunum finu og skelltum okkur a kinverska operu. Thetta var ein su surasta syning sem undirritud hafa sed. Personur og leikendur donsudu, breimudu eda gerdu baedi vid tonlist sem allra mestu syruhausar sjounda aratugarins hefdu stimplad havada. En ahugavert engu ad sidur.

Klaedakaupin voru tho ekki adalerindi okkar i Beijing heldur vildum vid skoda og kynnast ollu hinu sem hun hefur upp a ad bjoda. Fyrst ber ad nefna Torg hlids hins himneska fridar. Thad er staersta torg sinnar tegundar i heiminum. Torgid dregur nafn sitt af hinu sogufraega Hlidi hins himneska fridar sem er fordyri Forbodnu borgarinnar. Hlidid skreytir risastor andlitsmynd af Mao formanni. Tho vid vestraenir tengjum torgid helst vid studentamotmaelin 1989 thar sem kinverski herinn maladi torgid og nagrenni thess blodrautt, gegnir torgid veigamiklu hlutverki i lifi Kinverja. Thar fara fram hatidarhold a ollum staerstu tyllidogum Kinverja, thar er tekid a moti erlendum thjodarleidtogum og nu fyrir skemmstu hof Hu Jintao forseti kinverska lydveldisins hringferd Olympiueldsins um heimsbyggdina a torginu med mikilli vidhofn og oryggisgaeslu. A midju torginu stendur grafhysi Mao Zedong, mannsins sem leiddi menningarbyltinguna og kom a kommuniskri stjornskikkan i Kina 1949. Sed fra Hlidi hins himneska fridar stendur thinghusid vinstra megin vid torgid og Thjodminjasafn Kinverja haegra megin. Fremst a torginu er thjodfani Kinverja sem tronir efst i risastorri fanastong. Faninn er dreginn ad huni vid solris og tekinn nidur aftur vid solsetur a hverjum degi med mikilli vidhofn i baedi skiptin. Tha er torginu kringum fanann lokad og umferdin stodvud svo vardmadur geti gengid med thjodfanann yfir umferdarthunga gotu sem liggur milli Hlids hins himneska fridar og torgsins an thess ad verda fyrir bil. Milli thjodfanans og grafhysis Mao formanns ris sula til minningar um fallnar hetjur kinverska lydveldisins. Thetta er allt saman afar stort og mikilfenglegt og gaman ad rolta um torgid og fylgjast med folksfjoldanum.

Einn morguninn forum vid ad skoda Mao Zedong thar sem hann liggur vel smurdur i kristalskistu svo ungir sem aldnir geti barid thjodhetjuna augum. Adur en inn var haldid thurftum vid ad koma toskunum okkar fyrir i thartilaetladri geymslu og forum svo aftast i rodina. Kinverjar mega eiga thad ad their eru mjog godir i ad stjorna mannfjolda thannig ad rodin gekk hratt og orugglega fyrir sig. I Kina er engin rikistru (og reyndar mega trulausir einir ganga i Kommunistaflokkinn, eina stjornmalaflokk landsins) en dyrkun formannsins jadrar tho vid truarbrogd. I forsalnum tekur Mao sjalfur vid manni, sitjandi a stol, uthoggvinn i marmara. Fyrir utan er haegt ad kaupa blom til ad leggja ad fotum hans og thegar vid gengum inn la thar stor blomahruga. A eftir okkur i rodinni var kona med barn og baedi drogu thau sig ut ur rodinni, logdu blom ad fotum formannsins og buktudu sig og beygdu med lofana saman likt og i baen. Thad var hrikalegt ad sja hve einbeitt og tru thau virtust. Annad sem vakti athygli okkar var ad thegar inn var komid matti heyra saumnal detta. Kinverjar eru frekar haevaerir ad edlisfari en tharna inn heyrdist ekki meira en hosti i einstaka manni. Svo kom ad thvi. Og thar la hann, folbleikur undir hamri og sigd. Hann virtist ur vaxi, en aetli hudin verdi ekki thannig eftir 30 ara reglulega smurningu og geymslu i kaeli. Sagan segir reyndar ad eftir dauda hans hafi verid gerd af honum nakvaem eftirmynd ur vaxi og ad henni se lyft upp undir kristalinn thegar Mao sjalfur tharf a frekari umonnun ad halda en hinni daglegu smurningu. Leidinni gegnum grafhysid er vandlega gaett af vordum sem sja til thess ad enginn staldri of lengi vid i einu. Ad sjalfsogdu matti ekki taka myndir tharna inni. Adur en vid komumst ut undir bert loft gengum vid gegnum minjagripaverslun sem hondlar med alls konar Mao-varning. Nuna getum vid djammad med Mao-halsmen og bindisnaelu. Heyri vordur thig, hvort sem hann er einkennisklaeddur eda ekki, lasta Mao formann a Torgi hlids hins himneska fridar og svaedinu thar i kring ertu umsvifalaust hnepptur i vardhald og sennilega eitthvad meira. Mao Zedong er hetja i augum landsmanna og jafnvel meira en thad. Hann er dyrkadur a thann hatt sem truadir dyrka gudi og bornum er kennt ad virda hann fra unga aldri. Svona verda truarbrogdin til.

Kinverjar eta vist allt sem ad kjafti kemur og vid fengum ad kynnast thvi. Seinni partinn og fram a kvold lifnar vid hluti einnar af adalgotum baejarins thar sem solumenn selja godgaeti a spjotum vid basa sina. Thad var hin mesta skemmtan ad rolta fram og aftur eftir basarodinni. Allir basarnir eru eins og solumennirnir eru eins klaeddir i hvitu og raudu til ad kynda undir stemningunni. A basunum ma fa allt fra kjuklingi, lambakjoti, graenmeti, krabba, smahumri, avoxtum og einhverju sem vid erum von ad borda yfir i snakakjot, thusundfaetlur, sporddreka, saehesta, igulker, silkiorma og fleira mislystugt. Vid byrjudum rolega og keyptum okkur steikta kjuklingabita vafda inn i thunnar flatkokur med skarlottlauk og nudlur med deighududu djupsteiktu graenmeti. Tha smokkudum vid smokkfisk sem bragdadist hreint agaetlega en tokum feilspor a einhverju sem vid toldum vera kartoflur en reyndist vera hreint glutein. Thad endadi i ruslinu. Okkur var tha farid ad lengja i eitthvad framandi og brogdudum a snakakjoti. Sem var ekki sem verst. Ma kannski helst lysa sem einhverri blondu af smokkfiski og kjuklingi. Maelum med thvi. Nu vorum vid komin i stud og keyptum eitt spjot af lettsteiktum silkiormum. Their voru halfgerd drulla en aetir tho. Vid hofdum samt ekki lyst a ad klara spjotid og gloddum thess i stad svangan utigangsmann. Vid endudum svo a sykurhududum jardarberjum og kokossafa. Gridarlega gott og gaman.

Thad fer ekki fram hja neinum sem ekki er daufdumbur ad Olympiuleikarnir eru a naesta leiti og verda haldnir i Kina i ar. Budir med olympiuvarning eru a hverju horni i Beijing og vidar. I thessum budum ma fa allt fra einfoldum pennum og lyklakippum upp i randyra skartgripi og husgogn. Dyrasti hluturinn sem vid saum var postulinsvasi med einkennismerki Olympiuleikanna a litlar 49.500 CNY sem jafngilda 550.000 ISK. Ad sjalfsogdu keyptum vid einn slikan og sendum hann med sjoposti til Islands. I ollum frettum sem snuast um Olympiuleikana eru their og kinverska thjodin maerd eins og staerd forsidunnar leyfir. Auglysingar, teikimyndir med einkennisfigurum leikanna og thaettir sem utskyra hverja og eina ithrottagrein eru syndar a storum skjam og i almenningsfarartaekjum a ladi, i lofti og a legi. Thad verdur serstakt ad horfa a leikana heima a Islandi eftir ad hafa upplifad stemninguna i Beijing.

Fyrst um sinn ferdudumst vid um borgina med leigubilum thangad sem vid gatum ekki labbad en seinna komumst vid upp a lagid med nedanjardarlestarnar. I lestarvagnana er folki pakkad inn eins og sardinum i dos og a haannatimum eru menn i vinnu vid ad troda thvi inn i lestarnar og loka svo a eftir. I einni svoleidis lestarferd saum vid dalitid serstakt. Smafolkid i Beijing er idulega klaett i buxur med rifu a rassinum. Sennilega flytir thetta bornum fyrir thegar kemur ad thvi ad thau gera tharfir sinar. Thad er i sjalfu ser ekkert athugavert vid thad. Vid saum dreng sem var sennilega tveggja ara og helt i hond modur sinnar. Hann var i rasslausum ledurbuxum og ledurjakka i stil. I ofanalag var hann med sidan aflitadan topp og subbubleika bangsatosku a bakinu. Thad er ekki skrytid ad ae fleiri eigi i basli med sjalfsmyndina thegar their eldast.

Tvo daga heimsottum vid Forbodnu borgina. Hun var heimili keisarafjolskyldunnar og thjona hennar og heitir svo thvi almenningi var ekki hleypt inn i 500 ar en borgin var gerd ad safni 1924. Fordyri thess er likt og adur sagdi Hlid hins himneska fridar en handan thess taka vid fleiri misstor hlid sem skipta Forbodnu borginni nidur i svaedi. Staersta svaedid er handan Hlids hins fullkomna samhljoms (e. The Gate of Surpreme Harmony). Thar maetti skipulegga fotboltamot an nokkurra vandkvaeda, slikt er svaedid. Svo taka husin vid hvert af odru: Salur hins fullkoma samhljoms (e. The Hall of Surpreme Harmony), Salur hins vardveitta samhljoms (e. The Hall of Preserved Harmony), Holl hins himneska hreinleika (e. The Palace of Heavenly Purity) og vid vitum ekki hvad og hvad. Vid nennum ekki ad utlista thetta allt en ahugasamir geta smellt her til frekari frodleiks. I thessum heljarstoru husakynnum bjo keisarafjolskyldan a veturna en a sumrin flutti hun a ogn grodursaelli og huggulegri stad annarsstadar i Beijing, nefnilega Sumarhollina. Vid tokum lika tvo daga i ad skoda thann glaesilega stad. Sumarhollin stendur vid vatn og umhverfid er skogi vaxid. Byggingarnar thar gefa ekkert eftir i glaesileika sinum tho thaer seu heldur minni i umfangi en thaer staerstu i Forbodnu borginni. Svaedid hefur ad sjalfsogdu verid turhestavaett en er jafnframt vinsaelt utivistarsvaedi heimamanna. Her kemur fullordid folk (a eftirlaunaaldri) saman a morgnanna og idkar leikfimi (sem getur verid bradfyndid), sparkar a milli sin fjadurboltum a sama hatt og sumir sparka milli sin grjonaboltum heima a Islandi, fleygja svifdiskum, spila badminton og stunda adrar utandyraithrottir sem hinn almenni borgari idkar a sumrin. (Einhverskonar hreyfing virdist stor hluti af lifi margra. Einhvern morguninn thegar vid roltum nidur Wangfujing straeti (sem er adalverslunargatan) a leid okkar i nedanjardarlestina saum vid orugglega vel a niunda tug bankastarfsmanna idka einhverkonar morgunleikfimi i takt vid tonlist. Vid stoldrudum til ad fylgjast med en fordudum okkur thegar farid var ad iskra i Kristinu sem bardist vid hlaturinn. Thetta var afar skondid.) A svaedinu i og um Sumarhollina var ymislegt ad sja. Vid vorum t.d. svo heppin ad detta inn a tonleika hja ungum tonlistarmonnum sem fluttu thjodlega tonlist. Annar stadur i svipudum dur er Himnamusterid svokallada. Thar for keisarinn reglulega og faerdi fornir fyrir betri tid med blomum i haga. Sa stadur er lika vinsaelt utivistarsvaedi borgarbua og her hittast their og hlyda a gotulistamenn, spila Mahjong og/eda a venjuleg 52 spil. Vid fylgdumst goda stund med eiturhressum fjadurboltasnillingi um sjotugt taka yngri og spraekari menn fyrir nesid i theim leik.

Ef thad er einhver stadur i Kina sem ferdamadur thar i landi getur ekki sleppt ad heimsaekja tha hlytur thad ad vera Kinamurinn. Vid voknudum thvi snemma einn morguninn i leit ad rutu 919 sem gengur upp ad Kinamurnum. Eftir ad hafa fundid a.m.k. 6 rutur numer 919 og rekist a tvofalt fleira folk sem reyndi ad ljuga thvi ad okkur ad sin vaeri su rikisrekna fundum vid tha sem vid leitudum ad. Sa er nefnilega hatturinn a ad fjolmargir sja fyrir rutum upp ad Kinamurnum. Gallinn er bara sa ad i thessum skipulogdu ferdum er ekki stoppad i nema 90 minutur a murnum, klukkustund i grafreit keisara fra Ming-timabilinu og allavega tvaer klukkustundir i verslunum sem selja manni randyra Jadi-steina og kinversk lyf sem laekna eiga alla tha kvilla sem nofnum tjair ad nefna. Ferdalagid til og fra murnum tekur svo tvo tima. I stadinn fyrir svona fyluferd sem kostar hvituna ur augum manns borgudum vid slikkeri fyrir far med almenningsrutu upp ad murnum mikla. Vid stigum ut ur rutunni vid Badaling thar sem flestir ferdamenn skoda murinn. Og thar saum vid hann. Otrulegt mannvirki Kinamurinn. Ad medaltali er hann 7 metra har og alika breidur og hlykkjast hann eftir haestu hryggjum og haedum landslagsins. Hann er thvi a koflum alika brattur og brottustu hlidarnar. Okkur sem veitist hreint ekki audvelt ad klifa hann eigum erfitt med ad imynda okkur hvernig thad hefur verid ad vinna vid ad reisa murinn. Enda dou fjolmargir vid byggingu hans og voru likamar theirra nyttir sem efni i hann. Vid gengum hluta mursins og virtum fyrir okkur mannvirkid. Thad var otrulegt ad sja hvernig hann hverfur bak vid haestu fjoll i fjarskanum. Vid vorum lika mjog heppin med skyggni thratt fyrir sma blastur uppi a murnum. Thad er erfitt ad lysa thessu eitthvad betur svo vid bendum lesendum a myndirnar af murnum.

Nu erum vid i Pingyao litlum bae midja vegu milli Beijing og Xi’an thangad sem forinni er heitid naest.

Bestu kvedur fra 37 gradum, 12 minutum og 5 sekundum nordlaegrar breiddar og 112 gradum, 9 minutum og 5 sekundum austlaegrar lengdar.

-Otto og Kristin